Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ S KÍRNIR er meðal elstu tímarita. Síðasti árgangur hans, 2002, var sá 176. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag, núverandi rit- stjórar Sveinn Yngvi Egilsson og Svavar Hrafn Svavarsson. Skírnir er ekki beinlínis ellimóður, frekar roskinn en á það líka til að vera ungæð- islegur. Greinilega er stefnt að því áfram að yngja hann. Haustheftið 2002 er í mjög föstum skorð- um, vorheftið aftur á móti fjölbreyttara. Ritgerðir haustheftisins eru m.a. um ljóða- gerð fyrri alda. Guðrún Nordal á ritgerðina Að hugsa í myndum, Sverrir Tómasson Kon- ungs lof: Noregs konunga tal í Flateyjarbók, Margrét Eggertsdóttir Um landsins gagn og gróða: Íslensk landlýsingarkvæði og Að- algeir Kristjánsson Ný félagsrit og skáld þeirra. Gísli Gunnarsson er líka í eldri tíma í rit- gerðinni Börn síns tíma: Viðbrögð manna við nátt- úruhamförum í samhengi sögunnar. Sif Sigmars- dóttir er aftur á móti nær samtímanum í rit- gerð um Jón Leifs, um tilraunir hans til að fá stöðu við Ríkisútvarpið og þátt Páls Ís- ólfssonar í því máli. Aðalgeir Kristjánsson sem hefur verið óþreytandi við að upplýsa okkur um menn- ingu liðinna alda, einkum það sem tengist samskiptum við Kaupmannahöfn á nítjándu öld, dregur ýmislegt fram í dagsljósið í rit- gerð sinni og þótti mér ekki síst fróðlegt að huga að þýðingum íslenskra skálda sem vissulega segir margt um þeirra eigin skáld- skap. Skáld Nýrra félagsrita voru öll Hafn-arstúdentar nema Matthías Joch-umsson. Að dómi Aðalgeirs eru ljóð þeirra þar einkum dæmi um æskuljóð, sam- anber Grím Thomsen og Steingrím Thor- steinsson. Sá síðarnefndi var mjög áberandi í ritinu og hann þýddi mest. Má nefna kvæði eftir Byron, Ossian, Shakespeare, Goethe og Schiller. Gísli Brynjúlfsson frumkvað og þýddi, var gott skáld en hann er nú nær gleymdur. Ástæðan getur verið sú hvað hann varð fornlegur í ljóðunum (fyrnsku nefnir Aðalgeir þessi einkenni kvæða hans) þegar á leið en hæfileikana vantaði ekki. Dagbók í Höfn (gefin út 1952 af Eiríki Hreini Finn- bogasyni og Ljóðmæli (1955), úrval einnig í útgáfu Eiríks Hreins áttu þó þátt í að beina augum manna að Gísla). Gísli fylgdist vel með og orti um samtíma- viðburði, t.d. þegar Rússar unnu Ungverja 1849. Hann átti líka þátt í að kynna enska ljóðlist, m.a. Byron og Burns. Hvað varðar kynningu enskrar ljóðlistar er hlutur Nýrra félagsrita ríkur. Fornlegur skálskapur er ekki sama ogforn skáldskapur eins og greina má íSkírni. Það er til dæmis hægt að skrifa líflega um forn skáld og má vitna til fyrrnefndra ritgerða í Skírni. En hvað um samtímaskáldskap? Skáld Skírnis er þáttur sem jafnan fylgir Skírni og er þá eitt samtímaskáld rækilega kynnt. Í vorhefti er skáldið Sigfús Bjart- marsson en í hausthefti Bragi Ólafsson. Sigfús á mörg sýnishorn sem nefnast Úr minnisgreinum um borgina, Bragi mörg prósaljóð eða texta úr verki í vinnslu. Við hinir einkennisklæddu nefnist það. Ekki verður annað sagt en þetta sé vel til fundið hjá Skírni. Í Frá ritstjórum er þess minnst að Steinn Steinarr lýsti því yfir að hið hefðbundna ljóðform væri nú loksins dautt. Ritstjórarnir eru á þeirri skoðun aðfréttirnar um andlátið hafi verið orð-um auknar og í því sambandi rifja þeir upp að íslensk ljóðskáld hafi endurvakið gamla hætti og textasmiðir dægurlaga oft sótt í braghefðina með ágætum árangri á undanförnum áratugum. Ekki virðast þeir Sigfús og Bragi bundnir af hefðinni því að verk þeirra eru nýstárleg og góð dæmi um það sem þeir eru að fást við. Myndlistarmenn Skírnis komast einna næst því að vera „ungæðislegir“ og er orðið þá notað í jákvæðri merkingu. Þetta gildir ekki síst um Ólaf Elíasson sem er myndlist- armaður Skírnis í hausthefti. Í vorhefti er myndlistarmaðurinn Margrét H. Blöndal og verður hún ekki heldur sökuð um gælur við hefðina. Eva Heisler skrifar um Margréti, Auður Ólafsdóttir um Ólaf. Þótt klassísk tök séu yfirleitt á ritgerð-um og öðrum skrifum Skírnis komaalltaf öðru hverju greinar sem athygli vekja fyrir óvenjuleg viðhorf og frumlega framsetningu. Ég nefni í þessu samhengi umsögn Úlfhildar Dagsdóttur um Með titr- andi tár eftir Sjón, Hver á íslenska menn- ingu? eftir Jón Karl Helgason og Fanggæslu vanans eftir Sigurð Gylfa Magnússon í hausthefti. Tvær síðarnefndu greinanna eru svör við umsögnum og eru slík skoðanaskipti sjálfsögð, að minnsta kosti þegar þau eru ígrunduð, meira en eingöngu viðbrögð. Í vorheftinu er löng ritgerð eftir Svan Kristjánsson um stofnun lýðveldis og ný- sköpun þess og tekur hann efnið persónu- legum tökum. Fleira í vorheftinu ber merki um umbrot í hugsun og mati á gömlum tíma og nýjum. Í umsögn sinni um Með titrandi tár gerirÚlfhildur Dagsdóttir metaskáldsögunaað umræðuefni. Hún segir m.a.: „Það fræðifólk sem fjallar um metaskáldskap ger- ir sér fyllilega grein fyrir því að metaskáld- sagan er í reynd eldri en póstmódernisminn og var notuð heilmikið af módernistum.“ Metatextinn varð að hennar dómi æ meira ríkjandi, lengra hafi verið gengið í því að draga sköpunarferlið fram á sjónarsviðið og samþætta það sjálfri skáldsögunni. Sköp- unarferlið verður þannig mikilvægur þáttur í frásögninni og atburðum hennar og þótti til marks um kreppu. Úlfhildur á eins og fleiri erfitt með að halda hinni póstmódernísku skáldsögu fullkomlega frá hinni módernísku en gerir það engu að síður með ákveðnum greinarmun á þessu tvennu. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur meta- skáldsagan verið gagnrýnd að undanförnu, ekki síst í Svíþjóð. Það þykir einkum of áberandi hve höf-undarnir byggja sífellt verk sín á öðr-um verkum eða skírskotunum í þau svo að greinarmunurinn verður oft lítill sem enginn. Þetta má einnig finna í ljóðlistinni hjá póstmódernískum skáldum og ekki bara þeim. Módernisminn hefur ástundað þetta allt frá Auða landinu eftir T. S. Eliot til yngri skálda. Þetta er orðinn hluti af stefnunni en getur verið vafasamt að nota orð eins og kreppu um það sem virðist sjálfsagt og hefur alltaf tíðkast. Roskinn en líka ungæðislegur Bragi Ólafsson AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Sigfús Bjartmarsson VIKAN sem leið varsvokölluð tískuvikaeða hátískuvika íParís, en þar kynntu helstu tískuhönnuðir heims vor- og sumartískuna. Þar voru gefnar út tilkynn- ingar og fyrirmæli um hvað verður móðins í sumar – eða réttara sagt í tísku (það er ekki inn að segja móðins). Háborg tískunnar er gjarnan á öðrum endanum þegar tískuvika stendur yfir enda beinast öll tískumiðuð augu að línunum sem hönn- uðurnir leggja á sýningum sínum. Minni spámenn eru nú þegar byrjaðir að spá í meginstraumana, framleið- endur farnir að gera áætl- anir og innan skamms verð- ur vor- og sumartískan komin í verslanir; lág- stemmd og fjöldaframleidd útgáfa af því sem sást í París í vikunni. Austurlensk áhrif, sem og endurkoma einfaldra og klassískra sniða frá fyrri hluta sjötta áratugarins, ásamt áframhaldandi róm- antískum áherslum – léttir kjólar í bleikum tónum, í bland við smá pönk. Ekki má gleyma breyttum áherslum í förðun (sjötti og sjöundi ára- tugurinn er að koma aftur – ,,eyeliner“ og bjartir varalit- ir) og hárgreiðslu (end- urkoma toppanna heldur velli, og kæruleysislegar greiðslur eru áberandi). Gaman að þessu. Stundum er sagt að nú til dags sé allt í tísku. Ég held að það sé rétt upp að vissu marki. Manni finnst sem tískan sé miklu fjölbreyttari nú en á sumum áratugum síðustu aldar þar sem línur voru skýrari og jafnvel eins- leitari. Kann þetta að stafa af svokölluðum endurkomum sem eru búnar að vera voða mikið undanfarið. Þær bjóða náttúrlega upp á aukna fjöl- breytni og þannig kann tíska dagsins í dag að vera að stóru leyti sambland af tísku fyrri áratuga. En auðvitað er auðveldara að greina meg- instrauma eftirá. Enginn áttaði sig til dæmis á því hvað tíska níunda áratug- arins var afgerandi og sér- stök fyrr en nokkuð var liðið á þann tíunda. Eins er ekki ennþá alveg hægt að ná utan um hvað helst einkenndi tísku tíunda áratugarins, en sennilega verður ekki langt í það – eitthvað finnst manni silfurlitaðar úlpur, þröngir blúndukjólar og buffaló-skór segja um þetta tímabil... Fólk hefur gjarnan miklar meiningar um fyrirbærið tísku hvort sem það telur sig fylgja henni eða ekki. Lík- lega má skipta fólki í fjóra flokka þegar kemur að því að a) fylgjast með tísku og b) fylgja henni. 1. Tískuóvinir. Fólk sem hefur megnustu andúð á því sem ákveðið er hverju sinni að sé í tísku og leggur sig fram við að sneiða hjá öllum tískutrendum. Þetta fólk neyðist hins vegar til að fylgjast grannt með tískunni – það þarf að þekkja óvininn til að geta forðast hann. 2. Æðruleysingjar. Fólk sem er fullkomlega áhuga- laust (og þar af leiðandi gjörsamlega úti á þekju) þegar kemur að því sem er í tísku. Eðli málsins sam- kvæmt fylgir þetta fólk ekki tískunni, að minnsta kosti ekki viljandi. Hins vegar kemur það fyrir að það sem því finnst flott kemst í tísku og þá dettur það tímabundið inn sem tískufólk (án þess að gera sér endilega grein fyrir því), en dettur svo jafn- harðan út aftur. 3. Blandarar. Fólk sem veit hvað er í tísku en hefur jafnframt sjálfstæðan smekk og velur þau tískutrend sem samræmast eigin smekk en hafnar þeim sem gera það ekki. Tískufyrirbærunum er svo blandað saman við það sem þessu fólki finnst flott, burtséð frá tískunni, og þannig tekst því að mynda sinn eigin stíl – ,,eigin stíll“ hefur jafnframt verið mjög í tísku undanfarið. 4. Tískuvinir. Fólk sem gleypir tískuna hráa og skiptir þar af leiðandi um stíl nokkrum sinnum á ári. Þó að þeir sem tilheyra hin- um hópunum þremur kunni að líta þetta fólk hornauga má ekki gleyma því að fæstir komast í gegnum unglings- árin án þess að eiga ein- hverntímann viðkomu í þess- um hópi. En áður en við gleymum okkur alveg í sumartískunni (og sjáum okkur í anda í þunnum rómantískum kjól og 50’s-jakka yfir, með pönk- araól um úlnliðinn, bleikan varalit og ruglað hár) verður að huga að þeim þremur til fjórum mánuðum (sorrí) sem eftir eru af vetrinum. Þar er- um við Íslendingar reyndar afskaplega vel settir tísku- lega séð, því íslenska lopa- peysan er í bullandi tísku um þessar mundir. Nýjasta tölu- blað breska Vogue fjallar einmitt um ,,skandinavíska prjónapeysumynstrið“ sem er gasalega mikið inn núna. Vinsæl fjöldaframleiðslu- merki, eins og hið banda- ríska Banana Republic, eru með ýmsar útfærslur af nor- rænum mynstrum á peysum sínum, treflum og vett- lingum. Þá hefur vinkona mín sem er við nám í New York orðið vör við mikinn tískutengdan áhuga á hand- prjónuðu íslensku lopapeys- unni sem hún klæðist gjarn- an í vetrarkuldanum þar. Sama tölublað af Vogue greinir einnig frá því að það sé í tísku að vera ófrísk. Gengur blaðið meira að segja svo langt að segja að í raun sé ekki hægt að ná því að vera fullkomlega í tísku þessa árstíðina án þess að vera ófrísk. Nú skulum við vona að tískuvinirnir taki þetta trend ekki fullkomlega hátíðlega og eins að tísku- óvinirnir forðist það ekki al- gjörlega. Nema að það sé pælingin hjá Vogue (fjölgum tískuvinum – eyðum tísku- óvinum)… segið svo að tískuheimurinn sé grunnur. Nýjasta tíska Morgunblaðið/Jóra Birna Anna á sunnudegi bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.