Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 47 Er við kvöddum mágkonu okkar Halldóru Ingibjörgu Kristjánsdótt- ✝ Halldóra Ingi-björg Kristjáns- dóttir fæddist á Klængshóli í Skrið- dal 15. janúar 1920. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján Halldórsson bóndi á Klængshóli og kona hans Mar- grét Árnadóttir. Systur hennar voru sex, Anna, Jónína, Birna, Erna, Eva og Kristjana. Jón Matthías Hauksson fæddist á Akureyri 4. ágúst 1923. Hann lést 6. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Haukur Sigurðsson sjómaður og kona hans Jóhanna Jónsdóttir. Halldóra og Jón gengu í hjóna- band 14. júní 1947. Þau eignuðust tvo syni, Sigurð húsasmíðameist- ara, f. 13. desember 1946, og Kristján bónda í Stóra-Dal í Húna- vatnssýslu, f. 3. júlí 1950. Áður átti Halldóra soninn Árna Hauk Gunn- arsson sem býr í Bandaríkjunum. Útför Halldóru var gerð frá Ak- ureyrarkirkju 20. september og útför Jóns frá Akureyrarkirkju 14. nóvember. ur 20. september í haust kom það ekki í huga okkar að tveimur mán- uðum síðar yrði eiginmaður hennar og okkar kæri bróðir Jón Matthías Hauksson líka horfinn okkur hér á jörð og þótt heilsan væri orðin léleg komu vistaskiptin á óvart eins og alltaf er. Þau höfðu gengið saman langa ævi og farsæla í 55 ár, átt sam- an synina Sigurð og Kristján, en fyr- ir átti Halldóra soninn Árna Hauk. Heimili þeirra ljómaði alltaf af snyrtimennsku og reglusemi, bæði úti sem inni, og átti Halldóra sinn stóra þátt í þeirri vinnu. Hún var vel gefin, hafði ung að árum verið í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni og nýtti sér vel það sem hún lærði þar og var sjór af fróðleik fyrri tíma og sérlega ljóðelsk kona. Jón var elstur af okkur fimm systkinunum og þar af leiðandi for- ingi hópsins ef svo bar undir. Það var oft glatt á hjalla og uppátækin mörg, enda þurftu börn í þá daga að finna sjálf sína dægrastyttingu og þótt takmörk væru á leikgleðinni var allt frjálst og enn þann dag í dag segjum við er við komum saman: „Manstu þegar Nonni gerði þetta eða hitt.“ Hann gat verið hrókur alls fagnaðar í góðum hópi. Átti auðvelt með nám og varð gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Akureyrar sem þá var og hét. Eftir það tók brauðstritið við bæði á sjó og landi. Hann var einkar hagur maður við alla vinnu sem kom sér vel er hann byggði sér húsið Löngumýri 1 á Akureyri og þar bjuggu þau hjón allan sinn búskap utan tvö eða þrjú fyrstu árin. Eftir að Halldóra og Jón giftu sig fór hann að vinna í Prent- verki Odds Björnssonar og vann þar alla sína starfsævi. Þar eignaðist hann starfsfélaga sem hann minntist oft á og þá alltaf með kátínu og góð- um hug. Nú finnst okkar stórt skarð vera komið í systkinahópinn er Nonni bróðir er allur, en áður höfum við kvatt yngsta bróðurinn, Guð- mund. Að leiðarlokum skulum við horfa á það bjarta og fallega, þakka fyrir öll árin sem við áttum saman og allar ánægjustundirnar og gleðjast yfir því að Nonni og Dóra eru aftur saman í eilífðinni, þessi jól sem og öll jól sem þau áttu á jörðinni. Innilegar samúðarkveðjur til sona þeirra og sonarbarna. Guð blessi Jón og Halldóru. Sigrún og Ásta. HALLDÓRA I. KRISTJÁNS- DÓTTIR OG JÓN M. HAUKSSON Elsku Fanney frænka. Það var gott að koma til ykkar í Hnitbjörg. Lykt hússins var blanda af lykt úr ljósmyndastofunni og svo þessi góði ilmur sem tilheyrði saumastofunni þinni og bakkelsinu þínu. Svo var líka alltaf hlýtt hjá ykk- ur sem mér þótti voða gott. Það brást ekki að þú tókst vel á mót mér. Oftast var Vibbi niðri að stússast í myndum og þú að sauma eða dúlla í eldhúsinu. Það var líka spennandi að setjast nið- ur á dývaninn í saumastofunni (stundum á títuprjóna) og skoða öll fallegu efnin og sniðblöðin sem voru allt í kringum þig. Alltaf var ég jafn undrandi á því hvernig þú gast talað með munninn fullan af títuprjónum, það léku ekki aðrir eftir. Jafnan fékk ég eitthvað gott í gogginn hjá þér, randalín eða sultutertu og oftar en ekki fór ég frá þér einum vasaklútn- um ríkari. Þið Vibbi voru dugleg að taka mig með í berjamó í Vöðlavíkina eða í önnur góð berjalönd. Oft var ég vantrúa á að við gætum fyllt alla þá dalla og brúsa sem voru í för, en alltaf tókst það einhvernveginn. Ég man eftir því að í desember, hvert ár, komum við systurnar til ykkar að fægja silfrið. Það var með það eins og berjamóinn, ég óttaðist að okkur tækist aldrei að klára. En það var nú öðru nær, tíminn leið hratt í hlýju heimilis ykkar við gnægtir úr eldhúsinu. Stundum kom ég til þín, bara af því að mig langaði að koma og sitja nálægt ykkur. Þá gat ég dundað mér með „kastalann“ sem trúlega hefur verið sígarettubox og ljónið hans Vilbergs, meðan hann sat og hlustaði á útvarpið og þú snerist í eld- húsinu. Það varst þú sem kenndir mér að FANNEY GUÐNADÓTTIR ✝ Fanney LovísaGuðnadóttir, saumakona á Eski- firði, fæddist 7. júlí 1917. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 29. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eskifjarðar- kirkju 4. janúar. strauja, og enn í dag er það það skemmtileg- asta húsverkið. Ég fékk að strauja vasaklúta og viskustykki, stundum jafnvel bekkjarýjur. Stundum sagðir þú við mig: Ósköp ert þú lík mér blessað barn, og þegar ég varð fullorðin sagðir þú mér að ég væri bara með alveg sama vöxt og útlit og þú, á þínum yngri árum. Í fyrstu var ég nú ekki alveg sammála, en í dag þegar ég lít í spegil kemur þetta oft upp í huga mér og satt að segja er ekki leiðum að líkjast! Nú fyrir jólin þegar Vibbi sendi mér margar gamlar myndir, þar af eina af þér ungri stúlku, sé ég betur hvað þú áttir við. Þegar pabbi kom til mín í fyrra og færði mér slæðuklútinn og hálsmenið frá þér fannst mér þú vera til mín komin. Lyktin, sem einkenndi húsið ykkar, vakti upp svo margar góðar og hlýjar minningar um þig og það hvað þú varst sérstök. Ég man vel eftir þér með þennan fallega stein hangandi um hálsinn og skupluna á höfðinu. Ég veit ekki hvort ég get borið þetta skart með sama þokka og þú en ég mun reyna mitt besta. Annað kenndir þú mér. Þú skiptir aldrei skapi og lagðir áherslu á að það þýðir ekkert að vera að fárast yfir orðnum hlutum, heldur gera það besta úr því sem orð- ið er. Elsku frænka, þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir að hafa verið til. Þó ég hefði heldur viljað geta kvatt þig á Eskifirði, verð ég að láta þessi orð nægja. Elsku frænka hvíl þú í friði og undirbúðu komu okkar hinna. Það verður gott að koma til þín. María Ölvers. Þegar einhver manni svo kær hverfur á brott úr þessari tilveru, leit- ar hugurinn til baka. Fanney, eða frænka eins og hún var oftast kölluð og Vilberg eiginmaður hennar bjuggu á Eskifirði allan sinn búskap. Fanney og Vilberg. Frænka og Vibbi. Það er í raun ekki hægt að nefna nafn annars þeirra án þess að hitt komi upp í hugann, svo náin og samrýmd voru þau alla tíð. Þau hjónin höfðu yndi af íslenskri náttúru, og nutu þess að ferðast um landið. Oft var það, þegar veður var bjart og fallegt, að þau renndu upp á Hérað og komu þá jafnan við á Stóra- Sandfelli. Þegar við krakkarnir viss- um að það var von á þeim, fylgdi því mikil tilhlökkun, því alltaf var frænka með eitthvað gott í veskinu til að gæða okkur á. Oft var farið saman í berjamó og steinaleit. Þá lögðust á eitt þær systur, móðir okkar og Fanney, með það að útbúa girnilegan nestispakka og svo var drukkið úti í laut. Alltaf var Frænka jafn „elegant“. Hún var mjög smekkleg í klæðaburði og virtist alltaf klæðast fötum sem hæfðu tilefninu og bar þau með glæsi- leik, hvort sem hún var í fjallgöngu eða fermingarveislu. Frænka var snilldar saumakona og það sem einkenndi starf hennar var einstök vandvirkni og eljusemi. Alltaf var hún verkefnum hlaðin, en gaf sér þó ævinlega tíma til að leggja okkur lið þegar breyta þurfti flík eða sauma nýjar, hvort sem um var að ræða fermingarkjóla eða skólaföt. Við vor- um kannski ekki alltaf sammála um síddina á kjólunum okkar, en árang- urinn varð alltaf jafngóður þegar Frænka fékk að ráða. Í myndaalbúm- um fjölskyldunnar, má sjá okkur klæðast hinum ýmsu flíkum eftir hana. Oftast ber þó fyrir augu skírn- arkjólinn, sem hún saumaði upphaf- lega handa elsta bróður okkar Bjarna árið 1944, en kjóllinn hefur fylgt fjöl- skyldunni síðan og hefur verið skírður í honum á þriðja tug barna. Frænka og Vibbi voru með ein- dæmum gestrisin og ævinlega var tekið móti manni með hlýju og gleði og einstaklega rausnarlegum veiting- um. Alltaf stóð heimili þeirra okkur opið, hvort sem um var að ræða dvöl lengri eða skemmri tíma. Og ættar- böndin héldust styrk, þó hópurinn dreifðist og lengra liði á milli sam- verustunda. Við kveðjum Fanneyju Guðnadótt- ur með söknuði og minnumst með þakklæti góðra samverustunda, gest- risni hennar og góðvildar í okkar garð. Vilberg, ættingjum og vinum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Alda, María, Birna og Jó- hanna frá Sandfelli. Hinn 19. desember sl. lést í Reykjavík Valgerður Þorsteins- dóttir, Skaftasonar og konu hans Þóru Matthíasdóttur, Jochumsson- ar. Valgerður var fædd 25. maí 1914 og yngst þriggja dætra for- eldra sinna. Eftir lát Þorsteins Skaftasonar árið 1915 flutti Valgerður, sem þá var á fyrsta ári, ásamt móður sinni og tveimur eldri systrum, Guðrúnu og Hildi, á heimili afa síns og ömmu á Akureyri, Guðrúnar Run- ólfsdóttur og Matthíasar Jochums- sonar, á Sigurhæðum. Var Val- gerður sín bernskuár þar til heimilis. Sem ung kona aflaði hún sér menntunar í leiklist og tungumál- um auk hattasaums og hússtjórn. Á þeim árum var Steingrímur Matthíasson, yngsti sonur Matthíasar Jochumssonar, einnig búsettur á Akureyri og bjó ásamt konu sinni Kristínu Þórðardótttur Thoroddsen og sex börnum þeirra á Spítalastíg, sem er í nágrenni Sigurhæða en nokkru sunnar á brekkunni. Mikill samgangur var milli heimilis Steingríms og stór- fjölskyldu Matthíasar og oft glatt á hjalla þar sem börn þeirra systk- ina, Steingríms og Þóru, voru á svipuðu reki. Móðir þeirrar er þetta skrifar var yngsta barn Steingríms og Kristínar, Herdís Elín. Hún var nokkrum árum yngri en systurnar, dætur Þóru, og hlaut hún sem barn sérstaka athygli og umhyggju frænkna sinna en Val- gerður og systur hennar litu á Dís- ellu litlu sem dúkkuna sína! Sem barn naut svo undirrituð þess að heyra sögur af bernskuheimili móður sinnar og af frændgarðin- um; sleðaferðum til kirkju um há- vetur í snjónum þar sem hestum var beitt fyrir og bjöllur klingdu, lautartúrum að sumri með nest- iskörfur og ferðum í Skógarselið í Vaglaskógi, söng og spileríi. Val- gerður og systurnar komu þar mik- ið við sögu. Þegar mig sem unga manneskju þyrsti í að heyra enn frekar um og VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Valgerður Þor-steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 25. maí 1914 en ólst upp á Akureyri. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 19. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 27. des- ember. fá innsýn í fleiri hliðar í fari móðurfólks míns og umhverfi þess var Valgerður örlát að vanda og rík upp- spretta heimilda um líf og örlög formæðra og -feðra. Í þeim sögn- um naut frásagnar- hæfileiki hennar og dramatísk lund sín vel. Í Valgerði bjó hæfileiki til barns- legrar hrifni og ein- stakt næmi á fólk og umhverfi. Það var henni í blóð borið og eiginlegt alla tíð. Mér eru minnisstæðar margar myndir af Valgerði – oft eru þær í tengslum við eins konar lautartúra, í íslenskri eða danskri náttúru: Valla frænka í heimsókn í Mýrdal, alsæl í sandfjörunni við Reynis- dranga í rokinu og rigningunni með hattinn sinn og dömuveskið: „– drottinn minn hvað þetta er dásamlegt!“ Skopskynið skorti heldur ekki. Á heimili hennar og Steingríms J. Þorsteinssonar mátti sjá ákaf- lega vel valið safn íslenskrar mynd- listar frá fyrri hluta 20. aldar, þar fór fram umræða um bókmennta- verk í samtíma og fortíð – svo ekki sé minnst á tónlistina sem alla tíð var yndi Valgerðar og ástríða. Þegar ég hleypti heimdraganum frá Akureyri var heimili Valgerðar í Reykjavík mér opið. Hjá Valgerði naut ég elsku og ástúðar eins og væri ég ein af dætrum hennar. Við Sigrún yngsta dóttir hennar urðum – okkur sjálfum til undrunar og gleði – samstiga í meðgöngu og fæðingu frumburða okkar sumarið 1977 og varð það til að treysta tengslin enn frekar. Áhugi og gleði Valgerðar yfir börnunum var ævinlega hjartanleg. Hún var óspör á aðdáun og hvatn- ingu og leit á slíka uppörvun sem ómissandi við uppeldi barna – en ekki síður sem sjálfsagðan þátt í umgengni við manneskjur yfirleitt, ungar sem aldnar. Valgerður var manneskja sem bar gæfu til að varðveita lífsgleði sína og koma auga á fegurð í öllu og öllum – svo lengi sem hún lifði. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð. (Matthías Jochumsson.) Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta samvista við elsku frænku mína. Blessuð sé minning hennar. Þóra Sigurðardóttir. Elsku mamma mín, það að hafa eignast svona yndislega móður, svo blíða og góða, er ekki öllum gefið. Ég kvaddi þig á mánudegi og daginn eftir kvaddir þú þennan heim. Við söknum þín öll. Ég veit þið Sylvía hafið tekið vel á móti elsku Sigga okkar og nú er hann kominn til ykkar og þið getið spjallað saman á ný. Ég man þig og mun þér aldrei gleyma. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Ég bið góðan Guð að styrkja pabba. ÓLÖF SIGURBORG SYLVERÍUSDÓTTIR ✝ Ólöf SigurborgSylveríusdóttir fæddist 6. júlí 1921. Hún lést á heimili sínu 2. október 2001 og var úför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 10. október 2001. Ég veit að innst í huga mér er draumur helgaður þér og að hvert kvöld sem ég lifi mun ég minnast þín. Þó lífið haldi áfram er eitthvað breytt í mér. Korn sem þú sáðir í huga minn er sprungið út og orðið að draumi. (Salka.) Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín, mamma mín. Þín dóttir, Björg Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.