Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 78
78 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
" !
#
$
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
BINDINDISDAGUR fjölskyldunn-
ar er í dag. Félög, sem undirbúa
hann, leggja að þessu sinni sérstaka
áherslu á að jól
séu haldin og að-
ventu fagnað án
áfengis – vegna
barnanna.
Ástæða er til að
nefna í því sam-
bandi mikilvægt
atriði: Að njóta
heilbrigðrar gleði
í dansi án áfengis
eða annarra
vímuefna, í desember sem aðra mán-
uði. Þá er þýðingarmikið skref stigið
– á dansgólfi og í lífinu.
Allir kannast við þá tilfinningu að
vanta kjark til að þora út á dans-
gólfið.
Sumir leysa þann vanda með því
að fá sér í glas, og finnst þá, að þeim
séu allir vegir færir á dansgólfinu.
Ef vel skal dansa, er lausnin ekki
fólgin í því að fá sér einn, heldur að
fara á dansnámskeið og geta síðan
farið allsgáður út á dansgólfið sjálf-
um sér og öðrum til gleði og ánægju.
Flestir hafa eflaust einhvern tíma
velt því fyrir sér, hvort ekki væri rétt
að læra að dansa, og öðlast kjark til
að þora út á dansgólfið.
Samtökin Komið og dansið hafa á
sl. tíu árum staðið fyrir stuttum
dansnámskeiðum undir yfirskrift-
inni „lærðu létta sveiflu á tveim dög-
um“, og miða að því að fá þá sem lítið
eða ekkert hafa dansað til að byrja
með auðveldum hætti og gerast
ófeimnir við dansgólfið.
Það er samdóma álit þeirra sem
sótt hafa námskeiðin að þau séu auð-
veld og ekki síður skemmtileg.
Námskeiðin eru kjörin fyrir hópa,
vinnufélaga, saumaklúbba og fjöl-
skyldur til að gera eitthvað saman,
stutt, ódýrt og skemmtilegt.
Ekki er nauðsynlegt að hafa með
sér dansfélaga og eru einstaklingar
velkomnir á námskeið hjá KOMIÐ
OG DANSIÐ.
Hópar, sem komið hafa á nám-
skeið hjá KOMIÐ OG DANSIÐ,
finna hvað svona sameiginleg verk-
efni hafa bætandi áhrif á andrúms-
loftið og gera sameiginlegar
skemmtanir skemmtilegri en áður.
Námskeið fyrir börn eru einnig á
vegum KOMIÐ OG DANSIÐ, og
eru þau stutt, eins og önnur nám-
skeið á vegum samtakanna.
Öll námskeiðin eru byggð upp á
þann hátt, að allir finni sig geta dans-
að og hafi gagn og gaman af veru
sinni hjá KOMIÐ OG DANSIÐ.
Dansnámskeið fullorðinna í
Reykjavík eru skv. auglýstri dag-
skrá í Danshöllinni, Drafnarfelli 2,
en fyrir sérhópa eru námskeið þá
daga sem henta hverju sinni. Einnig
er starfandi ungmennahópur 18-30
ára sem kemur saman öll þriðju-
dagskvöld og fyrirhugað er að koma
á fót hóp fyrir þá sem eru yngri en 18
ára.
KOMIÐ OG DANSIÐ er einnig
starfandi á Akureyri og Egilsstöð-
um.
Æfingadansleikir eru einu sinnu í
viku í Danshöllinni, á fimmtudögum
og gefst þá tækifæri til að viðhalda
danskunnáttunni.
Dansnámskeið á vegum KOMIÐ
OG DANSIÐ eru fyrst og fremst
hvatning til þátttöku í dansi og til að
yfirvinna feimni gagnvart því að
stíga sín fyrstu skref á dansgólfi.
Það er staðreynd að hvergi ríkir
meiri gleði en þar sem fólk kemur
saman og skemmtir sér án vímuefna,
og lætur dansinn og gleðina sem
honum fylgir ráða ríkjum.
Þeir sem hug hafa á því að vera
með í léttu og skemmtilegu umhverfi
og dansa þar sem léttleiki og hlýtt
viðmót ræður ríkjum, ættu ekki að
draga það að skrá sig á dansnám-
skeið hjá KOMIÐ OG DANSIÐ.
BJARNI RÚNAR ÞÓRÐARSON,
Suðurgötu 62, Hafnarfirði.
Dansgleði án
vímugjafa
Frá Bjarna Rúnari Þórðarsyni:
Bjarni Rúnar
Þórðarson
ÞÁ ER lokið þáttum Kristjáns
Hreinssonar; Samtíningur, á Rás
eitt. Þeir voru í nokkrar vikur, og þar
var sannarlega víða komið við. Krist-
ján eFrá r gagnrýninn og býsna
skemmtilegur. Honum er sú list léð
að sjá hlutina í víðu samhengi. Krist-
ján Hreinsson er maður á besta aldri
enn, svo að vonandi á hann eftir
drjúgan feril sem rithöfundur, skáld
og útvarpsmaður. Ekki óraði mig
fyrir því, þegar ég var að kenna pilt-
inum í Þinghólsskóla í Kópavogi fyr-
ir þremur áratugum, að hann ætti
eftir að verða þekktur fjölmiðlamað-
ur. En framvinda tímans er okkur
oftast hulin. Það er mín von, að
Kristján fái inni í útvarpinu á ný með
svipaða þætti. Þó er ég ekki að segja,
að hann „eignist“ þætti til lífstíðar,
eins og mér sýnist, að hafi verið að
gerast hjá Útvarpinu. Vissulega er
æskilegt að fá margt nýtt fólk til að
láta að sér kveða í þessum ágæta
fjölmiðli sem Útvarpið er. Þar eiga
að verða mannaskipti við og við. Þar
á ekki sama fólkið að sitja á fleti fyrir
öðrum og varna þeim máls.
Kristján Hreinsson kom víða við í
þáttum sínum með gagnrýnum
hætti. Stríð Bandaríkjanna í Afgan-
istan hefur oft verið á dagskrá í pistl-
um hans. Bruðl og óstjórn í fjármál-
um. Hefur það ef til vill farið fyrir
brjóstið á mönnum á æðri stöðum?
Niðurstaða mín er, að Kristján
eigi áfram erindi í Útvarpið með
pistla sína. Hann á örugglega margt
efni í fórum sínum. Hann er ólatur að
skrifa. Ég hefi sagt það, sem mér býr
í hjarta. Að vera gagnorður er í mikl-
um metum hjá mér. Með kveðju til
Kristjáns og þökk fyrir ágæta þætti
á Rás eitt í Ríkisútvarpinu, sameign
allra landsmanna.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Útvarpsþáttar saknað
Frá Auðuni Braga Sveinssyni: