Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ING Evrópuráðsins mun í næstu viku ræða um þróun mála í örríkinu Liechtenstein þar sem furstinn hyggst bera undir þjóðaratkvæði tillögur um stjórnarskrárbreytingar sem munu færa honum aukin völd. Feneyja- nefnd Evrópuráðsins, sem fjallar um stjórnskipuleg efni í aðildarríkj- unum, hefur varað við tillögum þessum. Þær séu afturför og geti stofnað aðild ríkisins að Evrópu- ráðinu í hættu. Að mati Feneyjanefndarinnar (sjá http://assembly.coe.int/) munu breytingartillögur furstans færa honum verulega aukin völd. Í stuttu máli fela þær í sér að glati ríkis- stjórn landsins trausti furstans þá verður hún að víkja jafnvel þótt hún njóti áfram stuðnings þingsins. Þá mun furstinn geta vikið einstökum ráðherrum úr embætti með sam- þykki þingsins. Ennfremur mun hann hafa neitunarvald gagnvart lagafrumvörpum og engar stjórnar- skrárbreytingar verða samþykktar án samþykkis hans nema þær alla róttækustu sem fælu í sér afnám furstadæmisins. Þá mun furstinn geta gefið út neyðarlög sem tak- marka einstök ákvæði stjórnar- skrárinnar. Feneyjanefndin telur að þessi ákvæði verði að skoða í því ljósi að samkvæmt tillögunum njóti furstinn algerrar friðhelgi án nokk- urs eftirlits af hálfu þingsins. Ekki sé heldur gert ráð fyrir ábyrgð ráð- herra á verkum hans. Nefndin telur að sá hluti tillagna furstans sem gerir ráð fyrir auknu beinu lýðræði hrökkvi of skammt. Almennt lítil völd Feneyjanefndin minnir á að þar sem konungdæmi sé við lýði í Evr- ópu hafi þau verið löguð að lýðræð- islegum stjórnarháttum. Konungar/ drottningar Evrópu hafi þannig tak- mörkuð pólitísk völd sem hafi farið minnkandi á undanförnum áratug- um. Lengst hafi verið gengið í Sví- þjóð þar sem stjórnarskránni var breytt árið 1974 í þá veru að kon- ungur er valdalaus og gegnir ein- ungis hlutverki sem táknrænn fulltrúi þjóðarinnar. Í öðrum ríkjum eins og Bretlandi, Danmörku, Nor- egi, Hollandi og Belgíu sé litið á stjórnarskrárbundin völd konunga/ drottninga sem formleg fyrst og fremst. Ríkisstjórnin fari með hin raunverulegu völd. Þannig séu danskir fræðimenn til dæmis á einu máli um að drottningin geti ekki synjað lögum staðfestingar þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar. Að sama skapi sé sú túlkun á norsku stjórnarskránni ríkjandi að þau völd sem konungi eru færð hafi þorrið sakir stjórnskipulegrar venju og hann sé fyrst og fremst einingar- tákn þjóðarinnar. Í Bretlandi þar sem er engin formleg stjórnarskrá fari drottningin með öll sín völd að höfðu samráði við ríkisstjórnina. Þetta hafi gerst sakir aldalangrar þróunar. Þannig hafi konungur/ drottning þar í landi ekki synjað lagafrumvarpi staðfestingar síðan 1708. Feneyjanefndin telur að tillaga furstans af Liechtenstein um að rík- isstjórn sem glati trausti hans verði að víkja jafnvel þótt hún njóti þing- meirihluta sé í andstöðu við meg- inþingræðisreglur. Þær meginregl- ur leyfi ekki að furstinn framfylgi eigin persónulegri stefnu heldur verði allar hans gjörðir að hljóta meðundirritun af ráðherra sem beri ábyrgð gagnvart þinginu. Sama eigi við um tillöguna um að furstinn geti vikið einstökum ráð- herrum úr embætti. Hún stríði gegn meginreglum um samstöðu ríkis- stjórnar sem þýði að forsætisráð- herra beri ábyrgð gagnvart þinginu á frávikningu ráðherra. Gengur gegn tilgangi Mannréttindasáttmálans Furstinn leggur til að hafi hann ekki undirritað lög samþykkt af þinginu innan sex mánaða öðlist þau ekki gildi. Feneyjanefndin telur að geti aðili með þessum hætti komið í veg fyrir að þing samþykki lög án þess að hann hafi til þess beint eða óbeint lýðræðislegt umboð þá stríði það gegn tilgangi 3. greinar 1. við- auka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem mælir fyrir um rétt til þátttöku í kosningum til löggjafar- samkundu. Þá leggst Feneyjanefndin enn- fremur gegn þeirri tillögu furstans að hann lúti ekki lögsögu dómstóla og beri ekki lagalega ábyrgð. Venju- lega verði að skoða slík ákvæði í tengslum við ákvæði um ábyrgð ráð- herra á öllum gerðum konungs. Ætíð verði að vera tryggt að ein- hver ráðherra beri ábyrgð á með- ferð opinbers valds. Annars sé ekki hægt að réttlæta friðhelgi sam- kvæmt meginreglum um lýðræðis- lega og lögbundna stjórnskipan. Þetta sé sérstaklega varhugavert í ljósi þess valds sem furstanum verði fengið samkvæmt öðrum tillögum hans. Eins liggi fyrir raunveruleg dæmi um að valdbeiting furstans orki tvímælis svo ekki sé meira sagt og vitnar nefndin þar til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Wille gegn Liechtenstein frá 28. október 1999 þar sem það var talið brot á tjáningarfrelsi sam- kvæmt 10. grein Mannréttindasátt- málans að furstinn hafði hótað að skipa dómara ekki aftur í embætti vegna kenninga hans um hvernig skýra ætti stjórnarskrána. Þá telur Feneyjanefndin ákvæði stjórnarskrárinnar um að „í neyð- artilvikum“ geti hann „gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja öryggi og velfarnað ríkis- ins“ allt of ónákvæmt orðuð. Þetta komi reyndar ekki á óvart í ljósi þess að stjórnarskráin sé frá árinu 1921 en fyrst lagt sé til að breyta orðalagi þessa ákvæðis að öðru leyti þá verði að grípa tækifærið og skil- greina betur hvaða skilyrðum neyð- arráðstafanir verði að lúta og jafn- framt mæla fyrir um að öll bráðabirgðalög furstans séu með- undirrituð af hálfu ráðherra. Öryggisventill ekki nægur Sumar tillögur furstans miða að því að skapa lýðræðislegt mótvægi. En Feneyjanefndin telur þær til- lögur einnig gallaðar. Þótt gert sé ráð fyrir því að hópur borgara (að minnsta kosti 1.500) geti hrundið af stað þjóðaratkvæðagreiðslu um van- traust á furstann þá verði að líta til þess að slíkt sé harla óvenjulegt þegar í hlut eigi erfðavaldhafi. Þessi tillaga sýni best að furstinn fari með persónuleg völd. En tillagan hrökkvi einnig of skammt til að ljá furstanum lýðræðislegt umboð vegna þess að niðurstaðan yrði ekki bindandi heldur undir honum sjálf- um komið hvort hann viki frá. Þá leggur furstinn til að hægt verði að leggja furstadæmið af með þjóðar- atkvæðagreiðslu. Feneyjanefndin telur að það neyðarúrræði jafngildi ekki virku mótvægi gegn of mikilli valdasamþjöppun og breyti því held- ur ekki að fram að þeim tíma er slíkt yrði hugsanlega samþykkt þá færi furstinn með of mikil persónu- leg völd. Í niðurstöðu Feneyjanefndarinn- ar segir að núgildandi stjórnarskrá Liechtenstein frá 1921 feli þegar í sér meiri völd til handa furstanum en nokkurs staðar tíðkist í aðild- arríkjum Evrópuráðsins. Það hafi hins vegar ekki verið talið koma í veg fyrir aðild ríkisins árið 1978 þegar það fékk inngöngu enda séu mörg dæmi um að víðtæk stjórn- arskrárákvæði séu í raun allt öðru vísi í framkvæmd. Tillögurnar sem nú liggja fyrir frá furstanum myndu hins vegar gerbreyta stjórnarskránni. Þær myndu ekki einungis stöðva frekari stjórnskipulega þróun í átt til stjórnskipulegs konungdæmis eins og í öðrum Evrópuríkjum heldur vera alvarleg afturför. Þetta gæti leitt til einangrunar Liechtensteins innan samfélags Evrópuríkja og valdið því að áframhaldandi aðild að Evrópuráðinu yrði vandkvæðum bundin. Lætur engan bilbug á sér finna Furstinn lætur engan bilbug á sér finna í svari sem hann hefur sent þingi Evrópuráðsins og vísar allri gagnrýni á bug. Liechtenstein sé og verði öflugt lýðræðisríki þar sem beint lýðræði gegni meira hlutverki en almennt gerist. Ekki sé til nein ein lýðræðisformúla á Evrópuvísu og viðurkenna verði mismunandi form lýðræðis í álfunni. Fram kem- ur í svari hans að 37% kosninga- bærra manna hafi skrifað undir til- lögur furstans og þær verði bornar undir þjóðaratkvæði eins og lög geri ráð fyrir 14. til 16. mars næstkom- andi. Tillögur furstans af Liechtenstein um aukin völd sæta gagnrýni Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem kunna að birtast í þessari grein eru á ábyrgð höf- undar. AP Alois prins og Hans-Adam II. fursti af Liechtenstein lyfta glösum í garði Liechtensteinkastala í Vaduz. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson RÚMLEGA þrítugur maður hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að sveifla hnífi í átt að fjórum mönnum sem hann átti í átökum við, með þeim afleiðingum að mennirnir hlutu all- ir skurðsár. Átökin áttu sér stað í iðnaðar- húsnæði í Kópavogi í janúar í fyrra. Í dómnum segir að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um brot gegn almennum hegningarlögum. Ekki verði litið fram hjá því að hann beitti hnífi af ásettu ráði og honum hafi mátt vera ljóst að slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar. Á hinn bóginn eigi hann sér nokkrar málsbætur þar sem ekki væri ágreiningur um að verknaður- inn hefði verið unninn í átökum milli hans og fjórmenninganna. Í átökunum hefði hann staðið höllum fæti og hefði sætt barsmíðum. Auk refsingar var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Fjórmenningarnir sem urðu fyr- ir hnífslögum mannsins gerðu kröfu um samtals 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Þessum bótakröfum hafnaði maðurinn og tók dómurinn þær ekki til með- ferðar. Veitti fjórum mönnum áverka með hnífi LÖGREGLAN í Reykjavík hefur til rannsóknar þrjár kærur á hendur fasteignasala sem rekur fasteignasölu í Reykjavík. Er hann m.a. sakaður um fjárdrátt og óreiðu við uppgjör. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að ein kæran hafi borist fyrir áramót en tvær í jan- úar. Hann vill hvorki greina nánar frá rannsókn málsins né um hversu háar fjárhæðir er að ræða. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er málið talið hvergi nærri eins umfangsmikið og meint fjársvik eiganda fasteignasölunnar Holts í Kópavogi. Hann gaf sig fram við lög- reglu í haust og var þá talinn hafa dregið sér um 80 milljónir frá við- skiptavinum sínum. Þrjár kærur á hendur fasteignasala STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra kynnti frumvarp til breytingar á lögum um rannsókn sjóslysa á rík- isstjórnarfundi á föstudag. Jakob Falur Garðarsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra, segir að verið sé að leggja til breytingar á lög- um um rannsóknarnefnd sjóslysa til samræmis við það sem samþykkt hef- ur verið af stjórnarflokkunum gagn- vart rannsóknarnefnd flugslysa. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra verði veitt heimild til að fela nefndinni endurupptöku mála ef að- stæður krefjast þess. Það á við ef nýj- ar upplýsingar eða gögn berast eftir að rannsókn máls er lokið. Einnig er hlutverk rannsóknar- nefndar sjóslysa aukið og ber henni að rannsaka atriði sem telja má að hafi verulega þýðingu fyrir afleiðing- ar sjóslysa. Það nær til fyrirkomulags tilkynninga um sjóslys svo og hvernig háttað hefur verið leitar- og björgun- araðgerðum. Kveðið er skýrt á um þagnarskyldu þeirra sem að rannsókn sjóslysa koma, hvar aðsetur nefndarinnar skuli vera og kveðið er á um samskipti nefndarinnar við aðra aðila sem að rannsókn kunna að koma. Breyta lögum um rannsókn sjóslysa INNLENT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.