Morgunblaðið - 26.01.2003, Side 8

Morgunblaðið - 26.01.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Námskeiðaröð Landsbókasafns Ætla að opna gullkisturnar Landsbókasafniðbryddar nú upp ánámskeiðaröð. Dr. Sigrún Klara Hannesdótt- ir er landsbókavörður og svaraði hún nokkrum spurningum. – Segðu okkur frá tilurð þessara námskeiða ... „Þessi námskeiðaröð er nýjung í rekstri safnsins en í fyrrasumar vorum við með dagskrá í tengslum við Menningarnótt sem við kölluðum Galdrar í Þjóðar- bókhlöðu. Þetta var gríð- arlega vinsælt og hér var húsfyllir af fólki á öllum aldri. Þá datt okkur í hug að halda áfram að kynna það efni sem er geymt í Landsbókasafni og tengja það við ýmiss konar fræða- störf sem verið er að vinna úti um allt. Í Landsbókasafninu eru gríð- arlega margir fjársjóðir. Við geymum hér allar bækur sem gefnar hafa verið út á Íslandi, mikið af gömlum og nýjum hand- ritum og bréfum sem okkur hefur verið falið til varðveislu og við er- um líka með tónlistardeild þar sem gestir geta hlustað einkum á íslenska tónlist. Okkur langaði til að opna eitt- hvað af þessum gullkistum og gefa fólki tækifæri til að koma hingað inn í húsið. Þjóðarbókhlaðan er yndislegt og fallegt hús sem býður fólk velkomið og hér höfum við góða aðstöðu til að halda nám- skeið og uppákomur og hér er góð veitingastofa.“ – Hvaða námskeið eru þetta og hverjir leiðbeina? „Þetta verða alls sjö námskeið sem tengjast íslenskri menningu og fróðleik ýmiss konar og því efni sem hér er innan dyra. Við byrjum á námskeiði um Rapp og rímur, 29. janúar, en eins og allir vita er mikið til af rímnakveðskap hér í húsinu og rappið hefur tekið þenn- an kveðskap upp á sína arma og tengt þar saman gamalt og nýtt. Síðan koma sex námskeið sem eru haldin í samvinnu við Reykjavík- urakademíuna. Fyrsta námskeið- ið er um Stephan G. Stephansson, 5. og 12. febrúar, sem Viðar Hreinsson heldur en hann hefur nýlokið við að skrifa bók um skáldið og mun segja frá þeim gögnum sem hann notaði. Næst verður Auður Ingvarsdóttir með námskeiðið Konur í fornöld, 19. og 26. febrúar, þar sem fjallað verður um stöðu kvenna í fornöld og hún borin saman við stöðu kvenna í nú- tímanum. Þá kemur námskeið um Ímynd Íslands að fornu og nýju sem Sumarliði B. Ísleifsson er með en það tengist líka sýningu sem er núna í Landsbókasafni um skylt efni. Davíð Ólafsson kynnir bókmenntir í bændasamfélagi 19. aldar þar sem hann kynnir m.a. dagbækur og persónuleg skrif á 19. öld. Síðan verða tvö námskeið sem Viðar Hreinsson heldur. Ann- að er kallað Orðin í snjónum þar sem m.a. er sagt frá manninum sem lærði að skrifa með sóti á skininn hrossakjálka en varð síðan merkur barnakennari. Síðasta námskeiðið á vorinu, Orð og and- óf, fjallar um kolbíta og utan- garðsmenn í íslenskum bók- menntum og er haldið 16. og 23. apríl. Þar að auki erum við með nám- skeið sem tengjast rafrænum landsaðgangi og kynningu á hvar.is sem er heimasíða fyrir þau fjölþættu gögn sem aðgengileg eru öllum Íslendingum.“ Fyrir hverja eru námskeiðin? „Námskeiðin eru fyrir allan al- menning, sem hefur áhuga á ís- lenskum, þjóðlegum fróðleik. Þau eru yfirleitt tvö miðvikudagskvöld klukka 20–22 og kennslan fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbók- hlöðunnar við Arngrímsgötu.“ – Er eitthvað sérstakt um upp- byggingu og efnistök námskeið- anna að segja? „Með þessum námskeiðum vilj- um við vekja athygli á þeim mikla safnkosti sem hér er og margir vita ekki um. Það hefur líka verið mikill misskilningur í gangi að undanförnu að húsið sé lokað ungu fólki. Við tökum á móti öllum sem hingað vilja koma, en ung börn geta aðeins komið í fylgd með fullorðnum og unglingar ef þeir eiga erindi, t.d. til að afla sér upplýsinga og til að fá safnkynn- ingu. Útlán og lestraraðstaða er aðeins fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Allir geta komið á námskeið, sýningar og annað sem við bjóð- um. Landsbókasafn er stærsta rannsóknarbókasafn landsins og hefur því öðrum skyldum að gegna en almenningsbókasöfnin.“ – Hver er þörfin fyrir námskeið af þessum toga? „Námskeið þessi eru nýlunda í starfsemi safnsins og tilraun okk- ar til að kynna fólki það sem hér er á boðstólum og bjóða gesti vel- komna í húsið. Ég vona að menn hafi áhuga á því að skoða efni safnsins og hlusta á skemmtilegt og fróðlegt efni, tilreitt af þeim sem vel þekkja til.“ – Hvað með fram- haldið? „Næsta skref í að kynna safnið er að hafa hér Opið hús fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Þá verður dregið fram eitthvað spennandi og kynnt sér- staklega. Byrjað verður á því 2. febrúar að kynna handrit og gaml- ar gersemar. Þá verður Kvenna- sögusafnið kynnt 2. mars og síðan verður kynning á ljóðum íslenskra kvenna þann 6. apríl. Þessu fylgir svo kynnisferð um safnið.“ Sigrún Klara Hannesdóttir  Dr. Sigrún Klara Hannes- dóttir er fædd á Seyðisfirði 9. október 1943. Hún tók við emb- ætti landsbókavarðar í apríl 2002, fyrst kvenna. Fram- kvæmdastjóri Nordinfo í Hels- inki 1998–2002. 1975–1998 kenn- ari í bókasafns- og upplýsinga- fræði við félagsvísindadeild HÍ, lektor til 1992, prófessor þar eft- ir. BA í ensku við HÍ, MA í bóka- safnsfræði frá Wayne State í Detroit og doktorsgráðu í bóka- safns- og upplýsingafræði frá University of Chicago. Hún á einn son og eitt barnabarn. Námskeið þessi eru nýlunda „ÞETTA er ótrúlega lítið mál,“ voru orð sem Guðmundur Gíslason frá Selsundi lét falla þegar stór kranabíll lyfti 15 tonna húsi hans, sem stóð á jörðinni Núpakoti í Rangársveit, í vikunni. Nokkuð er um liðið síðan Guðmundur festi kaup á húsinu og ætlunin var að flytja það heim að Selsundi undir Heklu sem er um 80 kílómetra leið. „Okkur vantaði íbúðarhús,“ sagði Guðmundur og átti við eig- inkonu sína, Björk Rúnarsdóttur og dótturina Gunnheiði, sem er innan við ársgömul. Hann segir húsið vel byggt og henta fjölskyldu sinni vel. Hann hafði unnið að því ásamt félögum sínum að losa húsið síðan fyrir jól en með nokkrum hléum eins og gengur og gerist. Síðasta daginn hafði rafmagn og vatn ver- ið aftengt. Upphaflega þegar húsið var byggt var gert ráð fyrir að það yrði færanlegt en búið var að grafa að því og erfitt að komast undir það. Guðmundur notaði því bæði vélskóflu og eins handmokaði hann undir húsið til að hægt væri að smokra þangað kranavírunum. Guðmundur segist hafa tekið þátt í húsaflutningum áður og þekkir því vel til verksins. Þetta hús, sem er úr timbri, er þó þyngra en hann hélt. En hann er sáttur með hvernig til tókst og segir hús- ið munu sóma sér vel undir Heklu. Keypti hús og flutti að Heklurótum Morgunblaðið/RAX Guðmundur Gíslason frá Selsundi réttir hús sitt af þegar því er lyft með stórum krana á vörubílsvagn til flutnings. STJÓRN Íbúðalánasjóðs (ÍLS) hef- ur í kjölfar umsagnar Ríkisendur- skoðunar samþykkt tillögur innra eftirlit sjóðsins og KPMG-ráðgjafar um aðgerðir til að bæta móttöku og umsýslan fasteignaveðbréfa og hús- bréfa hjá sjóðnum. Í tilkynningu ÍLS er bent á að þegar uppi hafi komist um svik fast- eignasölunnar Holts hafi strax verið gerðar úrbætur á vinnulagi sjóðsins að því er snertir skipti á fasteigna- veðbréfum fyrir húsbréf. Skýr viðbrögð ef frávik koma upp Markmið aðgerðanna nú sé að draga úr hættu á fjársvikum vegna viðskipta með fasteignaveðbréf og húsbréf án þess að skerða viðskipta- frelsi kaupenda og seljenda eða að draga úr núverandi þjónustustigi hjá sjóðnum; í mörgum tilvikum sé þó verið að skerpa á vinnubrögðum sem tíðkast hafi hjá Íbúðalánasjóði. Helstu tillögur til úrbóta fela í sér að útbúnar verði skýrar og myndrænar vinnuleiðbeiningar vegna móttöku fasteignaveðbréfa og útgáfu hús- bréfa, gerðar verði skriflegar vinnu- leiðbeiningar um meðhöndlun á framsali fasteignaveðbréfa og við- brögð ef frávik koma upp. Þá verði komið á formfastri skráningu fram- sala með nýrri forprentun fasteigna- veðbréfa og aukin áhersla verði lögð á tryggan samlestur á kaupsamn- ingi, fasteignaveðbréfi og kauptil- boði. Þá verði fasteignaveðbréfi vís- að frá við fyrsta frávik í frágangi framsals með skýrum kröfum um lagfæringu og sömuleiðis verði sam- ræmd betur svörun yfirmanna og sérfræðinga til starfsfólks vegna mats á frágangi skjala, innleitt verði formlegt ferli vegna móttöku og meðhöndlunar á kvörtunum og ábendingum. Einnig mun Íbúðalánasjóður upp- lýsa og brýna betur fyrir fasteigna- sölum og fjármálafyrirtækjum regl- ur um frágang fasteignaveðbréfa og meðhöndlun þegar frávik koma upp auk þess sem aukin áhersla verði lögð á að upplýsa og fræða kaupend- ur/seljendur um gildi framsals og framgang viðskipta, segir í tilkynn- ingu ÍLS. Unnið að úrbótum hjá Íbúða- lánasjóði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.