Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Staðgreiðsla í boði að 4ra-5 herb. íbúð á svæðum 101 - 103 - 104 - 105 - 107 - 108. Íbúðin þarf að vera laus fyrir 1. mars. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason, sölustjóri, í síma 896 5221, er við símann um helgina. Vantar 4ra-5 herb. íbúð Höfum traustan kaupanda sími 588 4477 Vorum að fá í einkasölu þetta glæsilega einbýlishús á tveimur hæðum með 56 fm tvöföldum innb. bílskúr alls 309 fm á þessum eftirsótta stað í Skerja- firði. Fallegar innréttingar. Parket. Fallegur laufskáli til suðurs. Fallegt útsýni. Sérhannaður suðurg- arður. Húsið er sérlega vel staðsett í hverfinu. Ásett verð 46 millj. BAUGATANGI - SKERJAFIRÐI Sími 568 5556 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Valdís sýnir í dag, sunnudag, frá kl. 14- 16 fallega 105,3 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð með stórum suðursvölum. Íbúðin er búin vönduðum og góðum innrétt- ingum. Parket á gólfi. Mikið skápapláss. Sérbaðh. innaf hjónaherb. Áhvílandi 8,4 m. VERIÐ VELKOMIN. V. 15,9 m. 3651 Opið hús Básbryggja 7 - 4ra herb. íbúð á 2. hæð Sími 575 8500 Fax 575 8505 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 BRÆÐRABORGARSTÍGUR 15 - OPIÐ HÚS Í dag á milli kl. 14 og 16 verður til sýnis 5 herb. 107 fm íbúð á fyrstu hæð á þessum vinsæla stað. Þetta er vel skipulögð og falleg íbúð sem hefur verið töluvert end- urnýjuð á síðustu árum. Íbúðin skiptist í rúmgott hol, 3-4 svefnherb., 1-2 parket- lagðar stofur, rúmgott eldhús með nýleg- um flísum á gólfi og nýlegum tækjum og svo baðherbergi með baðkari og glugga. Þak hússins er síðan árið 2000 og lagnir undir húsinu, gler og gluggapóstar ásamt rafmagnstöflu hafa verið endurnýjaðir á undanförnum árum. Þau Sigurjón og Ásgerður taka á móti gestum á ofangreindum tíma. Áhv. 6,8 m. V. 14,7 m. Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Kempa er fallin í val- inn. Björn Guðmundsson, fyrrv. flugstjóri hjá Flugleiðum, ættaður frá Grjótnesi á Melrakkasléttu (af sumum nefndur – Bjössi grjót) hefur kvatt þetta jarðlíf, og fer útför hans fram í dag. Að slíkum mönnum sem Birni er mikill sjónarsviptir er þeir hverfa af sviðinu, og erfitt að fylla það tómarúm sem myndast á eftir. Ég kynntist Birni þegar ég hóf mitt flugstarf fyrir margt löngu, og við höfum verið samferða síðan. Á þeirri leið hafa auðvitað orðið til ótal minn- ingar og minningabrot sem safnast að manni á svona stundu, en ég ætla ekki að fara að telja það allt upp og þaðan af síður að fara að flytja einhverja lof- rollu um hann Björn. Ef það það var eitthvað sem hann þoldi ekki þá var það hvers konar tilgerð og prjál eða vemmilegt oflof. En þetta vil ég segja: Björn Guðmundsson var hreinskipt- inn og beinskeyttur maður sem var ekkert að liggja á skoðunum sínum. Hann stundaði sitt starf af kostgæfni og vildi hafa hlutina á hreinu, allt klárt og kvitt. Björn sagði mér einhverju sinni að hann vorkenndi ekki neinum manni, sem hefði heilsuna í lagi og gæti stað- ið í fæturna. Ekki varð maður samt var við minnsta vott af sjálfsvorkunn þótt verulega hallaði undan fæti hjá honum sjálfum, og þrátt fyrir harða glímu við banvænan sjúkdóm stund- aði hann vinnu sína áfram eins og ekkert hefði í skorist. Dæmi veit ég þó um að hann hafi ýjað að heilsu sinni. Það var þannig að einhverju sinni er menn ræddu um, uppi í FÍA, án þess að vita alveg hvaða glímu hann var að heyja, hvernig fjárans krabbinn eirði engu, að þá hálfhreytti Björn úr sér: „ ... nú úr einhverju verður maður að drepast!“ Svo var ekki orð um það meir. Björn hélt síð- an vinnu sinni áfram alveg meðan stætt var og sleppti ekki úr degi fyrr en hann neyddist til þess að fara upp á spítala að liggja banaleguna. Hressileikinn, beinskeyttnin, glað- værðin og hjálpsemin, sem ávallt var stutt í, hjá þessum manni, mun seint hverfa úr minni. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur skroppið upp í FÍA til að heilsa upp á Björn og ræða þar við hann um menn og mál- efni af þeirri glettni og gamansemi sem einkenndi þær samræður. En eigi má sköpum renna, eins og segir þar, og verða því þessir fundir að bíða um sinn. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning hans. Kjartan Norðdahl, flugstjóri. Ungur sveinn stendur á hlaðinu á Grjótnesi og heldur í hönd afa síns. þá heyrast flugvéladrunur í lofti og gamli maðurinn segir við nafna sinn : „Ef ég væri ungur í dag myndi ég læra að stjórna flugvél“. Vinur minn, Björn Guðmundsson, sagði mér snemma á 55 ára vináttuferli okkar frá þessu atviki og mun það öðru frek- ar hafa orðið til þess að Björn ákvað snemma að læra að fljúga og að gera flugmannsstarfið að ævistarfi. Sú staðreynd að við vorum báðir sveitadrengir með áhuga á hestum og náttúru landsins mun í upphafi frem- ur en annað hafa tengt okkur vináttu- böndum. Langt var á milli sveita okk- ar og á stundum deildum við góðlátlega um hvort væri fallegra á Melrakkasléttu eða í Borgarfirði. Ég hygg að ein meginástæða þess að hann gaf sig ekki í þessu tilliti hafi verið sú, að hans elskulega eiginkona, BJÖRN GUÐMUNDSSON ✝ Björn Guð-mundsson flug- maður fæddist á Grjótnesi á Mel- rakkasléttu 16. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum 19. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholts- kirkju 24. janúar. Þorbjörg Guðmunds- dóttir, var einnig ættuð af Melrakkasléttu. Skömmu eftir að vin- átta okkar Björns hófst kynntist ég einnig Þor- björgu, sem er ein þeirra Harðbakssystra, en frásagnir af fegurð þeirra og glæsileika höfðu borist allt suður til Borgarfjarðar. Ég er þeirrar skoðunar að Lillý, en það er hún oft- ast kölluð af vinum sín- um, hafi verið frátekin fyrir Björn straks frá æskuárunum. Það var hans stóra gæfa í lífinu. Hún bjó honum fagurt heimili og umhverfi í öllu tilliti, sem hann kunni vel að meta. Þau eignuð- ust þrjú börn, Þóreyju, Margréti og Guðmund sem eru hvort öðru ljúfara og elskulegra. Þau eru mér afar kær, sem og makar þeirra og börn. Þeirra harmur og söknuður er mikill þegar þau nú sjá á bak Birni Guðmunds- syni, þeim góða dreng. Ykkar er arf- urinn og ég veit að þið munið rækta hann og varðveita. Uppáhaldshestur Björns nefndist Íslandsgráni. Hann var framsækinn, viljugur, fótviss og djarfur. Mér finnst þessir eiginleikar eiga við um þá báða. Hvorugur þurfti að horfast í augu við að tapa þessum hæfileikum með aldrinum og báðir héldu reisn sinni þar til yfir lauk. Við Ragnheiður kveðjum nú kæran og góðan vin. Við munum sakna Björns Guðmundssonar mikið og minnumst hans með þakklæti. Hugur okkar og samúð er með Lillý og henn- ar stóru fjölskyldu. Megi sá sem öllu ræður veita þeim huggun í sorginni. Birgir Þorgilsson. Einstakur vinur og félagi er látinn en bjartar minningar um yndislegan mann munu lifa áfram í huga okkar Oddnýjar og sona. Stór er sá hópur vina, ættingja og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði og trega vegna fráfalls höfðingjans og hetj- unnar Björns Guðmundssonar frá Grjótnesi. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg þrjátíu ára samskipta fjölskyldunnar við þau sómahjón Þor- björgu og Björn. Okkur Oddnýju er sérstaklega minnisstætt hvernig Björn ræktaði syni okkar og annað ungt fólk. Í síðustu heimsókn hans í Gunnarsholt rétt fyrir jólin kom hann einmitt umvafinn og í fylgd með afa- börnum sínum sem elskuðu hann og dáðu. Margar ógleymanlegar ánægjustundir áttum við með þeim hjónum á hestbaki, að sýsla við hross eða yfir kaffibolla að ræða um hesta eða bara um lífið og tilveruna. Við minnumst þeirra samverustunda með söknuði og virðingu. Starfsfólk Land- græðslunnar í Gunnarsholti minnast hans fyrir kraftinn og orkuna sem geislaði af honum. Þau þakka fjöl- margar smalaferðir með Birni um landgræðslusvæði. Starfsævi Björns var helguð flug- inu og málefnum þess. Hann tók afar virkan þátt í landgræðslufluginu frá upphafi starfsemi landgræðsluflug- vélarinnar Páls Sveinssonar árið 1973. Við hjónin kynntumst Birni í landgræðslufluginu sem hann rækti með einstökum áhuga og dugnaði svo lengi sem hann mátti fljúga sökum aldurs. Hann tók verðskuldað við landgræðsluverðlaununum árið 2002 fyrir hönd Félags íslenskra atvinnu- flugmanna. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu, drengskap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Það var okkur mikill heiður að fá að kynnast Birni. Öll voru þau samskipti á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn, vinafastur og frá honum staf- aði mikil innri hlýja. Það voru forrétt- indi að kynnast honum og minningin lifir um góðan dreng. Þorbjörg, fjölskylda, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Við biðjum þeim Guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, gefa að Íslands-Gráni bíði þín og beri þig á fljúgandi skeiði um ókomin ár, kæri vinur. Sveinn og fjölskylda í Gunnarsholti. Það var mér mikil gæfa að kynnast Birni Guðmundssyni. Vinskapur okk- ar hófst þegar ég var 6 ára gamall. Samskipti okkar hafa verið mikil og fyrst og fremst í gegnum hesta- mennskuna. Í um 20 ár fékk ég tækifæri til þess að stunda hestamennsku af kappi undir dyggri leiðsögn hans og Birgis Þorgilssonar. Yfir vetrar- og vormán- uðina hittumst við daglega til þess að hirða hrossin. Marga minnisstæða reiðtúra fórum við saman í nágrenni Reykjavíkur en einnig á Rangárvöll- um þar sem Björn naut sín best. Tek- ist var á um mörg mál og þau rædd til hlítar. Björn hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og ekki vorum við alltaf sammála en við virtum skoðanir hvort annars. Alltaf sýndi hann mér mikinn áhuga og fylgdist grannt með því sem ég var að gera. Röskleg og hressilega framkoma hans hefur mót- að mig á margan hátt. Ósérhlífni og dugnaður var hans aðalsmerki. Kraftur og lífsvilji geislaði af honum allt fram á síðustu daga. Ég mun búa að því alla ævi að hafa umgengist þennan einstaka vin. Ég minnist hans með vinarhug, virðingu og þakklæti. Hjalti Guðmundsson. Það var á Laugardalsvöllum á miðju sumri 1962, júlínótt, ýringur en hlýtt. Við erum á leið heim ríðandi af Landsmóti hestamanna á Þingvöllum í fjölmennum hópi Skeiða- og Hreppamanna, glaðværð og mikill reiðhestafloti. Þar sá ég Björn fyrst. Hann þekktur þrautreyndur flug- stjóri, ég lítilsigldur menntaskóla- strákur. Leiðin lá heim til Gests á Hæli, en Björn hafði þá um langt skeið vanið komur sínar þangað, eink- um í tengslum við hesta og útreiðar. Það má rekja til þess að svili Björns, Þorgeir Gestsson, er fæddur þar og uppalinn. Þeir voru kvæntir systrun- um, Ásu og Þorbjörgu frá Harðbak á Sléttu, miklum mannkostakonum. Strax þá var það sterkt einkenni Björns, að fyrir honum var ekkert kynslóðabil. Hann var jafnt félagi barnanna á bænum, sem hinna full- orðnu. Björn var einkar barngóður. Samt sem áður var hann hrjúfur á yf- irborðinu, svo stundum var vandi að fylgja honum, en undir sló heilsteypt hjarta og hlýtt. Hestarnir tengdu okkur saman svo úr varð kunnings- skapur sem leiddi til vináttu. Fjöl- margar hestaferðir fórum við saman ásamt öðrum vinum. Þar ber hæst hálfsmánaðarferð sumarið 1985 um Landmannaveg, Fögrufjöll og Langasjó, Laka og Skaftártungur. Á ferðalögum var Björn gamansamur, þrælduglegur og ósérhlífinn. Fyrir honum var það ekkert tiltökumál að ferðast heilan sólarhring þótt vond væru veður. Þrótturinn var hans að- alsmerki og á kvöldum söng hann fal- legasta bassann. Björn var sveita- barn – í jákvæðustu merkingu þess orðs – frá Grjótnesi á Sléttu. Líklega leið honum best í búskaparati austur í Gunnarsholti í bústað sínum, eitthvað að stússa í kringum hross, girða og dytta að. Fyrsta sunnudag á nýbyrjuðu ári ætlaði allur hópurinn að hittast og kætast yfir minningarbrotum. Þann dag var Björn fluttur fárveikur á sjúkrahús. Og nú er hann allur. Við syrgjum hann mjög. Hann lifði inni- haldsríku fjölskyldulífi, átti þrjú mannvænleg börn, einstaklega góða og fágaða eiginkonu og glæsilegt menningarheimili. Þar var ætíð veitt af rausn og myndugleik. Það er heið- ríkja yfir öllum okkar samskiptum, fölskvalaus gleði og djúp vinátta. Við vottum þér, Lillý mín, og fjöl- skyldunni allri, dýpstu samúð við frá- fall Björns. Við þökkum af einlægni samfylgdina. Margrét og Kristján. Valgerður og Gestur. FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.