Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HANN hefði orðið 247
ára á morgun, „hefði
hann lifað“; – en hvað
er líf og hvað er ekki
líf? Víst er að Wolf-
gang Amadeus Mozart
lifir góðu lífi í tónlist
sinni, og í tilefni af
þessu góða lífi, hafa
nokkrir íslenskir tón-
listarmenn komið á
þeirri hefð að fagna
afmæli tónskáldsins
með tónleikum. Að
þessu sinni verða tón-
leikarnir á Kjarvals-
stöðum, sjálfan af-
mælisdaginn, á
morgun kl. 20. Flytj-
endur eru fiðluleikararnir Laufey
Sigurðardóttir og Sigurlaug Eð-
valdsdóttir, Þórunn Ósk Marinós-
dóttir víóluleikari, Einar Jóhann-
esson klarínettuleikari og Sigurð-
ur Bjarki Gunnarsson
sellóleikari. Þau leika
Dúó fyrir fiðlu og
víólu, tvo strengja-
kvartetta sem Mozart
samdi á bernskudög-
um sínum, og loks
leika þau Klarinett-
ukvintett hans. Gest-
ur tónleikanna verður
Þorsteinn Gylfason
prófessor sem spjall-
ar um tónskáldið og
verkin, og kveðst
munu styðja frásögn
sína að mestu við
sendibréf Mozarts frá
þeim tíma er hann
samdi þau. „Þetta
verða engir fyrirlestrar, bara litlar
kynningar, við vildum bara prófa
hvernig það kæmi út að lesa þetta
upphátt í stað þess að vera með
texta í prógrammi. Verkin eru frá
þremur ólíkum skeiðum á ævi
Mozarts; kvartettana samdi hann
sextán ára, tvímenningurinn fyrir
fiðlu og lágfiðlu er um tíu árum
yngri, og fimman stóra, klar-
inettukvintettinn, samdi hann und-
ir ævilokin.“ Þorsteinn segir að
Dúóið fyrir fiðlu og víólu hafi Moz-
art samið af sérstöku tilefni. „Moz-
art kom til Salzburgar með konu
sinni, til að heimsækja föður sinn,
en frétti þá að gamall vinur hans,
Mikhael Haydn, yngri bróðir
Josephs Haydn, lægi veikur þar í
borginni. Mozart fór í sjúkravitjun
til hans, og þá er Haydn heldur
aumur, vegna þess að erkibisk-
upinn í Salzburg hafði pantað hjá
honum sex svona dúó, en hann var
bara búin með fjögur og gat ekki
unnið meira vegna veikindanna.
Erkibiskupinn var alveg harður á
því að borga ekki eyri fyrir pönt-
unina fyrr en hún væri öll komin,
og þá settist Mozart niður og
samdi þessi tvö sem á vantaði,“
segir Þorsteinn og hlær að þessari
uppákomu. „Verkin voru tekin
gild, og eru raunar öndvegisverk.
Um kvartettana vitum við hins
vegar lítið, en við vitum hins vegar
afskaplega mikið um aðstæður
Mozarts á þeim tíma. Hann var
sextán ára og á ferðalagi með föð-
ur sínum í Mílanó. Þar hafði verið
pöntuð stór ópera frá honum,
Lucia Scilla, og hún var frumsýnd
annan í jólum það ár. Þeir feðgar
voru í Mílanó frá hausti þar sem
Mozart var að semja óperuna og
æfa. Við óperuna söng geldsöngv-
ari sem Mozart fékk miklar mætur
á og var nógu hrifinn af honum til
að semja fyrir hann mótettuna Ex-
ultate jubilate, sem er lang fræg-
asta verk hans frá þessu hausti.
Svo var hann bara óþreytandi við
að semja, þrátt fyrir umtalsvert
samkvæmislíf, eilíf heimboð og
slíkt. Um þetta tímabil vitum við
gífurleg ósköp vegna þess að Leó-
pold faðir hans var svo duglegur
að skrifa konu sinni heima í Salz-
burg. Við höfum því nánast dag-
bók frá þessum tíma. Stundum
tekur strákur sig til og skrifar eft-
irskrift við bréfin, sem eru orð-
sendingar til systur hans, ærsla-
legar og ástúðlegar. Það eru
þessar eftirskriftirnar sem gefa
svolítið stemmninguna í kvart-
ettunum. En hann virðist hafa haft
nógan tíma til að semja – ætli
hann hafi ekki bara samið þá með-
an hann svaf!“ Þorsteinn segir
mikið vitað um vináttu Mozarts og
klarinettuleikarans Stadlers sem
kvintettinn var saminn fyrir. „Þeir
voru jafnaldrar, en kynntust um
þrítugt. Úr þeim kynnum varð að
Mozart samdi á einu ári fyrst
kvintettinn og svo klarinettu-
konsertinn. Stadler var tón-
listarmaður í fremstu röð, að því
er virðist, og gegndi háum emb-
ættum í hljómsveitum keisarans
og var auk þess frímúrari og
stúkufélagi Mozarts. En í bréfum
sínum uppnefnir Mozart Stadler,
kallar hann meðal annars rifs-
berjafés.“
Afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozarts fagnað með tónleikum á Kjarvalsstöðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gestgjafar í 247 ára afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozarts á Kjarvalsstöðum eru Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Laufey
Sigurðardóttir, Einar Jóhannesson, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir.
Þorsteinn
Gylfason
Forfalladúó
fyrir biskup og
kvintett fyrir
„rifsberjafés“
KRISTÍN Mjöll Jak-
obsdóttir fagottleikari
og Jón Sigurðsson pí-
anóleikari halda tón-
leika í kirkju Óháða
safnaðarins við Há-
teigsveg kl. 17, í dag,
sunnudag. Á efnis-
skránni eru verk eftir
Antonio Vivaldi, Ro-
bert Schumann og
Camille Saint-Saens.
Einnig munu þau
Kristín Mjöll og Jón
leika lög úr kvikmynd-
um Walt Disney, eftir
Alan Menken (Pocha-
hontas) og Randy
Newman (Toy Story).
Áheyrendur verða leiddir á
vængjum tónlistarinnar frá ítölsku
18. aldar rokki, gegnum safaríka
þýska rómantík 19. aldar sem því
næst endurspeglast í franskri og
léttvægari rómantík frá síðustu öld,
að djassskotnu og sykursætu ljúf-
meti frá meisturum Hollywood-
smiðjunnar.
Kristín Mjöll Jakobsdóttir lauk
Mastersprófi frá Yale School of
Music vorið 1989. Ennfremur stund-
aði hún nám við Sweelinck Con-
servatorium í Amsterdam og í Cinc-
innati í Ohio. Árið 1991 var Kristín
ráðin til Fílharmóníuhljómsveitar-
innar í Hong Kong og starfaði þar til
1998. Hún flutti aftur til Íslands og
hefur starfað með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, Kammersveit Reykja-
víkur og ýmsum kammerhópum.
Jón Sigurðsson lauk prófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík og stund-
aði nám í Hannover um þriggja ára
skeið. Árið 1995 lauk hann einleik-
araprófi frá Arizona State Univers-
ity í Bandaríkjunum. Hann hefur
starfað á Íslandi síðan þá, unnið með
ýmsum tónlistarmönnum og komið
oft fram á tónleikum.
Af aldagömlu
rokki og rómantík
Kristín Mjöll
Jakobsdóttir
Jón
Sigurðsson
ÞEIR rithöfundar sem útnefndir eru
til Norrænu bókmenntaverðlaun-
anna verða á faraldsfæti um Norð-
urlönd á næstu vikum og lesa og
kynna verk sín.
Rithöfundarnir eru Per Højholt,
Morten Søndergaard, Pirjo Hass-
inen, Kjell Westö, Liv Køltzow,
Jørgen Norheim, Stewe Claeson,
Eva Ström, Hanus Kamban, Álfrún
Gunnlaugsdóttir og Jóhann Hjálm-
arsson.
Dagskrá var í Helsingfors föstu-
daginn23. janúar. Á Suður-Jótlandi
lesa rithöfundar í Aabenraa, á mánu-
dag og í Eskilstuna, Svíþjóð, á
þriðjudag. 1. febrúar í Mariehamn,
Álandseyjum og í Asker, Finnlandi
5. febrúar. Í Norræna húsinu í
Reykjavík 6. febrúar og í Þórshöfn í
Færeyjum, þar sem dagskránni er
útvarpað, 9. febrúar. Ferðalaginu
lýkur í Stokkhólmi 13. febrúar.
Tilkynnt verður hver hlýtur verð-
launin á fundi dómnefndar í Stokk-
hólmi 21. febrúar 2003. Verðlaunaféð
er 350.000 danskar krónur. Verð-
launin verða svo veitt formlega í
tengslum við þing Norðurlandaráðs í
Ósló í lok október á næsta ári.
Norrænir
rithöfund-
ar á far-
aldsfæti