Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERT hefur veriðrætt um fátækt undan-farnar vikur og því haldiðfram að fátækt hafi auk-ist hér á landi og hana sé að finna hjá breiðari hópi fólks en áð- ur. Ef við skoðum mismunandi skil- greiningar á hvað er fátækt og lítum á nokkrar íslenskar rannsóknir á fá- tækt þar sem beitt er ólíkri aðferða- fræði við rannsóknirnar auk þess að tala við ýmsar hjálparstofnanir, þá dylst engum að til eru fjölskyldur og einstaklingar hérlendis sem búa við sára fátækt. Að sögn Guðnýjar Bjarkar Eydal, lektors í félagsráðgjöf við HÍ, hafa hefðbundnar skilgreiningar á fátækt fram til þessa tekið fyrst og fremst tillit til tekna. Seebohm Rowntree, breskur brautryðjandi á sviði fátækt- armælinga, skilgreindi í rannsókn sinni árið 1899 svokölluð algild fá- tæktarmörk (absolute poverty line). Hann bjó til lista yfir það sem hann taldi nauðsynlegt til framfærslu. Þeir sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyr- ir þeim nauðsynjum töldust fátækir. Harpa Njáls félagsfræðingur skil- greinir í nýrri rannsókn sinni á fá- tækt á Íslandi slík algild fátæktar- mörk. Harpa hefur á grundvelli gagna frá Ráðgjafarstofu heimilanna og fleiri opinberum aðilum þróað mælikvarða sem segir til um lág- marksútgjöld. Reiknar hún út hverjir falla undir hin skilgreindu fátæktar- mörk. Í því skyni athugaði hún hvort sú lágmarksframfærsla – þ.e. lág- markslaun og lágmarksbætur – sem greiddar eru af hálfu ríkis og sveitar- félaga, dugi fyrir þeim þáttum sem ríkið hefur skilgreint að fólk þurfi til að lifa af. Í leiðbeiningum félagsmála- ráðuneytisins frá því í nóvember 1996 kemur fram hvaða þættir eru álitnir nauðsynlegir einstaklingum til þess að framfleyta sér: Allir eigi að geta keypt sér fæði, klæði, hreinlætis- og snyrtivörur, heimilisbúnað, lyf og læknishjálp. Þeir eigi að geta greitt afnotagjald af síma og ríkisútvarpi, hita og rafmagn, dagvistarkostnað fyrir eitt barn, húsaleigu eða eðlileg- an húsnæðiskostnað og staðið undir kostnaði af rekstri bifreiðar. Komst hún að þeirri niðurstöðu að það vant- aði um 40 þúsund krónur upp á þær bætur sem hið opinbera ætlaði ein- staklingi til að lifa af á mánuði ef ætti að fara eftir leiðbeiningum félags- málaráðuneytisins. Þegar rannsókn- in var gerð var fullur lífeyrir frá rík- inu um 63 þúsund krónur á mánuði en útgjöldin, þ.e.a.s. lágmarksfram- færslukostnaður einstaklings – allt það sem ríkið hefur skilgreint að eng- inn í velferðarkerfinu skuli vera án – var rúmar 100 þúsund krónur. Á þetta jafnt við um einstaklinga, hjón eða einstætt foreldri. Hve margir fátækir hér á landi? Hins vegar hafa verið þróuð svo- kölluð afstæð fátækramörk, stundum nefnd hlutfallsleg fátæk (relative pov- erty line). Algengast er samkvæmt þeirri aðferð að skilgreina einstakling sem fátækan ef tekjur hans eru lægri en 50% af meðaltekjum viðmiðunar- hópsins. Hér er fyrst og fremst verið að greina tekjudreifingu. Samkvæmt þessari skilgreiningu er það allt ann- að að vera fátækur á Íslandi eða í Afr- íku. Þá er það að vera fátækur á Ís- landi nú á dögum allt annað en að vera hér fátækur á síðustu öld svo dæmi séu tekin. Það sem skiptir máli í þessum samanburði er staða heim- ilisins eða einstaklingsins í saman- burði við mikinn meirihluta manna eða heimila í hlutaðeigandi þjóðfélagi. Félagsfræðingarnir dr. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson beittu slíkri afstæðri skilgreiningu í nor- rænni samanburðarrannsókn á fá- tækt og kom út í bók sem heitir Ís- lenska leiðin. Þeir skilgreindu fátæktarmörk við 50% af meðal ráð- stöfunartekjum, að teknu tilliti til mismunandi framfærslukostnaðar af einstökum fjölskyldumeðlimum. Könnun þeirra leiddi í ljós að árið 1988 bjuggu tæplega 8% íslensku þjóðarinnar við fátækt. Árið 1997–8 voru mælingarnar endurteknar og þá reyndust 6,8 % búa við fátæktar- mörk. Tölurnar fyrir Ísland voru hærri en sambærilegar tölur fyrir önnur Norðurlönd: Í Danmörku reyndust 5,3% vera undir fátæktar- mörkum, í Finnlandi, 4,1, Noregi 3,5 og Svíþjóð 4,9. Því miður hafa slíkar rannsóknir ekki verið gerðar reglu- lega og því óhægt um vik að meta hvort fátækt samkvæmt ofangreindri skilgreiningu hefur aukist. Það er líka forvitnilegt að skoða í þessu samhengi hverjar ráðstöfunar- tekjur lágtekjufólks á Norðurlöndun- um voru þegar könnunin var gerð, þ.e. þeirra sem tilheyra lægstu 25% tekjuþega í hverju landanna árið 1996. Kom í ljós að ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks í hópi lág- tekjufólks voru 16–35% hærri á hin- um Norðurlöndunum en á Íslandi, og hjá einhleypum er munurinn enn meiri, eða frá 31–48%. Hæstar voru ráðstöfunartekjur launafólks í Dan- mörku, þá komu Norðmenn og Svíar, síðan Finnar og Íslendingar sem ráku lestina. Af þessu má sjá að af- koma lágtekjufólks var á þessum tíma lakari á Íslandi en í hinum nor- rænu löndunum og láglaunahópurinn stærri hér á landi. Segir í niðurstöð- um könnunarinnar að meginskýring- in á þessari útkomu liggi í starfsemi almannatrygginga í löndunum og þeim mun sem er á upphæð lífeyr- isgreiðslna lágtekjufólks. Ef skoðaðar eru tölur frá Þjóð- hagsstofnun fyrir árið 2000 þá voru meðaltekjur framteljenda 25 ára og eldri 192.000. krónur á mánuði. 12,6% landsmanna voru undir hálfum mið- tekjum. Inn í þessari tölu eru bæði einstaklingar og hjón. Þetta þýðir að hver og einn lifði af rúmum 90 þúsund krónum á mánuði. Sveitarfélögum er ætlað að tryggja íbúum rétt til fjárhagsaðstoðar en sveitarfélög setja sér sjálf reglur og ákveða upphæðir fjárhagsaðstoðar. Bent hefur verið á að rétt sé að leggja viðmiðunarmörk fjárhagsaðstoðar að jöfnu við fátæktarmörk. Því sam- félagið hafi með þeim hætti skilgreint hvað þurfi til nauðþurfta og að þeir sem leiti eftir slíkri aðstoð hafi einnig sjálfir skilgreint sig sem fátæka þeg- ar þeir ákveði að sækja um fjárhags- aðstoð. Guðný Björk Eydal, sem hef- ur borið saman fjárhagsaðstoð í mismunandi sveitarfélögum, segir að varað sé við að setja jafnaðarmerki á milli þessara hópa og bendir á að margir sem búi við fátækt sæki ekki um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þá sé einnig mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélög skilgreina upphæðir fjár- hagsaðstoðar í reglum sínum með til- liti til upphæða almannatrygginga og lægstu launa, að öðrum kosti yrði það hlutskipti sveitarfélaga að greiða ábót á tryggingar og laun til íbúa. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands fengu 5.625 fjölskyldur/heimili greidda fjárhagsaðstoð frá sveitar- félögum árið 1997 en 4.289 árið 2000. Tvöfalt fleiri konur en karlar undir fátæktarmörkum Spurt hefur verið hvar fátæktina sé helst að finna. Niðurstöður Nor- rænu samanburðarrannsóknarinnar á fátækt sem dr. Stefán Ólafsson pró- fessor við félagsvísindadeild stýrði hérlendis leiddi í ljós að tvöfalt fleiri konur en karlar eru undir skilgreind- um fátæktarmörkum. Var hlutfallið mun hærra í yngstu aldurshópunum en í eldri hópunum. Hafði orðið mikil breyting á þessu frá því tíu árum áður en þá var hlutfallið fyrir eldri borgara mun hærra. Af- koma eldri borgara er sífellt að batna og ástæðan er sú að starfstengdu líf- eyrissjóðirnir eru á hverju ári að færa nýjum eftirlaunamönnum betri rétt- indi en þeir höfðu sem fyrr komu á eftirlaunaaldurinn, að sögn Stefáns. Í niðurstöðum könnunarinnar seg- ir ennfremur að þegar á heildina er litið séu það einstæðir foreldrar og námsmenn sem eru í mestri hættu á að lenda undir fátæktarmörkum, því um 31% fólks í þessum hópum er með ráðstöfunartekjur undir mörkunum. Næstalgengast er þetta meðal þeirra sem eru atvinnulausir og fólks sem er ekki í launaðri vinnu (samanlagðir þeir sem eru frá vinnu vegna veik- inda, hættir vegna aldurs, í fríi eða at- vinnulausir, í námi eða heimavinn- andi). Þá koma þeir sem starfa í landbúnaði og loks einhleypir án barna. Segir ennfremur að líkurnar á því að vera undir fátæktarmörkum séu þannig bundnar við sérhópa. Ein- stæðir foreldrar eru langoftast konur og er það ein meginskýringin á því að fátækt er algengari meðal kvenna al- mennt en meðal karla. En einnig að konur lifa að jafnaði lengur en karlar og þær hafa sjaldnar unnið sér inn góð lífeyrisréttindi í starfstengdu líf- eyrissjóðunum á starfsævinni. Þær þurfa því oftar að reiða sig alfarið á bætur almannatrygginga og lenda þá oft í lægstu tekjuhópunum. Þeir sem eru atvinnulausir og fólk sem ekki getur unnið vegna örorku eða veik- inda er einnig oft í erfiðri stöðu fjár- hagslega. Lágtekjufólk og atvinnu- lausir sem hafa stórar fjölskyldur á framfæri sínu eru í mikilli hættu á að vera undir fátæktarmörkunum, þ.e. þegar saman fara lágar tekjur og stór fjölskylda. Fólk í þessum ofan- greindu þjóðfélagshópum býr að öðru jöfnu við hvað kröppust kjör í ís- lenska velferðarríkinu nú á dögum. Tekið er fram í niðurstöðum könn- unarinnar að rétt sé að hafa í huga að fyrir námsmenn sem hafa litlar fram- færslutekjur er oftast um tímabundið ástand að ræða, því námsárin hjá langskólafólki eru venjulega undir- búningstími fyrir starfsferil á meðal- tekjum eða á hærri tekjustigum, og að auki er algengt að foreldrar að- stoði börn sín á skólatímanum, með einum eða öðrum hætti. Þá eru margir bændur undir fá- tæktarmörkum, vegna erfiðra rekstr- arskilyrða í sumum greinum land- búnaðar, en staða þeirra er ekki sambærileg við stöðu þeirra sem þurfa að þreyja þorrann á fram- færslubótum almannatrygginga eða á fjárhagstaðstoð frá félagsþjónust- unni segir í niðurstöðum rannsókn- arinnar. Svo virðist sem færst hafi aukin breidd í þennan hóp, að sögn Stefáns Ólafssonar. Því umtalsverðar upp- sagnir hafi orðið í þjónustugeira upp- lýsingatæknifyrirtækja sem fóru fram úr sér í vextinum á uppsveifl- unni. Einnig hafi orðið uppsagnir hjá ýmsum sérhópum eins og hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Hér er í flest- um tilvikum um langskólagengið fólk að ræða sem fram til þessa hefur ver- ið fremur fáséð á atvinnuleysisskrá. Barnafólk verst sett Harpa Njálsdóttir tekur fram í rannsókn sinni á fátækt að vandinn komi ekki síst í ljós þegar hópur eins og barnafólk sé skoðaður sérstak- lega. Segir hún að barnabótakerfinu sé ætlað að standa á bak við barnafólk og börn í íslensku samfélagi en sú sé ekki alltaf raunin. „Árið 1997 voru skerðingar lagðar á barnabætur af fullum þunga. Barnabætur byrjuðu að skerðast þegar einstætt foreldri var komið með rúmar 53 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 2001. Brestir í velferðarkerfinu Hvað er fátækt og hvernig er hægt að mæla umfang og einkenni hennar í velferðarríkjum nútímans? Hildur Einarsdóttir skoðaði fátækt frá ýmsum hliðum og komst að því að hluti landsmanna á ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.