Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 53 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 31. janúar og laugardaginn 1. febrúar í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Kári Knútsson lýtalæknir Hef flutt læknastofu mína í Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 563 1053. Sérgrein: Lýtalækningar og almennar skurðlækningar Hárgreiðslustofan mín Skipholti 70, sími 581 2581 Opið: Mán.-mið. frá kl. 9-17 Fimmtud. frá kl. 13-21 Föstud. frá kl. 9-8 Laugard. frá kl. 10-14 Hrefna Magnúsdóttir hárgreiðslu- og hársnyrtimeistari hefur tekið við rekstri Hárgreiðslustofunnar. Gamlir og nýjir viðskiptavinir velkomnir. Hef hafið störf á hárgreiðslustofunni Línu Lokkafínu Bæjarhrauni 8, HF (var áður á Space í Smáralind) Býð ég alla viðskiptavini velkomna á nýja staðinn. Arndís Ósk Steinarsdóttir Tímapantanir í síma 565 4424 Bowen tækni er áhrifarík en mild meðferð sem er góð við hvers- konar líkamlegum vandamálum. Nú kennd á Íslandi 9. til 12. febrúar 2003. Kennari Julian Baker, skólastjóri E.C.B.S. Nánari upplýsingar hjá Margeiri sími 897 7469, netfang: jmsig@simnet.is og á heimasíðu European College of Bowen Studies www.thebowentechnique.com Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 8. og 9. febrúar. Leið til losa um uppsafnaða streitu, létta á hjartanu og næra andann. Tími til að rækta garðinn sinn, taka til og endurnýja kraftana. Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151 Námskeið um meðvirkni febrúar-apríl Lítið sjálfsmat, sífellt að reyna að þóknast öðrum, depurð/þunglyndi, þú tjáir þig ekki opinskátt um hvað þér býr í brjósti og veist ekki hver þú ert eða hverju þú vilt ná fram. - Þetta eru nokkrar ásjónur meðvirkni. Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt: - læra að þekkja meðvirkni og hvernig hún vinnur spellvirki á lífi þínu. - lækna þig af meðvirkni. Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill, s. 861 3174. STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er traust og háttprútt og leggur áherslu á að tala vandað mál. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Allir hlutir þurfa sinn und- irbúning því flas er ekki til fagnaðar. Þú vekur mikla athygli hjá einhverjum í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þeir eru margir sem bíða í ofvæni eftir að þú segir skoðun þína á ákveðnu máli. Gakktu í þau af krafti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur verið lúsiðin/n að undanförnu svo nú er komið að því að þú njótir ávaxta erfiðis þíns og lyftir þér að- eins upp. Fáðu vinina í lið með þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leystu hvert mál skref fyr- ir skref, en alls ekki hespa þau af í einu vetfangi. Svar- aðu bréfum og skilaboðum strax. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur skuldbundið sjálfa/n þig til stórra hluta og ættir nú að segja stopp hvað þetta snertir. Vertu samt á verði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú stendur á tímamótum og ættir ekki að líta um öxl. Gefðu þér tíma til þess að finna fegurðina í kringum þig og njóta hennar sem best. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Oft er það svo að við sjáum ekki skóginn fyrir trjám. Þegar allt kemur til alls er það vináttan sem gefur þér mest allra hluta. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert í skapi til að láta ljós þitt skína en þarft þó ekki að ganga ekki fram af við- stöddum. Þá ertu maður að meiru og getur haldið ótrauð/ur áfram. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mál eru oft flóknari en virð- ist í fljótu bragði. Njóttu kvöldsins í góðra vina hópi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Mundu að þú ert ekki ein/n í heiminum og það á ekki síst við um vinnustað þinn. Komdu því skipulagi á líf þitt og nýttu tímann vel. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt breytingar séu oft til hins betra er óráðlegt að ráðast í breytingar aðeins breytinganna vegna. Skoð- aðu stöðuna vandlega áður en þú ákveður að breyta til. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leggið ykkar af mörkum til heimilishaldsins því annað er ekki sanngjarnt. Enda er það öllum fyrir bestu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA „ÞESSI þraut, sem er eftir Þjóðverjann Ulrich Auhag- en, er kannski ekki sú erf- iðasta, en dálítið er hún lúmsk,“ segir Þórður Sigfús- son í skýringum sínum á eft- irfarandi jólaþraut Brids- sambandsins: Norður ♠ KG9 ♥ D532 ♦ Á6 ♣KG107 Vestur Austur ♠ 2 ♠ 43 ♥ K8 ♥ G976 ♦ KG872 ♦ D109 ♣86532 ♣ÁD94 Suður ♠ ÁD108765 ♥ Á104 ♦ 543 ♣-- Suður spilar sex spaða og fær út lítið lauf. Hvernig á að tryggja tólf slagi? (Þeir sem vilja reyna við þrautina hjálparlaust ættu ekki að lesa lengra í bili.) Það er augljóslega hægt að byggja upp slag á lauf og þar má koma fyrir einum tígulhundi heima. Og með því að spila litlu hjarta að drottningu blinds og svína svo tíunni, er hægt að fría annað niðurkast fyrir tíg- ulinn. Sem sagt: Í fyrsta slag fer laufgosinn úr borðinu og drottning austurs er tromp- uð. Síðan er litlu hjarta spil- að að blindum. Ef vestur dúkkar mun drottningin eiga slaginn. Þá er hjartatíu hent í fríslaginn í laufi þegar hann er klár, tígulslagur gef- inn og tígull stunginn í borði. En drepi austur með hjarta- kóng, fara tveir tíglar niður í fríspilin í laufi og hjarta. Þetta hljómar vel, en eins og Þórður vék að, þá er spilið lúmskt. Það má EKKI setja hátt lauf úr borði í fyrsta slag, því austur getur þá fellt spilið með því að láta fjark- ann!! „Þá kemur niðurkastið of fljótt og nýtist ekki, þar sem spilið er ekki búið að fá á sig neina ákveðna mynd,“ segir Þórður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Í SÍÐASTA pistli var rætt nokkuð um hið danskættaða no. rest, sem enn heyrist í mæltu máli margra, en sést sennilega síður í ritmáli. Lesandi Mbl. segir mér, að sagt hafi verið við sig á þessum jólum: Gleðilega rest. Sjálfur vandist hann þessu orði, þar sem hann ólst upp norður á Siglu- firði fyrir miðja síðustu öld. Svo hafi menn líka óskað gleðilegra jóla allt fram á þrettánda. Er það auðvitað í samræmi við það, að þrettándinn er síð- asti jóladagur. Hinu verð- ur ekki heldur neitað, að menn óska gleðilegs árs, þegar nýtt ár er hafið. – Vissulega er no. rest ekki alveg nýtt í máli okkar. Í OH er dæmi um það allt frá 18. öld. „Restin átti að betalast í Rifsbúðum,“ stendur í gömlum annál. Restin lifir sem sé enn hjá okkur, en so. betalast mun víst ekki heyrast lengur. En við höfum úr mörgum góðum orðum að velja í stað restarinnar dönsku eða skandinavísku. Talað er um restir (restar) af e-u, þar sem leifar eða afgangur ættu að duga flestum. Þá held ég menn hljóti að finna mun á því að segja sem svo: Þetta fór að lokum (eða í lokin ) vel í stað hins danskættaða: Í restina fór allt vel. Orðið rest er hins vegar vel þekkt orð í mörgum málum og í ýms- um myndum, en bæti það ekki úr brýnni þörf í máli okkar, má það svo sem missa sig. Ég held menn geti verið mér sammála um það. Í OM (1963) kem- ur no. rest ekki fyrir, en í 2. útgáfu (1983) er það tekið upp og skýrt með orðunum afgangur, leif (ar), eftirstöðvar. Framan við er það merkt með ?, sem táknar að dómi rit- stjórans: „vont mál, orð eða merking sem forðast ber í íslensku“. Í 3. útg. (OE, 2002) er ? fellt niður, en skýring óbreytt. Í þess stað stendur: óforml., sem merkir „orðfæri sem eink- um er notað við óformleg- ar aðstæður vegna merk- ingar, félagslegra blæ- brigða eða uppruna“, hvernig sem ber að skilja þetta. Þannig koma nýir siðir með nýjum herrum. – J.A.J. Orðabókin Leifar – afgangur – lok – rest Ljóð ort í kirkjugarði Svo langt, sem augað lífið sér, er lífið myrkt og þungt. Nú sækja á hug minn synd og kvöl, er særðu hjartað ungt. Hve dýrt mér varð, er dauðans hönd þá dís í skyndi tók, er hrein og fögur heila sól úr harmi lífsins skóp. - - - Vilhjálmur frá Skáholti LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Dc2 Rxc3 8. Dxc3 h6 9. e3 Rd7 10. b4 Be7 11. Bb2 0-0 12. Hd1 a5 13. b5 Hc8 14. Db3 c6 15. bxc6 Bxc6 16. Bb5 Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíð- arinnar sem nú fer fram í Wijk aan Zee. Judit Polg- ar (2.700) hafði svart og sneri nú á Anatoly Karpov (2.688). 16. … Bb4+! 17. axb4 Bxb5 18. bxa5 Bc4 19. Da3 bxa5 20. Dd6? Þar sem frum- kvæðið er nú svarts hefur hvítur ekki tíma til að eyða tíma í drottning- arbrölt sem þetta. Eðli- legra var að leika 20. Rd2 með hug- myndinni f2- f3 og Ke1-f2. 20. … Bb5 21. d5?! Hc2 22. Hd2 Dc8 23. Da3 Hxd2 24. Kxd2 Rb6! 25. Dc3 Rc4+ 26. Kc2 e5 27. Kb1 Dg4 28. Hc1 Hb8 29. Hc2 f6 30. d6 Dxg2 31. Rd2 Dh1+ 32. Ka2 Rxd6 33. Dc5 Hc8 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.             BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst 2002 í Frí- kirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssynni þau Rakel Sif Guðmunds- dóttir og Karl Eyjólfur Karlsson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst 2002 í Kópavogskirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttir þau Berg- lind Björg Harðardóttir og Ásgeir Jón Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.