Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 74
FRÉTTIR 74 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu kom Hannes Hösk- uldsson, eigandi Skipaafgreiðslu Húsavíkur ehf., færandi hendi á æf- ingu hjá bocciadeild Völsungs. Er- indið var að afhenda liðsmönnum í flokki fatlaðra, leiðbeinanda þeirra og aðstoðarmönnum flíspeysur til að nota á keppnisferðalögum. Peys- urnar eru hinar vönduðustu, merkt- ar bæði Skipaafgreiðslunni og Völ- sungi. Hannes sagði við þetta tækifæri að hann væri ánægður að geta styrkt liðið og stoltur af því. Hann tók fram að fyrirtækið hefði átt góð samskipti við deildina, einn liðsmaður deildarinnar væri starfs- maður sinn, en nú liti hann á liðið í heild sem merkisbera fyrirtækisins. Hannes óskaði þeim að lokum alls hins besta og góðs gengis á mótum í framtíðinni. Bragi Sigurðsson, formaður bocc- iadeildarinnar, þakkaði Hannesi og félögum hans á Skipaafgreiðslunni höfðinglega gjöf og sagði fyrir- tækið hafa sýnt deildinni góðan stuðning gegnum tíðina. Gjafir sem þessar og stuðningur væri deildinni ómetanlegur og hvetti liðsmenn til enn frekari dáða. Egill Olgeirsson, leiðbeinandi liðsins, sagði, að með því að allir liðsmenn væru eins klæddir og vel til fara á mótum skapaðist liðsheild og eftir liðinu væri tekið, bæði af áhorfendum og keppendum. Góð þátttaka í mótum Að sögn Egils hefur mikil gróska verið í starfi bocciadeildar Völsungs á árinu. Félagar á hennar vegum hafa farið á öll helstu mót og sýnt frábæra frammistöðu, m.a. unnið Ís- landsmeistaratitla, gullverðlaun á Landsmóti UMFÍ og Norðurlands- meistaratitla. Þá hefur í vetur orðið mikil fjölgun í opnum flokki, í hon- um æfa og keppa eldri borgarar bæjarins og hafa þeir staðið sig mjög vel á mótum það sem af er vetri. Stjórn bocciadeildar Völsungs skipa núna, auk Egils og Braga for- manns, þau Lilja Sæmundsdóttir, Kristín Magnúsdóttir og Arnar Guðlaugsson sem jafnframt hefur verið yfirdómari á öllum mótum sem deildin hefur staðið að frá upp- hafi eða í 11 ár og geri aðrir betur. Egill segir að til að starf sem þetta geti dafnað og árangur náist þurfi margir að leggja hönd á plóginn til að skapa þær aðstæður og stemmn- ingu sem þarf til. Í tilfelli boccia- deildarinnar hefur ekkert af þessu vantað, þátttakendur eru frábærir, áhugasamir og stunda íþrótt sína af dugnaði og prúðmennsku. Því til sönnunar nefnir Egill að einn úr liði fatlaðra, Ásgrímur Sigurðsson, mæti á flestar æfingar þótt hann búi fram í Bárðardal og þurfi að fara um 100 km leið á hverja æfingu. Allt frá stofnun deildarinnar hef- ur Kiwanisklúbburinn Skjálfandi verið traustur bakhjarl og veitt deildinni fjárhagslegan stuðning. Félagar í Skjálfanda hafa aðstoðað við öll mót sem haldin hafa verið og standa auk þess árlega að Þórð- armótinu. „Þessi stuðningur þeirra er íþróttafólkinu ómetanlegur,“ sagði Egill að lokum. Gróska í starfi bocciadeildar Völsungs Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Boccialið Völsungs í flokki fatlaðra ánægt með nýju peysurnar. Lið fatlaðra fékk flís- peysur Húsavík. Morgunblaðið. UNGMENNAFÉLAG Selfoss hefur tekið í notkun netverslun á heimasíðu sinni. Þessi verslun kallast Big Planet. Allt sem versl- að er á þessari síðu er til stuðn- ings Umf. Selfoss. Þar er að finna hluti fyrir GSM síma, Nu Skin snyrtivörur og Pharmanex heilsuvörur og vítamín. Mikið af spennandi jólatilboð- um er á síðunni, að sögn Krist- ínar Gísladóttur framkvæmda- stjóra félagsins. „Það eina sem þarf að gera til að skoða og versla er að fara inn á heimasíðu Umf. Selfoss og skoða „fréttir“, slóðin er http://umf.selfoss.is.,“ sagði Kristín Mánudaginn 10. desember kl. 20 verður síðan allsherjar kynn- ing á vörunum og kennsla í því að versla í Tíbrá, Félagsheimili Umf. Selfoss. Allar mæður og velunn- arar Umf. Selfoss eru velkomin. Ungmennafélag opnar netverslun Selfossi Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sig. Jóns Netverslunin opnuð á heimasíðu Ungmennafélags Selfoss, Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri, Ólafur Ragnarsson gjaldkeri og Magnús Gíslason meðstjórnandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.