Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 13.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 2, 4 og 8. B.i. 12.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
STEVEN SEGAL MORRIS CNESTNOT AND JA RULE
HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.16 ára
Sá góði. Sá
vondi...og sá hæt-
tulegi! Hrikalega
flottur spennutryllir
með
rapparanum Ja Rule
og
Steven Seagal
Suma vini losnar þú ekki við...hvort
sem þér líkar betur eða verr
Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem
hittast aftur eftir 20 ár.Með
Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn
og Susan Sarandon ásamt hinum
frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush.
Sýnd kl. 3 og 8. B.i.14 ára
YFIR 80.000 GESTIR
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
kl. 2, 5.30 og 9.30.
FRUMSÝND
FRUMSÝND
GRÚPPÍURNAR
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
LEON OG LE FEMME NIKITA
Sýnd kl. 1.50.
Sýnd kl. 2, 5 og 10. B.i.12.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14.
Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn
EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.
Kvikmyndir.com
HJ. MBL
Radio X
Kvikmyndir.is
STEVEN SEGAL MORRIS CNESTNOT AND JA RULE
Sá góði. Sá vondi...og sá hættule-
gi! Hrikalega flottur spennutryllir
með
rapparanum Ja Rule og
Steven Seagal
Sýnd kl. 6.15, 8 og 10. B.i.16 ára
Sýnd kl. 3. B.i. 12.
TÓNLIST og pólitík
fara yfirleitt vel
saman hvort sem
menn eru að setja
saman hiphop,
kassagítarballöður,
hljóð og hljóma án
orða eða myljandi
rokk. Umdeilanlegt
er aftur á móti hvort
pólitísk tónlist hafi
nokkur áhrif, þ.e.
hvort hægt sé að
nota tónlist sem
framleidd er til fjöldasölu í kapítal-
ísku hagkerfi til að bylta því kerfi eða
ýta undir breytingar á því.
Pólitísk tónlist hefur sótt í sig veðið
undanfarin ár eftir langt tímabil þar
sem menn virtust ekki hafa skoðanir
nema á því í hverju þeir ættu að vera
og hjá hverjum ætti að sofa. Víst hafa
alltaf verið til hljómsveitir og tónlist-
armenn sem stunda sitt pólitíska
rokk sama hver tíðarandinn er, en
smám saman er að birtast ný kynslóð
sem telur sig hafa sitthvað til mál-
anna að leggja og þá yfirleitt róttækt.
Vestan hafs er pólitík mikil í hiphop-
inu en í Vestur-Evrópu hræra menn
gjarnan saman ólíkum tón-
listarformum, skapa fjölmenn-
ingarlegan hrærigraut og krydda
með vel völdum frös-
um úr verkalýðsbar-
áttunni.
Því má halda fram
að baráttutónlist hafi
frekar verið til trafala
en gagns þegar barist
er fyrir friði og þannig
dró friðarhreyfing
vestan hafs, sem
treysti mjög á tónlist,
stríðið í Víetnam á
langinn með baráttu
sinni gegn því án þess
að frekar verði farið út í þá sálma hér.
Frá því morðárásin var gerð á háhýs-
in tvö í New York hefur verið heldur
ófriðvænlegt í heiminum, einhverjar
þúsundir fallið í Afganistan í hefnd-
arskyni fyrir þær þúsundir sem fór-
ust í New York og framundan er
hugsanlegt stríð við Írak. Tónlist-
armenn hafa margir varpað fram
spurningum um þátttöku í slíku
stríði; hiphopmenn vestan hafs benda
á að svo margt sé úr lagi fært í
Bandaríkjunum að tímabært sé að
hefjast handa þar í landi og
skarokkpönkreggírailistamenn í
Vestur-Evrópu kunna meintum yf-
irgangi Bandaríkjanna illa. Því er
þetta tínt til að í í Kanada eru menn
líka með skoðanir á þessu öllu og fáar
hljómsveitir eins einbeittar á því sviði
og Godspeed You! Black Emperor.
Hamast að neyslu- og
hernaðarhyggju
Godspeed, eins og sveitin verður
kölluð hér eftir í þessum pistli, er með
merkustu hljómsveitum Norður-
Ameríku. Hún hefur starfað í átta ár
eða svo en ekki sent frá sér mikið af
tónlist; eftir sveitina liggja ein stutt-
skífa og þrjár breiðskífur, en það er
einmitt tilefni þessarar samantektar
að breiðskífa Godspeed, Yanqui
U.X.O., sem kom út á síðasta ári, er
nú loks fáanleg hér.
Rauður þráður í starfi sveitarinnar
alla tíð hefur verið barátta gegn
neyslu- og hernaðarhyggju; allt frá
því hópur listhneigðra námsmanna
tók að venja komur sínar í eins konar
listaklúbb, Hotel2 Tango, á efri hæð
bílskúrs í Montreal, fyrir átta árum.
Helstu hugmyndasmiðirnir voru þeir
Efrim Menuck gítarleikari og Mauro
Denzzente bassaleikari og þeir hristu
mannskapinn saman í eins konar
hljómsveit sem gaf úr snælduna All
Lights Fucked On The Hairy Amp
Drooling. Í framhaldi af því var þeim
boðið að leika á tónleikum og þeir
Menuck og Denzzente léku þar við
þriðja mann, að sögn sömu klukku-
tíma. Síðan slógust fleiri í hópinn og
alls leika níu til tíu manns reglulega
með hljómsveitinni og fara í tónleika-
ferðir með hanni þó mannaskipan sé
nokkuð á reiki að öðru leyti. Hljóð-
færaskipan er líka breytileg, yfirleitt
þrír gítarleikarar og tveir bassaleik-
arar, skógarhorn, fiðla, lágfiðla, hné-
fiðla og slagverk.
Önnur útgáfa Godspeed og fyrsta
útgáfan sem komst í almennilega
dreifingu var f#a#oo sem kom út í
500 tölusettum og árituðum eintökum
í Kanada og síðan um allan heim á
vegum bandarísku útgáfunnar
Kranky. Þar á eftir kom svo Slow
Riot For New Zero Kanada sem var í
mjög skreyttu og pældu umslagi með
vísunum í ýmsar áttir, meðal annars í
spámanninn Jeremía, en á þeirri
skífu, og þá sérstaklega á umslaginu,
varð pólitísk afstaða Godspeed áber-
andi og hefur verið síðan.
09-15-00
Þriðja breiðskífan, nú tvöföld, Lift
Your Skinny Fists Like Antennas to
Heaven / Levez Vos Skinny Fists
Comme Antennas To Heaven, kom út
fyrir þremur árum, en á tónleikum í
Íslensku óperunni fyrir tæpu ári lék
sveitin einmitt lög af henni. Á síðasta
ári kom svo út platan Yanqui U.X.O.
sem nafn hennar vísar í pólitískar
pælingar liðsmanna; Yanqui er sam-
heiti yfir síð-nýlenduhyggju, al-
þjóðlegt lögregluríki og fjölþjóðlegt
viðskiptaveldi, en U.X.O. er skamm-
stöfun yfir ósprungna sprengju á við
jarðsprengju eða klasasprengju, en
óbreyttir borgarar verða gjarnan fyr-
ir barðinu á slíkum sprengjum. Lögin
á plötunni eru og nefnd eftir því sem
sveitin vill koma á framfæri; tvö heita
þannig „09-15-00“, en þann dag hófst
Intifada, uppreisn Palestínumanna
gegn hernámsliði Ísraelsmanna þeg-
ar Ariel Sharon heimsótti al-Aqsa-
moskuna í Jerusalem.
Enginn í sveitinni virðist hafa eft-
irnafn eða í það minnsta vilja menn
almennt ekki gefa þau upp, segja að
slíkt skiptir ekki máli. Það ræður líka
enginn, allar ákvarðanir taka allir og
ekki er hætt fyrr en allir eru sam-
mála. Fyrir vikið þarf að panta viðtal
með tveggja vikna fyrirvara svo tími
gefist til að ákveða hver liðsmanna
muni tala í viðtalinu og hvað hann
muni segja. Getur nærri að þetta hafi
styrkt dularfulla ímynd sveitarinnar
og gert að verkum að greinar um
hana fjalla oftar en ekki um alls kyns
smáatriði eins og til að mynda nú ný-
verið þegar upphrópunarmerkið í
nafni sveitarinnar var flutt til; áður
hét hún Godspeed You Black Em-
peror! en heitir nú Godspeed You!
Black Emperor. Óteljandi skýringar
hafa birst á Netinu, margar mjög sér-
kennilegar, þar sem menn velta fyrir
sér tilganginum.
Á umslagi plötunnar eru skýring-
armyndir og texti, til að mynda áður-
nefnd skýring á nafni skífunnar, en
einnig er á bakhlið mynd sem sýnir
hvernig öll helstu plötufyrirtæki
heims tengjast vopnaframleiðslu.
Þess má og geta að á innra umslagi
stendur eftirfarandi texti: „Þó God-
speed sé sek um að hagnast á plötu-
sölu í viðurstyggilegum plötuversl-
anakeðjum, skorum við á lesendur að
sneiða hjá því að leggja peninga til
fégráðugra plötusala og stórversl-
ana.“
Hamast að neyslu-
og hernaðarhyggju
Kanadíska rokksveitin Godspeed You! Black
Emperor sendi frá sér merkilega skífu á síðasta ári
sem fæst nú hér á landi í fyrsta sinn.
Sjaldgæf ljósmynd af Godspeed You! Black Emperor, enda ólíklegt að sveitin
hafi vitað af ljósmyndara, eins niðursokkin og hún er.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Kápumynd nýjustu plötu
Godspeed, Yanqui U.X.O.