Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ÖFNIN er lífæð hvers sjáv- arpláss. Miklar fram- kvæmdir standa nú yfir við lífæð Þórshafnar og segja má að viðtalið við sveitar- stjórann hefjist á hafnar- bakkanum; enda líður hon- um greinilega vel í nálægð við sjóinn. „Mér hefur aldrei fundist ég vera annað en Langnesingur. Ég óx að vísu upp í Vík í Mýrdal, frá ellefu ára aldri og það var ágætt að vera þar, en hingað fór ég í sveit á sumrin og síðan á sjó eftir að ég varð eldri; bjó þá hjá afa og ömmu. Og eftir að ég fór utan til náms og starfa – og foreldrar mínir fluttu hingað aftur, þegar pabbi fór aftur að starfa hér sem prestur – fannst mér ég alltaf kominn heim þegar ég kom hingað,“ segir Björn Ingimarsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann átti erfitt með að sætta sig við hafnleys- ið í Vík. „Þar fór maður niður í fjöru og sá bátana nánast alveg uppi í kartöflugörðunum, en það var útilokað að komast í snertingu við fiskinn eða sjávarlífið yfirleitt. Vík er að mörgu leyti ágætur staður, hann byggist mikið á þjón- ustu við landbúnað en ég átti því að venjast að landbúnaðurinn væri aukaatriði en sjávarfangið og allt sem að því sneri aðalatriðið.“ Þegar Björn fæddist bjó fjölskyldan á Rauf- arhöfn en strax árið eftir, 1955, varð séra Ingi- mar Ingimarsson prestur á Sauðanesi. „Við bjuggum í gamla prestsbústaðnum til 1958; flytjum þá í nýja húsið, eins og við systkinin köll- uðum það, en það er orðið heldur óvirðulegra nú en gamla húsið,“ segir Björn – en viðgerð gamla hússins er langt komin. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1976, lærði síðan hagfræði í Gauta- borg og útskrifaðist 1984. Hóf þá störf hjá Sam- bandinu sáluga þar sem hann vann í áratug, síð- ast sem framkvæmdastjóri stórmarkaðarins Miklagarðs í Holtagörðum. „Eftir ýmsar milli- lendingar kom ég hingað norður aftur, um ára- mótin 1999–2000.“ Hann hafði þá starfað fyrir ráðgjafardeild KPMG um tíma, m.a. fyrir Hraðfrystistöð Þórs- hafnar; fluttist norður vegna þess verkefnis og hugðist vera í hálft ár, en þegar starfi Björns þar lauk á miðju ári 2001 var honum boðið starf sveitarstjóra, sem hafði losnað. Hann ákvað að sinna starfinu út kjörtímabilið og hélt áfram eft- ir kosningarnar sl. vor. Var þá einnig kjörinn í hreppsnefnd í óhlutbundnum kosningum. 40% skatttekna fara í rekstur grunnskólans Þegar Björn er spurður hvernig það sé að reka lítið sveitarfélag úti á landi, eins og Þórs- höfn, svarar hann því til að ekki sé mikill af- gangur af þeim rekstri: „Sömu kröfur eru gerðar til sveitarfélags eins og hér, með 411 íbúa, og sveitarfélaga þar sem íbúar eru tvö eða þrjú þúsund. Við þurfum að bjóða okkar fólki upp á grunnskólaþjónustu sem uppfyllir öll lög um grunnskóla og ef börn þurfa sérkennslu verðum við að gera svo vel að veita hana. En hún kostar okkur margfalt meira hlut- fallslega en stóra bæjarfélagið.“ Hann segir rétt rúmlega 40% af skatttekjum fara til reksturs grunnskólans. „Það væri ekki svo mikið mál að reka sveitarfélagið ef maður ræki ekki grunnskólann. Á móti segja eflaust einhverjir að komið hafi tekjupóstar inn í sveit- arfélagið, útvarsprósenta verið hækkuð og stað- greiðsluhlutfalli breytt til þess að mæta þessu, en staðreyndin er samt sem áður sú að um 40% fara í rekstur grunnskólans og við eigum óskap- lega erfitt með að ná endum saman í rekstr- inum. En þrátt fyrir það megum við ekki falla í þá gryfju að skella aftur öllum hirslum og hætta. Við verðum að halda áfram að fjárfesta í sveitar- félaginu; hér er höfnin lífæðin og við verðum til dæmis að fjárfesta í henni því ef við lendum und- ir í samkeppni með höfnina getum við alveg gleymt byggðarlaginu. Menn verða því að gjöra svo vel að taka þar áhættu varðandi skuldsetn- ingu og annað. Við verðum í töluverðum fram- kvæmdum á þessu ári og því næsta, sérstaklega í höfninni, en eftir það verður höfnin líka orðin til fyrirmyndar.“ Hann bendir á að sjálfsagt þurfi að fara aftur í framkvæmdir við höfnina eftir 10 eða 15 ár, „og guð hjálpi mönnum þá miðað við þau hafnalög sem verið er að setja nú á næstu árum!“ Orðar það svo að hafnir eigi að verða sjálf- bærar; slíka hluti megi ekki styrkja. „En þær eru hluti af samgöngukerfinu og fráleitt að henda þeim út úr því. Þetta væri sambærilegt því að einstök byggðalög önnuðust alfarið lagn- ingu þjóðvega og viðhald þeirra á eigin kostnað. Ég á reyndar eftir að sjá þessi hafnalög ganga í gegn.“ Björn segir að Þórshafnarhreppur hafi þegar fjárfest mikið í grunnskólanum og íþróttamann- virkjum. Á þeim sviðum sé aðstaðan til fyrir- myndar „en á hinum enda aldurskeðjunnar er ástandið ekki eins gott. Við starfrækjum dvalar- og hjúkrunarheimili til að annast fólk sem hefur eytt hér ævinni og vill eyða ævikvöldinu hérna líka og þar vantar okkur mikið upp á. En ég held að við séum sem betur fer að ná því í gegn að geta byggt við þannig að viðunandi verði. Gangi það eftir mun það treysta sveitarfélagið í sessi; það heldur áfram sínum íbúum, fólki sem skapar tekjur inn í sveitarfélagið auk þess sem það mun skapa störf. Við vonumst til að fara í þessar framkvæmdir í sumar og á næsta ári.“ Millilent í Mexíkó Eiginkona Björns er Sigrún Jóna Óskars- dóttir. Þau eiga alls sex börn, frá eins árs til 21, þó ekki öll saman. Ein af „millilendingunum“ sem Björn nefndi að framan var tveggja ára dvöl í Mexíkó, en fjöl- skyldan bjó í milljón manna borg, Culiacán, skammt frá Kaliforníuflóa. Björn vann við að koma á fót sardínuverk- smiðju, bræðslu og útgerð því tengdri á vegum íslenskra og mexíkóskra aðila. „Þetta var eitt af þessum útrásarverkefnum sem gekk ekki upp – og ég veit satt að segja ekki um mörg sem hafa gengið upp!“ Hann segir aðalástæðu þess að sardínuverksmiðjan varð ekki að veruleika að fjármagn hafi skort til að klára málið. „Mögu- leikar voru að mínu viti gífurlegir; ég hef sjaldan orðið vitni að öðrum eins möguleikum á hráefn- isöflun og þarna voru, en menn skorti að mínu viti úthald til þess að setja í þetta það sem þurfti á lokametrunum. En það skyldi samt engan undra því búið var að berjast þarna lengi; aðrir voru búnir að vera þarna í nokkur ár áður en ég kom að verkefninu.“ Seinna árinu í Mexíkó eyddi Björn í það að út- vega veiðiheimildir í Kaliforníuflóa og segir að sér hafi þótt blóðugt að ekkert varð af rekstr- inum að heimildunum fengnum. „Við náðum að standsetja verksmiðjuna og prufukeyra en þeg- ar því var lokið var ekkert annað að gera en að segja öllu starfsfólki upp.“ Hann fékk heimildir til að veiða bæði sardínu og ansjósu, „og þær heimildir voru að mínu viti mun meira verðmæti en verksmiðjan sjálf. Veiðileyfin hefðu átt að gera það að verkum að menn héldu áfram því þau eru takmörkuð á þessu svæði. En mér tókst ekki að sannfæra menn um að setja það fjármagn í þetta til við- bótar sem þurfti og þeim tókst heldur ekki að sannfæra mig um að halda áfram á þeim nótum sem þeir vildu.“ Tiltölulega einfalt var að drífa sig heim til Ís- lands þegar þarna var komið sögu, segir hann, enda eiginkonan farin á undan með yngsta strákinn, Bjarna, sem fæddist í Mexíkó. Björn segir dvölina í Mexíkó hafa verið ákaf- lega lærdómsríka. „Samfélagið er þannig að það stenst ekki endilega allt sem menn leggja upp með! En þetta var mikil reynsla og gaman að kynnast þessari menningu; við höfðum gott af því að kynnast fólkinu, en einnig fundum við fyr- ir miklu kynþáttahatri. Þarna snýst það bara við; snýr að hvíta manninum og við upplifðum það oft og tíðum á óskemmtilegan hátt að við vorum „lituð“. Við vorum nánast eina hvíta fólkið í milljón manna borg og urðum þar af leiðandi stundum fyrir aðkasti. Og það er kannski hverjum manni hollt að fá að upplifa slíkt.“ Aldrei urðu þau fyrir aðkasti þannig að til skaða yrði, en dagur einn er Birni þó minnis- stæður: Skömmu eftir að þau komu út fór fjölskyldan saman á ferskvörumarkað og klæddist eins og sannir Íslendingar í 30 stiga hita, í stuttbuxur og tilheyrandi. „Við skárum okkur mjög greinilega úr, bæði varðandi litarhaft og klæðnað. Aðrir karlmenn voru með kúrekahatta og í támjóum hnéstígvélum; það var reyndar alveg sama hvort það var 30 eða 50 stiga hiti – aldrei var far- ið úr þessum búnaði.“ Eftir að hafa rölt um markaðinn góða stund fékk Björn á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu og þegar hann horfir um öxl sér hann að stór hópur fólks er farinn að elta Íslendingana, „og ekkert sérstaklega vingjarnlegur að sjá. Okkur tókst að komast af markaðnum og kom- um skömmu síðar á stórt torg þar sem helj- armikil mannmergð var, en þá tók ekki betra við. Þarna var einhver öfgahópur með útisam- komu og í því að við birtumst á torginu er kallað eitthvað, í hátalarakerfið, sem ég skildi ekkert í því þarna skildi ég nánast enga spænsku. Konan mín skildi þetta hins vegar vel; verið var að kalla ókvæðisorð að helv… Könunum. Hún vildi gjarnan fara og leiðrétta þann misskilning að við værum Bandaríkjamenn en ég fékk hana til þess að halda áfram.“ Apanum leist ekki einu sinni á hvíta fólkið! Hópur fólks elti Björn, Sigrúnu og börnin „og það var ausið yfir okkur fúkyrðunum – sem ég reikna með að hafi verið – og svo gáfust menn smám saman upp á eltingaleiknum, en við fórum inn í dýragarð. Löbbuðum að búri þar sem var heljarmikill api og fullt af fólki í kringum búrið.“ En apanum virtist ekki lítast betur á hvíta fólkið en Mexíkönunum sjálfum. „Apanum verð- ur litið upp og um leið og hann sér okkur stekk- ur hann af stað, rekur hausinn ofan í tjörn sem var í miðju búrinu og hann gekk greinilega örna sinna í, sýpur á, og lætur sig svo vaða á grind- verkið. Hópurinn við búrið tvístraðist, nema hvað einhver kerling hljóp í fangið á mér þannig að ég komst ekki neitt, og Sigrún Jóna stóð líka kyrr og horfði, og í því sem apinn lenti á grind- verkinu lét hann skotið vaða; hrækti öllum helv… óþverranum beint framan í Sigrúnu.“ Björn segir fjölskylduna hafa lært að lifa við ástandið eins og það var, og hafa eignast marga ágætis kunningja í Mexíkó, „en hins vegar gat ég aldrei fellt mig við þá tilfinningu að geta ekki treyst neinum. Maður fékk allt of margar stað- festingar á því; fólki, sem við könnuðumst við, var til dæmis rænt. Öðrum þeim einstaklingi var sleppt eftir að greitt hafði verið fyrir hann lausnarfé en leifarnar af hinum fundust mörg- um mánuðum seinna. Þetta var daglegt brauð, og eftir að Bjarni fæddist varð mér sífellt verr við umhverfið. Þetta ásamt ýmsu öðru gerði það að verkum að mér leið óskaplega vel þegar kom- ið var aftur heim til Íslands.“ Bætir svo við: „Veran í Sinaloa-fylki er kannski það sem mest hefur kennt manni að meta það sem maður hefur hér á Íslandi.“ Sigrún Jóna, eiginkona Björns, er úr Reykja- Björgin og ósnortin nátt- úran eru okkar auðlindir Björn Ingimarsson bjó á Sauðanesi fyrsta áratug æv- innar, þegar faðir hans var þar prestur, og kom víða við áður en Langanesið varð aftur heimili hans. Skapti Hall- grímsson ræddi við Björn sem segist hafa „skotist burt“ í um það bil þrjá áratugi og bjó þá m.a. í Vík, Gautaborg, Reykja- vík og Mexíkó, en hann er nú sveitarstjóri á Þórshöfn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Þórshöfn á Langanesi, baðar sig í geislum vetrarsólarinnar innandyra í gamla húsinu á Sauðanesi, þar sem hann bjó lítill drengur þegar faðir hans var prestur á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.