Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frá „Satyricon“-sýningu listamannsins S. Khaddaj í rústum fyrrverandi bíósal- ar verslunarmiðstöðvar í miðborg Beirút. Í rústum fyrrverandi verslunarmiðstöðvar, Le Dome, í miðborg Beirút var áhrifaríkt sýningarrými. RÁÐSTEFNA alþjóða-samtaka lýðræðissinn-aðra kvenna var haldin ílok nóvember sl. í Líb-anon í Unesco-bygging- unni í Beirút. Staðurinn fyrir ráð- stefnuna var valinn með það í huga að sýna konum á svæðinu samstöðu. Á ráðstefnunni voru um 400 konur frá öllum heimsálfum. Margar þeirra þekkja stríð og mannréttinda- brot af eigin raun og standa í erfiðri og harðri baráttu heimafyrir. Sumar lýstu í ávarpi sínu þörfinni fyrir stuðning frá öðrum löndum við bar- áttu þeirra. Til dæmis tók lögfræð- ingur frá Marokkó sterkt til orða og taldi að ástandið í dag væri til þess fallið að efla vald öfgatrúarmanna. Væru þeir nú komnir í meirihluta í opinberri „jafnréttisnefnd“ í Mar- okkó og stefndi allt í að færa stöðu kvenna aftur til miðalda. Víða að komu konur með áhrifarík ávörp, frá Afríku, S-Ameríku, og As- íu og samræður við margar þeirra veittu óneitanlega innsýn í raun- veruleika sem getur verið Íslending- um fjarlægur. Í þessum hópi ríkti svo sannarlega einhugur um að leita þyrfti friðsamlegra lausna og hafna stríði og að konur um allan heim þyrftu að hafa augun opin og vera tilbúnar að sýna samstöðu gegn of- beldi og mannréttindabrotum. Borg í sárum, fólk í sárum Líbanon var vinsælt ferðamanna- land og efnahagsleg velmegun tals- verð, þótt misskipt væri, áður en borgarastyrjöld skall á í landinu upp úr miðri síðustu öld. Beirút var köll- uð París Austurlanda þar sem fjöl- breytni í menningarlífi blómgaðist. Borgin var oft talin tenging austurs og vesturs og Líbanon eins konar „Sviss Austurlanda“. Í Líbanon býr gömul menningarþjóð sem hefur lif- að tímana tvenna og þangað má m.a. rekja uppruna letursins. Miklar hefðir eru fyrir ástundun verslunar og viðskipta víða um heim. Hin gamla menningarborg er nú öll í sárum eftir borgarastríð og árásir á seinni hluta 20. aldarinnar. Nú búa Líbanar sem eru grannríki Ísraels-Palestínu og í nálægð við Írak við þá ógn að enn frekari stríðs- átök geti brotist út á svæðinu. Þetta er fámenn þjóð í litlu fjöllóttu landi við sjó (4 milljónir búa á um 10.500 km2 landi). Í grófum dráttum má segja að tæplega helmingur þjóðar- innar sé kristinn og rúmlega helm- ingur múslimar, en í raun eru fjöl- margir mismunandi trúarhópar í landinu. Sagt er að nokkurs frjáls- lyndis gæti nú í þeim efnum og þeir séu margir sem ekki vilji láta bendla sig við bókstafstrú. Margir Líbanar þekkja af eigin raun þær hörmungar sem fylgt geta valdabaráttu undir leiðarljósi kyn- þáttahyggju og ofstækis. Greinilegt er fyrir ferðalang frá Norður-Evrópu að efnahagur er langt frá því sem við teljum góðan. Mengunin frá lélegum farartækjum er oft kæfandi og lélegt húsnæði verður enn síður aðlaðandi við þess- ar aðstæður hávaða og loftmengunar í þröngum götum íbúðarhverfa. Þar gnæfa háar blokkir í þrengslum, margar hverjar alsettar förum eftir sprengjubrot og byssukúlur og svertar af menguninni. Í útjaðri borgarinnar taka við fal- legar gróðursælar hæðir víða með fallegum íbúðarhverfum. Ljósmyndasýning utanhúss í miðborginni Á torgi hins nýlega endurbyggða miðbæjar og í súlnagöngum aðliggj- andi göngugatna er nýbúið að setja upp ljósmyndasýningu sem fjallar um Beirút í stríðsrústum og þá upp- byggingu sem átt hefur sér stað. Öll veitukerfi, samgöngukerfi og öll gamla miðborgin ásamt fleiru voru rústir í lok stríðsins í Beirút. Gríðarlega kostnaðarsöm uppbygg- ing stendur nú yfir og víða hafa risið nýjar glæsilegar byggingar þar sem reynt er að halda tengslum við gaml- ar hefðir og endurgera hluta þess sem glataðist, en einnig hefur mikið verið byggt í nútímastíl. Ljósmyndasýningin er sett þann- ig upp að á sama flekanum eru hlið við hlið myndir af götunni eða bygg- ingunni eins og hún leit út í lok stríðsins og hinsvegar eins og hún lítur út nú. Sums staðar eru leifar hruninna bygginga skildar eftir til áminning- ar, til að mynda Le Dome-verslunar- miðstöðin í miðborginni. Le Dome var verslunarmiðstöð með stórum bíósal. Nú er lítið eftir annað en steypt belglaga hulstur bíósalarins er hvílir á nokkrum veggjum og súl- um. Þarna hafa verið settar upp leik- sýningar og hittist svo vel á að þar var áhrifarík myndlistarsýning sem líbanskur listamaður Samir Khaddaj vann sem innsetningu í Le Dome rústirnar. Frosin augnablik Á sýningu Samirs Khaddaj er að finna skúlptúr unninn í gips, teikn- ingar og málverk sett saman sem innsetningu eða eitt allsherjar leik- svið með persónum úr gipsi sem eru eins og að eilífu frosnar í vissri at- höfn eða augnabliki. Þarna eru mannverur í fullri líkamsstærð, sumar í yfirstærð, húsdýr, borðbún- aður og sviðsett augnablik úr lífi fólks. Fólkið er eins og komið frá öðrum tíma með spurningu til nú- tímans. Hvernig er mannlífið þarna fyrir utan eða hvernig er tilveran núna hjá ykkur? Sýningin ber nafnið Satyrikon og er unnin út frá þema bókar sem rit- uð var á 1. öld. Höfundur hennar, Petronius, var sjálfur ráðgjafi Nerós Rómarkeisara um lúxuslifnaðar- hætti. Í bókinni Satyrikon er lífi fólks á tímum Nerós lýst, sem og ýmiss konar nautnalífi og óhófi, m.a. matarboðum og notar myndlistar- maðurinn það sem efni í sviðsetn- ingu sína á mannlífinu. Vettvangur listsýningarinnar er miðborg Beirút sem var lögð í rúst í stríðsátökum og leikhúsið eða bíósalurinn verður eins og hrópandi minnisvarði um stríð. Vekur það, ásamt tilvísuninni í löngu liðna tíma, áleitnar spurningar um ástæður ófriðar og eyðileggingar og um siðferði okkar tíma. Spurningin um framtíðina og réttlætið Daginn áður en ráðstefnan hófs fóru um 20 ráðstefnugestir í heim- sókn í flóttamannabúðirnr Eid Alh- elwah. Þar býr fólk sem hefur fæðst á þessari jörð eins og við öll án þess að hafa beðið um það, en ýmissa hluta vegna hefur það og börn þess ekki sama réttinn og við til að vera á jörðinni samkvæmt lagasetningum þeirra sem valdið hafa. Þar fæðist og lifir fólk sem ekki hefur vegabréf neins ríkis, ekki venjuleg borgaraleg réttindi og er stöðugt gestir sem bíða þess að geta komist „heim“. Síð- an 1948 hafa heilu kynslóðirnar fæðst inn í þetta tilveruréttleysi og hafa hvorki frelsi til ferðalaga né leitar eftir tækifærum til atvinnu og mennta annars staðar. Í Líbanon eru nú um 400.000 palestínskir flóttamenn og borgaraleg staða þeirra er sú að þeim er t.d. óheimilt að vinna ótal störf þótt þeir hafi til þess menntun og hæfileika. Borg- araleg réttindi þeirra eru mun meiri núna í Sýrlandi og Jórdaníu. Heim- sóknin í flóttamannabúðirnar og þá ekki síst í skóla palestínskra barna þar varð til þess að spurningin um framtíðina varð enn áleitnari. Ástæður stríðsins í Líbanon? Skipting í hópa svokallaðra kyn- þátta og trúarsamfélaga getur verið til mikillar óþurftar og virðist Líb- anon talandi dæmi um hve slíkt get- ur skaðað annars kraftmikið sam- félag með mikla möguleika. Í Líbanon hefur löngum verið fjöl- breytt trúarhópasamfélag þar sem fólk hefur stöðugt verið skilgreint og flokkað eftir því hvaða trúflokki það tilheyrir. Trúflokkurinn hefur löngum verið tilgreindur í persónu- skilríkjum íbúa. Þetta hafa stórveldi á ýmsum tímum notað sér og hefur það, ásamt hefðum blóðhefndar, af sumum verið talin ein af helstu ástæðum stríðsins í Líbanon . Enn gerast atburðir sundrungar þar sem saklausu fólki í hópi „hinna“ er fórnað vegna svokallaðrar hefnd- ar. Enn eru smá og stór veldi í vald- brölti að deila og drottna án þess að manneskjur sem í raun vilja helst fá að lifa í friði sjái við slíku eða fái rönd við reist. Eigum við, manneskj- ur á 21. öldinni, með alla okkar sam- skiptatækni, ekki að sjá við þessu og finna leiðir til að vinna saman? Það sem situr eftir í huganum eftir ferð- ina til Beirút er í það minnsta hvatn- ing til þess að reyna. Í nýuppgerðum hluta gömlu miðborgarinnar var uppbyggingin sýnd með ljós- myndasýningu sem komið var fyrir á götum úti. Um stríð, frið og list Beirút í Líbanon er stríðs- hrjáð borg, en þar var ný- lega haldin ráðstefna Al- þjóðasamtaka lýðræðis- sinnaðra kvenna. Jóhanna Bogadóttir var meðal þátt- takenda og kynnti sér auk þess athyglisverða mynd- listarsýningu í stríðsrústum miðborgarinnar. Höfundur er myndlistarmaður. Hvaða framtíð bíður? Börn í flóttamannabúðum skammt frá Beirút. Götumynd úr flóttamannabúðum í nágrenni Beirút.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.