Morgunblaðið - 26.01.2003, Side 57

Morgunblaðið - 26.01.2003, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 57 V INDURINN hvín. Göt- urnar standa auðar, eng- inn er á ferli, þegar leyndardómsfullur utangarðsmaður kemur til byggða. Hann pírir augun og skim- ar í kringum sig í leit að bráðinni, fórnarlambinu. Ekki lögreglustjór- anum, ekki útfararstjóranum eða ein- hverjum eftirlýstum kúreka, heldur rétta húsnúmerinu í götunni. Hann er nefnilega staddur í litlausu úthverfi Birmingham-borgar, höfuðborgar miðhéraða Englands og leitar að æskuástinni, barnsmóður sinni. Þessi leðurklæddi síðhærði smákrimmi saknar dóttur sinnar, eða telur sig gera það. Og hann má ekki til þess hugsa að hún skuli vera alin upp af öðrum manni, lúða í þokkabót, sem á dekkjaverkstæði og er með ömurleg- an fatasmekk. En það þarf flest ann- að en töffaraskap til að geta talist góður faðir og þar hefur lúðinn vinn- inginn. Hún stendur því milli steins og sleggju móðirin hlédræga sem þessir ólíku menn bítast um; á hún að falla aftur í faðma ofursvölu æskuást- innar eða halda sig við óspennandi en umhyggjusömu fyrirvinnuna? Nokkurn veginn svona er sagan í þriðju mynd Shane Meadows, nú- tímavestra, gamansömu hversdags- drama, sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á síð- asta ári og vakti þá þegar talsverða athygli enda er sagan mannleg, efn- istökin fersk og leikarahópurinn, sem samanstendur af Robert Carlyle (The Full Monty, Trainspotting), Rhys Ifans (Notting Hill, Little Nicky), Kathy Burke (Nil By Mouth), Shirley Henderson (Harry Potter and the Camber of Secrets, 24 Hour Party People) og Ricky Tomlinson (Mike Bassett: England Manager), óvenju safaríkur. Mesta athygli vakti þó leikstjóri hennar Meadows enda er hann kornungur, af manni sem sendir frá sér sína þriðju mynd að vera, og á þar að auki skrautlegan bakgrunn. Ungur afbrotamaður Þannig er mál með vexti að á ung- lingsárunum var Meadows kominn á laglegar villigötur og orðinn góð- kunningi lögreglunnar. Í tæka tíð fann hann svo lífi sínu tilgang er hann fékk lánaða tökuvél hjá miðstöð fyrir atvinnulausa í heimabænum Uttox- eter – sem vel að merkja er í Miðlönd- unum – og notaði hana til að búa til haug af stuttum og stjórnlausum skrípamyndum, með fjölskyldu og vinum í öllum hlutverkum. Þrátt fyrir alla delluna blundaði ætíð undir niðri beitt þjóðfélagsraunsæi. Það var þessi bragðsterka blanda sem opnaði augu gagnrýnenda og hátíðahaldara. Hin klukkutíma langa SmallTime var sýnd á hátíðunum í Edinborg og Lundúnum árið 1996 og sama ár vann Meadows til sinna fyrstu verðlauna fyrir 10 mínútna mynd, Where’s the Money. Ári síðar, eða þegar Meadows var 25 ára, afhjúpaði hann fyrstu mynd sína í fullri lengd, TwentyFourSeven, á Feneyja- hátíðinni, þar sem honum voru veitt Fipresci gagnrýnenda verðlaun fyrir bestu frumraunina. A Room for Romeo Brass heitir önnur mynd Meadows og þótt hún hafi ekki vakið eins mikla athygli á hátíðum þá hlaut hún nær einróma lof gagnrýnenda og markaði upphaf fer- ils Paddys Considines (24 Hour Party People) sem í dag er einn eftirsóttasti leikari Bretlands. Lokamynd Miðlandaþríleiks Eiginlega á maður bágt með að trúa að þetta sé hann, er maður sér Meadows augliti til auglitis, á Mið- jarðarhafsströndu við bíóborgina Cannes. Engar illa hirtar hárflygsur niður á herðar, ekkert alskegg, engin gleraugu. Nei, maðurinn er vel rak- aður, jafnt á hvirfli sem vanga og nokkuð þéttvaxinn. Eiginlega líkist hann miklu fremur fótboltabullu en kvikmyndaleikstjóra, nú eða þá bara fyrrverandi smákrimmanum, sem hann reyndar er. Og viðmót hans er líka annað en gengur og gerist hjá starfsbræðrum hans. Hann er ein- hvern veginn miklu léttari og afslapp- aðri, tekur sig klárlega ekkert of al- varlega. Sem er vel. Kærkomin tilbreyting. Og hann hlær mikið og hátt. Ekki bara að sjálfs síns fyndni heldur einnig annarra, ennþá meira. Og hann segist vera orðinn vanur að svara fyrstu spurningunni sem upp er borin, enda sé hún sjálfsögð, hvort myndirnar hans þrjár eigi eitthvað sameiginlegt, í ljósi þess að þær ger- ast allar á heimaslóðum hans í Mið- löndunum. „Það má eiginlega líta á þær sem þríleik, eru þeir ekki svo vinsælir í dag?“ segir Meadows og glottir út í annað. „Það að ég skuli hafa gert þrjár myndir sem allar eiga sér stað í Miðlöndum hefur örugglega eitthvað með það að gera að ég er ómenntaður í faginu og því þægilegra fyrir mig að fjalla um eitthvað nærtækt, eitthvað sem ég þekki. Það er ekki fyrr en nú, að þeim loknum, sem mér finnst ég tilbúinn, fær í flestan sjó. Sérstaklega hefur síðasta mynd verið reynslurík fyrir mig, að hafa unnið með öllum þessum frábæru leikurum. Að gera þessar myndir hefur verið minn skóli, verknámið. Hefði einhver fyrri mynda minna slegið í gegn þá hefðu hlutir ef til vill æxlast öðruvísi og trúlega ekkert orð- ið af þríleiknum. Ég er samt feginn núna að hafa gert allar þrjár mynd- irnar.“ – Þannig að næsta mynd verður allt öðruvísi og mun örugglega ekki gerast í Miðlöndum? „Ó já, Guð minn góður. Ég myndi frekar vilja gera næstu mynd á bátn- um þarna úti,“ segir Meadows og bendir út á hafið, þar sem hann situr á gylltri strandlengju Cannes. „Hún á að heita Love Boat 5,“ segir hann og hlær með viðstöddum. „Nei, annars, ég vil bara gera mynd einhvers staðar þar sem dags- ljósið varir lengur en í þrjá tíma.“ Miðlöndin ekki alslæm Meadows segir það tvímælalaust hafa verið meðvitaða ákvörðun að ljúka þríleiknum á ljúfum nótum eftir að hafa dregið upp fremur dökka mynd af heimkynnum sínum í hinum tveimur myndunum. Að koma þeim skilaboðum áleiðis að það sé eftir allt saman ekkert svo slæmt að búa í Miðlöndunum. „Það má kannski líta svo á að lúð- inn sé holdgervingur fúlu Miðlanda og töffarinn svölu Lundúna. Lúðinn er langt frá því að vera skemmtilegur og spennandi náungi en hann er traustur og umhyggjusamur, alltaf til staðar ef maður þarf á honum á halda. Töffarinn er á hinn bóginn að- laðandi og girnilegur gaur en óheið- arlegur og brigðull. Þetta er því sumpartinn dæmisaga um að ekki skuli dæma neinn eða neitt út frá fyrstu kynnum, að hinir ólíklegustu geti reynst hetjur og oft leynist flagð undir fögru skinni.“ – Þú hefur sagt að nýja myndin sé sú eina í þríleiknum sem þú byggir ekki beint á eigin lífsreynslu. Er það tilviljun að hún skuli vera sú bjartasta af þeim? „Í sjálfu sér ekki, hinar tvær byggja sannarlega á myrkum atvik- um úr lífi mínu, einhverju sem ég upplifði sjálfur eða einhverjir ná- komnir mér. Í Once Upon A Time … er ég alveg laus við þá tortímingu for- tíðarinnar og leyfi mér að fjalla um eitthvað annað fólk sem þó býr við viðlíka kringumstæður og ég gerði, fólk sem ég gæti hugsanlega þekkt, en geri ekki. Það er líklega daðrinu við vestraminnin að þakka að ég losn- aði úr viðjum eigin lífsreynslu og fór að geta skáldað almenninlega. Löng- uninni til þess að búa til sögu í anda gömlu vestranna þar sem einfarinn kemur ríðandi til byggða og hristir upp í hversdagsleikanum.“ Skírður í höfuðið á vestrahetju – Þú gekkst nokkuð langt með þessa vestrasamlíkingu? „Já, málið er að mig hefur alltaf langað til að gera hreinræktaðan vestra og ég mun örugglega láta verða af því einhvern tímann. Ég var alinn upp við vestra, pabbi heldur mikið upp á þá og skírði mig meira að segja í höfuðið á einni sögufrægustu vestrapersónu kvikmyndanna, Shane. Við feðgar gláptum tímunum saman á vestra þegar ég var krakki, einkum spaghetti-vestrana, og það voru í raun einu skiptin sem við gerð- um eitthvað saman. Það hlýtur að hafa valdið þessum djúpstæða vestra- áhuga hjá mér. Svo fannst mér bara spennandi að gera tilraun til þess að tileinka mér umgjörð vestrans og heimfæra hana á hverdagslegan nú- tímann, að finna út hverjir séu sá „góði, vondi og ljóti“ í kringum mann. Það var eitthvað sem við lékum okkur með og þessi vestralíkindi ágerðust eftir því sem leið á tökurnar, við grip- um það á lofti og spiluðum útlit myndarinnar út frá því og svo að end- ingu tónlistina.“ – Hvað fannst síðan vestraunnand- anum honum föður þínum um mynd- ina? „Hann var mjög hrærður en það þarf nú ekki svo mikið til. Svo lengi sem ég held mig réttum megin við rimlana er hann sáttur. Karlinn var nefnilega vanur því að þurfa að ná í mig á lögreglustöðina þegar ég var ungur, þannig að ég get vel ímyndað mér að það sé svolítið undarleg til- finning fyrir hann að mæta á Cannes til þess að horfa á nýjustu bíómynd þessa sama pörupilts. En ég held þó að þessi mynd sé sú sem hann og mamma tengi hvað helst við, sú sem þau kunna best að meta.“ Meadows segir að handritið að myndinni hafi engan veginn verið fullklárað þegar tökur hófust. Leik- ararnir hafi því átt ríkan þátt í að skapa þær persónur sem þeir túlk- uðu, stíl, þeirra og einkenni, þar með talinn fatasmekk. „Svona var þetta bara þar sem ég ólst upp, maður gat greint týpuna á klæðaburðinum og fasinu. Sportistinn fór ekki úr íþrótta- dressinu á meðan töffarinn lét ekki sjá sig í öðru en leðri. Þetta kann að virka svolítið stílfært og ýkt en í raun sá ég klæðaburðinn sem leið til þess að gefa áhorfendum frekari upplýs- ingar um hvaða týpur þetta væru, hver er smekkur þeirra.“ Geimmynd eða blóðug hrollvekja? Ungir breskir leikstjórar settu sannarlega svip sinn á Cannes- hátíðina og gáfu til kynna að eftir til- tölulega rólega tíð virðist nokkur uppgangur vera í breskri kvikmynda- gerð og framtíðin björt. „Það sem mér þykir athyglisverðast er hversu ólík við erum, þessir svokölluðu ungu bresku leikstjórar sem eiga myndir á Cannes í ár, ég, Michael Winterbott- oms (mynd hans 24 Hour Party People keppti í aðalkeppni) og Lynne Ramsay (Morvern Caller hlaut mikið lof er hún var sýnd í sérstakri leik- stjóradagskrá, Director’s Fortnight ásamt Once Upon A Time …).“ Þrátt fyrir yfirlýsta aðdáun sína á meisturum verkalýðsmyndanna bresku, Mike Leigh og Ken Loach, kærir hann sig ekki um að festast í gerð slíkra mynda. „Það orðspor á eftir að hverfa snarlega þegar ég geri geimmyndina mína,“ segir hann. – Stendur til að gera eina slíka? „Varla strax, en það er aldrei að vita, ég væri allt eins vís til að gera blóðuga hryllingsmynd.“ Hvað næsta verkefni áhrærir seg- ist Meadows ekkert ákveðið, hann langi alltént að gera stærri mynd, „og mæta svo næst hingað til Cannes með þyrlu.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Shane Meadows: „Mig hefur alltaf langað til að gera hreinræktaðan vestra …“ Sá góði, sá vondi og sá ljóti – í ensku úthverfi Shane Meadows er þrítugur fyrrverandi vandræðaunglingur sem hampað hefur verið sem efnilegasta kvikmyndagerðar- manni Bretlands. Með nýjustu mynd sinni, gamanmyndinni Once Upon A Time In The Midlands, undirstrikar hann það orðspor sitt rækilega. Skarphéðinn Guðmundsson hitti Meadows og ræddi við hann um vestraástríðu og vafasama fortíð. skarpi@mbl.is Sýningar á Once Upon A Time In The Midlands hófust á föstudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.