Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍK er þriðjastærsta verstöð lands-ins,“ segir HjörturGíslason. „Héðan erugerð út 5 frystiskip, þrír ísfisktogarar, þrír togbátar, þrjú nótaskip, 12 vertíðarbátar og einn línubátur. Þessir aðilar hafa yfir að ráða rúmlega 35.000 þorskígildum og eru því stór hluti af atvinnu- rekstrinum í Reykjavík. Á þessum skipum eru um 450 manns með föst- um afleysingarmönnum. Mikill afli kemur því af skipunum og eru flest- allir meginmarkaðir í veröldinni undir. Fiskur frá Reykjavík fer um alla Evrópu, til Bandaríkjanna, Brasilíu og Japans. Segja má að af þessum flota og vinnslu tengdri hon- um komi allar tegundir sjávarafurða nema skel. Við leggjum nánast eitt- hvað til alls staðar.“ Mikið af þessum fiski er unnið í Reykjavík, en nokkur hundruð manna vinna við fiskvinnslu í borg- inni, mest í frystingu og söltun en margir vinna einnig í ferskum fiski. Sem dæmi um umsvifin má nefna að útgerðin í Reykjavík er að borga um 2,7 milljarða króna í laun á ári. „Það hefur alltaf verið gott að gera út frá Reykjavík enda liggjum við vel við flestum miðum, en margir af okkar félögum hafa gert út stærri skip, sem sækja lengra en á miðin hérna í kring,“ segir Hjörtur. Þrengt að starfseminni Hvernig er búið að útgerð og fisk- vinnslu við Reykjavíkurhöfn? „Reykjavík hefur alla tíð hugað vel að því að búa útgerð og fisk- vinnslu góða aðstöðu. Nú eru hins vegar nokkrar blikur á lofti með það. Nú telja menn það bezta kostinn að byggja tónlistarhús við höfnina og þrengja þannig að sjávarútveginum. Enn frekari þrengingar eru svo fyr- irhugaðar með því að byggja íbúðar- hús á slippareitnum. Það er ákaflega vont mál, því Reykjavíkurhöfn er ekki snekkjuhöfn. Hún er lifandi fiskihöfn með tilheyrandi athöfnum. Því er það ekki gott fyrir fólk að búa alveg á hafnarsvæðinu og á sama hátt er það ekki gott fyrir þá starf- semi, sem fram fer við höfnina, að vera í nábýli við fólk, sem hefur baga af starfseminni. Með þessum að- gerðum er borgin virkilega að þrengja að mjög mikilvægri atvinnu- grein innan borgarmarkanna. Það er engu líkara en að borgaryfirvöldum sé nú alveg sama hvaðan gert er út og hvar fiskur er unninn, svo fremi sem starfsemin sé ekki fyrir þeim. Það sem gera á til að vega upp á móti þessum breytingum, eru aðeins lágmarksaðgerðir til að koma fisk- markaðnum yfir í Bakkaskemmu og lengja kæjann fyrir togarana, en fyr- ir erum við með of lítið pláss fyrir báta. Við erum því í undarlegri stöðu, þar sem flest önnur sveitar- félög reyna að hlú að þeirri starfsemi sem innan þeirra er rekin, en á sama tíma er þrengt er að okkur hér í Reykjavík. Því miður er þetta eitt af því sem okkur stafar ógn af í dag.“ Á móti byggðakvóta Hvernig gengur útgerðin um þessar mundir? „Yfirleitt hefur útgerðin gengið vel, þótt fyrirtæki á þessu svæði hafi ekki haft aðgang að byggðakvótum eða lánafyrirgreiðslu Byggðastofn- unar. Enda er það spurning hversu mikil blessun það er að geta alltaf reitt sig á aðstoð ríkisins, þegar eitt- hvað bjátar á. Staðreyndin er reynd- ar sú, að eins og framkvæmd úthlut- unar byggðakvótanna er, erum við að leggja til hluta af kvótanum, því hann er tekinn af leyfilegum heildar- afla áður en honum er skipt milli út- gerðanna. Þannig rýrist hlutur okk- ar nokkuð og það munar um það, þegar alltaf er verið að draga afla- heimildir saman. Þetta sama á við stærstu ver- stöðvarnar, Akureyri og Vest- mannaeyjar. Þessar þrjár stærstu leggja því til drýgsta hlutann af byggðakvótunum. Þetta er vissulega slæmt því á þessum stöðum eru út- gerðir sem standa höllum fæti vegna mikils niðurskurðar á þorskveiði- heimildum á undanförnum árum og mega ekkert við því að veikjast enn frekar. Nú er verið að veikja útgerð á þessum stöðum til að styrkja hana annars staðar. Við höfum þurft að sjá á eftir mikl- um aflaheimildum í þessa byggða- kvóta, ýmsar bætur og í smábátana. Það munar um minna að smábátarn- ir, sem reyndar eru margir mjög öfl- ug fiskiskip, skuli hafa náð um 26% aflaheimilda í þorski af útgerðum stærri báta og skipa. Vertíðarbát- arnir verða þar verst úti.“ Ekki allir sáttir Ertu sáttur við kvótakerfið? „Sú skömmtun sem við tókum upp hjá okkur við þær þrengingar og takmarkanir, sem nauðsynlegar voru til að við gengjum ekki enn nær fiskistofnunum upp úr 1980, leiddi til kvótakerfisins. Það voru að sjálfsögu ekki allir sáttir, enda vildu menn auðvitað geta sótt áfram af krafti, en það var einfaldlega ekki hægt. Því leystum við það með skömmtun með aðstoð stjórnvalda. Ekki kom til greina að reyna að leysa vandamálið með niðurgreiðslum og styrkjum. Nú stendur Evrópusambandið frammi fyrir svipuðum vanda og við gerðum þá og verður að grípa til rót- tækra aðgerða til að afstýra stór- slysi. Þar á bæ sjá menn ekki aðra leið en nota gífurlegar fjárhæðir, um 50 milljarða, til að hjálpa útgerðinni og sjómönnum að mæta þessum nið- urskurði, sem er nauðsynlegur. Það er hins vegar lausn sem aldrei hefði gengið hér á landi. Þá hefðu all- ir verið að hnoðast í hreinu hokri alls staðar. Leiðin, sem hér var farin, að útgerðarfyrirtækin greiddu sjálf fyrir hagræðinguna, ekki skattgreið- endur, leiddi til sterkari sjávarút- vegs, þegar upp var staðið. Ekki ein einasta opinber króna Þegar farið er að skammta veiði- heimildir myndast auðvitað ákveðin verðmæti. Því varð endurskipulagn- ingin fjámögnuð af greininni sjálfri. Útgerðin fór í það sjálf að laga sig að afrakstursgetu fiskistofnanna, þeir sem betur stóðu keyptu hina út og í þessa hagræðingu fór ekki ein ein- asta opinber króna. Þessi leið hefur að mínu mati verið mjög farsæl, enda er íslenzkur sjávarútvegur í dag mjög öflugur borinn saman við útveginn í löndunum í kringum okk- ur. Þetta er orðin góð blanda af mis- stórum og -sterkum fyrirtækjum, þó við séum ekki að veiða meira af þorski en við erum að gera.“ Hvað með auðlindagjaldið? Er afkoman þá nógu góð til að geta borgað auðlindagjald? „Niðurstaða Alþingis varð sú, að útgerðin bæri auðlindagjald og við það situr. Það er hins vegar svo að enginn af okkar keppinautum í öðr- um nálægum löndum borgar fyrir veiðiréttinn. Það bætir ekki sam- keppnisstöðuna. Það er einnig svo að með öllum þjóðum er einhver und- irstöðuatvinnuvegur í útflutningi, eins og bílaiðnaður, áliðnaður, til dæmis, sem keppir á alþjóðamörk- uðum. Það er mjög fátítt að slíkur at- vinnuvegur sé skattlagður umfram keppinautana. Það eru ekki lagðir einhverjir allt aðrir skattar á bílaiðn- aðinn í Þýzkalandi en annan iðnað. Í ofanálag eigum við útvegsmenn ókláraða kjaradeilu við sjómenn. Ríkið tók á henni síðast, en þegar kemur að því að semja næst, verðum við um það bil að byrja að borga auð- lindaskattinn. Það er sérkennilegt innlegg í kjarabaráttuna að byrja hana með auknum álögum af hálfu hins opinbera. Það gerir einfaldlega illt vera. Útgerðin verður verr sett en áður hvað afkomu varðar og sjó- menn munu vafalítið sækja fast á um aukinn hlut. Við höfum staðið í hverju verkfall- inu á fætur öðru og auðlindagjaldið mun ekki auðvelda okkur að koma til móts við kröfur sjómanna, svo mikið er víst. Þessum peningum verður ekki tvíeytt. Að þessu athuguðu er það undarleg ráðstöfun að setja á okkur sérstakan skatt umfram aðra.“ Hvað með að efla útveginn? Varð ekki útgerðin að kaupa sér frið með þessum hætti? „Jú, svo virðist vera. Það virðist hafa verið sáluhjálparatriði fyrir marga sem gengu mjög hart fram í því að leysa upp kvótakerfið. Um- ræðan hefur breytzt eftir þetta, en nú væri gagnlegt að heyra hug- myndir um það hvernig efla megi ís- lenzkan sjávarútveg. Hvort ekki sé hægt að gera einhverja ráðstafanir til að bæta samkeppnisaðstöðuna og renna styrkari stoðum undir rekst- urinn. Það er nauðsynleg að breikka um- ræðuna um sjávarútveginn. Deilurn- ar um fiskveiðistjórnunina hafa slig- að alla aðra umræðu. Auðvitað verður áfram rætt um fiskveiði- stjórnun enda er það eðlilegt. Það væri hins vegar gaman að sjá stjórn- málaflokkana álykta um eitthvað annað sem lýtur að sjávarútvegi, en fiskveiðistjórnun fyrir næstu kosn- ingar. Það væri gaman að sjá á stefnuskrá einhverra þeirra hug- myndir um bætt viðskiptakjör okkar í samskiptum okkar við Evrópusam- bandið, til dæmis meiri tollfrjálsan aðgang. Það á að semja um gagn- kvæma fríverzlun, ekki að vera að blanda fjárfestingum í þá umræðu. Þannig mætti til dæmis hugsa sér samning um fríverzlun með léttvín og síld. Það væri líka gaman að sjá að stjórnmálaflokkarnir vildu efla haf- rannsóknir svo við hefðum betri skýringar á því sem er að gerast í hafinu hverju sinni. Þá hefðum við möguleika til að nýta stofnana betur eða vernda þá betur og gætum brugðizt við fyrr í hvora áttina sem er. Það þarf að ræða fleira en auð- lindaskatt og fiskveiðistjórnun. Ekk- ert kæmi sér betur fyrir sjávarút- veginn og staðir, sem byggja allt sitt á sjávarútvegi, yrðu lífvænlegri yrði samkeppnisstaða sjávarútvegsins bætt. Hörð og oft á tíðum neikvæð um- ræða hefur því miður valdið því að sjávarútvegurinn nýtur ekki þess sannmælis, sem honum vissulega ber. Sumir hafa verið alveg ótrúlega ósvífnir í málflutningi. Því miður eru menn bara misjafnlega málefnalegir. Þó hefur að mínu mati dregið úr sleggjudómum og fúkyrðum og menn farnir að ræða málin í dálítið meira jafnvægi en áður. Það er grundvallaratriði fyrir sjávarútveginn að búa við stöðug- leika í fiskveiðistjórnun og þurfa ekki að lifa í óvissu um það að veiði- stjórnun verði gjörbreytt. Við slíkar aðstæður verða litlar sem engar framfarir. Það skiptir líka miklu máli að útvegurinn geti búið við nokkuð jafnar aflaheimildir í stað þeirra sveiflna sem gengið hafa yfir. Til að svo geti orðið verðum við að fá betri skilning á því sem er að gerast í haf- inu. Þá gætum við nýtt fiskistofnana betur. Umræða um hafrannsóknir og Hafrannsóknastofnun er því af hinu góða. Slíkar umræður ættu hins veg- ar ekki að leiða til annars en að efla Hafrannsóknastofnun. Á því er mikil þörf. Sem betur fer höfum við getað rannsakað stofna eins og þorsk, Gott að gera út frá R Hjörtur Gíslason, formaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur, telur fullmikið þrengt að starfsemi sjávarútvegsins við Reykjavíkurhöfn. Sjávarútvegur er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík, sem er þriðja stærsta ver- stöð landsins. 27 skip og bátar eru gerð þaðan út og fiskvinnsla er mikil. Hjörtur Gíslason ræðir hér við al- nafna sinn Hjört Gíslason, formann Útvegsmanna- félags Reykjavíkur. Hann segir útgerðina almennt ganga vel en finnst þrengt að starfseminni við höfnina. ’ Það þarf að ræðafleira en auðlinda- skatt og fiskveiði- stjórnun. ‘ ’ Þetta er orðin góðblanda af misstórum og -sterkum fyrir- tækjum, þó við séum ekki að veiða meira af þorski en við er- um að gera. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.