Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 17
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is Traust menntun í framsæknum skólum Allir félagsmenn í FBM fá afslátt af námskeiðum sem tilheyra prenti eða margmiðlun. Spennandi námskeið við allra hæfi I ð n s k ó l i n n í R e y k j a v í k , s e m e r s t æ r s t i f r a m h a l d s s k ó l i l a n d s i n s b ý ð u r f r a m f j ö l b r e y t t , s p e n n a n d i o g h a g n ý t t n á m í k v ö l d s k ó l a . 3DS MAX GRUNNNÁMSKEIÐ 36 kennslust. Grunnnámskeið í notkun forritsins. Vinnuumhverfi, helstu áhöld og tæki forritsins kynnt. Farið er í einfalda þrívíddarvinnslu í forritinu og miðað við að nemendur geti búið til einfalt þrívíddarverk. Tími: Mán. og mið., 3.–24. mars, kl. 17.30–21. Verð: 39.000 kr. SKÖNNUN OG GEYMSLA MYNDA 15 kennslust. Kennd er skönnun mynda, lagfæring mynda í Photoshop myndvinnsluforritinu og hvernig best er að vista myndir þannig að þær hæfi til notkunar í mismunandi forritum. Tími 6. og 7. mars, kl. 18.–20.30 og 8. mars, kl. 9–14. Verð: 18.000 kr. TÖLVUTEIKNING Í FREEHAND 20 kennslust. Farið er í helstu grunnþætti forritsins, áhöld, tæki, valmyndir og sniðglugga. Möguleikar forritsins kannaðir, sérstaklega með tilliti til uppsetningar og hönnunar einfaldra prentgripa. Einnig kannaðir möguleikar tölvuteiknunar til hreyfimyndagerðar. Tími: 17.–20. feb., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. HVERNIG Á AÐ BÚA TIL MARGMIÐLUNARDISK? 20 kennslust. Farið í hvernig margmiðlunardiskur er samsettur og gefinn út. Stuðst er við forritið Macromedia Director Shockwave Studio 8.5. Vinnuumhverfi þess, helstu áhöld og tæki kynnt. Þátttakendur vinna með ólíka miðla og samþætta þá á einni tímalínu auk þess sem grunnatriði hreyfimynda- gerðar eru kynnt. Tími: 17.–20. feb., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. MYSQL GAGNAGRUNNUR 20 kennslust. MySql gagnagrunnurinn er geysiöflugur og margverðlaunaður. Á þessu námskeiði kynnumst við hvernig hann er notaður í samhengi með PHP vefforritunarmálinu. Undirstöðuatriði SQL fyrirspurnarmálsins verða kennd. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að geta forritað gagnagrunnstengdan vef! Nemendur þurfa að hafa lokið námskeiði í PHP vefforritun áður en þeir koma á þetta námskeið. Tími: 3.–6. mars, kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. PHP VEFFORRITUN 20 kennslust. PHP er mjög vinsælt vefforritunarmál. Á þessu námskeiði kynnumst við hvernig gera má heimasíður mun öflugri með notkun PHP. Kenndar verða helstu undirstöður málsins. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa haldgóð tök á PHP og vera tilbúnir í heim PHP vefforritunar. Tími: 24.–27. feb., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. LITASTÝRING 10 kennslust. Námskeið í litstýringu í tölvuforritum með notkun ICC prófíla. Fjallað verður um grunnatriði í litateóríu, mismunandi módel litarýma (HSB, Lab, CMYK, RGB), stöðluð RGB vinnslurými, umreikningu litagilda milli litarýma, meðhöndlun lita sem falla utan litarýmis (out of gamut), hvernig hægt er að láta tölvuskjáinn líkja eftir útkeyrslutækjum, litgreiningu fyrir prent o.fl. Aðallega er fjallað um litstýringu með hliðsjón af myndvinnslu í Photoshop. Tími: 3.–6. mars, kl. 17.30–21. Verð: 12.000 kr. PHOTOSHOP FYRIR LJÓSMYNDARA 20 kennslust. Kennd undirstöðuatriði stafrænnar myndatöku, flutningur mynda í tölvu, flokkun mynda í myndbankaforrit, stafræn myrkrakompuvinna í Photoshop og útprentun ljósmynda. Fjallað verður um kosti og galla skráarsniða (Tiff, Jpeg, Raw), litastillingar í Photoshop, 16 bita myrkra- kompuvinnu, vs. 8 bita myrkrakompuvinnu, reduseringu mynda og samsetningu mynda. Tónaskali teygður með því að sameina dökka og ljósa mynd í eina góða og margt fleira. Tími: Mán. og fim., 17.–27. mars, kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. ACROBAT DISTILLER 20 kennslust. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum grundvallarfærni í notkun forritsins Acrobat og vistun skjala á PDF sniði. Í öllum helstu forritum er hægt að vista forrit þannig að eftir meðhöndlun í Acrobat getur hver sem er skoðað og prentað út skjöl svo framarlega sem hann hefur Acrobat Reader forrit sem dreift er ókeypis. Tími: 17.–20. feb., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. HLJÓÐVINNSLA 20 kennslust. Kennt verður á tvö forrit, SoundForge, sem er tveggja rása kerfi, og Vegas, sem er fjölrásakerfi. Farið verður í hljóðsetningu og tónlistarframleiðslu og hvernig þessi ferli eru. Auk þess verður farið í grunnhugtök í hljóðvinnslu; hljóð, hljóðstyrk, bylgjulengdir og stafræna og hliðræna tíðni, auk dæma og verkefna. Tími: 7.–10. apr., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. AUGLÝSINGAGERÐ FYRIR SJÓNVARP 36 kennslust. Farið í hreyfimyndagerð og ýmsa grafík til að búa til efni fyrir sjónvarp, margmiðlunardiska og veraldarvefinn. Videoefni er tekið inn í tölvuna í gegnum klippiforritið Videofactory og það unnið í eftirvinnsluforritinu AfterEffects með því að blanda saman texta, hljóði og ljósmyndum sem eru unnar í myndvinnsluforritinu Photoshop. Tími: Þri. og fim., 4.–25. mars, kl. 17.30–21. Verð: 39.000 kr. STAFRÆNA MYNDBANDSTÖKUVÉLIN 20 kennslust. Farið yfir tæknileg grundvallaratriði upptökuvélarinnar og þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á myndatökum undir leiðsögn kennara. Helstu möguleikar upptökuvéla þátttakenda eru kannaðir. Farið yfir praktísk atriði varðandi upptökuatriði til að auðvelda þátttakendum eftirvinnslu. Tími: 7.–10. apr., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. GRAFÍSK HÖNNUN 20 kennslust. Veitt er innsýn í notkun myndmáls við að koma upplýsingum á framfæri á skilmerkilegan og áhrifaríkan hátt og farið verður í myndbyggingu og notkun lita og leturs í tölvuumhverfi. Tími: 10.–13 mars, kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. MYNDVINNSLA Í PHOTOSHOP 20 kennslust. Photoshop er yfirburðaforrit til alhliða myndvinnslu, myndlagfæringa, litleiðréttinga og mynda- samsetningar fyrir skjá- og prentmiðla, skapandi myndvinnslu og grafískrar hönnunar. Farið er í helstu grunnþætti, áhöld, tæki og valmyndir forritsins svo að þátttakendur öðlist skilning á myndvinnslu í tölvum og kynnist möguleikum forritsins. Tími: 17.–20 feb., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. FLASH GRUNNNÁMSKEIÐ 20 kennslust. Möguleikar lifandi vefsíðna með hreyfimyndum kannaðir. Vinnuumhverfið, helstu áhöld og tæki kynnt. Kynntir möguleikar gagnvirkra hreyfimynda á vefnum. Uppsetning, útgáfa og dreifing eru einnig þættir sem farið verður í. Tími: 10.–13. mars, kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. QUARKXPRESS, grunnnámskeið 20 kennslust. Markmið námskeiðisins er að veita þátttakendum grundvallarkunnáttu og færni í tölvuumbroti, þannig að þeir geti notað einfaldar hönnunarreglur. Farið er í valmyndir, sniðglugga, áhöld, tæki, síðuröðun, gerð myndreita, leturstillingar o.fl. Tími: Mán. og mið., 24. feb.–5. mars, kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. QUARKXPRESS, framhaldsnámskeið 20 kennslust. Framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru búnir með grunnnámskeið í QuarkXPress eða hafa grunnþekkingu á notkun forritsins. M.a. er farið í textaflutning, söfn, stílsnið og liti. Tími: Mán. og mið., 24. mars–2. apr., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. VEFSMÍÐI 20 kennslust. Farið er í smíði og viðhald vefsvæða, í XHTML kóða og með forritinu Dreamweaver. Smíðaðar frá grunni vefsíður sem virka í öllum vöfrum. Grunnatriði vefskipulags með notagildi og skýrt viðmót haft að leiðarljósi. Allar helstu skipanir XHTML, með áherslu á notkun taflna. Grunnur CSS (stílsniða) við textaumbrot vefsíðna. Grunnatriði Dreamweaver, möguleikar og takmarkanir. Kennd myndvinnsla fyrir vefinn og leiðir til að smíða grafík sem er létt í flutningi. Ítarleg handbók um vefsmíðar fylgir með. Tími: 24.–27. feb., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. JAVA 50 kennslust. Farið er í alla helstu tækni og tæki sem þarf til vefsmíða; uppsetningarmálið XHTML, Nemendur læra undirstöðuatriði í forritunarmálinu Java og venjast skynsamlegum vinnubrögðum við mótun og framsetningu forrita í hlutbundinni forritun og kynnast forritaumhverfi sem er óháð stýrikerfi og vélbúnaði. Tími: Mið, 5. feb.–9. apr., kl. 18–21. Verð: XX.000 kr. DELPHI 70 kennslust. Kennd eru grunnhugtök Delphi forritunar:, gagnagrunnstengingar, villumeðhöndlun, gerð íhluta, COM íhlutir, dreifð gagnavinnsla í gegnum netið o.fl. Nemendur öðlast kunnáttu í að forrita hugbúnaðarlausnir. Námskeiðið hentar þeim sem lokið hafa forritunarsérsviði tölvufræðibrautar Iðnskólans í Reykjavík eða sambærilegu námi. Námskeiðinu lýkur með prófi sem gefur alþjóð- lega prófgráðuna Certified Delphi Programmer. Tími: Þri., 4. feb.–8. apr., kl. 18–22. Verð: 70.000 kr. G Ú S T A -0 1 -2 0 0 3 í Tölvuhúsi Iðnskólans í Reykjavík VEFHÖNNUN 100 kennslust. Farið er í alla helstu tækni og tæki sem þarf til vefsmíða; uppsetningarmálið XHTML, mynd- vinnslu fyrir vefinn, notkun vefforrita á borð við Dreamweaver og hreyfimyndagerð með Flash. Helstu vinnuferlum í vefsmíði gerð skil og nemendur byggja upp sinn eigin vef sem þeir geta verið stoltir af. Tími: Mán. og mið. 17. feb.–23. apr., kl.17–20.40. Verð: 92.000 kr. TYPOGRAFIA 20 kennslust. Farið verður í gegnum letursögu, notkun leturs og útlit leturflatar. Tími: 7.–10. apr., kl. 17.30–21. Verð: 24.000 kr. Vefslóð fyrir námskeiðin www.ir.is/namskeid Innritun hefst mánudaginn 27. janúar í síma 522 6500 og stendur alla virka daga kl. 9–16. Einnig á namskeid@ir.is Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.mm.ir.is • mm@ir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.