Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 84
FÓLK Í FRÉTTUM
84 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR bræður eru alvanir
tónlistarmenn þrátt fyrir ungan
aldur en aðrir meðlimir Sign eru
óreyndari. Ragnar leggur þó
áherslu á að hér sé um hljómsveit
að ræða og hann ráði „einum
fimmta“.
Ragnar gaf annars út einherja-
skífu fyrir þremur árum, aðeins
ellefu ára að aldri, en hún ber
nafnið Upplifun. Fyrst bar þó á
Ragnari í Músíktilraunum það ár-
ið, en þá var hann einn af með-
limum hljómsveitarinnar Renni-
reiðar. Eldri bróðir hans, Egill,
hefur og verið áberandi í íslensku
tónlistarlífi; sást fyrst með hljóm-
sveitinni Woofer en hefur svo spil-
að með Stæner og Buttercup m.a.
Hæfileikana eiga þeir ekki
langt að sækja en faðir piltanna
er Rafn Jónsson, trommuleikarinn
kunni.
Whitesnake og Megadeth
„Bandið var stofnað í fyrra,“
segir Ragnar. „Þá ákváðum ég og
Hörður gítarleikari að taka þátt í
Músíktilraunum. Við vorum sam-
an í harðkjarnabandi og okkur
langaði til að gera eitthvað ann-
að. Hinir meðlimirnir voru allir
að hlusta á Mínus; allir nema ég.
Þá stofnuðum við Halim [en undir
því nafni tók sveitin þátt í tilraun-
unum] en bandið var ekki full-
mótað fyrr en tveimur vikum fyr-
ir Tilraunirnar og við byrjuðum
ekki að æfa fyrr en viku fyrir
þær.“
Um áhrif á bandið segir Ragn-
ar. „Ég og Baldvin [þriðji gít-
arleikarinn en hann kom inn í
bandið í ágúst] hlustum mikið á
rokk níunda áratugarins; Kiss,
Whitesnake, Megadeth og allt
það.“
Egill segir tónlist Sign vera
blöndu af því sem var að gerast í
rokkinu þá og því sem er að ger-
ast í dag. Hann segir að stefnt sé
á aukna spilamennsku eftir ára-
mót. „Svo er vonandi önnur plata
fyrir næstu jól.“
Talið berst að textum Ragnars.
„Þeir eru samdir á svolítið
skemmtilegan hátt,“ útskýrir
hann. „Ég skrifa þá ekkert niður.
Við erum með átta rása upp-
tökutæki þar sem við tökum upp
prufur af lögum og ég sem yfir-
leitt ekki textana fyrr en ég tek
sönginn upp. Ýti bara á afritun og
það fyrsta sem kemur út úr mér
verður textinn.“
Það er ekkert viðtal við
rokkara nema spurt sé hvort
horft sé til útlanda. Og svörin eru
þægilega hreinskilin.
„Það væri ekkert leiðinlegra að
spila þar,“ segir Egill, „þótt við
séum ekkert að einblína á það. En
markmiðið er auðvitað að slá í
gegn í útlöndum. En af gefinni
reynslu annarra Íslendinga í
svona málum er maður alveg niðri
á jörðinni með þetta allt saman.“
Aldrei þekkt neitt annað
Ragnar er nokkuð stoltur af
frumraun sinni, Upplifun, hann
lítur ekki á plötuna sem neitt
barnabrek. „Ég er mjög sáttur við
þetta og mér finnst þetta fínt, sér-
staklega ef miðað er við að ég var
ellefu ára. Og enn yngri þegar ég
samdi lögin.“
Það eru hæg heimatökin hjá
strákunum þegar taka skal upp,
en upptökuherbergið er að heita
má inn af eldhúsinu heima hjá
þeim. Tónlistin hefur alltaf legið
fyrir þeim og ekkert annað hefur
verið inni í myndinni.
„Það eru til myndir af mér eins
árs með lítið æfingasett inni í
stofu,“ segir Egill.
„Þetta var t.d. alltaf draum-
urinn. Að vera á geisladiski,“
skýtur Ragnar inn í.
„Ég hef aldrei þekkt neitt ann-
að en að vera trommuleikari,“
segir Egill, „öll önnur störf hafa í
raun verið bráðabirgðastörf.“
Vindar og breytingar hjá Sign
Fyrsta skrefið
Hljómsveitin Sign vakti athygli að afstöðnum
Músíktilraunum fyrir þétta og góða spila-
mennsku. Arnar Eggert Thoroddsen talaði
við þá Ragnar og Egil Rafnssyni vegna nýrr-
ar plötu sveitarinnar, Vinda og breytinga.
arnart@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Egill og Ragnar í ljósaskiptunum.
THORA Birch hóf feril sinn aðeins
fjögurra ára gömul þegar foreldrar
hennar sendu hana í prufu fyrir
sjónvarpsauglýsingu. Vitanlega
féllu allir fyrir þeirri stuttu og
glæstur auglýsingaferill var hafinn.
Ekki leið á löngu áður en þeir í
Hollywood tóku eftir henni og hún
birtist í sínu fyrsta kvikmyndahlut-
verki. Þá var hún sex ára en mynd-
ina muna fáir, vísindagrín sem hét
Purple People Eater. Almenningur
tók samt fyrst eftir henni í næstu
mynd Paradise, þar sem hún lék á
móti þáverandi bíóhjónum Don
Johnson og Melanie Griffith. Birch
vakti verulega athygli fyrir óvenju
næman leik og varð strax eftirsótt.
Næstu myndir hennar vöktu ennþá
meiri athygli á henni; Hocus Pocus,
Patriot Game þar sem hún lék dótt-
ur Jacks Ryans (Harrison Ford) og
Now and Then þar sem hún lék
unga Melanie Griffith og þótti bera
nokkuð af hinum ungu leikkonum
myndarinnar.
Þegar Birch var 14 ára og orðin
viðurkennd barnastjarna hvarf hún
sviplega af sjónarsviðinu og veltu þá
einhverjir fyrir sér hvort ævintýrið
hefði orðið skammlífara en til stóð.
En því fór fjarri því þremur árum
síðar birtist hún á tjaldinu á ný í
einu af aðalhlutverkum einhverrar
athyglisverðustu myndar síðustu
ára, Óskarsverðlaunamyndarinnar
American Beauty. Barnastjarnan
var þá orðin að fullþroska hæfi-
leikaríkri leikkonu.
Í dag er Birch 19 ára gömul og
hefur leikið í 4 myndum síðan menn
féllu fyrir henni í American Beauty.
Nýjasta myndin hennar er breska
spennumyndin The Hole sem frum-
sýnd er hérlendis um helgina og
fjallar um óendurgoldnar ástir, yf-
irgengilega þráhyggju og óheil-
brigðar ástríður. Ung stúlka finnst
illa útleikin og hefur greinilega ver-
ið beitt grimmilegu ofbeldi bæði
andlegu og líkamlegu. Hún segir
sálfræðingi sögu sína og þegar líða
tekur á hana kemur í ljós að ekki er
allt sem það sýndist í fyrstu.
Ekki stjarna heldur leikkona
„Ég fékk snemma leiklistarbakt-
eríuna og hef ekki losnað við hana
síðan. Ég man að mér fannst frá-
bært að vinna með þessu hæfileika-
ríka fullorðna fólki. Þetta var eins
og að vera í daglegu partíi. Ég hef
aldrei viljað gera neitt annað,“ segir
Birch blaðamanni, spurð um upp-
hafið.
– Var æðsti draumurinn þá alltaf
að verða skínandi Hollywood-
stjarna?
„Nei, draumurinn hefur alltaf
verið að verða leikkona.“
– Er auglýsingaferillinn þá al-
gjörlega að baki?
Birch hlær við. „Ég veit það ekki,
það getur náttúrlega vel verið.“
– Nafnið þitt Thora er allsérstakt.
Getur verið að það sé tekið úr nor-
rænu goðafræðinni?
„Já, ég er skírð í höfuðið á nor-
ræna guðinum Þór.“
– Eru foreldrar þínir sérstaklega
áhugasamir um norræna goða-
fræði?
„Já þau hafa alltaf haft mikinn
áhuga á goðsögnum og allskyns dul-
speki. Þau eru gömul blómabörn
skilurðu,“ segir Birch og hlær nett
kvikindislega.
– En þú?
„Já, norræn goðafræði er svöl.“
– Eftir að hafa skapað þér nafn
sem barnastjarna birtistu í Americ-
an Beauty og fólk fékk allt aðra
mynd af þér. Myndin hlýtur að hafa
umbylt bæði lífi þínu og ferli?
„Vissulega. Það var nátturlega
himnasending að fá þetta hlutverk
en ferillinn gjörbreyttist. Það sem
mér fannst dýrmætast var að fá
tækifæri til að vinna með öllu þessu
hæfileikafólki. Ég lærði heilmikið af
því. Það læðist óneitanlega að mér
sá grunur að blaðamenn verði enn
að spyrja mig spurninga um mynd-
ina eftir 20 ár. Sem er eðlilegt því
hún er mögnuð.“
–Breytti myndin á einhvern hátt
viðhorfi þínu til ferils þíns, hvernig
leikkona þú vilt vera?
„Nei, í raun ekki, því ég held að
þátttaka mín í myndini hafi einmitt
verið ákveðið þroskamerki, vísir að
því hvert ég vildi að ferillinn
stefndi.“
Í læri hjá Ford,
Spacey og Keitel
– Hvers vegna hvarfstu af sjón-
arsviðinu í heil 3 ár?
„Það var einfaldlega ekkert að
gera fyrir stelpu á aldrinum 16–19
ára þá, allavega ekki fyrir mig. Það
var því ekki mér að kenna að ég
sást hvergi.“
– Fórstu aldrei í leiklistarskóla?
„Nei, ég hef aldrei lært leiklist í
skóla. Allt sem ég kann hef ég lært
af meðleikurum mínum. Það er ým-
islegt hægt að læra af Harrison
Ford, Kevin Spacey og Harvey
Keitel.“
– Þú kláraðir nýverið mennta-
skólann í fjarnámi. Saknarðu ekkert
að hafa ekki upplifað menntaskóla-
árin eins og aðrir „venjulegir“
krakkar?
„Nei, alls ekki. Það er alltaf verið
að spyrja mig að þessu. En það
skiptir mig engu máli.“
– Þegar þú varst 9 ára lýstir þú
yfir að þú vildir verða leikstjóri
þegar þú yrðir stór. Er það enn á
stefnuskránni?
„Já, tvímælalaust. Ég er nærri
því að láta þann draum rætast nú
en þá en samt er ég ekki tilbúin og
hef ekki fundið nein verkefni sem
heilla mig.“
– Síðan þú lékst í American
Beauty virðist sem þú hafir valið að
leika í litlum myndum fremur en
Hollywood-myndum. Er það rétt?
„Má vera, en það hefur ekki verið
meðvitað. Ég vel hlutverk fyrst og
fremst út af handritinu og skiptir
þá engu hvort myndirnar eru litlar
eða stórar, frá Hollywood eða Eng-
landi.“
– En hefurðu vísvitandi haldið þig
utan við bylgju unglingamynda sem
gerðar hafa verið í Hollywood und-
anfarið?
„Nei, ef ég fæ í hendurnar gott
handrit þess eðlis er ég alveg vís til
þess að slá til og taka þátt í einni
slíkri.“
Áskorun
– Yfir í The Hole. Hvað kom til að
þú ákvaðst að leika í enskri mynd?
„Ég féll einfaldlega fyrir sterkri
sögunni. Ég kann vel við spennu-
sögur þar sem ekki er allt sem það
sýnist. Hlutverkið var og áskorun
fyrir mig því ég hafði aldrei leikið
neitt því líkt og ég hafði ekki heldur
leikið í spennutrylli og langaði að
prófa það.“
– Varstu ekkert hikandi yfir því
að leika í lítilli enskri mynd eftir að
hafa vanist Hollywood-vinnubrögð-
unum?
„Nei, en kannski hefði ég átt að
gera það,“ segir hún og hlær af óör-
yggi rétt eins og hún hafi fattað um
leið að þetta hefði hún betur látið
ósagt.
– Var ekkert erfitt að temja sér
enska mállýsku?
„Nei, reyndar ekki. Ég fékk stífa
leiðsögn og svo voru bara tekin upp
stutt atriði með mér í einu svo ég
þyrfti að lagfæra minna. En ég
kæri mig svo sem ekkert um að
þurfa að tala með enskum hreim
aftur.“
– Er mikill munur á því að vinna
að enskri mynd og Hollywood-
mynd?
„Framleiðsluferlið er það sama
en tæknivinnan er öllu þróaðri í
Hollywood, fríðindin meiri. Það var
allt fremur smærra í sniðum og lát-
lausara í Englandi.“
– Höfðar það til þín?
„Nei, ekkert sérstaklega en það
skiptir ekki máli. Þótt það sé aðeins
óþægilegra að taka þátt í gerð lít-
illar myndar þá er og verður það
alltaf handritið sem ræður úrslit-
um.“
Thora Birch leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni The Hole sem frumsýnd er um helgina
Úr auglýsingum
í Óskarsmynd
Thora Birch var meinlaus barnastjarna í hugum fólks þegar hún
sýndi stórleik í American Beauty og steig fram á sjónarsviðið
sem fullsköpuð leikkona. Skarphéðinn Guðmundsson spjallaði
við hana um veginn frá auglýsingaleik til Óskarsverðlauna-
myndar og nýjustu mynd hennar The Hole.
skarpi@mbl.is
Thora Birch aðalleikkona The Hole er 19 ára og þykir mikið efni.