Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 46
MINNINGAR
46 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hin langa þraut er
liðin,
nú loksins hlauztu
friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem.)
Elsku frænka mín Aðalheiður
Þóroddsdóttir kvaddi þennan heim
hinn 20. desember á sólfögrum
degi, rétt fyrir jólin, hátíð ljóss og
friðar. Við frænkurnar vorum alla
tíð miklar vinkonur og höfðum
mikið samband.
Ég kynntist Heiðu á Akureyri á
barnsaldri. Kom hún í heimsókn til
elstu systur sinnar Helgu, mömmu
minnar, sem bjó þá í Gilinu ásamt
Skúla manni sínum og Skúla bróð-
ur og mér. Mér leist strax vel á
þessa frænku mína sem bar birtu
og kærleika inn í líf okkar, þetta
skynjaði ég strax þótt smá væri,
aðeins fimm ára.
Og þá strax var hennar lífsbar-
átta hafin. Hún missti móður sína
aðeins þrettán ára gömul, og fékk
svo lömunarveikina, sem gerði það
að verkum að annar handleggur
hennar var ekki með fullum styrk.
En hún var þrautseig og hélt
AÐALHEIÐUR
ÞÓRODDSDÓTTIR
✝ Aðalheiður Þór-oddsdóttir fædd-
ist á Einhamri í
Hörgárdal 13. maí
1922. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir
20. desember síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá Bú-
staðakirkju 30. des-
ember.
ótrauð áfram. Fyrstu
árin fékk hún vinnu á
mismunandi heimilum
við hin ýmsu störf sem
til féllu. Leiðir okkar
lágu saman á Laugar-
vatni þegar hún vann
þar og við mamma og
Skúli bróðir bjuggum
þar, þá var systir
hennar kokkur þar og
vann hún þar í níu ár.
Þótti okkur heldur
betur fengur að hafa
elsku frænku hjá okk-
ur og þá var margt
brallað.
Svo fórum við norður um tíma,
ég var bæði hjá Hólmfríði systur
mömmu og líka Svanhildi í Eiðs-
vallagötu 11. Og þá lágu leiðir okk-
ar aftur saman. Hún eignaðist ynd-
islega litla stúlku sem var skírð
Hólmfríður Davíðsdóttir, f. 7.7.
1950.
Ekki löngu seinna fluttumst við
báðar suður til Reykjavíkur. Hún
var svo lánsöm að eignast yndisleg-
an mann, Sigurð Ófeigsson, og þau
eiga fimm börn saman, öll yndisleg
frændsystkini, og nú í árslok 2002
eru barnabörnin orðin sextán og
barnabarnabörn fimm.
Síðast bjuggu þau í Gnoðarvogi
34 í Reykjavík. Eftir að Sigurður
lést bjó hún áfram þar meðan
heilsan leyfði, en árið 1999 flutti
hún á Hjúkrunarheimilið Eir.
Svo veiktist hún af sjúkdómnum
sem hún barðist hetjulega við. Sú
þrautaganga var löng og ströng en
ætíð þegar ég kom í heimsókn var
tekið á móti manni með brosi á vör
og kærleika í augum.
Hún miðlaði mikilli lífsvisku til
okkar sem vorum svo lánsöm að
eiga hana sem vin og ættingja.
Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi í
baráttu sinni við hinn ólæknandi
sjúkdóm allt þar til yfir lauk.
Ég þakka frænku minni að leið-
arlokum samfylgdina á lífsins leið.
Yfir veg þinn, öðlingskona,
unaðsgeislar munu skína.
Vefjast þræðir yls og elsku
inn í bjarta minning þína.
Ég sendi börnum hennar, barna-
börnum og langömmubörnum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurfljóð Skúladóttir.
Elsku pabbi. Ég veit
eiginlega ekki hvað ég
get sagt, þetta er svo
ótrúlegt. Ég vil ekki
trúa því sem gerst hef-
ur. Að þú hafir verið
tekinn frá okkur, elsku
pabbi, þetta er bara eins og versta
martröð sem mann sárlangar að
vakna frá. Af hverju þú? Þú svona
hraustur maður sem aldrei var neitt
að. Þetta er svo ósanngjarnt, pabbi
minn, og það brenna svo margar
spurningar á vörum mér. Af hverju
tók Hann þig, þig af öllum og á með-
an að fullt af sjúku fólki sem á sér
ekkert líf fram undan, bíður eftir
kallinu? Af hverju tók hann þig, þú
sem lifðir svo reglusömu lífi, áttir
fullt af ástvinum sem allir elska þig
og varst í blóma lífsins? Þú sem
varst á leiðinni heim, og við hlökk-
uðum svo til að sjá. Þetta er svo
ótrúlegt, ég er nýbúin að tala við þig
í símann. Hversu ósanngjarnt getur
lífið orðið? Þetta er eitthvað sem ég
skil ekki, pabbi minn, og á aldrei,
ÁSGRÍMUR
SIGURÐSSON
✝ Ásgrímur Sig-urðsson fæddist
á Miðlandi í Öxnadal
5. febrúar 1953.
Hann lést 4. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Akureyrarkirkju
12. desember.
ALDREI eftir að
sætta mig við.
Ég vona, pabbi
minn, að þú vitir hvað
ég elska þig mikið, því
fá orð fá því lýst. Þú
varst þessi pabbi sem
allir litu upp til, allir
dýrkuðu, allir vildu
eiga en aðeins við
systkinin vorum svo
heppin að eiga. Þú
varst einfaldlega besti
pabbi sem nokkur gæti
hugsað sér. En þú
varst ekki bara pabbi
minn, þú varst einnig
besti vinur minn. Við vorum svo
ótrúlega lík bæði í útliti og í öllum
gerðum og við náðum svo vel saman.
Það var svo gott að geta alltaf talað
við þig ef mér leið eitthvað illa, eða
um lífið og tilveruna. Og þú gast allt-
af talað við mig ef eitthvað var að,
hvort sem það var hjá mér eða þér.
Og ég man hvað það var alltaf gam-
an þegar þú komst í land, ég var allt-
af svo spennt. En það var svo leið-
inlegt þegar þú fórst út á sjó aftur.
Ég sit hér inni í herberginu mínu
sem þú varst að enda við að smíða og
ég rifja upp minningar. Minningar
um þig pabbi minn, minningar sem
ég mun ávallt varðveita. Þú varst
svo yndislegur maður, pabbi minn,
þú varst svo ljúfur og góðhjartaður
að það ljómaði af þér hvert sem þú
fórst. Það er ekki skrýtið hversu
margir minnast þín með söknuði.
Ég man eftir öllu sem við gerðum
saman, elsku pabbi. Þegar ég var lít-
il sungum við alltaf saman, því ann-
ars sofnaði ég ekki. Þú varst alltaf
svo duglegur að hjálpa okkur í nám-
inu og vildir alltaf að okkur gengi
vel. Og þú varst alltaf svo stoltur af
okkur, elsku pabbi. Þú hafðir, eins
og við krakkarnir, mjög gaman af
fótbolta. Þú reyndir að horfa á sem
flesta leiki hjá okkur og mættir
stundum að horfa á æfingar ef þú
varst í landi. Þú varst meira að segja
að horfa þegar við urðum Íslands-
meistarar. Það var alltaf svo gott að
hafa þig á línunni, þú varst svo
hvetjandi. Ég man líka að alltaf þeg-
ar ég kom heim, nýbúin að keppa
eða að koma af æfingu, þá spurðirðu
mig alltaf sömu spurningarinnar:
,,Hvað tæklaðirðu marga?“ og hlóst
svo.
Það er svo gott að geta huggað sig
við allar góðu minningarnar en elsku
pabbi, þær geta ekki fyllt upp í þitt
skarð. Það getur enginn.
Þú verður ávallt í mínu hjarta
elsku besti pabbi minn.
Þangað til ég sjálf sé ljósið bjarta
og kemst aftur í faðminn þinn.
Elsku pabbi, þú veist ég elska þig
af öllu hjarta og mun alltaf gera. Ég
vildi að þú værir hérna hjá okkur.
Ég trúi því að nú sért þú minn
verndarengill og verðir alltaf með
mér. Vonandi líður þér vel og þú
veist að ég gleymi þér aldrei. Megi
guð geyma þig.
Með saknaðarkveðju, þín dóttir,
Jónína.
Nei, ert þú kominn
Skari minn! heyrist úr
eldhúsinu í Hvann-
stóði þegar ég kem í dyrnar. Þau
gömlu í eldhúsinu, afi á koffortinu
að leggja kapal, eða spila brids við
sjálfan sig, amma að sýsla eitthvað
við eldhúsbekkinn.
Ég minnist þess þegar ég sjö ára
gömul, stalst inn í Hvannstóð þeg-
ar mér fannst enginn vilja sinna
mér heima í Árbæ, ég vissi að
amma tæki vel á móti mér, enda
gerði hún það, hún skammaði mig
ekki, heldur tók mér opnum örm-
um og spurði: Ertu ekki orðinn
svangur, gæskur?
Þannig var amma, alltaf að
hugsa um aðra, passa að allir
fengju nóg í gogginn, geymdi góð-
an bita handa þeim sem urðu sein-
ir í matinn. Mér fannst hún vera
sívinnandi, ég sé hana fyrir mér
við eldavélina, að baka í úlfana
sína, að þvo þvotta að staga í
plögg, mjólka kúna, endalaust eitt-
hvað að bjástra. Yfir sumartímann
var alltaf gestkvæmt og amma
galdraði fram kossa, kleinur og
pönnukökur og enginn fór svangur
úr Hvannstóði. Hún var líka oft
þreytt á kvöldin og með sár á fót-
um sem illa gekk að græða, en
aldrei heyrði ég hana kvarta.
Ég minnist líka ýmissa dýra sem
komu við í eldhúsinu í Hvannstóði.
Köld lömb á sauðburði sem fengu
yl úr bakaraofninum, fuglar sem
höfðu lent í hremmingum, (ég man
reyndar að ég var ekki sérlega
ANNA BJÖRG
JÓNSDÓTTIR
✝ Anna Björg Jóns-dóttir fæddist í
Geitavík á Borgar-
firði eystra 13. júlí
1920. Hún lést á
sjúkradeild Heil-
brigðisstofnunar
Austurlands á Egils-
stöðum 30. desember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Bakkagerðis-
kirkju 4. janúar.
hrifin af skordýrunum
sem voru stundum í
krukku í eldhúsinu og
vöktu sérstaka að-
dáun hennar.)
Á unglingsárum
mínum eyddi ég
mörgum stundum í
Hvannstóði, stundum
að vinna hjá Kalla
frænda eða þá bara í
fríi heima á Borgar-
firði, ég var fljótlega
komin inneftir. Þá sát-
um við löngum stund-
um og prjónuðum og
hekluðum. Amma
hafði ákaflega góða nærveru, við
þurftum ekkert alltaf að vera að
spjalla saman, við gátum líka þag-
að saman, það var alveg jafnnota-
legt. Ég ætlaði alltaf að taka mér
tíma og vera hjá henni og þá ætl-
uðum við að hekla nokkra kalla
saman eins og í gamla daga, mér
fannst alltaf vera nógur tími. Sá
tími kom aldrei, en þessar stundir
okkar ömmu saman verða mér allt-
af mjög dýrmætar.
Borgarfjörður kvaddi ömmu í
Hvannstóði með sínu fegursta
skrúði, mér finnst ég varla hafa
upplifað hann tilkomumeiri en þeg-
ar við komum heim til að fylgja
henni síðasta spölinn. Hvít fjöllin
spegluðust á haffletinum og him-
inninn logaði í bleikum, gylltum og
bláum litum. Þvílík fegurð, hugsaði
ég, það eru forréttindi að fá að
leggjast til hinstu hvílu á slíkum
stað. Nú er hún amma komin í
garðinn við hliðina á honum Palla
sínum, og við sem eftir erum minn-
umst góðrar konu, sem alltaf hafði
eitthvað að gefa öðrum.
Hér hvílast þeir sem þreyttir göngu
luku
í þagnarbrag.
Ég minnist tveggja handa er hár mitt
struku
einn horfinn dag.
(Steinn Steinarr.)
Ósk (Skari).
Hún Magga amma
er gengin á vit feðra
sinna. Þegar að svona
tímamótum er komið
fara minningarnar af
stað í huga manns.
Það er einmitt það sem við syst-
urnar höfum verið að gera síðast-
liðna daga.
Það var ávallt gott að kíkja í
Miðhús og finna góða andann sem
lá þar yfir á meðan þú og afi bjugg-
uð þar, og liggur þar reyndar enn.
Það var ekki sjaldan sem við syst-
urnar gerðum okkur ferð til að fá
djús og mjólkurkex. Á meðan við
gæddum okkur á þessu horfðum
við ýmist á þig leggja kapal eða
mála eitthvað fallegt. Einnig
fannst okkur svo spennandi að
kíkja niður í kjallarann hjá þér því
þar kenndi ýmissa grasa. Það sem
við munum einnig eftir er garð-
urinn þinn, þú varst alltaf svo stolt
af honum á hverju sumri. Þú varst
ávallt mikill fagurkeri og fannst
gaman að punta þig og hluti í
kringum þig. Það létti ávallt yfir
þér þegar við lökkuðum neglurnar
þínar bleikar og sögðum svo hvað
þú værir fín. Þú varst ávallt fín
sama í hvaða fötum þú varst og
með fallegu festarnar sem þú settir
iðulega á þig við góð tækifæri. Það
var einnig aðdáunarvert hversu vel
þú mundir allt.
Þegar við lítum til baka, þrosk-
aðri, sjáum við enn betur hvernig
persóna þú varst. Þú áttir næga
hlýju og ástúð handa öllum og þú
varst alltaf til staðar. Það var svo
gott að vita af þér og afa á vísum
stað. Það er ekki sjálfgefið nú í dag.
Þú og afi hafið svo sannarlega sýnt/
innrætt afkomendum ykkar hversu
mikils virði það er að vera til staðar
og geta gefið endalausa og ótak-
markaða ást og hlýju. Við höfum
það að leiðarljósi í okkar lífi.
Elsku amma, nú ert þú komin til
MARGRÉT
SÆMUNDSDÓTTIR
✝ Margrét Sæ-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. júní 1914. Hún lést
á Garðvangi í Garði
16. janúar síðastlið-
inn og var útför
hennar frá Útskála-
kirkju í Garði 25.
janúar.
afa og Óla frænda og
við vitum að þér líður
vel. Við þökkum þér
fyrir allar þær stundir
sem við áttum með
þér og munum varð-
veita þær vel og lengi.
Veri góður Guð með
þér og blessi hann
minningu þína.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin
stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þínar
Brynja og Jónína.
Margrét Sæmundsdóttir lést
þann 16. janúar síðastliðinn á dval-
arheimilinu Garðvangi í Garði.
Ég vil minnast ömmu minnar í
fáum orðum. Ég var ekki hár í
lofti þegar ég fór að venja komu
mína til afa og ömmu í Miðhúsum,
nánast upp á hvern dag er ég var
að vaxa úr grasi. Gott var að koma
til þeirra og faðmlagið frá ömmu
styrkti ungan strák sem býr vel að
því enn í dag, en amma var iðin við
að knúsa okkur er við komum
niður í Miðhús og alltaf var sagt
bless með faðmlagi.
Þegar ég hugsa til baka hefur
amma gefið mikið af sér og við er-
um mörg barnabörnin og barna-
barnabörnin sem fengum að vera
henni samferða í lífinu og er ég
þakklátur fyrir það sem hún amma
gerði fyrir mig. Amma og afi eign-
uðust 14 börn á sextán árum sem
er mikið þrekvirki ef við hugsum
um það í dag, þó þeim hafi ekki
þótt það neitt mál á sínum tíma. Öll
lifa þau foreldra sína nema Ólafur
heitinn, en hann fórst af slysförum
tæplega fertugur.
Amma, nú þegar þú hefur kvatt
þennan heim og ferðast á vit okkar
æðri, veit ég að miklir fagnaðar-
fundir verða er afi tekur á móti þér
með son sinn sér við hönd. Vitna
hér ég nú í ljóð langömmu minnar
sem hún orti til eiginmannsins:
Þú ert kæri karlinn minn
kærari mér en allir.
kýs ég heldur kotbæ þinn
en konunglegar hallir.
(Guðrún M. Jónsdóttir.)
Amma var dásamleg kona og nú
uppsker hún það sem hún sáði í
þessu lífi. Ég veit að þú hugsaðir
með góðum huga til kveðjustundar
í þessu lífi og óttaðist ekki að
deyja, og hafðir það á orði að þegar
tími þinn kæmi myndir þú gera
víðreist og heimsækja okkur.
Elsku amma, vertu ávallt velkom-
in.
Því skyldi ég bera hryggð í hjarta
og harma þungu örlögin,
þegar signuð sólin bjarta
segir Jesúm upprisinn.
(Guðrún M. Jónsdóttir.)
Elsku pabbi og mamma, frænk-
ur frændur og aðrir er báru virð-
ingu fyrir henni ömmu, megi Guð
gefa ykkur styrk og gæfu í ókom-
inni tíð. Guð veri með ykkur.
Þorsteinn E. Þorsteinsson.