Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 45 Það er undarleg og erfið tilhugsun að það sé ekki von á Steina frænda heim einhvern næstu daga. Í þetta skiptið er hann ekki bara hjá öðrum ættingjum „að djamma eitthvað“ eins og hann orð- aði það svo oft. Nú er því miður ekki von til þess að hann birtist í dyrunum með fullan poka af geisla- diskum (sem auðvitað var það eina sem skipti máli í farangrinum, óháð því hve lengi átti að vera í burtu). Nei, nú verðum við, og allir þeir fjölmörgu sem héldu upp á „Þor- stein djammara“, að reyna að sætta okkur við að fá ekki að njóta nær- veru hans lengur. Og þó. Áhrifin sem hann hafði á okkur eru varanleg og þær eru margar minningarnar um hann sem ekki munu dofna. Þannig verð- ur hann alltaf nálægur. Það er erf- itt að lýsa því nákvæmlega á prenti en Steini verður alltaf hluti af okk- ur. Það er líka ómögulegt að lýsa honum sjálfum svo vel sé í stuttri grein. Líklega er samt best að styðjast við hans eigin orð (innan ÞORSTEINN HÁKONARSON ✝ Þorsteinn Há-konarson fæddist í Reykjavík hinn 20. júlí 1954. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 3. janúar. gæsalappa hér) þegar það er reynt. Hann sagði til dæmis stund- um að hann væri „skemmtilegur kall“. Þetta kann að hljóma sem mont en við und- irritaðir getum vottað að þetta er satt og rétt. Mörg tilsvörin voru svo snjöll og skemmtileg að þau eiga vafalaust eftir að koma ósjálfrátt upp í hugann við ýmsar að- stæður hér eftir sem hingað til. Steini virt- ist líka hafa áttað sig á því að oft þarf ekki að hafa mörg orð um hlutina. Stundum er til dæmis best að hlæja bara vel og lengi að öllu saman og segja „dúlílílílí“ (hljómar kannski undarlega en virkar ótrú- lega oft og vel). En Steini var fleiri mannkostum búinn en að vera skemmtilegur og hann kenndi okkur fleira en nyt- samleg orðatiltæki. Góðmennska var honum eðlislæg og sást til dæmis greinilega í samskiptum hans við börn. Gjafmildur var hann, góður dansari, bestur í sjómanni og svona mætti lengi áfram telja. Af Steina lærðum við óskaplega margt þótt kennslan hafi verið óformleg. Við eigum örugglega eftir að skilja lexíurnar sem hann kenndi okkur enn betur þegar fram líða stundir. Og þótt okkur bræðrum þyki það afskaplega sorglegt að „Þorsteinn djammari“ skuli aldrei aftur geta bent okkur góðlátlega á hvað við erum „óttalega miklir gaukar“ er okkur enn ofar í huga þakklæti fyr- ir að hafa fengið að kynnast honum og fyrir það að hann mun áfram lifa í huga okkar. Við þökkum kær- lega fyrir okkur. Sveinn Hákon og Hilmar Björn Harðarsynir. Hallelúja Guðs herskarar syngja, hallelúja frá jörðinni ómar. Vilji sporin mín vegraunir þyngja veit ég senn, veit ég senn er ég þar. Ég hef lesið um land þar sem enginn lengur þjáist af sjúkdómastríði, enginn styrjaldar angistarkvíði, innan skamms, innan skamms verð ég þar. Hallelúja í heilögum anda, hljómar til mín frá eilífðar ströndum. Ég finn bresta í jarðlífsins böndum, brátt hjá Jesú, hjá Jesú ég er. (Höf. ókunnur.) Elsku Steini, þakka þér fyrir góðar stundir. Frá þér stafaði alltaf hlýja og umhyggja til annarra, ég þakka þér fyrir hversu góður og hugulsamur frændi þú varst henni Anítu minni. Viljum við kveðja þig elsku Steini með þessum orðum. Minningin um þig mun lifa áfram í hjörtum okkar. Soffía og Aníta. Elsku Steini minn. Við eigum öll svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Við áttum svo margt skemmti- legt eftir að gera sem þú hlakkaðir til. Svo margar yndislegar minning- ar á ég um þig, allt frá því ég var litla frænka, sem þú kallaðir „Dísu litlu dúkkulísu“, og gisti hjá ömmu og afa á Skarphéðinsgötunni og beið þess alltaf að þú kæmir heim úr skólanum. Ég sat yfir þér á meðan þú klár- aðir heimanámið, því það yrði ekk- ert spilað eða leikið fyrr en það væri búið. Einnig þegar ég átti von á þér í heimsókn sat ég við gluggann og beið eftir að sjá þig koma úr stræt- isvagninum, alltaf með plötubunk- ann þinn, því músík var líf þitt og yndi sem fylgdi þér alltaf hvert sem þú fórst. Eina krafan sem ég gerði var að þú kæmir með litlu plötuna með laginu um Línu lang- sokk, það sveikst þú aldrei þótt þú værir orðinn hundleiður á henni. Seinna, eftir að ég eignaðist strákana mína, varst þú jafn ynd- islegur vinur þeirra eins og þú varst minn. Þeir sakna þín sárt. Þú varst svo hlýr, skemmtilega stríðinn stund- um og mikill knúsari. En umfram allt var sál þín svo fögur. Við Róbert Alexander og Fabio huggum okkur við það að nú ert þú kominn í faðm ömmu og afa. Minningin um okkar yndislega frænda lifir að eilífu, Guð geymi þig. Vigdís Haraldsdóttir. Þú brostir brosi engils. Á glettnum vörum: „Ástin! Er ástin góð?!“ Fölur – svo bjartur innan um hvít sængurfötin, bjartur ljómandi engill, hvarfst ... í hækkandi sól. Innileg samúð til Gunnu. Ísak Harðarson. Degi er tekið að halla og við sitjum nokkrir krakkar inni í kofa eftir skíðaæfingu. Við klæð- um okkur úr klossunum og komum þeim fyrir í bakpokunum okkar. Það eru allir klárir að leggja af stað heim en við sitjum áfram og spjöllum. Inga Júl nartar í epli og Ingi Binna malar ein- hverja vitleysu og við hlæjum öll. Glugginn er þakinn svörtum stórum fiskiflugum sem suða í takt við tal okkar en við erum löngu hætt að heyra í þeim, sama hversu margar þær eru og hátt þær láta. Það er notalegt að sitja og spjalla inni í kofa en Danni er með lyklavöldin og kem- ur okkur út. Einhverjir renna sér heim, við hin löbbum veginn og tölum út í eitt. Einhvern veginn svona eru minn- ingar mínar úr fjallinu. Við vorum hópur krakka sem vissum ekkert skemmtilegra en að vera á skíðum og í minningunni var alltaf gaman. Við vorum full áhuga og æfðum af kappi. Við sem yngri vorum lærðum af þeim eldri, t.d. að leggja brautir og nutum einnig tilsagnar þeirra. Danni var tveimur árum eldri en ég en reynsla hans og geta var mun meiri. Hann var fremstur okkar allra og ég dáðist að einurð hans og dugnaði að ná ár- angri. Það var okkur hinum mikill stuðn- ingur að hafa svo góðan skíðamann í okkar röðum og það hvatti okkur ósjálfrátt til dáða. Það hafði ekki síð- ur mikil og góð áhrif á vöxt og við- gang skíðafélagsins og kraftar okkar á þessum árum fóru ekki síður í sjálf- boðavinnu fyrir félagið en æfingar. Þetta var gefandi og skemmtilegur tími og á þessum árum lærði ég svo DANÍEL ÞÓR HILMARSSON ✝ Daníel Þór Hilm-arsson fæddist á Dalvík 8. febrúar 1964. Hann lést á Dalvík sunnudaginn 29. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dal- víkurkirkju 4. jan- úar. margt sem hefur reynst mér gagnlegt við aðrar aðstæður. Fyrir það er ég þakklát. Takk fyrir sam- veruna í fjallinu. Ég og fjölskylda mín sendum öllum ástvinum Danna okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi allar góðar vættir styrkja ykkur öll. Hermína Gunnþórsdóttir. Nú kveðjum við góð- an vin og félaga Daníel Þór Hilmars- son. Leiðir okkar hafa legið saman allt frá barnæsku er við ólumst upp á Dalvík og síðar meir er við urðum fé- lagar og keppinautar á skíðunum. Upp í hugann koma minningar um margar þeirra æfinga- og keppnis- ferða sem við fórum saman bæði inn- anlands og utan. Minningar sem við munum geyma í hjarta okkar. Á þessum árum myndaðist með okkur vinskapur og traust sem erfitt er að lýsa. Gamansemi og létt stríðni milli okkar félaganna var hluti af veruleikanum og að okkar mati nauð- synlegur til að halda uppi góðum móral í slíkum ferðum. Danni var einn af þeim sem gera miklar kröfur til sjálfra sín og þann árangur sem hann náði í íþróttinni má að miklu leyti þakka sjálfsaganum sem hann tamdi sér. Þegar keppnisferli Danna lauk tók við alvara lífsins. Stofna fjölskyldu, koma yfir sig þaki og stofna fyrir- tæki. Danna fórst þetta allt vel úr hendi og fylgdist maður með fram- gangi hans og fyrirtækis hans með aðdáun. Þar skein í gegn sama ósér- hlífnin og aginn og hann hafði tamið sér á skíðunum. Síðustu árin hafa samskipti okkar verið takmörkuð vegna búsetu okkar. En í þau skipti sem við hittumst voru ætíð sömu hlýju kveðjurnar sem fóru á milli með léttu spaugi í kjölfarið. Við berum þá von í brjósti að vinur okkar sé kominn á betri stað og biðj- um almáttugan Guð að styrkja börn, foreldra og fjölskyldu Danna í þeirra djúpu sorg. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn með bænaversi langalangafa okkar. Alla sem kærir eru mér, eg fel minn Guð í höndur þér. Heilagi faðir himnum á frá háska varðveittu mig og þá, enn þegar lífsins dagur dvín, í dýrðarheimkynni leið oss þín. (Hans Baldvinsson frá Upsum.) Elías J. Bjarnason og Bjarni Th. Bjarnason. Elsku Danni, ég fylltist sjálfkrafa spenningi í gærkvöld þegar ég sá á skjánum á farsímanum mínum að vinur okkar, Friðrik, var að hringja. Símtal frá honum þýðir oftast að fram undan er spennandi veiðiferð með ykkur félögunum en í ljósi tíma- setningarinnar þótti mér líklegra að Friðrik væri nú að leita frétta af því hvernig jólarjúpan hefði bragðast, enda hefur ekki skort villibráðina á jólaborðið eftir að ég kynntist ykkur félögunum og fór að stunda veiðar með ykkur fyrir norðan. Ég hafði ein- mitt verið að hugsa til þín á gamlárs- kvöld þegar við fjölskyldan gæddum okkur á síðasta bitanum af hrein- dýrabógnum sem ég fékk hjá þér í hitteðfyrra. Það var um margt minnisstæð ferð. Það var komið fram í rjúpna- tímabil og þið Friðrik höfðuð skipu- lagt veiðihelgi. Ég ákvað að taka mér frí á föstudeginum og keyrði norður á fimmtudagskvöldi. Ég hafði þá um nokkurt skeið verið að þreifa fyrir mér í gæsaveiði en ekkert gengið og þú hafðir haft veður af þessum raun- um mínum. Um kvöldið hringdir þú í mig og sagðist hafa heyrt gæsaskvaldur fram í dal og hvort við ættum ekki að freista þess að sitja fyrir fugli í fyrramálið. Það varð úr og í birtingu sátum við í vöðlunum í skurðsenda þar sem vatnið náði okk- ur upp í mitti. Það lá þétt kulda- mistur yfir dalnum og þegar þú þótt- ist verða var við gæsaferðir tókst þú upp flautuna og hófst að kalla. Ég fylgdist vantrúaður með aðförunum og hugsaði mér nú að þetta væri veiðimennska sem ætlaði að eftirláta öðrum. En viti menn, úr þokunni heyrðist vængjaþytur og gæs sveif inn til lendingar á pollinum fyrir framan nefið á okkur. Þetta var mín fyrsta gæs og þegar við fórum austur í haust á gæsaveiðar og þú áttir ekki heimangengt sendir þú mér ítarlegar teikningar af veiðistöðum og flugleið- um til að tryggja að við hefðum ár- angur sem erfiði. Þarna var þér rétt lýst, alltaf tilbúinn að rétta okkur hinum hjálparhönd og þegar við gengum til rjúpna varstu vís með að láta mér eftir bestu veiðistaðina en feta sjálfur erfiðari og torfærnari slóðir. Það var því mikið reiðarslag að í þetta sinn var Friðrik að færa mér sorgarfréttir, hann Daníel, félagi okkar, er látinn. Hrifinn burt í blóma lífsins. Ekkert verður sem áður. Hjartað nístir, sár söknuður. Eftir stendur minningin um góðan dreng og félaga. Daníel var sannkallaður afreks- maður á sviði skotveiði. Hann var íþróttamaður í ólympískum skilningi og meistaraskytta og skaut helst aldrei fugl nema á flugi. Skemmtileg- ast þótti honum að fást við rjúpuna í kjarri og ég fylgdist oft agndofa með tilþrifunum. Á milli veiðifélaga skapast gjarnan náið samband, samband sem byggist á algjöru og skilyrðislausu trausti, því oftar en ekki eru menn að takast á við óblíða náttúruna í óbyggðum landsins þar sem allra veðra er von og aðstæður geta hæglega orðið lífs- hættulegar á svipstundu. Á slíkum stundum er fengur að því að hafa menn eins og Daníel Þór Hilmarsson sér við hlið. Ég er stoltur af því að hafa átt Daníel sem veiðifélaga og ég mun sakna þeirra veiðiferða sem við áttum ófarnar saman í þessu lífi. Og aftur hvarflar hugurinn að veiðiferðinni fyrrnefndu. Eftir að hafa fellt gæsina héldum við heim til þín á Dalvík. Þú hitaðir kjötsúpu og síðan lögðum við aftur út í þokuna og í þetta sinn í leit að rjúpu inn á dal. Fljótlega gengum við upp úr þokunni og þar skein sólin svo heit að við þurftum að fækka fötum. Og ég geymi í huga mínum minninguna um okkur þar sem við sátum göngumóðir uppi á fjallstoppi, baðaðir í sólskini, og horfðum algjörlega hugfangnir yf- ir Eyjafjörðinn og nærliggjandi firði fyllta af hvítri þokunni. Og ég get ekki varist þeirri hugsun að útsýnið sé svipað þaðan sem þú situr núna og vakir yfir okkur hinum sem eftir stöndum. Ástvinum Daníels og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minninguna um góðan dreng og veiti okkur styrk. Kristinn Tryggvi Gunnarsson. Það voru mér ákaflega þung og erfið spor að fara frá Íslandi annan janúar og geta ekki verið viðstaddur útför Daníels Þórs Hilmarssonar, eða Danna eins og hann var ávallt kall- aður. Því langar mig að skrifa nokkur orð til að minnast hans. Ég fór ungur að æfa skíði hjá Skíðafélagi Dalvíkur og urðu þar mín fyrstu kynni af Danna. Það fór ekki framhjá okkur krökkunum að þar fór maður sem hafði mikinn áhuga og þekkingu á skíðaíþróttinni. Danni sýndi skíðafólki úr Dalvíkurbyggð mikinn áhuga og var ávallt reiðubú- inn að miðla af reynslu sinni og þekk- ingu. Ekki fór heldur framhjá nein- um það mikla starf sem hann innti af hendi innan Skíðafélagsins. Á mótum var hann oftar en ekki í stjórnunar- stöðum því að allir vissu að þá voru málin í góðum og öruggum höndum. Fyrir u.þ.b. tveimur árum, eða vet- urinn 2000–2001 má segja að ég hafi nánast búið á heimili hans. Þá urðum við mjög góðir vinir og ég fann æ bet- ur hversu blíður og góður maður hann var, maður sem alltaf vildi hjálpa til, alltaf var tilbúinn að gefa góð ráð og alltaf duglegur að hvetja mann í því sem maður var að gera. Til marks um þann stuðning og áhuga sem hann hafði til þess að við mætt- um ná sem bestum árangri á skíðum tók hann vinnuna sína að hluta til með sér í æfingaferð með okkur til Austurríkis svo af ferðinni gæti orðið. Það má segja að Danni eigi mjög stóran þátt í því að ég er nú við nám í skíðamenntaskóla í Noregi, því hann hvatti mig óspart til að taka þá ákvörðun, hann sagði að það mundi þroska mig bæði sem skíðamann og einstakling. Ég verð ætíð þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Danna og eiga hann sem vin. Ég kveð þig nú vinur með trega og tár, þú tókst mér sem syni og bróður. Í brjósti mér bærist nú söknuður sár, signi þig drottinn vor góður. Ég bið góðan Guð að styrkja og blessa aðstandendur Danna á þess- um erfiðu tímum. Samúðarkveðjur, Kristinn Ingi Valsson, Opdal, Noregi. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNEY INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hlíf II Ísafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 23 janúar sl. Magni Ö. Guðmundsson, Svanhildur Þórðardóttir, Anna Lóa Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson, Bergljót Ása Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.