Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 82

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 82
STJÖRNURNAR sem voru í Leifs- stöð á fimmtudagskvöld eiga það sameiginlegt að leika í nýrri kvik- mynd, Ocean’s Eleven. Voru þar á ferð engar smástjörnur enda skartar þessi nýjasta mynd Óskarsverð- launaleikstjórans Stevens Soder- berghs einhverjum stjörnum prýdd- asta leikarahópi sem um getur á síðari árum og skína þar skærast George Clooney, Julia Roberts, Brad Pitt, Andy Garcia og Matt Damon. Í erlendum fjölmiðlum hefur þessi reffilegi leikarahópur gengið undir nafninu „Nýja Rottugengið“ en þar er vitnað til hins upphaflega Rottu- gengis sem lék í mynd sem bar sama nafn frá árinu 1960. Í raun var það svo að forsprakki gengisins, Frank Sinatra, kom gerð myndar, sem skyldi eiga sér stað í Las Vegas, í kring til þess þeir félagarnir í geng- inu, sem taldi auk hans Dean Martin, Sammy Davis Jr., Peter Lawford og Joey Bishop, gætu slegið tvær flug- ur í einu höggi, leikið saman í töff- aramynd og skemmt sér þess á milli við drykkju, fjárhættuspil og kvennafar. Vissulega gerist endurgerðin einnig í Las Vegas en engum sögum hefur farið af því hvort „Nýja Rottu- gengið“ hafi hegðað sér líkt og það gamla en þó hefur frést að mjög vel hafi farið á með þeim á meðan tökum stóð. Endurgerðin byggist einungis að hluta á þeirri gömlu, fjallar um svalt glæpagengi sem kemst í feitt í borg spilavítanna. Hún var frum- sýnd í Bandaríkjunum í gær og hafa fyrstu viðtökur lofað góðu. Gagnrýn- endur eru yfirhöfuð mjög sáttir við hana og telja flestir henni til tekna stællegt útlitið, hátt skemmtanagildi og leikgleði hinna ofursvölu stór- stjarna. „Það hefði ekki verið hægt að klúðra myndinni með slíkt lið inn- anborð,“ mætti nokkurn veginn lesa út úr niðurstöðum margra hinna já- kvæðu. Greind Soderberghs Gagnrýnandi The New York Tim- es, Elvis Mitchell, segir ekki hægt að bera hana saman við gömlu myndina enda hefði vart verið hægt að gera verri mynd. Mitchell hælir Soder- bergh sérstaklega fyrir að búa yfir nægilegri greind og færni sem leik- stjóri til þess að missa hreinlega ekki tökin á svo stjörnum hlaðinni mynd eins og svo oft hafi gerst og nefnir kappakstursfarsann Cannonball Run sem skýrasta dæmið um það. Mitchell segir ekki annað hægt en að falla fyrir sjarma leikaranna í mynd- inni (sem sé eins og manntal People- tímaritsins yfir kynþokkafyllsta fólk í heimi), blessunarlega séu þeir líka svo miklir fagmenn að þeir gleymi sér ekki í sjálfsánægjunni. „Fyrir þá sem ekki falla fyrir stjörnufansin- um,“ segir Mitchell í niðurlagi gagn- rýni sinnar, „hlýtur þessi nýja Ocean’s Eleven að vera eins og ruðn- ingslið með óþolandi yfirburði sem kemst í Super Bowl-úrslitaleikinn. Þótt maður þoli ekki leikmennina þá er ekki hægt annað en veðja á þá.“ „Nýja Rottugengið“ í Leifsstöð Reuters Stjörnur Ocean’s Eleven voru viðstaddar frumsýningu mynd- arinnar í London á miðvikudag. Ljósmynd/Burkni Birgisson Bergþóra Þorsteinsdóttir lýsti Matt Damon sem daðrara miklum. Ljósmynd/Bergþóra Þorsteinsdóttir Matt Damon þótti hinn viðkunnanlegasti í Leifsstöð og stillti sér fús upp við hlið Burkna Birgissonar. Ljósmynd/Bergþóra Þorsteinsdóttir George Clooney og Andy Garcia tóku athyglinni sem þeir fengu í Leifsstöð með jafnaðargeði. skarpi@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM 82 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ varð uppi fótur og fit í Leifsstöð á fimmtudag þegar skyndilega birtist þar myndarlegur flokkur heimsfrægra Holly- woodstjarna. Voru þar á ferðinni leikararnir Julia Roberts, Brad Pitt, George Clooney, Andi Garcia og Matt Damon ásamt fríðu föruneyti en einkaþota þeirra millilenti hér á landi til að taka eldsneyti. Var stjörnufansinn á leið til Tyrklands til að skemmta hermönn- um í herstöð sem þar er, en nýjasta kvikmynd þeirra, Ocean’s Eleven, var frumsýnd í Los Angeles kvöldið áður en þota þeirra lenti hér. Árni Samúelsson, eigandi Sam-bíóanna, var á frumsýningu kvikmyndarinn- ar í Los Angeles á miðvikudaginn og segir hann frumsýninguna hafa vakið mikla athygli vestra. „Það var mikið fjallað um hana því strax eftir frum- sýninguna fór fólkið beint upp í þessa flugvél til að fara til Tyrklands að skemmta hermönnunum þar. Warner Brothers, sem eru með þessa mynd, sjá um að greiða þessa ferð og það hefur aldrei verið gert af stúdíói áður að senda svona stjörnufans af leikurum á herstöð.“ Gríðarleg fjölmiðlaumfjöllun Hann segir að af þessum sökum hafi verið gríðarleg fjölmiðlaum- fjöllun um frumsýninguna. „Þetta var út um allar sjónvarpsstöðv- arnar og var í öllum þáttum morg- uninn eftir þannig að þetta er „talk of the town“ eins og sagt er hér í borginni.“ Sjálfur var hann á frum- sýningunni og fékk því tækifæri til að berja stjörnurnar augum og seg- ir það viðkunnanlegasta fólk. „Þetta var heljarmikið húllumhæ og við sáum þetta lið og vorum að- eins að skiptast á orðum við það. Ég hef sjaldan séð svona margt frægt fólk samankomið á einum stað áð- ur.“ Árni segist ekki hafa vitað um það fyrirfram að vélin myndi milli- lenda í Keflavík á leið sinni til Tyrk- lands. „Hins vegar er flugtíminn þarna yfir þannig að oftast verður að millilenda hjá okkur og það er svolítið gaman að þetta skyldi hafa gerst.“ Íslendingar verða að bíða enn um stund áður en hægt verður að sjá goðin í þessari nýjustu bíómynd þeirra því að sögn Árna verður Ocean’s Eleven frumsýnd á Íslandi annan í jólum. Var á frumsýningu Ocean’s Eleven í LA Hitti Hollywoodstjörnurnar áður en þær millilentu í Keflavík Árni Samúelsson                                               !                   !"##$%&& FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Su 9. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI Áskriftargestir munið valmöguleikann !!! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Í dag kl. 13 ath. breyttan sýn.tíma, allur ágóði rennur til jólasöfnunar Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar Su 9. des kl. 14 - NOKKUR SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 29. des kl 20 - LAUS SÆTI JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Leikið - sungið - lesið - dansað kringum jólatré. Jólasveinar - Bóla - Grýla & Leppalúði - Edda Heiðrún o.m.fl. Í dag kl. 17. Su 9. des kl. 17. Lau 15. des kl. 17. Su 16. des kl. 17. Aðgangseyrir kr. 500. BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 29. des kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI SENDUM HEIM Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is – gleðileg jólagjöf! Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánudaginn 10. desember kl. 20:30 Óvissukvöld Óma – Fjölmargir listamenn Eddu koma fram og flytja tónlist úr óvæntri átt - má þar nefna KK, Rússibana, Geirfugla, Jóel Pálsson, Sigurð Flosason, Hringi, Jagúar, Pollock bræður og Þórdísi Claessen. Í dag lau. 8/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt kl. 16:00 uppselt, sun. 9/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 15/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt, kl.16:00 uppselt. sun. 16/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 29/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00, sun. 30/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus og 15:00 nokkur sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner VILJI EMMU - David Hare Smíðaverkstæðið kl 20.00 Aukasýning fös. 28/12 nokkur sæti laus. - Edward Albee HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? Litla sviðið kl 20.00 Í kvöld lau. 8/12 uppselt, sun. 9/12 uppselt, lau. 15/12 uppselt, sun. 16/12 uppselt, sun 2/1, lau 8/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! - Comden/Green/Brown og Freed SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI Stóra sviðið kl 20.00 Fös. 28/12 nokkur sæti laus, lau. 29/12. GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SKEMMTILEG GJÖF!           5   .*      6   .*     6   .7    &  .4   .4  .*     ..  .424    .   .4    .2   624  .2.(   .*   624  .*     .7   .*    &  .   .4  .2.(     .5   52(  .4.4     .6   .*    4   6.( ..  .*   .   .424     6   .*.(            .6   .4                  #    5   4   ' #   .(   4  !  "# #  $%# #& '& (  $ )  * +,-.  +  /  ) 0    /    12314   !   !      56,1577    Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g a r g ja fa vö ru r Mokkabollar kr. 1.890 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.