Morgunblaðið - 26.01.2003, Side 51
BRÉF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 51
Fyrirtæki til sölu
Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.
Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.
Skyndibitastaður í atvinnuhverfi.
Verslun með mjúkar vörur fyrir svefnherbergi og bað.
Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð
merki.
Rekstrarleiga með kauprétti. Þekktur suðrænn veitingastaður til leigu.
Fullbúinn og í fullum rekstri. 100 sæti. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk.
Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði. Upplýsingar aðeins á skrifstofu.
Þekkt fyrirtæki með íþróttavörur.
Lítill fótboltabar í úthverfi.
Sólbaðsstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi í stór-Reykjavík. 6 bekkir,
þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.
Þekkt lítil fiskbúð í vesturbænum.
Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður
hagnaður.
Lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem viðbót
við annan rekstur.
Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.
Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.
Snyrtileg sólbaðsstofa í Kópavogi.
Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6
störf.
Dráttabílaþjónusta. Nýr bíll, góðir möguleikar.
Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir
gott fólk.
Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.
Meðeigandi — framkvæmdastjóri óskast að húsgagnaverslun sem van-
ur aðili er að setja á stofn. Þarf að leggja fram 2—3 m. kr.
Vélsmiðja — þjónustufyrirtæki í föstum verkefnum. Hentugt fyrir 2-3
menn eða sem viðbót við stærra fyrirtæki.
Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.
Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.
Rótgróin blóma- og gjafavöruverslun miðsvæðis í Reykjavík.
Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsefna sem þykja mjög góð. Mikl-
ir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.
Rekstrarleiga með kauprétti.Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir
seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm
ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði,
með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti
hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef
hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirrar leigu sem greidd hefur
verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að
finna á www.husid.is .
Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ásvelta 40 m. kr.
Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr.
Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla-
virkja.
Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu
með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.
Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarlega möguleg.
Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og
lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.
Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans-
leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag-
menn. Rekstrarleiga möguleg.
Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.
Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður. Verð aðeins
3,8 m. kr.
Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti-
legt tækifæri.
Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.
Járn & lykkjur ehf. Vel tæknivætt framleiðslufyrirtæki sem þjónar bygg-
ingariðnaðinum. Sameining eða sameign kemur vel til greina.
Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar
með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik:
www.husid.is
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen)
Sími 533 4300, GSM 820 8658
NÁMSAÐSTOÐ
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
íslenska - stærðfræði - enska - danska - spænska - þýska
- franska - eðlisfræði - efnafræði - bókfærsla o.fl.
www.namsadstod.is
Innritun í síma 557 9233 kl. 17-19 virka daga
Verkið er þrískipt veggteppi, að öllum líkindum frá árinu 1971. Á hverjum
hinna þriggja hluta verksins er mynd af konu eða konum, gerð úr ljósum
þræði á svarta ofna ull sem strengd er á tréramma.
Hver hluti verksins er um 56 cm á breidd og 175 cm á hæð. Upphengt þekur
verkið á að giska um 180 x 175 cm veggflöt.
Verkið er í mjög góðu ástandi og sýnir konurnar að snyrta sig, þvo á sér
hárið og á gangi með sólhlíf.
Ekki er vitað til að verkið beri sérstakt heiti, en það hefur verið kallað af
eigendum sínum „Konur að snyrta sig“.
Barbara gerði örfá veggteppi í þessum stíl, og er óhætt að segja að hér sé á
ferðinni eitt af fegurri verkum þessarar merku listakonu, en sjaldgæft er að
verk hennar í þessum gæðaflokki séu á boðstólum.
Verkið hefur frá upphafi verið í eigu sama aðila.
Uppsett verð er 3,0 milljónir. Tilboð óskast send f. 10. feb. til
auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merkt: "Barbara Á.".
F.h. eiganda,
Ásgeir Þórarinn Ingvarsson.
Til sölu er þetta veflistaverk
eftir Barböru Árnason
[s
v
a
rt á
h
v
ítu
]
Kringlunni & Hamraborg
568 4900 552 3636
15%
AUKA
AFSLÁTTUR
Nýjar
vörur
komnar
Á ÚTSÖLU
Cherokee indíánadans og hugleiðsla
Námskeið 1. og 2. febrúar
Í Heilögum dansi höfuðáttanna og hugleiðslu sem bætir tengsl okkar
við móður jörð og mannkynið. Ljós og líf flæðir um hverja frumu
líkamans. Þessar æfingar veita gleði, lífskraft og þrótt.
Kennari: Dhyani Ywahoo, Cherokee indíáni.
Sem barn að aldri var hún valinn af öldungum ættflokksins til þessa starfs. Kjörið tækifæri til að
kynnast heimssýn og lífsspeki indíána.
Uppl. gefur Guðný í síma 487 8527 eða 868 4500,
Sunray á Íslandi, c/o Friðarmiðstöðin
http://www.eyjar.is/~bulandi
Næstu námskeið á Íslandi
á vegum Upledger Institute
Tveggja daga kynning á Upledger höfuðbeina-
og spjaldhryggjarmeðferð:
31. janúar - 1. feb í Reykjavík.
8.-9. febrúar á Akureyri.
Á Grand Hótel Reykjavík verða síðan eftirfarandi
námskeið haldin:
CST-I. 1.-4. mars.
CST-II. 23.-26. maí.
Energy Integration 17.-20. maí.
SER-I. 18.-21. október.
Einnig verður Advanced-I 11.-15. október.
Nánari upplýsingar á www.craniosacral.is
og hjá Erlu s. 566 7803 og Birgi s. 864 1694
BORÐAÐU ÞIG
GRANNA(N)
Nú í Reykjavík!
Frábær árangur síðan í haust á Íslandi
Kynningarfundur í Domus Vox
Skúlagötu 30, 2. hæð, 101 Reykjavík
fimmtudaginn 30. janúar
kl. 19.00-20.00
Kristín Óladóttir fulltrúi DDV á Íslandi.
Skráðu þig á kynninguna í síma 865 8407 eða á kvo@simnet.is
Nú er tækifærið!
Taktu aukakílóin föstum tökum - byrjaðu strax!
Innritun hefst eftir fund.
www.vaegtkonsulenterne.dk
PERSÓNUVERND hefur komist
að þeirri sjálfsögðu niðurstöðu að
vinnuveitanda sé óheimilt að skoða
tölvupóst starfsmanna sinna. Álit
Persónuverndar er veitt að beiðni
Verzlunarfélags Reykjavíkur sem
fagnar því að eytt hafi verið óvissu
um notkun tölvupósts í fyrirtækjum.
Vafalaust er þetta fagnaðarefni
þótt ég taki alls ekki undir að nein
óvissa hafi ríkt um aðgang vinnuveit-
enda að pósti starfsmanna sinna. Svo
að ég ítreki það sem ég hef áður sagt
á síðum Morgunblaðsins: „Starfs-
menn fyrirtækja eiga ekki að þurfa
að óttast að yfirmenn þeirra eða aðr-
ir lesi tölvupóst sem þeim er sendur.
Í fyrsta lagi er þvílíkt háttalag
ruddaskapur og í öðru lagi leggur
stjórnarskráin bann við „rannsókn á
skjölum og póstsendingum, símtöl-
um og öðrum fjarskiptum, svo og
hvers konar sambærilega skerðingu
á einkalífi manns“ nema samkvæmt
dómsúrskurði eða sérstakri laga-
heimild.“ (Mbl. 23. júní 2001).
Dómsúrskurður til þess að lesa
tölvupóst fæst væntanlega ekki
nema fyrir liggi rökstuddur grunur
um refsivert athæfi. Og engin sér-
stök lagaheimild er til um að stjórn-
endur fyrirtækis geti fylgst með
póstsendingum starfsmanna sinna.
Á þetta hefur verið bent, en hverj-
um sæmilega siðuðum manni ætti
auðvitað að vera þetta ljóst þótt eng-
inn væri lagabókstafurinn. Nú hefur
Persónuvernd slegið því föstu að það
sé þar á ofan brot á lögum um per-
sónuvernd að hnýsast í póst starfs-
manna sinna. Gildi einu þótt tölvan
sé eign vinnuveitandans og skrifað
hafi verið undir ráðningarsamning
um að öll gögn séu eign fyrirtækisins
og það megi skoða allan tölvupóst
starfsmanna sinna.
Þarf ekki frekari vitnanna við.
Slíkir ráðningarsamningar eru
óhæfa og skal hafa að engu.
ÞÓR JÓNSSON,
fréttamaður.
Tölvupóst-
ur laun-
þega
verndaður
Frá Þór Jónssyni