Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 79
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 79
HELGI FILIPPUSSON ehf
HEILDVERSLUN
Tunguhálsi 7. Sími: 567 1210
Margt fallegt
til jólagjafa
á góðu verði
Glös - Kerti - Borðar - Silkiblóm -
Jólavörur - Skreytingarefni og margt fleira
Verið velkomin
Opið virka daga
13-18
laugard. og sunnud.
11-17 til 22des.
Lager-
sala
í Árbæ
að Tunguhálsi 7.
JÓLATÓNLIST tekur á móti gest-
um sem leggja leið sína á jólamark-
aðinn í Þinghúscafé. Þegar inn er
komið gefur að líta tvo sali fulla af
ýmiskonar handverki, snyrtivörum
frá Volare, kaffivörum frá Kaffi-
tári, hljómdiskum, fatnaði, bókum,
leikföngum, gjafavöru, glösum og
ýmiskonar matvörum, svo fátt eitt
sé nefnt. Í tengslum við jólamark-
aðinn verða ýmsar uppákomur og
9. desember lesa Vigdís Gríms-
dóttir og Jón Hjaltason upp úr nýju
bókunum sínum.
14. des. les Sigrún Edda upp úr
bók sinni um Bólu tröllastelpu. 16.
des. les Gísli Rúnar upp úr bók sinni
Bó og Óskar Guðmundsson les upp
úr Fjórtándu öldinni.
8., 15. og 20. des. koma dýr úr
Hálsaskógi og skemmta gestum.
Jólasveinar líta inn 14., 16. og 23.
Landsfrægir tónlistarmenn munu
líka koma og skemmta, þeirra á
meðal eru Megas sem kemur 13.
des. og Rúnar Júl. 15. des. að
ógleymdu Sölvakvöldi sem er orð-
inn árlegur viðburður hér í bænum.
Þá koma og troða upp ýmsir tónlist-
armenn úr Hveragerði fyrr og nú.
Eins og sjá má verður líf og fjör út
allan jólamánuðinn.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Jólamarkaður í Þing-
húscafé í Hveragerði
Hveragerði. Morgunblaðið.
LAUF, samtök áhugafólks um
flogaveiki, verður með jólafund
í Hátúni 10b, kaffistofu á jarð-
hæð, laugardaginn 8. desem-
ber, og hefst hann kl. 15.
Kjartan Sigurbjörnsson
sjúkrahúsprestur flytur hug-
vekju og Guðni Þórðarson flyt-
ur jólerindi. Boðið upp á veit-
ingar.
Jólafundur
hjá Laufi
KVEIKT verður á jólatrjánum í
Hafnarfirði í dag, laugardaginn 8.
desember. Trén eru gjöf frá vina-
bæjunum Fredriksberg og Cux-
haven.
Dagskráin hefst á Flensborgar-
höfn kl. 13 en þá mun fulltrúi Þjóð-
verja, Rolf Reters, flytja kveðju og
tendra ljósin á trénu.
Kveikt verður á trénu við Hafn-
arfjarðarkirkju kl. 14.30, fulltrúi
Dana, Michael Dal, gerir það. Fram
koma listamenn, börn frá leikskól-
anum Hjalla syngja og jólasvein-
arnir láta sig varla vanta.
Jólastemning verður í verslunar-
miðstöðinni Firði frá kl. 15–17, þar
bregður Pétur Pókus á leik og
hljómsveitin Jón forseti spilar
nokkur lög. Kl. 16 verður gestum
og gangandi boðið upp á jólasúkku-
laðiköku Kökumeistarans og jóla-
kók.
Jólatónleikar verða í Hafnarborg,
„syngjandi jól“, kl. 13–20, þar sem
um 800 söngvarar syngja, segir í
frétt frá Æskulýðs- og tómstunda-
ráði Hafnarfjarðar.
Jóla-
stemmning í
Hafnarfirði
LJÓSIN verða tendruð á jólatrénu
á Garðatorgi í dag, laugardaginn 8.
desember, kl. 16. Jólatréð er gjöf
frá vinabæ Garðabæjar, Asker í
Noregi, og mun fulltrúi norska
sendiráðsins flytja ávarp og kveikja
ljósin á trénu.
Dagskrá hefst kl. 15.45 með því
að Blásarasveit Tónlistarskóla
Garðabæjar leikur, formaður Nor-
ræna félagsins í Garðabæ býður
gesti velkomna og Laufey Jóhanns-
dóttir veitir trénu viðtöku, kór
Hofsstaðaskóla syngur jólalög og
jólasveinar koma í heimsókn.
Kl. 14.30 verður Brúðuleikhús frá
Myndlistarskóla Garðabæjar á
Garðatorgi og handverksmarkaður
og kaffisala Kvenfélagsins.
Á Bókasafni Garðabæjar við
Garðatorg sýnir Bernd Ogrodnik
brúðuleikritið Pönnukakan hennar
Grýlu kl. 13.30, segir í fréttatil-
kynningu.
Kveikt á
jólatré
á Garðatorgi
MIKIÐ verður um að vera á Lauga-
veginum og í miðbænum um helgina.
Í dag, laugardag, kl. 11–16 verður
Mál og menning með upplestur og
áritanir, kl. 13–16 skemmta jóla-
sveinar krökkum, kl. 14–16 spilar
jólakvintett jólalög á Laugaveginum,
kl. 14–18 verður Skífan með tónleika
og áritanir, kl. 14–16 syngur Kór
Snælandsskóla jólalög, kl. 15–17
syngur Álafosskórinn jólalög, kl. 15
ekur Norðlenska niður Laugaveginn
á hestvagni ásamt jólasveinum og
fagrar meyjar gefa gestum Lauga-
vegar að bragða á KEA-hangikjöti,
kl. 16.30 ekur Kóklestin niður
Laugaveginn. Á sunnudaginn kl. 13–
16 koma jólasveinar á Laugaveginn,
kl. 14–16 spilar jólakvintett jólalög
og kl. 16 verður kveikt á jólatré við
Austurvöll, segir í frétt frá Lauga-
vegssamtökunum.
Mikið um að
vera á Lauga-
veginum
NÝR veitingastaður, Energia Bar,
verður opnaður í Smáralind í dag,
laugardaginn 8. desember, kl. 13.07.
Það er Páll Óskar Hjálmtýsson sem
opnar staðinn formlega. Energia
Bar er í Vetrargarðinum og er hann
rúmlega 100 fermetrar að stærð.
Á Energia Bar verður boðið upp á
létta og ferska rétti fyrripart dags-
ins, s.s. súpu og salatbar auk „rétta
dagsins.“ Áhersla verður lögð á
orkumikla rétti og boðið upp á orku-
ríka ávaxta- og mjólkurhristinga.
Ítölsk stemning verður á Energia
Bar. Þegar líða tekur á daginn tekur
við rólegri bar- og kaffihúsastemmn-
ing og boðið verður upp á ítalska
rétti s.s. pasta, brauðrétti, osta og
léttvín. Þeim viðskiptavinum
Energia Bar sem eru á hraðferð
verður boðið upp á að taka rétti með
sér, segir í fréttatilkynningu.
Nýr veitinga-
staður
í Smáralind