Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 27 Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina. Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat og leika golf á góðum golfvöllum? Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Brottfarir eru 21. febrúar og 25. apríl.  Verð í brottför 21. febrúar er kr. 135.500 á mann í tvíbýli.  Verð í brottför 25. apríl er kr. 144.500 á mann í tvíbýli.  Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 15.000. Fararstjóri: Sigurður Pétursson, golfkennari. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgun- og kvöldverði, 8 vallargjöld og ein skoðunarferð. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. G LF í Túnis EITT fremsta leikhús Berlínarborg- ar, Schaubühne, stendur árlega fyrir alþjóðlegri hátíð F.I.N.D. þar sem ný leikverk eru kynnt. Hátíðin var haldin í þriðja sinn nú fyrir skömmu og áherslan þetta árið var á banda- ríska, norræna og hollenska leikrit- un. Englabörn eftir Hávar Sigur- jónsson var eitt þeirra leikrita sem valið var til sýningar á hátíðinni, en það var sett upp á síðasta leikári hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvöru. „Á þeim þremur árum sem hátíðin hefur verið haldin, hefur hún skapað sér ákveðið nafn, leik- húsfólk fylgist vel með því sem þar er kynnt og hátíðin er fjölsótt. Verk- in sem sýnd eru fá því talsverða kynningu.“ Englabörn voru færð upp í svið- settum leiklestri í þýskri þýðingu Magnúsar Diðriks Baldurssonar, en Hávar, sem var viðstaddur flutning- inn, segir að leikararnir hafi komist ansi langt með verkið á einnar viku æfingatíma. „Þau voru með leik- mynd, búninga og tónlist og ekki annað að merkja af viðbrögðum en að vel hefði tekist til, enda voru þetta frábærir leikarar.“ Thomas Ostermeier leikhússtjóri Schaubühne í Berlín segir að mikið líf sé í leikritun í samtímanum. „Við stóðum frammi fyrir því að hafa fleiri góð verk í höndunum en við gátum mögulega tekið inn á hátíð- ina. Bandaríkin voru mörgum leik- skáldum viðfangsefni. Pólitík virðist aftur komin inn í leikritun; og það er greinilegur áhugi á því hvernig ein- staklingnum vegnar gagnvart póli- tíkinni. Þá eru afbrigðilegar fjöl- skyldumyndir stöðugt viðfangsefni leikskálda, og þau verk voru mörg hver hlaðin dökkum húmor og höf- undar þeirra margir að leika sér með form í verkum sínum.“ Oster- meier nefnir Englabörn sem dæmi um þetta; þar sé tekið á sifjaspellum á furðulega kómískan og heillandi afskræmdan máta. „Þetta er er mjög myrkt verk, en þó fyndið, og áhorfendur brugðust líka einmitt þannig við því, – rétt eins og við höfðum vonast til. Áhorfendur voru greinilega bæði agndofa og heillaðir í senn af þeim undarlega heimi sem verkið sýnir.“ Thomas Ostermeier segir að í heild hafi hátíðin þó sýnt að í leikritun í dag séu margar spennandi og mjög sjálfstæðar raddir. Hinu viðtekna snúið á haus Dagblaðið taz birti umfjöllun um hátíðina í Schaubühne á þriðjudag. Þar sagði um Englabörn: „Í þessum mjög svo myrka farsa ná hinir misnotuðu valdi á eigin sögu og nota orðræðu grein- ingarinnar gegn grein- andanum, sem er í hlutverki sendiboða kerfis, sem fjölskyldan hefur engan aðgang að. Sá, sem fær borgað fyrir að hlusta, þarf ekki að undrast þær sögur, sem búnar eru til fyrir hann. Í þessu leikriti afskræmingar- innar snýr höfundur hinu viðtekna á haus, allt frá herbergjaskipt- ingu – faðirinn sefur á klósettinu og menn ganga örna sinna í blómavasa – til tákn- rænnar skipunar tungumálsins. At- hyglin vaknar aðeins þegar neyðin brestur á og út frá því ganga systk- inin Jói og Karen og mæta endalok- unum glöð.“ Dagblaðið Die Welt fjallaði einnig um Englabörn: „Varla er hægt að ímynda sér hefðbundið fjölskyldu- drama í leikhúsi án þess að sifjaspell komi þar við sögu. Í Englabörnum eru allir með öllum í þessari sjúku fjölskyldu. Það var hins vegar stór- kostlegt að sjá hvernig höfundur vinnur með mörk tíma og rúms, lífs og dauða í verkinu.“ Hávar kveðst ánægður með já- kvæða umfjöllun um verk sitt í þýsku blöðunum, en veit ekki enn hvort fleiri leikhús hafa áhuga á að sýna verkið. „Það kemur bara í ljós. Leikhúsfólkið er eflaust að hugsa sig um og velta því fyrir sér hvað hentar því og leikhúsum þess.“ Leikritið Englabörn á leiklistarhátíð í Berlín „Myrkt verk en fyndið“ Thomas Ostermeier Hávar Sigurjónsson begga@mbl.is GJÖRNINGAKLÚBBURINN heldur fyrirlestur um verk sín í Listasafni Háskóla Íslands, Laugar- nesi, kl. 12.30 á morgun, mánudag, en þetta er í fyrsta sinn sem klúbb- urinn heldur opinberan fyrirlestur hérlendis. Gjörningaklúbbinn skipa þrír myndlistarmenn: Eirún Sigurðar- dóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Þær hafa starfað sam- an frá 1996 og unnið í alla mögulega miðla með. Á fyrirlestrinum munu þær líta fram og til baka, sýna mynd- bönd og litskyggnur frá ferlinum og kynna nokkur nýjustu verk sín. Þeim sem vilja kynna sér umfang og eðli verka þeirra er bent á www.ilc.is. Jóní Jónsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. Gjörningaklúbburinn fjallar um verk sín Morgunblaðið/Þorkell Franski organistinn, Daniel Roth, leikur í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. UM ÞESSAR mundir eru tíu ár síð- an Klais-orgel Hallgrímskirkju var vígt. Liður í hátíðahöldum af því til- efni er koma eins fremsta organista Evrópu hingað til lands, Daniels Roths, en hann heldur tónleika í kirkjunni í dag kl. 17. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Roth kemur hingað til lands, því ár- ið 1993 kom hann og flutti Sálu- messu Maurice Duruflé ásamt Mót- ettukór Hallgrímskirkju, einsöngvurum og sellóleikara. Lék hann þá á hið nývígða Klais-orgel. Í samtali við Morgunblaðið vegna tónleikanna nú, sagðist hann hafa mikla ánægju af að leika hér. „Org- elið er mjög gott og mér líkar kirkj- an í heild afskaplega vel. Hún ber kirkjum nútímans mjög gott vitni,“ segir hann. Roth starfar við Saint Sulpice-kirkjuna í París og leikur þar á hið fræga Cavaillé-Coll-orgel, en meðal fyrirrennara hans við kirkjuna eru Charles-Marie Widor og Marcel Dupré. „Orgelið hérna er auðvitað nýtt, miðað við orgelið í Saint Sulpice. Margir hlutar þess eru frá lokum 17. aldar, en Cavaillé- Coll hefur gert það upp og haldið mörgum elstu hlutanna í því. Þar er því möguleiki að leika tónlist frá ýmsum tímabilum.“ Aðspurður hvort nauðsynlegt sé að leika gamla tónlist á gamalt org- el, svarar Roth því til, að sum orgel séu að sjálfsögðu takmarkandi, hvað varði val á efnisskrá. „Það mikilvægasta er þó að engin tvö orgel eru eins.“ Leikur kafla úr frumsömdu verki Roth mun leika tónlist frá ýmsum tímabilum á hið „nýja“ orgel Hall- grímskirkju í dag. Á efnisskránni er frönsk og þýsk barokktónlist eftir Nicolas du Grigny og Johan Sebast- ian Bach, verk eftir Belgann Cesar Franck, og landa Roth, hinn franska Olivier Messiaen. Roth leik- ur einnig nokkra kafla úr frum- sömdu verki. „Ég mun leika tvo kafla úr verki sem ég er byrjaður á, en hef ekki lokið enn. Þar sem ég er bæði kennari og konsertorganisti hef ég takmarkaðan tíma til skrifa,“ segir hann. „Verkið er í tíu hlutum, byggt á Magnificat – Lofsöng Mar- íu. Hvert vers í því fær sinn kafla.“ Roth mun svo ljúka tónleikunum á spuna. „Spuni er mjög gamalt form í heimi orgeltónlistarinnar, var notað allt frá 17. öld. Hann er mikilvægur hluti litúrgíunnar, bæði í kaþólsku messuhaldi og einnig í messuhaldi mótmælendakirkj- unnar, og er notaður til að kynna hin ýmsu stef í messunni. Í kaþólsku kirkjuhaldi sérstaklega hefur spuni einnig verið notaður til þess að gefa hverjum degi kirkjuársins sinn sér- staka blæ.“ Daniel Roth fæddist árið 1942 og ákvað ungur að helga sig orgelleik vegna aðdáunar á hinum fræga lækni, guðfræðingi og organista Al- bert Schweitzer. Hann stundaði framhaldsnám við Parísar- konservatoríuna og hlaut þar verð- laun í mörgum greinum. Meðal kennara hans voru Marie-Claire Alain og Maurice Duruflé. Roth hefur getið sér gott orð fyr- ir tónsmíðar og þykir mikill spuna- snillingur. Orgelleik hans má heyra á fjölmörgum geisladiskum frá út- gáfum á borð við Philips, EMI, Erato og Arion. Hann kennir við Tónlistarháskólann í Frankfurt am Main, en heldur auk þess meist- aranámskeið víðsvegar um heiminn og vinnur dómnefndarstörf við org- elkeppnir. Á meðan á dvöl hans á Ís- landi stendur kennir hann á nám- skeiði á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organleikara. Daniel Roth í Hallgrímskirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.