Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
23. janúar 1983: „Í dag eru
tíu ár frá því að eldgosið í
Heimaey hófst. Eldgos eru
ekki ný af nálinni á Íslandi
en aldrei fyrr hafði svo
fjölmennt byggðarlag flétt-
ast inn í íslenzka eld-
fjallasögu.
Eyjaflotinn flutti 5.500
manns á einni nóttu til fasta-
landsins. Fjögur hundruð af
tólf hundruð húsum í kaup-
staðnum fóru undir hraun
eða eyðilögðust með öðrum
hætti í fimm mánaða gosi.
Atvinnulíf Eyjanna, stærstu
verstöðvar landsins, lam-
aðist, en eitt fyrirtæki, Fiski-
mjölsverksmiðjan hf., hóf
loðnuvinnslu meðan eld-
fjallið gaus enn í næsta ná-
grenni. Það segir sína sögu,
sem og sú staðreynd, að
Vestmannaeyingar stund-
uðu áfram sjósókn frá öðrum
verstöðvum meðan hraun-
flóðið hjó skörð í heima-
byggð þeirra.“
. . . . . . . . . .
20. janúar 1963: „Komm-
únistar hvaðanæva að úr
heiminum þinga nú í
Austur-Berlín og væri synd
að segja, að þing þeirra hefði
verið sérstaklega frið-
samlegt. Þvert á móti hafa
þar verið hatrammar deilur,
og ásakanir um hverskyns
ávirðingar gengið á víxl.“
. . . . . . . . . .
23. janúar 1943: „Löggjaf-
arvald okkar Íslendinga hefir
ekki þótt feimið við að leggja
skatta á borgarana á seinni
árum.
Eftir að stríðið braust út,
breyttist afstaða atvinnuveg-
anna stórlega. Skattstiginn
var þá á ný færður upp eftir
veggnum.
Atvinnuvegirnir hafa
reynst megnugir að bera
þessa háu skatta nú, en aðeins
vegna eins. Og það er sökum
þeirra ákvæða skattalaganna,
sem heimila skattfrelsi fyrir
vissan hluta teknanna, sem
lagður er í varasjóð.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
M
ANNRÉTTINDI eru
einn af hornsteinum
vestræns þjóðfélags.
Þau eru hins vegar síð-
ur en svo sjálfsagður
hlutur í viðsjálum heimi
og oft getur svo virst
sem verið sé að fórna
meiri hagsmunum fyrir minni þegar verið er að
passa upp á það að ekki séu brotin réttindi
manna ef vitað er að þeir búa yfir upplýsingum,
sem gætu bjargað mannslífum – ef aðeins væri
hægt að knýja þá til sagna. Mannréttindi hafa
verið mikið til umræðu eftir að bandaríska dag-
blaðið Washington Post birti frétt um jólin um að
Bandaríska leyniþjónustan, CIA, beitti vafasöm-
um aðferðum við yfirheyrslur og sendi fanga til
ríkja þar sem reglulega væri beitt pyntingum.
Bandaríkjamenn hafa löngum fordæmt pynt-
ingar eins og aðrar vestrænar þjóðir, meðal ann-
ars vegna þess að þar með væri verið að grafa
undan siðferðisþreki öryggisstofnana og um leið
myndu þeir spillast, sem treystu á auðveldu og
fljótlegu leiðina. Þeir hafa ekki aðeins beitt sið-
ferðilegum rökum, heldur einnig haldið því fram
að pyntingar og þá sérstaklega líkamlegar hafi
ekki tilætluð áhrif, meðal annars vegna þess að
sá, sem beittur er pyntingum, hafi tilhneigingu
til að segja einfaldlega það, sem yfirheyrandinn
vill heyra. Slíkt orðalag var meira að segja að
finna í leiðarvísum, sem notaðir voru í Róm-
önsku-Ameríku til að hvetja öryggisstofnanir
þar til að beita ekki pyntingum.
Eru pyntingar
vopn gegn
hryðjuverkum?
Fyrir vikið þykir ýms-
um skjóta skökku við
að Bandaríkjamenn
skuli nú vera farnir að
ýta undir pyntingar
með því að flytja
fanga til erlendra leyniþjónusta, sem vitað sé að
stundi pyntingar til að fá upplýsingar. Rifjuð
hafa verið upp orð Colins Powells, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sem sagði í tilefni fundar
með utanríkisráðherra Egyptalands í Wash-
ington tveimur vikum eftir hryðjuverkin 11.
september 2001 að Egyptar hefðu þurft að glíma
við hryðjuverk á undanförnum árum og gætu
Bandaríkjamenn lært margt af þeim og unnið
með þeim að mörgu. Þótti frásögnin í Wash-
ington Post gefa þessum orðum nýja merkingu. Í
frétt blaðsins var ekki aðeins nefnt Egyptaland,
heldur einnig Jórdanía, Marokko, Saudi-Arabía
og Sýrland, en þessi sömu ríki hafa iðulega verið
gagnrýnd í mannréttindaskýrslum bandaríska
utanríkisráðuneytisins fyrir að beita pyntingum.
Komið hefur fram að útsendarar CIA megi vera
viðstaddir yfirheyrslur í Saudi-Arabíu. Annars
staðar er þeim að sögn bannað að vera „í her-
berginu“ þegar notaðar eru aðferðir á borð við að
berja fanga í fæturna og láta þá hanga í böndum,
og eru þeir, sem sjá um yfirheyrslurnar, þá látn-
ir hafa lista með spurningum. „Þeir fá mun betri
upplýsingar en við,“ hafði IPS eftir háttsettum
bandarískum embættismanni fyrr á þessu ári
þegar spurt var um mann, sem var grunaður um
að vera félagi í hryðjuverkasamtökunum al-
Qaeda og hafði verið fluttur til Egyptalands til
yfirheyrslu. Í Washington Post var haft eftir
heimildarmönnum að færri en eitt hundrað
manns hefðu verið fluttir til þriðja lands til yf-
irheyrslu, en mörg þúsund manns hafa verið
handtekin vegna gruns um aðild, tengsl eða vitn-
eskju um al-Queda í heimalandi sínu eða send til
síns heima. Bandarísk stjórnvöld hafa hvorki ját-
að né neitað því, sem fram kom í frétt Wash-
ington Post, og á það sama við um CIA.
Samtökin Human Rights Watch eða Mann-
réttindavaktin sendu bandarískum stjórnvöldum
bréf eftir að greinin birtist og var þar vísað í
bandarísk og alþjóðleg lög, sem banna pyntingar
eða flutning erlendra ríkisborgara til ríkja, þar
sem líklegt er að þeir verði pyntaðir og var skor-
að á George Bush Bandaríkjaforseta að gefa út
yfirlýsingu þess efnis að það væri undir öllum
kringumstæðum andstætt stefnu Bandaríkjanna
að ýta undir pyntingar.
Í þriðju grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna
gegn pyntingum er sérstaklega bannað að senda
mann til annars ríkis þar sem rík ástæða er til að
ætla að hann gæti átt það á hættu að vera beittur
pyntingum.
Í fréttinni í Washington Post sagði einnig að
fangar, sem væru í haldi CIA í Bagram-flugstöð-
inni í Afganistan og herstöð Bandaríkjamanna á
Diego Garcia í Indlandshafi, væru sviptir svefni
og skynjun auk þess, sem þeir væru látnir sæta
álagi við yfirheyrslur, þar á meðal að standa og
krjúpa svo klukkutímum skipti og látnir vera í
ankannalegum og sársaukafullum stellingum.
„Ef það kemur ekki fyrir að þú brjótir af og til
mannréttindi einhvers ert þú sennilega ekki að
sinna starfinu,“ segir einn embættismaður. Segir
í blaðinu að embættismennirnir, sem talað var
við hafi lýst yfir því að þeir hafi verið sannfærðir
um að bandarískur almenningur sé þeim sam-
mála um að grípa þurfi til ólöglegra yfirheyrslu-
aðferða, sem séu bæði réttlætanlegar og nauð-
synlegar.
Eftir 11. sept-
ember duga
engin vett-
lingatök
Í september bar yfir-
maður miðstöðvar að-
gerða gegn hryðju-
verkum hjá CIA vitni
fyrir þeim nefndum
Bandaríkjaþings, sem
fjalla um njósnir og
leyniþjónustumál, og sagði að stofnunin hefði
aukið sveigjanleika í aðgerðum: „Yfir þessum
málaflokki hvílir mikil leynd, en ég get sagt að
allt sem þið þurfið að vita er þetta: eitt var fyrir
11. september og annað eftir 11. september. Eft-
ir 11. september duga engin vettlingatök.“
Einnig hafa komið upp ásakanir um að illa hafi
verið farið með fanga í Bandaríkjunum sjálfum. Í
New York höfðuðu óháð samtök, sem kenna sig
við baráttu fyrir stjórnarskrárbundnum réttind-
um mál fyrir hönd múslímskra innflytjenda, sem
haldið er fram að hafi verið brotið gegn. Banda-
ríska dómsmálaráðuneytið varði gerðir sínar
með þeim rökum að þeir sem ekki væru banda-
rískir ríkisborgarar ættu ekki tilkall til sömu
grundvallarréttinda á borð við frelsi og jafnræði
og Bandaríkjamenn. Meðal þess, sem haldið var
fram var að fangar hefðu orðið fyrir líkamlegri
misbeitingu, þeir hefðu verið þvingaðir til að af-
sala sér réttindum og neitað að tala við lögfræð-
inga. Að auki hefði verið um ýmislegt smálegt á
borð við að láta fanga ekki hafa sápu og klósett-
pappír svo dögum skipti og trufla þá er þeir lágu
á bæn. Héldu lögfræðingar samtakanna því fram
að sumir hefðu verið í haldi í sex mánuði eða
lengur án þess að hafa framið glæp eftir að hafa
samþykkt að vera vísað úr landi. Hluti af nýjum
kvöðum, sem tilheyra hinni svokölluðu föður-
landslöggjöf, er að innflytjendur af ákveðnu
þjóðerni skuli skrá sig. John Ashcroft dómsmála-
ráðherra ákvað í nóvember að allir karlmenn
með dvalarleyfi 16 ára og eldri frá 21 landi, sem
flest eru múslímsk auk Norður-Kóreu, skyldu
gefa sig fram til að láta taka fingraför, mynd af
sér og fara í viðtal en eiga ella yfir höfði sér
ákæru og brottvísun.
Afnám hamla
með njósnum
Í Bandaríkjunum er
einnig verið að greiða
mjög fyrir öllu eftir-
liti. Í nóvember komst
áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöðu að leyfi-
legt væri að hlera síma þeirra, sem grunaðir
væru um hryðjuverkastarfsemi. Þar með geta
útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar,
FBI, njósnað um Bandaríkjamenn án þess að
hafa traustar vísbendingar um að glæpur hafi
verið framinn, sem áður var skilyrðið fyrir því að
leyfi fengist til hlerana. Um þessar mundir eru
bandarísk yfirvöld að vinna verkefni, sem ber
heitið „alger upplýsingavitneskja“. Verkefninu
stýrir John Poindexter, sem var þjóðar-
öryggisráðgjafi Ronalds Reagans og hlaut fang-
elsisdóm fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um
Íran-kontra málið svokallaða, sem snerist um
það að selja Írönum vopn til að afla fjár til stuðn-
ings skæruliðum, sem börðust gegn stjórn
sandinista í Nikaragva. Markmiðið er að búa til
gagnagrunn, sem verði svo umfangsmikill að
embættismenn gætu safnað saman nánast öllum
upplýsingum, sem fyrir liggja um Bandaríkja-
menn, þar á meðal notkun síma, bankafærslur,
tölvupóst, læknaskrár og krítarkortanotkun.
Þessar upplýsingar verða síðan notaðar með
hefðbundinni njósnatækni og ýmsum tækninýj-
ungum til að auðvelda eftirlit með einstaklingum.
Bæði hefur verið gagnrýnt að Poindexter skuli
hafa verið fenginn til þess að stýra verkefninu,
en ekki síður hið umfangsmikla eftirlit, sem það
felur í sér.
Mannréttindasamtökin ACLU hafa gagnrýnt
verkefnið harðlega og segja að hér sé á ferð rót-
tæk kúvending frá því grundvallarlögmáli að lög-
reglan geti aðeins stundað eftirlit ef fyrir liggja
sannanir eða vísbendingar um afbrot. Þessar
fyrirætlanir um allsherjar eftirlit hafa einnig
verið gagnrýndar frá hægri.
Þykir ýmsum sem þessar fyrirætlanir minni á
aðgerðir FBI á sjötta áratugnum. Þá var sett á
laggirnar áætlun um að rannsaka og leysa upp
athafnir Bandaríkjamanna, sem grunaðir voru
um að vera hliðhollir Sovétríkjunum eða komm-
únistaflokki Bandaríkjanna. Á áttunda áratugn-
um kom í ljós að sú áætlun leiddi til þess að FBI
kom ekki aðeins fyrir útsendurum í kommúnista-
EKKI ALLT SEM SÝNIST
Ekki er allt sem sýnist ísamningaviðræðum viðEvrópusambandið. Und-
anfarna mánuði hefur mikil
áherzla verið lögð á það í frétt-
um og umræðum um samninga-
viðræður ESB og EES-ríkjanna
um breytingu á EES-samningn-
um vegna stækkunar ESB, að
þessum viðræðum yrði að ljúka
með niðurstöðu eigi síðar en 15.
apríl nk.
Í frásögn af samtali við Ger-
hard Sabathil, sendiherra Evr-
ópusambandsins á Íslandi, sem
birtist hér í Morgunblaðinu hinn
14. desember sl. segir m.a.:
„Sabathil segist mjög bjartsýnn
á að hægt verði að undirrita
samkomulag ESB og EFTA-
ríkjanna um stækkun EES í
Lúxemborg hinn 15. apríl á
næsta ári, (þ.e. 2003), jafnvel
þótt það verði tveimur vikum
fyrir alþingiskosningar“. Sabath-
il segir engan annan kost í stöð-
unni en að semja. „Það væri
óhugsandi að á sömu stundu og
sameining Evrópu verður und-
irrituð 16. apríl liði Evrópska
efnahagssvæðið undir lok. Eng-
inn lítur á það sem möguleika,
hvorki í ESB, í umsóknarríkj-
unum né í EFTA-ríkjunum. Þess
vegna verðum við að finna lausn,
sem við getum sætt okkur við.“
Það er að vísu grundvallarmis-
skilningur hjá sendiherranum,
að EES-samningurinn mundi
líða undir lok ef samningar næð-
ust ekki fyrir 15. apríl eins og
fram hefur komið í Morgun-
blaðinu. Engu að síður hafa um-
ræður um þetta mál einkennzt af
því, að þessi dagsetning skipti
miklu máli í samningaviðræðun-
um.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra hefur hins vegar verið
afar raunsær á þessa stöðu frá
upphafi. Í umræðum á Alþingi
hinn 13. desember sl. kvaðst ráð-
herrann ekki vera bjartsýnn á,
að samningaviðræðunum yrði
lokið fyrir miðjan apríl eins og
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins stefndi að.
Utanríkisráðherra ítrekaði
þessa skoðun hér í blaðinu hinn
14. janúar sl. þegar hann kvað
enga ástæðu til að ætla að samn-
ingum verði lokið í apríl.
Í Morgunblaðinu í gær er
skýrt frá því, að Percy Wester-
lund, aðalsamningamaður Evr-
ópusambandsins í viðræðunum
við EFTA-ríkin um aðlögun
EES-samningsins að stækkun
ESB, segi nú að í augum ESB
skipti ekki öllu máli að ljúka
samningum fyrir 15. apríl. „Það
mikilvægasta í okkar augum er
ekki þessi dagsetning, heldur að
við fáum samning, sem við erum
ánægð með.“
Eftir þessa yfirlýsingu West-
erlunds er ljóst, að sú tíma-
pressa, sem hingað til hefur ver-
ið talið, að væri til staðar í
samningaviðræðunum við ESB
og hefur mótað mjög a.m.k. allan
fréttaflutning af þessum viðræð-
um er ekki fyrir hendi.
Jafnframt fer ekki á milli
mála, að ítrekaðar yfirlýsingar
Gerhards Sabathil, sendiherra
ESB á Íslandi, bæði hér í Morg-
unblaðinu og í öðrum fjölmiðlum
á Íslandi um það sem kynni að
gerast næðust samningar ekki
fyrir 15. apríl eru orðin tóm og
skipta engu máli.
Yfirlýsing Westerlunds gerir
það að verkum, að samningavið-
ræðurnar munu nú fara fram í
afslappaðra andrúmslofti, sem er
líklegra til árangurs.
Þessi framvinda mála er
ánægjuefni. Hún sýnir að utan-
ríkisráðherra Íslands hefur verið
raunsær í mati sínu. Hún sýnir
líka, að framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins er ekki tilbúin
til að knýja fram einhverja nið-
urstöðu með offorsi. Sú afstaða
er væntanlega í betra samræmi
við þau viðhorf, sem ættu að
ríkja í samstarfi Evrópuríkja en
sú tóntegund, sem hingað til hef-
ur heyrzt í þessu máli.