Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 24. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 mbl.is Vilja lifandi landbúnað Hjá Ásthildi á Bakka eru kýrnar í uppáhaldi B1 Ný mynd fyrir börnin Kristín Ósk leikur aðalhlutverkið í Diddu og dauða kettinum B14 Háspenna á Old Trafford Þegar mark Eiðs Smára dugði ekki til sigurs 6 um fiskvinnslum á Suðurnesjum fyrir salti. „Það fer mikið eftir fiskeríinu hvað þessar birgðir endast lengi. Við tökum sennilegast salt inn aftur í febrúar,“ sagði Guðmundur. Í marsmánuði í fyrra hafi farið um þrjú þúsund tonn. Saltið er aðallega notað þegar fiskur er GUÐMUNDUR Sigurðsson, sem vinnur hjá Hópsnesi ehf. í Grindavík, hefur verið á fullu undanfarna daga að undirbúa saltvertíðina, sem nær hámarki í mars. Hann sagði nýbúið að fylla allar birgðageymslur og þrjú þúsund tonn af salti biðu afgreiðslu. Hópsnesið sér öll- flattur og lagður í salt. Guðmundur segir saltið einnig notað í flök þegar þau eru lögð í saltpæk- il. Hann segir tímana breytta og afköstin miklu meiri. Tæknin hafi rutt sér til rúms í þessu eins og öðru. Þó sé eitt og eitt fyrirtæki þar sem fiskurinn sé enn þá flattur í höndunum. Morgunblaðið/RAX Vertíðin undirbúin í Grindavík SAMVINNUNEFND miðhálendis samþykkti á fundi sínum á föstudag að endurskoða svæðisskipulag miðhálendisins á grundvelli hug- mynda í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga um nýtingu jarðvarma á hálendinu með gufuaflsvirkjunum. Að sögn Óskars Bergssonar, for- manns samvinnunefndarinnar, er á þessari stundu horft til Torfajökuls- svæðisins og Hágöngusvæðis á Holtamannaafrétti samkvæmt til- lögum Ásahrepps og Rangárþings ytra. Mikil orkugeta er á þessum svæð- um og nefnir Óskar sem dæmi að orkuvinnslugetan á Torfajökuls- svæðinu sé rúmlega 2.000 MW, eða nærri þrisvar sinnum meiri en fyr- irhuguð 725 MW Kárahnjúkavirkj- un. Ákvörðun samvinnunefndar um endurskoðun svæðisskipulags verð- ur fylgt eftir á næstu vikum og mán- uðum, þótt ekki sé gert ráð fyrir þeirri vinnu í fjárhagsáætlun nefnd- arinnar fyrir 2003. Horft til gufuaflsvirkj- ana á miðhálendinu LÍKLEGT er að Bandaríkjastjórn fallist á að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna haldi áfram vopnaleitinni í Írak í mánuð til viðbótar í von um að það nægi til að tryggja nægan stuðn- ing innan öryggisráðs samtakanna við ályktun sem heimili að hervaldi verði beitt í Írak, að sögn stjórnar- erindreka í höfuðstöðvum SÞ í New York. Heimildarmennirnir segja að ekki sé nægur stuðningur við slíka álykt- un sem stendur en hún verði hugs- anlega samþykkt eftir mánuð ef vopnaleitinni verður haldið áfram. Tólf ríki sögð styðja hernað Ágreiningur er meðal ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í örygg- isráðinu – milli Bandaríkjanna og Bretlands annars vegar og Kína, Frakklands og Rússlands hins vegar – um hvort hefja eigi hernað í Írak á næstunni. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að a.m.k. tólf ríki myndu styðja hernað í Írak þótt öryggisráðið samþykkti ekki ályktun sem heimilaði valdbeitingu. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post hafði í gær eftir sérfræð- ingum að hernaðaruppbyggingin á Persaflóasvæðinu gengi svo hægt að ekki yrði hægt að gera innrás í Írak fyrr en í lok febrúar eða byrjun mars. Vopnaleitinni verði haldið áfram í mánuð Sameinuðu þjóðunum. AFP.BYLTINGIN í erfðavísindum hef- ur leitt til nokkurra mikilvægra uppgötvana í baráttunni við sjúk- dóma en ekki eins margra og von- ast var til í fyrstu og fjárfestar hafa tapað milljörðum dollara á gena- fyrirtækjunum. Mörg þeirra hafa stokkað upp í starfseminni eða lagt hana alveg niður. Samkvæmt fréttabréfinu Bio- Century hefur gengi hlutabréfa í 23 genafyrirtækjum lækkað um 71% og meira en í nokkurri annarri grein viðskiptalífsins. Á sama tíma lækkaði líftæknivísitala banda- ríska hlutabréfamarkaðarins um 40% og Nasdaq-vísitalan um 30%. Genafyrirtækið Incyte hefur gripið til þess ráðs að breyta starf- seminni og leggja áherslu á lyfja- framleiðslu fremur en genaleit eft- ir að hafa skipt um stjórnendur og sagt upp 250 starfsmönnum. Jafn- vel Celera, leiðandi fyrirtæki í erfðavísindum, hefur snúið sér að lyfjaframleiðslu. Milljarðatap genafyrirtækja San Francisco. AP. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra kveðst ánægður með að fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins líti ekki lengur svo á að nauðsynlegt sé að ná samningum við EFTA-rík- in, vegna aðlögunar EES- samningsins, fyrir 15. apríl. „Ég tel að framkvæmda- stjórnin sé að gera sér grein fyrir því að þetta sé víðtæk- ara mál en svo að hægt sé að setja örstuttan frest í að ná niðurstöðu.“ Hann segir ummæli Percy Westerlund, að- alsamningamanns ESB, þess efnis að ekki skipti öllu máli að ljúka samningum fyrir 15. apríl, viðurkenningu á þessu. Sjálfur hefur Halldór talið nærri útilokað að ná niðurstöðu fyrir þennan tíma miðað við hvernig málið fór af stað. „Ég vona að framkvæmdastjórnin sé með þessu að gefa merki um meiri samnings- vilja.“ Spurður um ástæður þess að samninga- menn ESB séu tilbúnir að hnika þessari dag- setningu eitthvað til, segir Halldór að þeir séu líklega að gera sér grein fyrir veruleika máls- ins. EFTA-ríkin hafi alltaf sagt að tíminn væri of knappur til samninga. Til þessa hefur ESB lagt áherslu á þessa dagsetningu til að hægt verði að senda samning um stækkun EES til staðfestingar þjóðþinga um leið og stækkun ESB. Halldór telur að þótt þessir samningar fylgist ekki að til þjóðþinga aðildarríkjanna þurfi aðlögunarferli EES- samningsins ekki að breytast. Vonandi merki um meiri samn- ingsvilja ESB Halldór Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.