Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR allmörgum árum var ég orð- in nokkuð feit, sem þætti þó líklega ekki mjög mikið nú til dags, þegar stór hluti þjóðar- innar er orðinn of feitur. Ég frétti af svonefndum „Atkins“-megr- unarkúr, sem var auðveldur kúr – borða allt nema kolvetni, mikið kjöt og gjarnan feitt, rjóma og jafnvel súkkulaði. Hvað gat það verið betra? Þetta gekk vel, eftir tvo mánuði var ég komin niður í kjörþyngd – orðin tíu kílóum léttari. Ég ákvað að fara til London í sum- arfrí og fata mig upp, öll mín föt voru orðin hólkvíð. M.a. keypti ég mér millibláa, skærlita dragt. Á þessum árum var ég ljósrauðhærð og sló gylltum bjarma á hárið. Ég bjó hjá systur minni og var boðin í veislu til enskrar tengdamóður hennar, sem hafði aldrei séð mig áður og ég klæddi mig upp á og fór í bláu dragt- ina. Tengdamamman leit á mig og sagði með aðdáun í svipnum: „You look just like a fairy“ (þú lítur út eins og álfkona). Nú var álfakroppurinn mjói heldur betur ánægður með sig. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ég bjó í úthverfi London og fór með lest inn í bæ nær daglega og naut þess að sýna mig og skoða það mark- verðasta sem London hafði upp á að bjóða. Á leiðinni heim í lestinni maul- aði ég Cadbury’s súkkulaði og lakkr- ískonfekt, sem nú var ekki lengur „bannvara“. Á eftir lá ég yfirleitt kófsveitt og vansvefta hálfa nóttina út af kviðverkjum. Þegar heim kom leitaði ég læknis og kom þá í ljós að ég var komin með stærðar gallstein, sem var fjarlægð- ur fljótlega. En þó steinninn hyrfi, hvarf þó aldrei óþol mitt fyrir feitum mat, og hefi ég síðan sérhæft mig í að búa til fitulítinn en þó ekki fitulausan mat. Í kjölfar þessa fór ég í Kenn- araháskólann og tók matreiðslu og þar með næringarfræði sem valgrein og hefi fengist við kennslu í skólum og á námskeiðum með hollan, fitulít- inn en þó bragðgóðan mat að leið- arljósi. Ég hefi skrifað mikið um mat, bæði bækur og um áraraðir þátt í Morgunblaðið. Ég get ekki hugsað mér lífið án góðs matar. Ég hefi sagt fáum frá þessar reynslu minni af „Atkins-kúrnum“ af þeirri einföldu ástæðu að ég skamm- ast mín fyrir að fara í svona vitleys- islega megrun. KRISTÍN GESTSDÓTTIR, rithöfundur og kennari, Grænagarði, 212 Garðabæ. „Atkins“-megrunarkúrinn og álfakroppurinn mjói Frá Kristínu Gestdóttur Kristín Gestsdóttir ALLIR eru sammála um mikilvægi þess að hafa öfluga tollgæslu á Ís- landi. Við heimkomu í Leifsstöð sér maður iðulega fíkniefnahund með tollþjónum á vaktinni. Þakkarvert er hve ötullega er staðið gegn þeirri vá sem fíkniefnin eru, með skipulögðum aðgerðum gegn innflutningi þeirra. Nauðsynlegt er að skapa tollgæsl- unni eins gott starfsumhverfi og unnt er. Þriðjudaginn 21. janúar heyrði ég á Rás 2 yfirdýralækni og Sigmar B. Hauksson ræða um reglur sem gilda um innflutning matvæla til Íslands. Í samræðum þeirra kom m.a. fram að bannað er að flytja inn ógeril- sneydda osta til Íslands. Geti menn ekki fært sönnur á að osturinn sem þeir hafa undir höndum við heim- komu sé gerilsneiddur, annaðhvort með umbúðum eða heilbrigðisvott- orði, eru þeir í vondum málum. Það er hreint með ólíkindum að innflutningur á hollum og ljúffeng- um matvælum geti komið manni á bekk með fíkniefnasmyglurum. Ís- lenskir ferðamenn munu ekki taka með sér mikið af ostum til landsins núorðið, enda gott framboð af ostum í íslenskum verslunum. Mjög lítið af þeim ostum sem í boði eru í Evrópu, einkum norðurhluta álfunnar, eru ógerilsneyddir. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í ummælum Sigmars er það innan við 3%. Trúlega er það með ostana eins og annað að fólk kaupir sér smávegis með heim af einhverju sem það hefur bragðað og þótt gott. Ostar eru fluttir inn. Erlend sendiráð geta flutt inn matvæli án eftirlits. Heilt bæjarfélag á Miðnes- heiði hefur um áratugaskeið flutt inn öll þau matvæli sem neytendur þar hafa girnst og gerir enn. Erlendir ferðamenn sem koma með Norrænu á eigin bílum hafa margir hverjir með sér töluvert magn matvæla og þar á meðal osta. Síðast en ekki síst eru ostar fluttir inn og seldir hér í verslunum, en á þá eru lagðir okur- tollar. Því er vandséð ástæða til þess að hafa þessa reglugerð um bann við innflutningi á gerilsneyddum ostum. Reglugerðin gerir ferðafólki ókleift að kaupa osta erlendis, þar sem al- mennt stendur ekki á ostum hvort þeir eru gerilsneyddir eður ei. Framleiðendur í Bretlandi og Dan- mörku telja það ónauðsynlegt þar sem nánast allir ostar eru framleidd- ir úr gerilsneyddri mjólk. Ég vil því skora á yfirdýralækni að beita sér fyrir því að þetta ákvæði verði fellt niður og ferðafólki gert kleift að kaupa sér örfáa osta erlendis. Þessi reglugerð er ónauðsynleg, hún skap- ar óþarfa vinnuálag á tollgæsluna í Keflavík sem hefur sannarlega þarf- ari verkefnum að sinna, ergir sak- lausa ferðamenn og hefur ekkert sóttvarnargildi þar sem hættan á því að ferðamenn taki með sér ógeril- sneydda osta til landsins er hverf- andi. ÖRN SVAVARSSON, Sundaborg 1, 104 Reykjavík. Sælkerar á bekk með fíkniefnasmyglurum Frá Erni Svavarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.