Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 11
vík og hafði aldrei búið úti á landi fyrr en þau fluttu til Þórshafnar. „Hún hafði búið í mörg ár suður á Kanaríeyjum og ég hélt ef til vill að þetta yrði erfiðast fyrir hana; of stórt stökk. En það var síður en svo því hún hefur kunnað feiki- lega vel við sig. Krakkarnir kunnu náttúrlega öll strax vel við sig þannig að það var ekkert sem togaði í okkur að fara aftur suður. Þegar mér var boðið starf sveitarstjóra hér ákvað ég að taka því og svo verður bara að kom í ljós hve lengi maður verður.“ Hann segir fólk ef til vill ekki átta sig á því hve miklu máli það skiptir að því líði vel með börn sín þar sem sest er að. „Maður finnur það vel eftir að hafa búið í þessu umhverfi í Mexíkó; þar vorum við t.d. alltaf í húsnæði sem vaktað var af vopnuðum vörðum, og ég fór aldrei tvo daga í röð sömu leið í vinnuna; maður var alltaf með einhverjar varúðarráðstafanir. Það er erfitt að útskýra þetta; fólk þarf að upplifa þetta sjálft til að átta sig á því hvað ég á við.“ Nánari samskipti við fólk Þegar Björn er farinn að bera saman Ísland og útlönd er upplagt að leita álits hans á tveimur öðrum skepnum og biðja hann um að bera þær saman; landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið. „Það er auðvitað óskaplega einstaklingsbund- ið hvað fólki finnst. Í Reykjavík er allt til alls í þjónustu; leikhús og bíó og guð má vita hvað. Hér er nánast ekki neitt, ef borið er saman við það. En hins vegar, þegar farið er ofan í það sem mögulegt er að gera á hvorum staðnum fyrir sig, kemur í ljós – að minnsta kosti eins og okkar gildismat hefur þróast – að maður getur gert margfalt meira hér en nokkurn tíma í Reykja- vík!“ Hann nefnir að við bæjardyrnar sé gjörsam- lega ósnortin náttúra og þá sé fólk alls ekki heft varðandi börn sín. „Krakkarnir fara út á morgn- ana og koma inn á kvöldin; þetta er nánast eins og með rollurnar nema hvað krökkunum er smalað inn á kvöldin en ekki á haustin.“ Hann segir að hafi fólk áhuga á að upplifa náttúruna og njóta þess sem hún býður upp á, hvort sem er í veiðiskap eða útiveru, sé svæðið nánast paradís á jörðu. „Fólk hér virðist líka hafa yfir að ráða miklu meiri félagslegum þroska en á höfuðborgar- svæðinu. Við bjuggum þar í nokkur ár og áttum samskipti við fjölskyldu okkar, en ekkert óskap- lega mikið út fyrir hana. Eftir að maður kom hingað þá eru samskiptin við annað fólk miklu meiri og nánari, en var áður. Fólk kemur í mat hvað hjá öðru, sest niður og spilar og fleira. Hér er fólk ekki límt við sjónvarpið og ekki eingöngu upptekið af dagsins önn. Lífið er eins og sýnt hægt, þegar maður er kominn hingað miðað við það hvernig maður er fyrir sunnan því þar geng- ur allt svo ofboðslega hratt fyrir sig.“ Hann er spurður um álit á framtíð lands- byggðarinnar. Á hún einhverja möguleika? Eða heldur fólksfækkunin stöðugt áfram? Björn telur að fólksflótti af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins verði ekki jafnmikill á næstu árum og verið hefur undanfarið. „Nú er samdráttur á höfuðborgarsvæðinu á ýmsum sviðum og þegar auglýst er laust starf, hvort sem er þar eða á landsbyggðinni, sækja tugir manna um. Þetta hefur breyst mikið.“ Þá segir hann það hamla gegn fólksfækkun á landsbyggðinni að fólki sé gert mögulegt að búa þar. „Þá er ég ekki að tala um að það þurfi að rétta því eitthvað upp í hendurnar, en fólk úti á landi þarf að sitja við sama borð og annars stað- ar, til dæmis varðandi gagnaflutning í gegnum tölvur.“ Þórshöfn og nágrenni hafa til dæmis ekki að- gang að ADSL. „Ef við hefðum þann sama möguleika hér, og er fyrir hendi á Reykjavíkursvæðinu og öðrum þéttbýlisstöðum, þá er hægt að sjá um ákveðna vinnu hér alveg eins og þar. Atvinnuleysið með- al fagfólks og vel menntaðs fólks á höfuðborg- arsvæðinu mun verða til þess að það leitar út á landsbyggina ef þess er kostur og þá er nauð- synlegt að okkur verði hleypt inn í þróunina, en séum ekki heft að þessu leyti.“ Góð byggðastefna og slæm Björn leggur áherslu á þá skoðun sína að sú byggðastefna sé dæmd til að fara forgörðum, sem byggist á því „að rétta peninga inn á svæð- in, jafnvel í það að borga fjárfestingar í fyr- irfram vonlausum verkefnum.“ Góð byggðastefna, segir hann, á að „örva það sem fyrir er, gera mönnum fært að bjarga sér sjálfir, en á ekki að vera fólgin í því að ýta undir einhverjar útópískar hugmyndir sem eiga enga stoð í raunveruleikanum en hljóma kannski vel og hægt er að setja upp í fallega viðskiptaáætl- un.“ Hann bætir við að oft hafi menn verið leiddir inn á ranga braut. „Horfum á svæði eins og þetta hér; Þistilfjörð og Langanes, með Þórs- höfn sem þéttbýliskjarna. Hér eru ákveðnir styrkleikar þótt þeir séu ekki margir. Hér er góð aðstaða til útgerðar og vinnslu sjávarfangs og þetta er öflugt landbúnaðarsvæði með tilliti til sauðfjárræktar. Þetta tvennt hlýtur að vera hornsteinninn að því sem menn byggja annað í kringum.“ Og ferðaþjónustan að auki, sem hann kemur inn á síðar. „Aðrir staðir eru einfaldlega betur fallnir til ýmissa annarra hluta; smáiðnaður af ýmsu tagi þarf til dæmis að vera nær markaðnum á höf- uðborgarsvæðinu. Hér vinnum við í ákveðinni grunnvinnslu og verðum bara að taka passleg skref út frá henni til að breikka þá vinnslu.“ Hann segist sjá fyrir sér ákveðin sóknarfæri í ferðaþjónustu, en það sé langtímaverkefni; „við bjóðum ekki upp á fullbúna náttúruparadís á Langanesi á einu eða tveimur árum.“ Slíkt þarf að vinna vel á löngum tíma áður en farið er að uppskera, segir Björn, og síðastliðið sumar fór einmitt af stað ákveðin vinna þar að lútandi. „Við höldum áfram í vetur og gerum okkur vonir um að efla þá þjónustu smám sam- an. Það er vinna sem byggist á því sem fyrir er, engu aðfluttu.“ Hann segir að reynt sé að sporna gegn því að atvinnulífið verði allt of einhliða. Vinnsla sjáv- arfangs þurfi t.d. ekki að vera það. Björn segir fara mjög vel saman að vinna kú- fisk og loðnu, en bolfiskinum megi ekki gleyma. „Ég geri mér ekki hugmyndir um að hér fari af stað gífurleg bolfiskvinnsla, í takt við það sem var á árum áður – ég held að sá tími sé liðinn – en hún gæti hins vegar orðið eitthvert vægi; orð- ið valkostur í atvinnulífinu.“ Bolfiskur hefur ekki verið unninn á Þórshöfn í alllangan tíma. Sú vinnsla var orðin óarðbær; „kvóti Hraðfrystistöðvarinnar hafði í langan tíma ekki verið unninn á staðnum en hér var unninn svokallaður Rússafiskur. Sú vinnsla lagðist af í mars eða apríl 2000 og enginn bol- fiskur hefur verið unninn hér síðan.“ Björn segir að kannaðir hafi verið möguleikar á að koma af stað fiskmarkaði á Þórshöfn og ákveðinni frumvinnslu í tengslum við hann. „Það er spurning hvort það ýti ekki við einhverj- um; að menn átti sig á einhvers konar mögu- leikum þegar meiri fiskur berst á land. Sveitar- félagið á náttúrlega ekki að standa í slíku, heldur einstaklingarnir og fyrirtækin, en sveit- arfélagið gæti þurft að vera hvati að einhverju í byrjun. Hér ætti til dæmis að vera hægt að vinna „flugfisk“ eða tengjast einhverjum, sem er ekki langt í burtu, í svoleiðis málum, án þess að ég sé endilega að velta því fyrir mér hvað menn ættu að gera. Það er ef til vill ekki stórt mál; hér gæti störf- um þó fjölgað um 2–5 ársverk vegna þessa og 2–5 nýjar fjölskyldur eru stórmál fyrir svona lít- ið svæði.“ Þá segir Björn að miklar vonir séu bundnar við kúfiskvinnsluna. „Þetta hefur verið hálfgert olnbogabarn og menn varla þorað að tala um hana opinberlega en komið er í ljós að kúfisk- vinnslan er hér til frambúðar og í henni eru möguleikar. Menn hafa verið í grunnvinnslu alveg fram til þess, soðið fiskinn úr skelinni og hakkað, og þannig er hann ýmist seldur í beitu eða til mann- eldis til Bandaríkjanna þar sem hann er unninn áfram. Nú hafa menn stigið það skref hjá Hrað- frystistöðinni og Íslenskum kúfiski að fara yfir í eimingu á soðinu og framleiða þar með kraft sem er næsta skref í þessari vinnslu, og nái þeir tökum á þeirri framleiðslu aukast verðmætin verulega.“ Einnig er verið að athuga möguleika á notkun á skelinni sjálfri, „hún er mjög kalkrík og næsta sumar munum við til dæmis gera tilraun með að nota skelina sem uppfyllingarefni við vegagerð. Hér koma a.m.k. 10 þúsund tonn af skel að landi á ári, þannig að það má leggja á marga veg- arspotta með því.“ Framkvæmdir vegna virkjunar á Austurlandi eru þegar hafnar og uppbygging álvers fram- undan. Skyldi Björn telja það hafa einhver áhrif á hans svæði? „Ég held það örugglega, og þau áhrif gætu bæði orðið til góðs og ills. Þetta gæti orðið til þess að við misstum frá okkur fólk til Austfjarða en gæti líka orðið til þess að þau fyrirtæki sem hér eru í bygging- ariðnaði, vélsmíði og þess háttar ynnu héðan á þessum svæðum og næðu þannig auknum verk- efnum. Það er því erfitt að segja til um áhrifin strax, en framkvæmdirnar á Austfjörðum gætu hins vegar haft áhrif á það hvert við sækjum að- allega þjónustu í framtíðinni. Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur til dæmis á Egilsstaði til lengri tíma. Nú er styttra á sumrin fyrir okkur að fara þangað en til Akureyrar en samt sækj- um við mest til Akureyrar.“ Mikið hefur verið rætt um flutning starfa hins opinbera út á land en Björn segist því alfarið mótfallinn að flytja stofnun í heilu lagi frá Reykjavík. Finnst reyndar fráleitt að tala um að flytja störf, betra sé að skapa ný störf. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir fylgi með ef stofnun er flutt frá Reykjavík til Þórshafnar, svo ég taki dæmi. Þannig gerast hlutirnir bara ekki. Eftirlitsiðnaðurinn og annað innan þess opin- bera er sífellt að gjóta af sér nýjar stofnanir og hvers vegna ekki að staðsetja eitthvað af þeim úti á landsbyggðinni, ef þeir staðir eru sam- keppnishæfir í gagnaflutningum? Ef þeir eru það ekki er tómt mál að tala um þetta, algjörlega óraunhæft.“ Hann segist ennfremur á móti því að stað- setja hinar ýmsu þjónustustofnanir hér og þar úti um landsbyggðina. „Það er engum greiði gerður með þessu. Þegar ég fer til Reykjavíkur safna ég til dæmis í sarpinn, verkefnum sem leysa þarf í ferðinni; mér er enginn greiði gerð- ur með því að þurfa jafnframt að fara til Ísa- fjarðar eða Sauðárkróks eða til Egilsstaða. Ég vil bara fara á einn stað. Það er verið að vinna gegn landsbyggðinni með því að gera þetta. Það má flytja skráninguna en afgreiðslan verður að vera í Reykjavík.“ Bjóðum upp á friðsæld Björn minntist fyrr á ferðaþjónustuna og tal- ið berst aftur að henni. Spurt er: Hvers vegna ætti fólk að koma hingað á Langanesið til þess að njóta lífsins frekar en eitthvað annað? „Ég held að vinsælustu og mest sóttu staðir landsins séu orðnir yfirfullir yfir mesta ferða- mannatímann, bæði uppi á hálendinu og annars staðar. Umferðin er orðin svo gríðarleg að fólk upplifir þar ekki lengur mikla friðsæld og ég held að okkar möguleikar felist svolítið í því. Þeir felast líka í nýrri Norrænu; það verður al- gjör stökkbreyting þegar nýja skipið kemur í vor og miklu skiptir markaðssetning gagnvart þeim hópi sem kemur með skipinu, í samstarfi við aðra hér á þessu svæði, bæði fyrir vestan okkur og austan. Okkar auðlindir liggja í björgunum, þar sem er talsverð eggjataka; í ósnortinni náttúrunni úti á nesi og uppi á heiðum, inni á fjöllum og inn með ánum. Hér eru bæði mikil lax- og silungs- svæði og skemmtilegar gönguleiðir.“ Hann nefnir líka Skála, gamalt sjávarþorp sem er í eyði úti á Langanesinu en hugmyndir hafa kviknað um að koma þar upp einhvers konar safni. „Möguleikarnir eru því margvíslegir en ég hef enga ofurtrú á að við náum einhverjum gríð- arlegum árangri strax. Þetta er langtímaverk- efni sem við vinnum í en ég held að ferðaþjón- ustan geti til lengri tíma litið orðið atvinnu- valkostur á svæðinu.“ Björn nefnir Húsavík sem gott dæmi um stað þar sem ferðaþjónusta hefur verið byggð upp á mörgum árum. „Nú eru þeir farnir að uppskera eins og þeir sáðu til. Við gætum auðvitað líka farið út í það að bjóða upp á hvalaskoðun en um- gjörðin á Húsavík er orðin til fyrirmyndar og miklu nær fyrir okkur að vinna með þeim. Svæðið er of stórt til að hér verði til dagshringur eins og Gullfoss-Geysir eða Demantshringurinn í Suður-Þingeyjarsýslu; fólk kemur þegar inn á svæðið til hvalaskoðunar og okkar akkur væri að reyna að lengja þann tíma sem fólk stoppar hér, til dæmis í samvinnu við Húsavíkinga. Ég held við eigum gríðarlega mikið að bjóða.“ Á þessu þrennu ættu Langnesingar sem sagt að byggja afkomu sína, að mati Björns; veiðum og vinnslu sjávarfangs, landbúnaði og ferða- þjónustu. „Ef einhver dettur niður á annað er það mjög gott,“ en hann telur heillavænlegast að byggja ofan á það sem fyrir er í atvinnulífinu; ekki að freista þess að finna upp eitthvað snið- ugt á skömmum tíma til þess „að allir verði ríkir. Ég man ekki eftir neinu slíku dæmi sem hefur gengið upp.“ Björn Ingimarsson við björg úti á Langanesinu, en eggjataka er talsverð þar á svæðinu. Ekki ofmælt, eins og myndin ætti að sýna vel, að þarna geti Langnesingar boðið upp á frið og ró. Björn með eiginkonu sinni, Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur, og börnunum sem voru heima. Ingimar Rolf er 13 ára, Bjarni 5 ára og Karen Ósk 1 árs. Sveitarstjórinn tekur púlsinn á lífæðinni! Miklar framkvæmdir standa yfir eða eru væntanlegar við höfnina á Þórshöfn. „Ef við lendum undir í samkeppni með höfnina getum við alveg gleymt byggðar- laginu. Menn verða því að gjöra svo vel að taka þar áhættu varðandi skuldsetningu og annað.“ skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.