Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
3
7
6
Fyrsta heimilið
www.bi.is
ARINSMÍÐI
Reynsla og þekking
ÁKAST ehf., s: 898 3476
RÍKISHÁSKÓLI Kaliforníu í Dom-
inguez Hills mun samkvæmt samn-
ingi við stoðtækjafyrirtækið Össur
hf. flytja stuðnings- og stoðtækja-
námsbraut sína til höfuðstöðva fyr-
irtækisins í Norður-Ameríku. Höf-
uðstöðvarnar eru í Aliso Viejo,
Kaliforníu.
Samkvæmt samningnum mun
Össur láta í té húsnæði fyrir náms-
brautina endurgjaldslaust í fimm ár
í nýbyggðu skóla- og rannsóknar-
stofuhúsnæði á athafnasvæði fyr-
irtækisins. Af námsbrautinni út-
skrifast stoðtækjafræðingar og gert
er ráð fyrir að kennsla í fyrstu nám-
skeiðunum sem haldin verða í höf-
uðstöðvum Össurar í Bandaríkj-
unum hefjist í ágúst á þessu ári.
Í háskólanum höfðu verið uppi
hugmyndir um að leggja niður
námsbrautina en sú ákvörðun var
endurskoðuð eftir umræður við Öss-
ur, samkvæmt upplýsingum frá fyr-
irtækinu. Aðstaðan hjá Össuri mun
gera skólanum kleift að bjóða upp á
nýtt fjögurra ára nám, þar sem nem-
endur ljúka fyrst þriggja ára al-
mennu námi í skólanum og síðan
einu ári við þjálfun á sviði stoðtækja-
fræða í höfuðstöðvum Össurar.
Á alþjóðlegri ráðstefnu fyrirtæk-
isins í fyrra var hleypt af stokkunum
námsgagnaáætlun fyrir stoðtækni-
nemendur og stofnað til tengsla við
frumkvöðla í háskólum á þessu sviði.
Össur hýsir háskólanám
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU hefur
borist töluverður fjöldi ábendinga frá nem-
endum varðandi samræmd stúdentspróf
sem lögð verða fyrir í fyrsta sinn í janúar á
næsta ári. Guðmundur Árnason ráðuneyt-
isstjóri segir margar ábendingarnar rétt-
mætar en aðrar byggðar á misskilningi.
Nánari upplýsingar og svör við fyrirspurn-
um um framkvæmd prófanna eru nú komin
á vef ráðuneytisins. Guðmundur segir í at-
hugun að gera vissar breytingar á reglu-
gerðinni um prófin til að taka af allan vafa
um þau atriði sem orka tvímælis.
Meðal annars sé í athugun að nemendur
sem útskrifast á árinu 2004 verði undan-
þegnir skyldu til að taka samræmt próf í ís-
lensku. Að sögn Guðmundar er einnig verið
að íhuga að fella ákvæðið um lágmarksein-
kunn á brott.
Breytingar
í athugun
Í athugun/4
Samræmd stúdentspróf
FULLTRÚAR þriggja ráðuneyta hafa að
undanförnu átt óformlegar viðræður um
fátækt á Íslandi. Er markmiðið að skil-
greina þann vanda sem við er að etja og
finna leiðir til úrbóta.
Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavíkurborgar, segir þá sárafátæka
sem þurfa að lifa á lágum bótum eða lág-
um launum en 15% þeirra sem koma til Fé-
lagsþjónustunnar er lágtekjufólk. „Það er
sláandi að fólk í launaðri vinnu skuli þurfa
að koma til okkar til að fá fjárhags-
aðstoð,“ segir hún.
Meðal vísbendinga um að fátækt fari
hér vaxandi er að Félagsþjónustan í
Reykjavík hefur orðið vör við talsverða
aukningu þeirra sem sækja um aðstoð hjá
stofnuninni. Á síðasta ári varð 20% aukn-
ing þeirra sem fá fjárhagsaðstoð en not-
endur fjárhagsaðstoðarinnar voru 2.980
árið 2001 en 3.579 á síðasta ári.
Ráðuneyti
skoða fátækt
Brestir í velferðarkerfinu/16–18
HORFUR á sölu loðnuhrogna til
Japans eru nú betri en undanfarin
ár og líkur á nokkurri aukningu að
mati Teits Gylfasonar hjá SÍF.
Hann telur á hinn bóginn mikla
óvissu ríkja um mögulega sölu á
frystri loðnu til Japans, en útflutn-
ingur á henni hefur verið lítill und-
anfarin ár. Ekki hefur verið samið
við Japani um kaup á loðnu og
loðnuhrognum.
Frysting á loðnu og loðnuhrogn-
um skilar miklum verðmætum, mun
meiru en ef loðnan er unnin í mjöl
og lýsi. Þannig skilaði útflutningur á
tæplega 5.500 tonnum af loðnu-
hrognum um 650 milljónum króna
árið 2000.
Aðrir markaðir taka meira
Teitur segir að undanfarin ár hafi
verið viðvarandi offramboð á loðnu-
hrognum. Það stafi meðal annars af
því að skipin séu orðin svo stór og
öflug að þau geti verið að veiðum í
nánast öllum veðrum. Því hafi bræl-
urnar ekki sett sama strikið í reikn-
inginn og áður. Þrátt fyrir þetta of-
framboð sé markaðurinn í Japan nú
í jafnvægi, en hann taki við um 3.500
tonnum árlega.
Það sem geti hins vegar bætt
stöðuna sé að verið sé að vinna að
aukinni sölu inn á aðra markaði,
eins og í Evrópu og Bandaríkjun-
um. Gangi það eftir vonist menn til
að eftir tvö ár eða svo verði komið á
jafnvægi milli framboðs og eftir-
spurnar. Það leiði kannski ekki til
beinna verðhækkana, fremur stöð-
ugra verðs og að framleiðendur
þurfi ekki að selja hrognin á mark-
aði, sem borgi lágt verð.
„Eins og staðan er nú vonast ég
eftir aukningu bæði í Japan og á
hinum mörkuðunum, þannig að
heildarsalan geti orðið allt að 5.000
tonn á árinu. Þess ber þó að geta að
vertíðin er í marz og enn á eftir að
semja um verð og magn,“ segir
Teitur.
Staðan í heilfrystri loðnu er allt
önnur. Norðmenn „eiga“ markað-
inn og Íslendingar fljóta með.
„Norðmenn eru með stærri og betri
loðnu úr Barentshafinu. Þeir eru nú
að bjóða 20.000 til 25.000 tonn á ver-
tíðinni, en markaðurinn í Japan tek-
ur við 25.000 til 30.000 tonnum á ári.
Birgðir í Japan eru nú eðlilegar, en
Norðmenn hafa verið að selja á
heldur hærra verði en Japanir
vildu,“ segir Teitur.
Hann bendir einnig á að loðnu-
kvóti Norðmanna hafi verið skorinn
niður um helming á þessu ári og
veiðar þeirra ganga mjög vel nú.
Þeir hafi tekið þriðjung kvótans á
fyrstu vikunni og svo kunni að fara
að þeir klári hann áður en frysting
fyrir Japan geti hafizt, þegar
hrognafylling í loðnunni verði næg.
Þeim væri þá í lófa lagið að sækja
um sérstakan kvóta upp á 50.000
tonn til manneldis til stjórnvalda og
myndu líklega fá hann.
Þrjú skip munu frysta loðnu
„Allt þetta hefur áhrif á gang
mála hjá okkur og fleira til. Síðustu
árin höfum við verið að selja Jap-
önum 2.500 til 3.000 tonn á ári. Verð
á loðnunni hefur verið svo lágt að
ekki hefur verið eftirsóknarvert að
frysta og aðeins þeir sem hafa getað
framleitt mög ódýrt hafa séð sér
fært að frysta. Fyrir vikið hefur
nær öll fryst loðna komið frá Vest-
mannaeyjum. Á árunum 1994 til
1996 var hins vegar fryst mjög mik-
ið, 20.000 tonn árin ’94 og ’95 en
36.000 tonn árið ’96. Þetta var algjör
gullgröftur þá, en ’97 og ’98 smækk-
aði loðnan og ’99 komu Norðmenn
inn og þá var ævintýrið úti.
Ég á að öllu óbreyttu því ekki von
á teljandi aukningu í loðnufrystingu
fyrir Japansmarkað á þessu ári
nema veður verði hagstætt, loðnan
stór og átulaus. Gert er ráð fyrir að
fryst verði í Vestmannaeyjum, á
Höfn og af þremur skipum, Hákoni,
Hugin og Vilhelm Þorsteinssyni,“
segir Teitur Gylfason.
Horfir betur með sölu
loðnuhrogna til Japans
Nokkur óvissa ríkir um sölu á
heilfrystri loðnu og verðið er lágt
!
"
#
!
%
&
'
!
"
%
& '
!
!
() !'(!
! )
!()
!'(
♦ ♦ ♦
MANUEL Arjona, hamskeri í
Reykjavík, stoppaði upp hreintarf
í heilu lagi á dögunum. Tarfinn
veiddi Manuel sjálfur við Fitja-
hnjúk á Vesturöræfum síðasta
haust. Manuel starfar alfarið við
hamskurð og stoppar upp öll dýr,
fugla og fiska. Einnig starfar hjá
honum á vinnustofunni tengda-
sonur hans, Ingólfur Jóhannes-
son. Manuel segir að eftirspurn
eftir uppstoppun sé jöfn og alltaf
nóg að gera í faginu. Mikil eft-
irspurn er eftir að stoppa upp
fiska og fugla og alltaf er að
aukast að fólk láti stoppa upp
hreindýrshausa.
Manuel hefur einnig til sölu ein-
staka gripi svo sem fugla, refi og
jafnvel hreindýrshausa. Tarfur-
inn sem Manuel er nýbúinn að
stoppa upp hefur verið seldur til
Bandaríkjanna.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Ingólfur Jóhannesson og Manuel Arjona við hreintarfinn sem þeir hafa nýlokið við að stoppa upp.
Stoppar
upp
hreindýr
♦ ♦ ♦
FREYSTEINN Bjarnason, útgerðarstjóri
hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, segir
að loðnuveiðin gangi vel og hljóðið í sjó-
mönnunum sé gott. Aðeins hefur dregið úr
veiði undanfarna daga vegna veðurs.
Flestir bátarnir eru að veiðum um 100
sjómílur austur af landinu. Freysteinn segir
minna hlutfall vera af fjögurra ára loðnu í
köstunum en oft áður. Það geti þó breyst á
næstu dögum. Uppistaðan er þriggja ára
loðna.
Freysteinn segir að eitthvað af loðnunni
verði fryst en þó fari meirihlutinn í bræðslu
þar sem nokkur áta sé í henni.
Góð veiði
þegar gefur