Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölmargir hafa leitað eftir aðstoð vegna fátæktar, t.d. hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og félagsþjónustu
sveitarfélaga. Myndin sýnir matarmiða Mæðrastyrksnefndar fyrir einstæða móður með fjögur börn.
Þetta veldur því að mjög lágt hlutfall
af barnafólki hefur fullar barnabætur
og skýrir að hluta til bága fjárhags-
lega stöðu þeirra.“ Segir hún þetta
koma skýrt fram í niðurstöðum út-
reikninga sem Þjóðhagsstofnun gerði
sérstaklega fyrir rannsókn hennar og
var miðað við álagningu 2001, vegna
tekna árið 2000. Samkvæmt því fengu
aðeins 11,4% einstæðra foreldra
óskertar barnabætur og 3,3% hjóna
og sambúðarfólks. „Ástæðan liggur
fyrst og fremst í þessum lágu skerð-
ingarmörkum og miðað við þessar
tölur er greinilegt að börn og barna-
fólk njóta ekki stuðnings barnabóta-
kerfisins. Jafnvel þótt viðmiðunin
væri hækkuð í 150 þúsund krónur á
mánuði fengju 65,5% einstæðra for-
eldra óskertar barnabætur. Það verð-
ur að teljast óraunhæft að byrjað sé
að skerða barnabæturnar við svo lág-
ar tekjur sem raun ber vitni og eru
varla fyrir nema húsaleigu,“ segir
Harpa.
Vísbendingar um að
fátækt sé að aukast
Ýmislegt bendir til að fátækt hafi
eitthvað verið að aukast. Meðal ann-
ars hefur bilið á milli kjara lífeyris-
þega, sem reiða sig á alfarið á al-
mannatryggingar og tekna á
vinnumarkaði verið að aukist eins og
Stefán Ólafsson bendir á. „Þetta þýð-
ir að líkurnar á því að lífeyrisþegar,
hvort sem það eru ellilífeyrisþegar,
öryrkjar eða atvinnulausir, séu undir
fátæktarmörkum hafa aukist.“
Hjálparstofnanir segja samband á
milli atvinnuleysis og fleiri beiðna um
aðstoð en atvinnuleysi hefur verið að
aukast undanfarin tvö ár samkvæmt
tölum Vinnumálastofnunar. Sé horft
fram á veginn og skoðað hvað er lík-
legt að gerist á næstunni þá eru blik-
ur á lofti um aukingu atvinnuleysis í
bráð að minnsta kosti. Gera má ráð
fyrir að úr því dragi ef af Kára-
hnjúkavirkjun verður með vorinu.
Stefán segir atvinnuleysi koma
verr við okkur en margar nágranna-
þjóðir sem við berum okkur saman
við. „Það hefur verið eitt meginein-
kenni á íslenskum vinnumarkaði á
síðustu fimmtíu árum að fólk hefur
getað bjargað sér af eigin rammleik
út úr skammtímavandræðum með
aukinni vinnu. Þetta hefur legið í því
að hér hefur verið mikil umframeft-
irspurn eftir vinnuafli og mjög lágt
atvinnuleysistig þrátt fyrir að at-
vinnuþátttaka hafi verið með því
mesta sem þekkist í heiminum. Þann-
ig hefur Ísland verið meira vinnu-
þjóðfélag en mörg önnur þjóðfélög og
um leið meira sjálfsbjargarþjóðfélag.
Má segja að þessi möguleiki til vinnu
hafi komið í staðinn fyrir oft á tíðum
fremur lélegt velferðarkerfi. Þetta
þýðir í reynd að íslenskt þjóðfélag er
viðkvæmt fyrir atvinnuleysi. Um leið
og þrengir á vinnumarkaði er
velferðarkerfið vanbúið að ráða við
það.“
Mun fleiri sækja um aðstoð
Félagsþjónustan í Reykjavík hefur
orðið vör við talsverða fjölgun þeirra
sem sækja um aðstoð hjá stofnuninni
og gefur það vísbendingu um að fá-
tækt sé að aukast. Á síðasta ári fjölg-
aði um 20% þeim sem fá fjárhagsað-
stoð hjá stofnuninni. Á árinu 2001
voru notendur fjárhagsaðstoðar 2.980
en 3.579 árið 2002. Alls var varið 942
milljónum króna í fjárhagsaðstoð árið
2002,. Er það 41% aukning útgjalda
frá árinu 2001. „Ástæðan fyrir að
aukning útgjalda er svo miklu meiri
hlutfallslega en fjöldi þeirra sem
aðstoðina fær segir okkur að fólk fær
hærri upphæðir sem gefur til kynna
að hver fjölskylda eða einstaklingur
er að glíma við meiri skuldavanda og
hefur ekki aðrar tekjur,“ segir Lára
Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavíkurborgar. „Þeir sem geta
sótt um aðstoð hjá okkur mega ekki
hafa tekjur yfir 67 þúsund krónum á
mánuði.“
Matur, ráðgjöf og lyf greidd
Fleiri hafa líka verið að sækja til
kirkjunnar um aðstoð að undanförnu,
að sögn Vilborgar Oddsdóttur, fé-
lagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkj-
unnar. „Við höfum verið að finna það
allt síðastliðið ár að það hefur verið að
aukast að fólk sæki um aðstoð til okk-
ar en við veitum fyrst og fremst mat-
araðstoð og ráðgjöf. Í einstaka tilvik-
um erum við að greiða lyf fyrir fólk og
einstaka reikninga. Í nóvember síð-
astliðnum varð um 20% aukning frá í
nóvember árið áður. Þeim sem voru
að sækja um í fyrsta skipti fjölgaði
mikið en þeir voru 20% af umsækj-
endum og sama var að segja um des-
embermánuð. Í desember árið 2001
voru umsóknirnar 860 en voru í fyrra
1.135, fjölgunin hefur því verið um
30%. Stærsti einstaki hópurinn sem
leitar til okkar er öryrkjar. Auk
þeirra eru einstaklingar, einstæðar
mæður, hjónafólk og atvinnulausir.
Til okkar koma líka útivinnandi ein-
stæðar mæður á lágum launum, lág-
launað fjölskyldufólk með mörg börn
á framfæri og ellilífeyrisþegar, en það
eru fleiri úr síðastnefnda hópnum
sem koma til okkar um jólin. Við
sjáum líka að á litlum stöðum úti á
landi þar sem er atvinnuleysi koma
umsóknir sem við höfum ekki fengið
áður. Mest virðist þörfin þó vera á
höfuðborgarsvæðinu.
Ástæðan fyrir aukningunni er
margþætt. Má nefna aukið atvinnu-
leysi, bætur Félagsþjónustunnar eru
lágar, lægstu launin eru of lág. Til við-
bótar má nefna matvælaverð er hátt
og afborganir af lánum hafa aukist.“
60% af tekjunum fara í leigu
Vilborg segir lágtekjufólk oft
dæmt til að vera á leigumarkaði og er
það að borga um 60% af tekjum sín-
um í leigu á mánuði að frádregnum
húsaleigubótum. „Lánskjör til húsa-
kaupa hafa verið að batna að undan-
förnu og kemur það þeim til góða sem
ætla að kaupa sér íbúð. Það er þó
óbrúanlegur vandi fyrir lágtekjufólk
sem ætlar að kaupa sér húsnæði að
eiga eigið fé sem aldrei má vera
minna en 10% af verði íbúðar. Auk
þess sem það er mjög erfitt fyrir
þetta fólk að fá einhvern til að skrifa
upp á lán fyrir sig. Þá má nefna að
það er dýrara að taka þátt í samfélag-
inu því nú eru gerðar meiri kröfur um
lífsgæði og þátttöku í ýmiss konar
tómstundastarfi. Á þetta sérstaklega
við um barnafjölskyldur.
Það kemur fram í máli Vilborgar
að það koma tæplega tvö þúsund ein-
staklingar á ári til Hjálparstarfsins
og má margfalda þá tölu með rúm-
lega tveimur til að fá heildarfjöldann
sem nýtur aðstoðarinnar. „Meðal
þeirra sem sækja um aðstoð hjá okk-
ur eru þeir sem eiga ekki fyrir lyfjum.
Læknarnir vísa þessu fólki nánast til
okkar, til að það geti leyst út lyfseðla.
Þetta eru oft lífsnauðsynleg lyf.
Margir í þessum hópi eru á atvinnu-
leysisbótum en þeir hafa minna á
milli handanna en þeir sem fá örorku-
bætur því þeir þurfa að borga sín lyf
sjálfir og fá engin afsláttarkort eins
og öryrkjarnir. Þessi hópur er því að
mörgu leyti verr settur en þeir síðast-
nefndu. Þeir fá lægri framfærslu og
engan afslátt á lyfjum. Þetta geta
verið geðlyf eða önnur lyf. Það hefur
aukist að þessi hópur leiti til okkar
um aðstoð.“
Börnin verða verst úti
Fjölgun þeirra sem búa við kröpp
kjör má líka merkja af fjölda þeirra
sem leita eftir aðstoð hjá Mæðra-
styrksnefnd. Að sögn Ásgerðar Jónu
Flosadóttur, formanns Mæðra-
styrksnefndar, byrjaði skjólstæðing-
um nefndarinnar að fjölga haustið
2001. „Þörfin lýsir sér helst í því að á
hverjum miðvikudegi þegar nefndin
úthlutar mjólkurvörum og brauði þá
er biðröð fyrir utan hjá okkur og bíð-
ur fólk allt upp í tvo klukkutíma eftir
að fá þessar nauðsynjar,“ segir hún.
„Hér um að ræða 90 fjölskyldur.
Þetta eru fyrst og fremst einstæðar
mæður, sem hafa litla sem enga
menntun og hafa eignast börn mjög
ungar. Sumar þeirra vinna utan
heimilis en hafa lágar tekjur en aðrar
eru atvinnulausar.
Það hefur vakið athygli mína að svo
virðist sem geðröskun hjá ungum
konum sem búa við fátækt sé að
aukast. Óhætt er að fullyrða að konur
sem búa við langvarandi fátækt fá
kvíðaköst og jafnvel þunglyndi. Þær
hætta að vinna af þessum orsökum og
enda sumar sem öryrkjar sem þurfa
að neyta geðlyfja. Ég tel að það þurfi
að endurgreina konur sem hafa verið
greindar sem öryrkjar vegna geð-
raskana. Mér hefur virst að margar
af þessum konum sem greindar hafa
verið öryrkjar og eru að koma til okk-
ar séu búnar að ná jafnvægi í lífi sínu
og ættu að geta tekist á við almenna
vinnu. Það þyrfti að hjálpa þessum
konum til að komast út í atvinnulífið á
ný.
Til okkar koma einnig lágtekjufjöl-
skyldur, fólk sem nær ekki endum
saman. Sumt af þessu fólki á við veik-
indi að stríða og á ekki peninga til að
leysa út lyfin sín eða á ekki fyrir tann-
læknaþjónustu.“
„Í desember komu til okkar 1.150
fjölskyldur sem þýðir að einstakling-
arnir sem fengu aðstoð hafa verið vel
á fjórða þúsund. Um 80% af þessu
fólki má segja að séu í fátæktargildru
því það kemur til okkar ár eftir ár en
um 20% koma ef til vill til okkar í eitt
ár og svo ekki meira. Flestir segjast
leigja íbúð. Innan við eitt prósent af
þeim á sína eigin íbúð og er að berjast
við að halda henni.
Börn þessa fólks verða verst úti.
Þau fara á mis við flest sem önnur
börn geta leyft sér eins og að stunda
ýmsa tómstundaiðju.“
Fátækt getur leitt til útilokunar
Stefán Ólafsson segir frá því að
þegar hann og Karl Sigurðsson hófu
rannsóknir á fátækt út frá tekjuskipt-
ingunni, um miðjan tíunda áratuginn
þá urðu þeir mjög varir við að sumum
hér líkaði illa við að verið væri að tala
um fátækt á Íslandi. Það ætti meira
erindi í umræðu um lífskjör í þriðja
heiminum, í Afríku, Indlandi og Kína
en ekki í hinu ríka Íslandi. „Virtist
sem menn hefðu ekki trúað að fátækt
væri raunveruleg hér á landi heldur
væri þetta einstaklingsvandi fólks
sem ætti í vandræðum með sjálft sig,“
segir Stefán. „Þegar fólk fer að átta
sig á hvernig lífskjörum er háttað í
þessum nútímalegu og ríku þjóð-
félögum kemur annað í ljós. Það sem
einkennir þessi þjóðfélög meðal ann-
ars er að flestir þættir lífsháttanna
eru verðlagðir. Hvort sem það er
þátttaka barna í æskulýðs- og
íþróttastarfi, tómstundir, tónlistar-
nám eða annað sem er til hliðar við
skólann og þjóðfélagið telur að sé
æskilegt að börn taki þátt í. Aðgang-
ur að lífsgæðum og tækifærum er
alltaf í gegnum þessa aðgöngumiða
sem kaupmátturinn veitir. Það þýðir í
þessum ríku markaðsþjóðfélögum að
þeir sem ekki hafa lágmarkskaup-
mátt hafa ekki aðgang að venjulegu
lífi og leiðast út í útilokun og einangr-
un. Þetta er alvarlegast fyrir börnin.
Þau búa þá við skert tækifæri á að
þroskast og blómstra og nota sína
getu og rækta hana.
Stefán bendir á að fátækt getur
aukið líkur á að börn lendi í vanda-
málum sem skapar kostnað fyrir
þjóðfélagið á síðari stigum. Þannig
geti það verið spurning um félagslega
fjárfestingu að draga úr fátækt og
örva þátttöku allra þjóðfélagsþegn-
anna í virkni þjóðfélagsins.
Ágætar tekjur en skuldirnar miklar
En hvað þarf að gera til að sporna
við aukinni fátækt? Þeir sem við
ræddum við voru sammála um að efla
þyrfti rannsóknir hér á landi á eðli,
umfangi og ástæðum fátæktar.
„Brýnast er að hækka lág-
markslaun, þar með myndu bætur al-
mannatrygginga fyrir öryrkja og
ellilífeyrisþega hækka, segir Lára
Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavíkurborgar. Ef fólk sem er í
launaðri vinnu getur ekki séð sér far-
boða þá er eitthvað að í þjóðfélaginu.
Þá má líka benda á að ef sú þróun
heldur áfram að samfélagsleg þjón-
usta fyrir börn í grunnskóla heldur
áfram að hækka þá fjölgar þeim sem
þurfa aðstoð frá opinbera kerfinu. Á
Norðurlöndunum er það þannig að
barnabæturnar eru til að ala önn fyrir
barninu. En hér er það þannig að ef
fjölskyldur fá aðstoð frá Félagsþjón-
ustunni þá eru barnabæturnar skert-
ar til samræmis við það, þessu þarf að
breyta.“
„Stjórnvöld þurfa að setjast niður
og skilgreina hvað er lágmarksfram-
færsla og hvaða hópar eru undir fá-
tæktarmörkum og hver fjöldi þeirra
er,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar. „Skattleys-
ismörk þyrftu að hækka og húsnæð-
ismarkaðurinn þyrfti að breytast
þannig að fólk þurfi ekki að leigja á
uppsprengdu verði. Þá þarf að hækka
framfærsluna frá Félagsþjónustunni
og hækka lægstu launin. Það þarf líka
að finna leið til að hækka launin hjá
þeim lægst launuðu án þess að öll
skriðan fari af stað.
Þetta er víðtækur vandi og tekju-
hliðin er einungis hluti vandans hjá
mörgum. Of mikil útgjöld og/eða
skuldabyrði er vandi sem fjölmargar
fjölskyldur glíma við. Fólkið stendur í
skilum en á ekkert eftir. Það má því
ekkert út af bregða hjá þessu fólki, þá
er það komið í verulegan fjárhags-
vanda.“
Stefán Ólafsson bendir á að mark-
miðið með almannatryggingakerfinu
eins og það er skilgreint hér í lögum
sé að draga úr fátækt og jafna lífskjör
með því að bæta hag þeirra sem ekki
geta til fulls bjargað sér á vinnumark-
aði hverju sinni. „Á vettvangi al-
mannatrygginga liggja megin áhrifa-
tækin til að draga úr og fyrirbyggja
fátækt. Það er því spurning um að
hækka lífeyri þeirra sem stóla alfarið
á almannatryggingar og hafa ekki
aðrar umtalsverðar tekjur, hvort sem
það eru tekjur úr almennu lífeyris-
sjóðunum, á vinnumarkaði eða eigna-
tekjur. Þetta er meginleiðin sem
þjóðir hafa farið og hefur skýrt
minnkandi fátækt í Skandinavíu en
þar er fátækt ein sú minnsta í heim-
inum.“
Mótsagnakenndar
aðgerðir stjórnvalda
Stefán er spurður að því hvort
hann telji að öryggisnet velferðar-
kerfsins hér á landi sé brostið?
„Það má segja að það hafi látið á
sjá. Þá einkum vegna þess að lífeyr-
isgreiðslurnar hafa ekki haldið í við
þróun á vinnumarkaði. Því til viðbót-
ar er svo aukin skattlagning á lífeyr-
istekjur sem ekki var áður. Það er
vaxandi einkenni á velferðarkerfinu
að stjórnvöld bæta í það á eina hliðina
en taka það út á hina. Þetta á við um
barnabæturnar. Það er verið að auka
þær en svo eru viðmiðunarmörkin í
þeim höfð svo lág að fáir njóta þeirra.
Þá fylgja þessi tekjuskerðingarmörk
ekki endilega verðlagsþróun á milli
ára. Stjórnvöld skertu líka barnabæt-
urnar stórlega um miðjan tíunda ára-
tuginn og eru nú að koma með þær að
hluta til baka en þó ekki til fulls. Þetta
á einnig við um hækkun á lífeyri sem
kom út úr samningum ríkisstjórnar-
innar og samtaka eldri borgara fyrir
skömmu. Þar eru nokkrar hækkanir
á lífeyri frá almannatryggingum en
síðan er skattlagningin á lífeyri að
klípa af þeirri hækkun þannig að
kjarabæturnar sem í þessu felast eru
stórskertar. Það er mótsagnakennd
starfsemi af hálfu ríksins að gera
þetta með þessum hætti og dálítið
furðuleg. Menn spyrja sig hvað rík-
isstjórninni gangi til. Svona mót-
sagnakenndar aðgerðir er að finna á
ýmsum sviðum í velferðarkerfinu,
þar sem eitt rekst á annars horn.
Þetta finnst mér miður og rýrir
möguleika kerfisins á að ná markmið-
um sínum.“
– Talað hefur verið um að ójöfn-
uður fari vaxandi í heiminum og það
eigi líka við hér á landi. „Þegar skoð-
uð eru gögn um tekjuskiptingu í öðr-
um löndum sjáum við að víðast hvar á
Vesturlöndum er ójöfnuður í tekju-
skiptingu innan landa að aukast og
hefur það verið að gerast á undan-
förnum tíu til tuttugu árum,“ segir
Stefán Ólafsson. „Í Bandaríkjunum
og Bretlandi er þetta mjög afgerandi
þróun. Þar er þetta tengt auknum
áhrifum markaðsháttanna sem tengj-
ast alþjóðavæðingu og upplýsinga-
tæknibyltingunni. Gríðarlegur mun-
ur er á launum forstjóra og
verkafólks í Bandaríkjunum og hefur
hann margfaldast á síðasta áratug.
Launamismunurinn er misjafn eftir
löndum í Evrópu. Þar sem velferð-
arkerfið er að öðru jöfnu öflugra eru
þessi áhrif ekki eins mikil eins og til
dæmis í Skandinavíu. Menn eru ráð-
villtir gagnvart þessari þróun sem
hefur verið mjög hröð. Hér gætir líka
þeirrar tilhneigingar að tekjuskipting
sé að verða ójafnari. Þá er enn mik-
ilvægara að stjórnvöld beiti opinbera
velferðarkefinu markvisst til að bæta
hag þeirra verst settu.“
„Einstaklingar sem lifa í jafnríku þjóðfélagi og okkar ættu
ekki að þurfa að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum. Það á
að vera hið opinbera sem tryggir ákveðna lágmarksupphæð
sem á að duga til framfærslu.“
Lengi vel hefur umræða um fátækt verið hálfgert feimnismál
hér á landi og fólk hefur ekki viljað viðurkenna að hér væri
til fátækt að einhverju marki.
he@mbl.is