Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MBA-nám • Öll kennsla fer fram á ensku. • 11 mánaða almennt MBA-nám með áherslu á stefnumótun, stjórnun og fjármál. • Nemendur alls staðar að, hámark 40 þátttakendur. • Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla. • „Hands-on“ ráðgjafarverkefni. ERTU AÐ SPÁ Í ALÞJÓÐLEGT MBA-nám haustið 2003? Ef þú óskar eftir að komast að í MBA-námið sem hefst í byrjun ágúst vinsamlegast hafðu samband við BI Norwegian School of Management, P.O. Box 9386 Grønland, N-0135 Oslo, Noregi. Sími +47 22 57 62 00, eða mba@bi.no Vefsíða: http://www.bi.no/mba Kynningarfundur á Radisson Hótel Sögu mánudaginn 27. janúar kl. 18:00. Eftir MBA kynninguna verður kynning á tveggja ára alþjóðlegu Master of Science in Business námi við sama skóla. FUNDUR um stöðu mál-verksins í list samtím-ans var haldinn í Ný-listasafninu sunnudag- inn 12. janúar. Tilefnið var síðasta sýningarhelgi hinnar at- hyglisverðu samsýningar Giov- anni Garcia-Fenech og JBK Ransu, en báðir eru eftir- tektarverðir fulltrúar þeirra hræringa sem átt hafa sér stað í alþjóðlegri málaralist á undan- förnum átta árum eða svo, hvor á sinn hátt. Ransu sat einmitt á panel, ásamt undirrituðum, og þeim Bjarna Sigurbjörnssyni og Einari Garibaldi Eiríkssyni. Um- ræðum stjórnaði Geir Svansson, framkvæmdastjóri Nýlistasafns- ins, en hugmynd hans er sú að fjallað verði um hin ýmsu andlit listarinnar á nokkrum slíkum óformlegum fundum til að upp- lýsa almenning um stöðu mála. Eins og fram er komið í ýms- um greinum sem birst hafa á síð- um Morgunblaðsins undanfarið á sér stað mikil gerjun í málaralist samtímans. Ungir listamenn ganga fram með óvenjumiklu hispursleysi og nota allt aðrar forsendur en forverar þeirra. Til- raunir til að leysa miðilinn undan oki hefðarinnar eru áberandi, en til þess að málaralistin megi end- urheimta samkeppnisgetu sína gagnvart nýrri miðlum sem sækja óspart að henni verður hún að búa yfir sama frelsinu og þeir. Það má líka með sanni segja að miðill sem tekst að hrista af sér slenið með því að vísa til nýrra og óvæntra möguleika gangi í end- urnýjun lífdaga. Reyndar er það alltaf svo að list sækir í sig veðrið þegar auknir möguleikar eru fram undan. Ef til vill var fundurinn of laus í reipunum með aðeins einum inngangi, en að undirrituðum frá- töldum kusu aðrir á pallborði að reifa málin með léttum innskot- um í stað þess að fjalla um ákveðnar hliðar hinnar nýju mál- aralistar. Þannig varð ef til vill of lítið flæði upplýsinga borið upp við áhorfendur til að umræður næðu því flugi sem til þarf til að gera þessum áhugaverða þætti í list samtímans tilhlýðileg skil. Undirritaður lagði út af rýmis- áherslunum í verkum nokkurra ungra listamanna og bar þær saman við tilvísanir í arkitektúr í fornrómversku veggmálverki. Því fer þó fjarri að slík sérkenni séu höfuðeinkenni málaralistar sam- tímans. Reyndar kom fram í máli ann- arra pallborðsmanna að málara- list samtímans tæki yfir öll landa- mæri þar eð formrænt séð væri þar engin eiginleg sérkenni að finna. Hún gæti bæði verið fíg- úratíf og abstrakt, ströng og frjálsleg, blanda af ólíkum, og jafnvel mótsagnakenndum ein- kennum innan eins og sama ramma. Og reyndar þyrfti engan ramma því fjölmargir listmálarar færu að fordæmi fornrómverskra og hellenskra málara og tjáðu sig beint á veggi salanna þar sem þeir sýndu. Þessi opna tegund málaralistar virtist falla í góðan jarðveg meðal listamanna sem fylltu fundarsal Nýlistasafnsins. Þeim þótti greinilega mikið til málaralistar koma sem víkkaði út öll landamæri. Aðrir virtust ekki eins hressir með slíka lausung. Það var eins og þeim stafaði ógn af of óheftu tjáningarfrelsi. Sumir virtust komnir til að vernda og verja miðilinn líkt og þeir tryðu því að málaralistinni væri best borgið með þröngum skorðum. Einn úr hópi áheyrenda – sá var að vísu listamaður – brást þannig við að hann tók upp sjálfskipaða vörn fyrir „olíumálverkið“, rétt eins og málverk málað með olíulitum væri trygging fyrir gæðum og varanleik hefðbundinna aðferða. Miðlinum fylgir þó engin slík ábyrgð því að málarar samtímans nota hefðbundna liti gjarnan með fullkomlega óhefðbundnum hætti. Það leyndi sér ekki að margir vildu draga umræðuna frá núver- andi stöðu mála til almennari þrætu um málaralist. Undirrit- uðum var meðal annars borið á brýn að hafa farið óvirðulegum orðum um norska listmálarann Odd Nerdrum í ritdómi um yf- irlitssýningu hans á Kjarvalsstöð- um. Undirritaður vildi ekki una slíkum ákúrum og heimtaði að ákærandi færði sönnur fyrir máli sínu með því að sýna sér ritdóm- inn máli sínu til sönnunar. Það gat ákærandi ekki, og vildi held- ur ekki ná í ritdóminn þótt hon- um væri boðið það. Þar með datt botninn úr þessu upphlaupi, en undirrituðum er ekki örgrannt um að ákæranda hafi fundist hann auðsýna sér og Oddi Nerdrum fullkominn hroka, en Norðmaðurinn, – sem nýlega keypti gamla Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti, stóð aftast í salnum og fylgdist með deilunni. Þessum ágæta nýbúa virtist ekki vera skemmt. Þannig endaði umræðan á allt öðrum nótum en ráð var fyrir gert. Í staðinn fyrir fjörugar um- ræður um málaralistina á allra seinustu árum var of miklum tíma varið í ófrjótt karp um list sem löngu er liðin. Þó hefur stærstur hluti gesta án efa farið af vettvangi töluvert fróðari um gang mála. Að minnsta kosti var gerður góður rómur að framtaki safnsins, sem sýnir að almenning þyrstir í meiri fróðleik um listir líðandi stundar. Málverkið enn og aftur Julie Mehretu frá Eþíópíu er einn hinna athyglisverðu málara sem fram hafa komið á undanförnum árum. Hér er hluti af tvískiptu málverki hennar „Arcadia and Bushwick Burning“ frá árinu 2000. Frá umræðufundi í Nýlistasafninu, 12. jan- úar síðastliðinn. Hall- dór Björn Runólfsson segir hér frá. Þjóðverjinn Anton Henning hefur sleg- ið í gegn að undanförnu með máluðum innsetningum sínum. „Nr. 79“ er frá Entwistle Gallery í London, frá 2001. „Lifandi grafin“ eftir Odd Nerdrum er frá 1995–96. Þótt Nerdrum hafi ekki verið beinlínis til umræðu á fundinum kom nafn hans við sögu. fyrirtaeki.is Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.