Morgunblaðið - 26.01.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 33
flokknum, heldur einnig hreyfingunni, sem barð-
ist fyrir auknum réttindum blökkumanna, röðum
þeirra, sem voru í andstöðu við stríðið í Víetnam
og kvenréttindahreyfingunni. Þegar þessar um-
fangsmiklu njósnir komu í ljós voru samþykkt
ýmis höft á njósnir bæði FBI og CIA.
Grefur undan
mannréttindum
um allan heim
Human Rights Watch
gaf fyrr í mánuðinum
út skýrslu þar sem
fjallað er um stöðu
mannréttinda í heim-
inum. Þar eru Banda-
ríkin harðlega gagnrýnd og sagt að Bandaríkja-
stjórn hafi tilhneigingu til að líta einkum á
mannréttindi sem hindrun í baráttunni gegn
hryðjuverkum og það væri hættuleg afstaða. „Ef
sameiginleg gildi víkja fyrir samskiptum, sem
byggjast á valdi einu saman mun heimurinn
hverfa aftur til forneskjulegrar skipunar í anda
Hobbes. Það þjónar hvorki langtímahagsmunum
Bandaríkjanna né annarra.“ Kenneth Roth,
framkvæmdastjóri samtakanna, tók sérstaklega
fram að Bandaríkjamenn væru að sjálfsögðu
ekki verstu mannréttindabrjótarnir: „En Banda-
ríkjastjórn er orðin það valdamikil að þegar hún
virðir ekki mannréttindi grefur það undan mann-
réttindamálstaðnum um allan heim.“
Fyrr í mánuðinum kom einnig út sænsk
skýrsla þar sem lýst er yfir áhyggjum af því að
stríðið gegn hryðjuverkum sé að ýta mannrétt-
indum til hliðar. Um er að ræða skýrslu, sem
sænskir sendiherrar taka saman og tekur til 185
landa. Hingað til hafa skjöl þessi ekki verið birt,
en Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar,
sagði að ákveðið hefði verið að gera þau opinber
til að leggja aukna áherslu á mannréttindi.
Bandaríkjamenn eru ekki einir um að veita
auknar heimildir til eftirlits og aðgerða með
þeim rökum að það sé nauðsynlegt í baráttunni
gegn hryðjuverkum. Um alla Evrópu er verið að
auka heimildir yfirvalda til að hlera símtöl og
önnur samskipti og fylgjast með tilfærslum ein-
staklinga á bankareikningum. Um leið er talað
um að bilið milli hefðbundinnar lögreglu og
starfa leyniþjónusta sé að minnka. Fyrir viku
fjallaði belgíska þingið til dæmis um lög sem
myndu leyfa njósnastofnunum að fylgjast með
rafrænum samskiptum og jafnvel lesa póst
heima fyrir, en belgíska leyniþjónustan hefur
ekki mátt gera það áður. Annars staðar í heim-
inum er einnig verið að herða eftirlit og lög-
gæslu, oft á stöðum þar sem aðhald var ekki mik-
ið fyrir.
Frá því að herferðinni gegn hryðjuverkum var
hleypt af stokkunum eftir árásirnar á Bandarík-
in 11. september 2001 hafa ýmsir haft áhyggjur
af því að ýmis ríki með vafasaman feril í mann-
réttindamálum gætu skotið sér hjá gagnrýni og
afskiptum með því að heita fullu samstarfi við
Bandaríkjamenn í þeirri viðleitni að uppræta
hryðjuverk. Í því sambandi hefur verið bent á
framferði Rússa í Tétsníu, þar sem að margra
mati hafa verið framdir miklu svívirðilegri
stríðsglæpir en nokkru sinni í gömlu Júgóslavíu
án þess að umheimurinn skærist í leikinn.
Tengsl, sem virðast vera milli tétsenskra hryðju-
verkamanna og al-Queda, hafa ekki orðið til að
auka þennan þrýsting. Þó má nefna að mannrétt-
indadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir
sex mál þar sem rússneskir hermenn hafa verið
sakaðir um brot gegn Tétsenum. Rússnesk
stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir að málin
yrðu tekin fyrir á þeirri forsendu að hlutaðeig-
andi hefðu ekki leitað allra leiða heima fyrir, en
því var hafnað. Um er að ræða rússneska rík-
isborgara og er í ákærunum að finna ásakanir á
hendur rússneska hernum um pyntingar, aftök-
ur án dóms og laga og eyðileggingu á eignum
1999 og 2000.
Reglulegar
pyntingar
stundaðar í 70
löndum
Mannréttindi eru ekki
skraut, sem sett er
upp á tyllidögum, en
síðan pakkað niður
þess á milli. Sam-
kvæmt gögnum
mannréttindasamtak-
anna Amnesty International eru skráð tilfelli
pyntinga og illrar meðferðar fanga í rúmlega 130
löndum. Þar af eru slíkar aðferðir algengar og
viðvarandi í 70 löndum. Brotin eru ógeðfelld og
listinn langur. Hafa verið nefnd dæmi um allt frá
rafmagnslostum og húðstrýkingum til nauðgana.
Það getur verið að í einhverjum tilfellum sé hægt
að fá einstakling til að leysa frá skjóðunni með
því að pynta hann. Talsmenn þess að beita valdi
við yfirheyrslur nota dæmið um hryðjuverka-
manninn, sem komið hefur fyrir tifandi tíma-
sprengju á fjölförnum stað og eina leiðin til að
finna sprengjuna, gera hana óvirka og koma í
veg fyrir blóðsúthellingar er að pynta hann til
sagna. Það er hins vegar mjög stórt skref að
samþykkja pyntingar í ákveðnum tilvikum og
eftir það er auðveldara að halda áfram eftir hinni
hættulegu braut. Þá má ekki gleyma þeirri
hættu að yfirvöld pynti saklausan mann.
Þau ríki, sem beita kerfisbundnum pyntingum
geta vart talist aðlaðandi. Eitt þeirra, Írak, er
linnulaust í fréttum um þessar mundir. Helsta
markmið Bandaríkjastjórnar er að koma Sadd-
am Hussein, leiðtoga Íraks, frá völdum. Þegar
færð eru rök að því að steypa þurfi Hussein er
iðulega talað um ógnarstjórn hans, sem skirrist
ekki við að beita pyntingum. Varla er það mark-
mið okkar að nálgast þá stjórnarhætti, sem tíðk-
ast í Írak?
Við höfum einnig séð hvernig það getur leikið
þjóðfélag að hafa búið við stjórn, sem leyfir pynt-
ingar og aðrar slíkar ofsóknir á hendur borg-
urunum. Í þeim efnum má benda á Argentínu og
Suður-Afríku, sem hafa þurft að kosta ærnu til
að vinna sig út úr fortíðinni og eiga jafnvel enn
fullt í fangi með að gera hana upp.
Í fótspor Stóra
bróður og Stasi?
Bókin 1984 eftir
George Orwell fjallaði
um það hvernig eftir-
litsríkið brýtur niður
einstaklinginn. Hetjan í þeirri bók var ekki Stóri
bróðir þótt ætla mætti að sumir stæðu í þeirri
trú. Segja má að við búum nú þegar í þjóðfélagi
þar sem fylgst er með okkur við hvert fótmál.
Eftirlitið má hins vegar ekki verða algert. Í
Austur-Þýskalandi hafa menn sennilega komist
næst því að hafa algert eftirlit með borgurunum.
Höfuðstöðvar hinnar illræmdu lögreglu Stasi
voru til húsa í 41 byggingu. Að auki átti Stasi
1.181 hús þar sem hægt var að láta útsendara
fyrirberast, 305 sumarleyfishús, 98 íþróttamann-
virki og 18 þúsund íbúðir til funda með njósn-
urum. 97 þúsund manns unnu fyrir Stasi og var
aðeins herinn stærri vinnuveitandi. 2.171 maður
vann við að lesa póst, 1.486 manns unnu við að
hlera síma og 8.426 manns til viðbótar störfuðu
við að hlusta á símtöl og útvarpsútsendingar. Að
auki voru 100 þúsund virkir en óopinberir sam-
verkamenn og sennilega tíu sinnum fleiri, sem af
og til veittu uplýsingar. Hjá Stasi voru skýrslur
um sex milljónir manna. Stasi var skipt í 39
deildir og var þar á meðal ein deild, sem sá um að
fylgjast með öðrum félögum í Stasi. Skjalastafl-
arnir hjá Stasi vógu 62.500 tonn.
Nánast frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar
þar til járntjaldið féll var það markmið Vest-
urlanda að vinna gegn þeirri hugmyndafræði,
sem gat af sér ríkið, sem lýst er hér að ofan. Í
þeirri baráttu voru réttarríkið, frelsi einstak-
lingsins og virðing fyrir mannréttindum trompin
á hendi. Þegar sótt er að Vesturlöndum má það
ekki vera fyrsta verkið að fórna þeim réttindum,
sem við erum að verja. Þá er ekki aðeins verið að
veita ógnarstjórnum um heim allan skálkaskjól,
heldur eitra eigið samfélag. Það er óforsvaran-
legt að beita aðferðum á borð við pyntingar. Það
er óforsvaranlegt að draga fólk í dilka eftir upp-
runa. Það er óforsvaranlegt að svipta einstak-
linginn vörnum gegn því að ríkið sé með nefið of-
an í öllum hans málum. Hið opna samfélag er
styrkur en ekki veikleiki. Þeim styrk má ekki
fórna.
Morgunblaðið/RAX
Sól og skuggar í Háskóla Íslands.
Í þeirri baráttu voru
réttarríkið, frelsi
einstaklingsins og
virðing fyrir mann-
réttindum trompin á
hendi. Þegar sótt er
að Vesturlöndum
má það ekki vera
fyrsta verkið að
fórna þeim rétt-
indum, sem við er-
um að verja. Þá er
ekki aðeins verið að
veita ógnarstjórnum
um heim allan
skálkaskjól, heldur
eitra eigið samfélag.
Laugardagur 25. janúar 2003