Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 36
FRÉTTIR
36 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Íbúðaleigan ehf. hefur til sölu
búseturétt á nýjum og fullbúnum eftirtöldum íbúðum:
Tvær 2ja herbergja íbúðir, stærð 67 fm, afhending strax og
tvær 3ja herbergja íbúðir, stærð 82 fm, afhending í mars ‘03
Um er að ræða 4 íbúðir sem eftir eru af 23 íbúðum.
Drekavogur 4
Íbúðaleigan ehf.
Skólavörðustíg 10, sími 860 3200
104 Reykjavík
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Til leigu þrjár skrifstofuhæðir á
2., 3. og 4. hæð við Skúlatún
miðsvæðis í Reykjavík. Um er að
ræða samtals 703 fm sem skipt-
ast í 151 fm á 2. hæð og 276 fm
á 3. og 4. hæð, hvor um sig. Eign
sem er í góðu ásigkomulagi.
Laust til afhendingar 1. mars nk.
Hagstæð leigukjör.
Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu.
Skúlatún
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Gunnar Borg
gsm 690 9988
Gunnar@remax.is
Kristinn Kjartansson
gsm 897 2338
Kristinn@remax.is
Heimilisfang: Eyrartröð
Stærð húss: 800 fm
Brunabótamat: 49 millj.
Yfirtaka lána: ca 14,5 millj.
Verð: 44 millj.
Vorum að fá í sölu ca 800 fm iðnaðar-
húsnæði á góðum stað í Hafnarfirði.
Húsnæðið skiptist í tvo stóra sali, einn
minni og rými þar sem loft hefur verið
tekið niður. Stórar innkeyrsludyr í annan
salinn, minni í hinn stóra salinn.
Lofthæð er frá 4,0 m til 5,0 m.
Húsnæðið er allt nýlega tekið í gegn að
utan og bárujárnsklætt. Mikil og stór
lóð í kringum húsið. Þarna er á ferðinni
mjög gott hús á frábæru verði.
Iðnaðarhúsnæði - Hafnarfjörður
Þóra Þrastardóttir gsm 822 2225
thora@remax.is
Heimilisfang: Glæsibær 8, Árbæ
Byggingarár: 1968
Stærð: 162,7 fm
Bílskúr 40 fm og 150 fm kj.
Fallegt 162,5 fm, 6 herbergja, einbýli,
ásamt 40 fm bílskúr og 150 fm kjallara
með sérinng. Fallegur garður. Forstofa
með flísum, gestasnyrting, sjónvarps-
hol. Hjónaherb. með parketi, fataherb.
innaf, eldhús með nýlegri fallegri inn-
réttingu, búr og góðum borðkrók/bað-
herbergi er endurnýjað, flísalagt í hólf
og gólf, hvít tæki, sturtuklefi og gluggi.
Arinn. Ca 150 fm kjallari með 2 m loft-
hæð, stór 3ja herbergja íbúð, tvö
svefnherb., stofa, eldhús, baðherbergi
og saunaklefi. Stór geymsla, mjög fal-
legur garður með gosbrunni og læk.
Opið hús í dag,
sunnudag, frá kl. 14-16
Opið hús í dag - GLÆSIBÆR 8
Erum með opin hús í eftirtöldum eignum við Grundarstíg 5
Opin hús í dag - Grundarstígur 5
Þríbýli og einbýli - báðar eignir lausar
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Grundarstígur 5, framhúsið
Heil húseign með 3 íbúðum. Skipt-
ist þannig að efri hæðin og risið
selst saman og neðri hæðin og
kjallarinn saman. Allt húsið er ný-
standsett, þ.e allar innréttingar,
gólfefni og öll tæki eru ný í öllum
þremur íbúðunum.
Efri hæðin og risið er ca 90 fm 4ra
herbergja íbúð sem skiptist í 3
svefnherb. og tvær stofur, eldhús,
bað o.fl. Tvennar svalir, úr baðher-
bergi neðri hæðar og út frá herb.
rissins. Verð aðeins 12,6 millj.
Neðri hæðin er 3ja herbergja íbúð sem skiptist í herbergi og tvær stofur,
en gæti nýst með eina stofu og tvö herbergi. Baðherbergi, eldhús og
þvottaaðstaða. Þessari íbúð fylgir sér 3ja herbergja mjög falleg íbúð í kjall-
ara með sérinngangi sem skiptist í forstofu, baðherbergi, tvær stofur og
eitt herbergi, eða tvö herbergi og ein stofa, vandað eldhús. Ótrúlegt verð
fyrir þessar tvær fullbúnu glæsilegu íbúðir eða aðeins 15,9 millj.
Grundarstígur 5 - einbýli
Lítið og sætt ca 61 fm einbýli á
baklóð með góðri aðkomu. Húsið
er allt nýstandsett, þ.e. allar lagn-
ir, innveggir, einangrun, lofta-
klæðning, gluggar, gler, allt ný-
málað o.fl. Skipting hússins er
þannig að niðri er stofa, eldhús,
eitt stórt herbergi og baðherbergi.
Nýr og fallegur hringstigi upp á
baðstofuloft sem er eitt óskipt
rými sem getur nýst í margt. Hentar vel pari eða einstaklingum. Húsið er
til afhendingar strax rúmlega tilbúið til innréttinga. Verð 12,8 millj. Sjón
sögu ríkari.
Sölumenn fasteign.is bjóða alla velkomna í dag á milli kl. 14 og 16
Gunnar Borg
gsm 690 9988
Gunnar@remax.is
Kristinn Kjartansson
gsm 897 2338
Kristinn@remax.is
Okkur félagana vantar fyrir trausta
kaupendur eftirfarandi eignir
• Einbýli á Seltjarnarnesi
• Einbýli á svæði 100-107
• Góða ca 150-180 fm sérhæð á svæði 101-107 og 105
• 2-3ja herb íbúðir á öllum svæðum höfuðborgarinar
Óskalistinn
ÁÆTLUÐ vinnuaflsþörf vegna fram-
kvæmda við álver Alcoa í Reyðarfirði,
Fjarðaál, að meðtalinni hafnargerð,
er um 2.300 ársverk. Mest verður um-
leikis sumarið 2006 en þá er talið að
allt að 1.500 manns muni starfa að
framkvæmdunum samtímis. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í fylgi-
skjölum með frumvarpi iðnaðarráð-
herra sem lagt hefur verið fram á Al-
þingi.
Lóðarframkvæmdir eiga að hefjast
haustið 2004 fyrir álverið og byggingu
hafnarinnar í landi Hrauns við Reyð-
arfjörð. Höfnin er reyndar kennd við
Mjóeyri við vestanvert iðnaðarsvæðið
á Hrauni. Markaðsskrifstofa iðnaðar-
ráðuneytisins og Landsvirkjunar,
sem byggir sitt mat m.a. á skýrslu
ráðgjafarþjónustunnar Nýsis hf. um
samfélags- og efnahagsleg áhrif ál-
versins, telur að draga muni úr vinnu-
aflsþörfinni veturinn 2006–2007 þar
til að framkvæmdum ljúki vorið 2007,
þegar rekstur álversins á að hefjast.
Reiknað er með að það taki sex mán-
uði að koma álverinu í fullan rekstur,
eða í október 2007. Stærð álversins er
sem kunnugt er 322 þúsund tonna
ársframleiðsla á áli og kostnaður við
framkvæmdina er áætlaður um 90
milljarðar króna, líkt og fram hefur
komið í Morgunblaðinu.
Í fylgiskjölunum kemur fram að
notast verði við innlent vinnuafl að
svo miklu leyti sem unnt er. Áætlun
um skiptingu vinnuafls við fram-
kvæmdirnar er þannig að 10% verði
heimamenn og því 90% aðflutt með
einum eða öðrum hætti. Þar af er
reiknað með að þriðjungur aðflutts
vinnuafls komi erlendis frá, 45% verði
innlendir starfsmenn sem dvelji í
vinnubúðum en fari heim til sín í frí-
um og 15% vinnuafls verði starfs-
menn sem flytji tímabundið til Aust-
urlands með fjölskyldur sínar meðan
á framkvæmdum standi.
Þegar álverið tekur svo til starfa
árið 2007 er áætlað að 420 starfsmenn
verði ráðnir í fullt starf. Auk þess
megi reikna með um 35 ársverkum til
viðbótar vegna sumar- og veikindaaf-
leysinga. Alls þurfi því 455 ársverk til
að reka álverið. Skipting á menntun
starfsmanna er þannig að yfir 300
manns verði starfsmenn með iðnnám
eða framhaldsskólanám, sérsniðið að
álvinnslu, 50–60 starfsmenn verði
með sérstaka tæknimenntun, 25–30
verði ófaglærðir starfsmenn og án
sérstakrar menntunar, 20–25 manns
verði með tæknimenntun á háskóla-
stigi eða sambærilegt nám og 10–20
starfsmenn álversins verði með aka-
demíska háskólamenntun. Búist er
við að um helmingur þessara 420
starfa verði dagvinnustörf en hinn
helmingurinn unninn á vöktum.
Vinnuaflsþörf vegna byggingar álvers og hafnar í Reyðarfirði
1.500 manns þegar mest
lætur sumarið 2006
!
" #$
% &'
(
(
!
"#$%
&&$'
(
")$*
"' )'
Í FYRRA skiptu 1.817 einstaklingar
eða 0,6% landsmanna um trúfélag á
móti um 0,7% árin 2000 og 2001 að því
er kemur fram í tilkynningu Hagstof-
unnar. Söfnuður Kaþólsku kirkjunn-
ar hefur stækkað mikið á undanförn-
um árum: árið 1996 voru skráð 2.725
manns í Kaþólsku kirkjuna en þeir er
nú tvöfalt fleiri eða 5.200. Liðlega
6.700 manns eða 2,7% voru skráð utan
trúfélaga í lok desember í fyrra.
Alls skráðu 882 einstaklingar sig úr
þjóðkirkjunni í fyrra eða 0,3% þeirra
sem voru skráðir í hana í lok ársins
2001. Af þeim kusu 188 að vera utan
trúfélaga, 221 lét skrá sig í Fríkirkj-
una í Reykjavík, 149 í Fríkirkjuna í
Hafnarfirði og 99 í Óháða söfnuðinn.
Úrsögnum úr þjóðkirkjunni hefur
fækkað nokkuð frá því sem verið hef-
ur á síðustu þremur árum. Árið 2001
létu 990 skrá sig úr þjóðkirkjunni,
1.115 árið 2000 og 1.076 árið 1999. Á
móti 882 brottskráðum úr þjóðkirkj-
unni voru 196 skráðir í þjóðkirkjuna
árið 2002.
Fjölgun
í Kaþólsku
kirkjunni
Í VIÐTALI við Þóri Stephensen á
bls. 8 í blaðinu í gær misritaðist nafn
Fornleifaverndar ríkisins og var hún
kölluð fornleifanefnd. Þetta leiðrétt-
ist hér með.
LEIÐRÉTT