Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HJÁ OKKUR fer hæsthlutfall af fjárhagsað-stoðinni til atvinnu-lausra eða rúmlega40%, enda eykst fjár- hgsaðstoð samhliða auknu atvinnu- leysi,“ segir Sigríður Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Félags- þjónustunnar. „Þegar þeir sem fá fjárhagsaðstoð eru greindir út frá fjölskyldugerð er lang stærsti hópur- inn í gegnum árin einhleypingar með eða án barna. Einhleypar konur og einstæðar mæður eru helmingur þeirra sem fá fjarhagsaðstoð. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Það er viðurkennd staðreynd að það þarf tvær fyrirvinnur til að sjá fjölskyldu farborða í íslensku samfélagi.“ Sigríður segir það algjörlega von- laust fyrir einstæðar mæður með börn að lifa af bótum frá Félagsþjón- ustunni eða af atvinnuleysisbótum ef þær þurfa að borga leigu, leikskóla eða lengda viðveru í skóla fyrir börn- in. „Sama á við um einstæðar mæður sem eru í vinnu og eru með lágmarks- laun sem eru um 80-90 þúsund krónur á mánuði. Það er möguleiki að þær geti látið enda ná saman ef þær hafa komið sér upp eigin húsnæði og ekki stofnað til neinna annarra skulda. Þessar konur og börn þeirra geta ekki leyft sér neinn dagamun eins og um jól eða þegar börnin eru fermd eða á afmælisdögum.“ Verið að búa til fátækt á Íslandi Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að með því að hafa lágmarkslaunin í landinu svona lág þá sé verið að búa til fátækt á Íslandi, því um leið verði bæturnar lágar og lægstar séu þær hjá fé- lagsþjónustu sveitarfélaga enda sé lit- ið á þær sem neyðaraðstoð til skamms tíma. „Hjá okkur fá einstak- lingar 67 þúsund krónur á mánuði og hjón 120 þúsund. Þær tekjur sem barnafjölskyldur fá vegna barna s.s. meðlög og barnabætur teljast ekki til tekna og koma því ekki til frádráttar við útreikning fjárhagsaðstoðar. Barnafjölskyldur halda því öllum greiðslum vegna barna nema mæðra- og feðralaunum og hafa þær til fram- færslu barnanna til viðbótar við fjár- hagsaðstoðina.“ „Langflestir sem sækja til okkar eiga ekki sitt eigið húsnæði og verða að leigja. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði eru jafnvel að missa það og eru að koma til okkar vegna þess,“ segir Kristjana Gunn- arsdóttir, forstöðumaður borgar- hlutaskrifstofu að Suðurlandsbraut. „Mesti vandinn sem okkar umsækj- endur eru að glíma við eru einmitt húsnæðismálin. Fólk sem er með lág- ar tekjur á ekki fyrir húsaleigu eða getur ekki greitt afborganir af því, hvað þá fest kaup á eigin húsnæði. Af þeim 3600 manna hópi sem fær fjár- hagsaðstoð hjá okkur eru 500 á bið- lista eftir leiguhúsnæði. Það sem ger- ir það líka erfitt fyrir þetta fólk að fá húsnæði er að oft er krafist fyrirfram- greiðslu eða trygginga sem lágtekju- fólk getur ekki innt af hendi.“ Þarf þjóðarsátt um lágmarkstekjur Lára segir að ekki sé til neitt op- inbert tekjuviðmið sem segi fyrir um hvað fólk þurfi að hafa í tekjur til að geta veitt sér það sem talið er allra nauðsynlegast í nútíma samfélagi. „Það er mjög brýnt að það komist á hér þjóðarsátt um hvað fólk þarf að hafa í lágmarkstekjur til að ákveðnir hópar lendi ekki í þroti. Það sem mið- að er við nú er að fátæktarmörkin séu 50% af meðallaunum. Árið 1997 skoðum við landsmeðal- tal tekna. Þá voru meðaltekjurnar um 100 þúsund krónur á mánuði og þá vorum við að greiða bætur sem námu 53 þúsund krónum mánaðarlega. Þetta var upphæð sem okkur fannst á þeim tíma alveg ógerlegt að lifa af. Það er ef til vill hægt að lifa af lágum upphæðum í nokkra mánuði en ekki árum saman. Þeir sem eru sárafátæk- ir eru einmitt þeir sem þurfa í meira en ár að lifa á lágum bótum eða lágum launum en 15% þeirra sem koma til okkar eru lágtekjufólk. Það er sláandi að fólk í launaðri vinnu skuli þurfa að koma til okkar til að fá fjárhagsað- stoð.“ Lítið má út af bera „Þegar ég hóf störf hjá Félagsþjón- ustunni fyrir tólf árum, fannst mér hópurinn sem leitaði eftir þjónustu vera þeir sem áttu ekki annað bak- land en Félagsþjónustuna. Þetta fólk átti ekki fjölskyldu til að leita til og því færri lausnir en ella. Nú leitar til okk- ar mun fjölbreyttari hópur ef litið er til stéttar og atvinnustöðu,“ segir Kristjana. „Til dæmis fólk sem hefur þokkalegar tekjur eða tekjur umfram viðmiðunarmörk okkar en hefur lifað um efni fram og stofnað til skulda og telur sig ekki geta leitað neitt annað en til okkar. Sem dæmi um þetta er einstætt foreldri sem hefur verið á at- vinnumarkaði í lengri tíma. Er með 160.000 krónur í heildartekjur á mán- uði. Húsaleiga er 55.000, leikskóli 14.000, rekstur heimilis, sjónvarp/hiti/ sími er 6.000 krónur. Aðrar skuldir sem er lán, yfirdráttur og vísaskuld, er 50.000 krónur á mánuði. Eftir- stöðvar eru 35.000 krónur til fram- færslu á mánuði og af því þarf for- eldrið að greiða rekstur bifreiðar sem foreldrið telur sig þurfa að hafa. Þetta foreldri hefur ekki svigrúm til að verja peningum í tómstundir fyrir barnið. Í raun gengur dæmið ekki upp ef um langtímaskuldir er að ræða. Við reynum að aðstoða fólk í þess- ari stöðu á ýmsan hátt þó það fái ekki endilega fjárhagsaðstoð. Til dæmis var þessi einstaklingur aðstoðaður við að koma fjármálum sínum í betra horf, meðal annars með fjármálanám- skeiði. Það sem hefur aukið vanda þessa fólks er að það hefur stofnað til skulda. En það er fjarska auðvelt fyr- ir fólk að fá lán og þá neyslulán svo ekki sé talað um öll greiðslukortin sem bjóðast. Við höfum dæmi um að fólk sem er með 70.000 krónur í tekjur sé komið með yfirdrátt upp á ef til vill 300–400.000 krónur og nær ekki einu sinni að greiða vextina. Þjónustufulltrúar í banka hafa haft samband við okkur og segjast ekki geta neitað fólki um aukinn yfirdrátt af því að það eigi svo bágt.“ Styrkja námsmenn til sjálfshjálpar „Hópurinn á aldrinum 20-24 ára er sá hópur sem er að koma til okkar í auknum mæli á milli ára,“ segir Sig- ríður. „Þetta fólk er að glíma við margþættan vanda, til dæmis ungt fólk sem við erum að styrkja til sjálfs- hjálpar með því að greiða nám þeirra. Þessi hópur hefur hætt grunnskóla- námi eða ekki lokið stúdentprófi. Þó að stærsti hópurinn sem sækir um að- stoð séu atvinnulausir, og þá oft án bótaréttar, þá var ungum námsmönn- um að fjölga hlutfallslega mest milli áranna 2001 og 2002. Ástæðan fyrir aukinni aðstoð við þennan hóp er að fyrir nokkrum árum gerðum við rannsókn þar sem fólk sem hafði fengið fjárhagsaðstoða til langs tíma var spurt hvað það sæi sem lausn í sínum málum. Flestir sögðu að þeir vildu getað menntað sig meira og þannig átt möguleika á að komast í betur launaða vinnu. Til greina koma aðeins þeir sem eru með mjög lágar tekjur og aðstoðum við fólkið upp að lánshæfu námi.“ Endurhæfing reynst vel „Stór hópur sem kemur til okkar eru öryrkjar,“ segir Kristjana. „Þetta er fólk sem hefur ef til vill lifað af lág- marksbótum í langan tíma. Óvænt út- gjöld hjá þessum hópi geta þýtt það að fólkið þarf að leita sér fjárhags- aðstoðar. Þetta getur verið aukinn lækniskostnaður, þjálfun, viðhald húsnæðis, ef fólkið býr svo vel að eiga eigið húsnæði, gleraugu eða tannvið- gerðir. Lára segir að fyrir þennan hóp og fleiri hafi Félagsþjónustan gert átak í að auka félagslega ráðgjöf og geti fólk fengið stuðningsviðtöl hjá félagsráð- gjafa. „Einnig höfum við verið að auka aðgengi að upplýsingum. Við höfum líka tekið höndum saman við Tryggingastofnun ríkisins og komið á endurhæfingarnámskeiðum fyrir fólk sem er illa statt andlega og félags- lega.“ Rannsóknir hafa sýnt að fátækt fólk sem á rétt á fjárhagsaðstoð sækir ekki um hana. Er vitað hve þessi hóp- ur er stór? „Nei, það hefur aldrei verið kannað en við vitum að það er til fólk sem veigrar sér við að leita til okkar, þrátt fyrir að nauðsyn beri til þess,“ segir Sigríður. „Þegar fólkið leitar loks til Félagsþjónustunnar er ástandið oft orðið mjög slæmt. Það er jafnvel að missa húsnæði sitt eða orðið mjög veikt því það hefur ekki talið sig hafa efni á læknisþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessum hópi og viljum gjarnan nálgast hann. Þess vegna höfum við lagt mikla rækt við að breyta ímynd þjónustunnar svo að fólk veigri sér ekki við að leita til okk- ar og komi áður en allt fer í óefni.“ Er eitthvað um að heilu fjölskyld- urnar festist í þeim farvegi að þær séu upp á félagslega aðstoð komnar og það kynslóð eftir kynslóð? „Já, það er eitthvað um það, því miður,“ segir Sigríður. „Við vitum þó ekki nákvæmlega hve margir það eru því við tökum ekki fjölskyldusöguna inn í okkar kannanir. Það er nú einu sinni svo að það verður alltaf ákveðið fjölskyldumunstur sem erfist. Við sjáum til dæmis þriðju kynslóð lög- fræðinga eða húsasmiða sem eru að feta í fótspor feðranna. Fátæk börn dagsins í dag verða stundum fátækir foreldrar á morgun. Sá félagslegi arf- ur gengur áfram ef við fyrirbyggjum ekki að sagan endurtaki sig.“ „Það gerum við meðal annars með aðgerðum sem snúa að börnunum, segir Lára. „Sem lið í því telja starfs- menn Félagsþjónustunnar afar mik- ilvægt að börn sem ekki geta nýtt sér tómstundir vegna lágra tekna séu studd til þess. Sem lið í því fengum við nú fyrir árið 2003 fjármuni til að setja í tómstundir, skólamáltíðir, lengda viðveru í skóla fyrir þau börn sem verst eru sett og viljum með því veita þeim hlutdeild í kjörum sem almennt þykja sjálfsögð í okkar þjóðfélagi.“ Krökkum strítt með fátækt Kristjana segist vita til þess að krökkum sé strítt með fátækt í skól- unum. „Svo virðist sem börn séu farin að nota þetta orð „fátækt.“ Krakkar eru ótrúlega fljót að sjá hverjir búa við minni efni og stríða þá viðkomandi með því. Til dæmis ef engar tölvur eru á heimili eða GSM sími, utan- landsferðir eða ef tískufatnaðinn vantar. Við heyrðum nýverið um stúlku en bekkjarbróðir hennar hafði sagt: „Svona fátækt fók eins og þið sem búið í lítilli íbúð ...“ Henni tókst að svara með því að segja: „Ég er þó rík af ást ...“ Því miður reynist börnum oft erfitt að svara við svona aðstæður eða bægja frá sér athugasemdum. Við verðum að muna að tekjur foreldra segja ekkert um ást og atlæti sem börnin búa við. Og foreldrar þeirra barna sem við erum að tala um hér eru upp til hópa góðir foreldrar sem svíður að geta ekki veitt börnum sín- um sömu kjör og önnur börn búa við.“ Lára segist vilja taka það fram að lokum að félagsleg aðstoð sé hluti af sjálfsagðri velferðarþjónustu sem byggist á samhjálp þegnanna. „En það er umhugsunarefni að ekkert hinna opinberu kerfa er þess megn- ugt að tryggja þeim sem þurfa á hjálp að halda, fjárhagslegt öryggi.“ Ekki hægt að lifa af lægstu launum eða bótum Hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík hefur orðið vart töluverðrar aukningar þeirra sem sækja um að- stoð. Hópurinn er fjölbreyttari en áður og sama á við aðstoðina sem þeim er veitt. „Nýr hópur er að koma til Félagsþjónustunnar. Það er ungt fólk um tvítugt sem er komið með yfir 1–2 milljónir í neysluskuldir vegna þess hve auðvelt það er að ná sér í lán eða yfirdrátt í bönkum. Við sumum þessara ungmenna blasir gjaldþrot.“ Morgunblaðið/Ómar Verkalýðshreyfingin hefur minnt á að kjörum er misskipt og krafist þess í kröfugöngu 1. maí að fátækt verði afnumin. Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn Félagsþjónustunnar í Reykjavík, f.v.: Sigríður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs, Kristjana Gunnarsdóttir, forstöðumaður borgar- hlutaskrifstofu við Suðurlandsbraut, og Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri. he@ mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.