Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 41 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Björn Guðmundsson var einstakur maður, oft svolítið hrjúfur og gat ver- ið hranalegur í tilsvörum, en fyrir inn- an hrjúft yfirborðið var hann ekkert nema ljúfmennskan, hjartahlýjan og gæðin. Þegar góður vinur fellur frá er svo ótal margt, sem kemur upp í hugann. Ógleymanlegar eru berjaferðirnar, sem farnar voru vestur í Djúp ásamt fleiri vinum, sem nú eru flestir farnir yfir móðuna miklu. Einnig veittist okkur hjónum sú ánægja að dveljast eina helgi við berjatínslu með þeim Lillý og Birni, ásamt dóttur þeirra og tengdasyni á Tyrðilmýri á Snæfjalla- strönd fyrir nokkrum árum. Margar veiðiferðir og utanlandsferð eru líka minnisstæðar. En síðast en ekki síst ber að minnast allra rjúpnaferðanna, sem þeir vinirnir, Björn og Aðal- steinn fóru saman. Aldrei var til- hlökkunin eins mikil hjá þeim, eins og þegar rjúpnatíminn nálgaðist. Mikið var spáð í veðrið og hvert væri nú hagstæðast að fara til veiða þetta haustið. Og þá var nú ánægjan og stoltið ekki minna, þegar þeir komu heim með fulla poka af rjúpum. Síð- ustu árin, eftir að heilsan fór að bila hjá þeim báðum, fylgdust þeir þó allt- af vel með hjá sonum og tengdason- um, þegar þeir voru að fara til veiða á haustin. Við hjónin minnumst einnig með mikilli ánægju heimsókna á heimili þeirra. Einnig á æskustöðvar þeirra á Melrakkasléttu, svo og í sumarbú- staðinn fyrir austan. Það var alltaf jafn ánægjulegt að vera með þeim hjónum, alltaf glatt á hjalla og skemmtilegt. Við vitum að það eru margir eins og við, sem eiga eftir að sakna Björns, vinar okkar, en mestur er þó sökn- uður hans frábæru eiginkonu, barna, tengdabarna og barnabarna. Við biðj- um góðan Guð að styrkja þau og blessa í sorg þeirra. Minningin um góðan dreng lifir. Blessuð sé minning hans. Anna og Aðalsteinn. Fráfall Björns Guðmundssonar bar skjótar að en nokkurn grunaði. Við Björn áttum góða síðdegisstund á nýliðnum aðfangadegi heima hjá dóttur hans Margréti, æskuvinkonu minni. Mig grunaði ekki þá að þetta yrði í síðasta skipti sem ég hitti Björn. Þó að ég vissi að Björn var talsvert veikur bar hann veikindi sín af mikilli karlmennsku og þeim einstaka dugn- aði sem honum var gefinn. Þessa síðdegisstund var hann hress í bragði eins og alltaf þegar fundum okkar bar saman. Drógum við hvorugt af okkur í spjalli um dæg- urmál eins og við áttum vanda til, enda alltaf skemmtilegt að takast á við Björn í skoðanaskiptum um það helsta sem var á baugi á hverjum tíma. Hann fylgdist vel með fréttum og var vel lesinn og aldrei fór maður í neinar grafgötur með hverjar skoð- anir hann hafði. Þess utan Björn lét mig ætíð finna væntumþykju sína og hlýhug sinn í minn garð og því var það alltaf notaleg tilhlökkun að hitta hann. Ég hef þekkt Björn frá því ég hóf skólagöngu í Vogaskóla og kynntist Margréti dóttur hans og var ég heimagangur í Karfavoginum, heimili Björns og Þorbjargar eiginkonu hans frá þeim tíma og raunar alla mína skólagöngu. Ég hef notið vináttu hans og Þorbjargar alla tíð og fyrir það vil ég þakka. Hugur minn er nú hjá Þorbjörgu og börnum þeirra, barnabörnum og langafastráknum litla. Þessi góða og samhenta fjölskylda býr nú við sáran missi. Megi góður guð blessa þau og varðveita minningu Björns Guð- mundssonar. Þórunn J. Hafstein. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns Björns Guð- mundssonar. Ég kynntist fyrst Birni árið 1995, nokkrum árum eftir að hann var sjálf- ur hættur að fljúga. Hann starfaði á skrifstofu FÍA en þangað vöndum við flugmenn komur okkar í kaffi til Björns. Við náðum strax vel saman og ekki skemmdi það fyrir að vera Þing- eyingur í návist Björns. Hann var stoltur af þingeyskum uppruna sínum og í hvert skipti sem við hittumst tók hann þétt í hönd mína, brosti og sagði: „Komdu ævinlega margbless- aður Þingeyingur“ og ég svaraði „Komdu blessaður heiðursfélagi.“ Við ræddum um allt milli himins og jarð- ar og rifumst oft en skildum ávallt sáttir. Ég var alltaf endurnærður á sálinni eftir skeggræður við Björn. Fáir ef nokkrir hafa unnið jafn mikið starf fyrir íslenska atvinnuflug- menn og Björn. Hann var formaður FÍA til margra ára. Það gustaði af Birni og hann var oft umdeildur en hann var afar snjall félagsmálamað- ur. Íslenskir atvinnuflugmenn standa í mikilli þakkarskuld við Björn fyrir hans langa og óeigingjarna starf að hagsmunamálum þeirra og hans er sárt saknað. Það er ég viss um félagi að þú munt ekki liggja á skoðunum þínum í nýj- um heimkynnum og deila við æðri máttarvöld teljir þú þess þörf. Vertu ævinlega margblessaður Þingeying- ur. Fjölskyldu Björns votta ég mína dýpstu samúð. Örnólfur Jónsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga samleið með Birni Guðmunds- syni sem starfsmanni Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna. Að leiðar- lokum er hann kvaddur með söknuði og þakklæti af mér og starfsmönnum á skrifstofu minni. Björn var frjór í hugsun, síkvikur og vakandi fyrir umhverfi sínu og hagsmunum félagsmanna FÍA. Í samskiptum var hann hreinskiptinn og heiðarlegur. Hrósaði því sem vel var gert og rýndi til gagns þegar þess var þörf og sparaði sig hvergi. Það var mark á honum takandi og lagt við hlustir þegar hann lagði orð í belg. Eftir fundi með Birni eða símtöl, sem urðu ófá í áranna rás, varð lundin létt og verkefnin og lífið viðráðanlegri. Ráðhollur var hann og miðlaði óspart af lífsvisku sinni. Svona karlar eru góðir mannræktendur. Og hann ræktaði einnig og bætti landið okkar fyrir komandi kynslóðir af hugsjón sem frumkvöðull í landgræðsluflugi. Fyrir það var ég stoltur af honum og leit upp til hans. Eftirlifandi eiginkonu Björns, börnum og fjölskyldu allri votta ég innilega samúð. Atli Gíslason, hrl. Það var snemma sumars árið 1974 að ég hitti Björn Guðmundsson í fyrsta sinn. Við vorum þá báðir ásamt konum okkar að leggja af stað ríðandi norður í Skagafjörð á landsmót hesta- manna, hvor í sínum hóp. Sameigin- legur vinur, Gestur Einarsson, tók mig með heim til Björns, sem lá veik- ur og vísaði Lillý okkur upp í svefn- herbergi til Björns, sem var óðum að hressast. Hann heilsaði mér með því hispursleysi og glaðværð sem mér fannst æ síðan einkenna hann. Þessi veikindi kallaði hann ávallt bana- leguna, en svo er forsjóninni fyrir að þakka að við áttum eftir að njóta margra samverustunda í tæpa þrjá áratugi. Atvikin höguðu því svo að ferða- hópar okkar hjóna eyddu saman dagsstund í fögru veðri þegar komið var ofan í Vesturdal í Skagafirði og upphófst þar mikill gleðskapur með sögum, kveðskap og söng. Drógumst við Björn fljótt hvor að öðrum og var þarna stofnað til vináttu sem staðið hefur fram á þennan dag. Síðar áttum við eftir að ferðast saman á hestum til margra ára í góðra vina hóp. Ætti ég að lýsa Birni í fáum orðum mundi ég segja að hann hafi umfram allt verið óvenjulega skemmtilegur maður. Í mannfagnaði var hann hrók- ur alls fagnaðar og dró að sér fólk. Hann var hafsjór af fróðleik, frábær sögumaður og kunni firnin öll af kvæðum og vísum. Húmorinn var rammíslenskur, „mestan part sögur af skrítnum körlum og kerlingum“, eins og Halldór Laxness hefur ein- hvers staðar sagt. Auk alls þessa var hann ágætur söngmaður, kunni bassa í hverju lagi og hin síðari ár söng hann með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur. Ég býst við að ungu konurnar myndu kalla Björn karlrembu og lát- um svo vera. Má ég þá bæta við skemmtileg karlremba. Minnisstætt er þegar yngri konurnar í hestaferð- unum fóru að rella um að við karl- arnir tækjum þátt í eldhússtörfunum. Þá eyddi Björn slíku tali, fór undan í flæmingi og sagðist þurfa að fara út að laga undir hestum. Og aldrei lærði hann á rafmagnskaffikönnuna heima hjá sér. En þá er þess að geta að hann ólst upp við forna búskaparhætti og stóð yfir fé á vetrum og þegar heim kom drógu stúlkurnar vosklæðin af körlunum. Hann kvæntist dásamlegri konu sem sá um allt innanstokks og bjó honum fallegt heimili, en hann sá um viðhald hússins, sló garðinn og lagði á hestana hennar Lillýar. Hin seinni ár skeggræddum við Björn oft tónlist, bókmenntir eða at- burði líðandi stundar, ýmist í síma eða á frægum þjóðfundum í FÍA með starfsbræðrum hans. „Nú hringir Björn“ var oft viðkvæðið á heimili mínu ef síminn hringdi í kjölfar frétta. Þessi samskipti voru mér dýrmæt og þeirra mun ég sakna. Veit ég áður hér áði einkavinurinn minn. Aldrei ríður hann oftar upp í fjallhagann sinn. Þetta erindi úr Tómasarhaga Jón- asar Hallgrímssonar hefur oft komið í huga mér undanfarna daga, en þar áðum við vinirnir í lengstu hestaferð okkar, norður í Grjótnes sumarið 1991. Á kveðjustundu er efst í huga vinátta og tryggð Björns og Lillýar við okkur og okkur finnst nú að hann hafi ætíð verið einkavinur okkar. En björtust er þó minningin um hann glaðan og reifan á góðra vina fundi, og þannig veit ég að hann hefði viljað að við minntumst hans. Að leiðarlokum sendum við Lillý og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þau öll. Andreas Bergmann. Jötunninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig … kuldaleg rödd og djúp. (Jón Helgason.) Einn bjartan júnímorgun 1978 eru fimm menn mættir samkvæmt boðun sáttasemjara, á samningafund, sem haldinn er í húsakynnum Flugleiða, rúmgóðum fundarsal á 1. hæð. Þetta er hugsanlegur lokaáfangi í sjö mán- aða samningaferli hins sundraða stéttarfélags FÍA, við hinn sameinaða atvinnurekanda. Þessi síðasta lota hefur tekið 30 tíma, og allir eru svefn- lausir. Björn er okkar formaður og „Primus Motor“. Við sitjum einir fram eftir morgni. Við horfum yfir flugbrautina. Þarna ekur Akureyrar- vélin í hlað, og hefur sennilega slegið hraðamet í blíðviðrinu. Björn tekur upp símann og nær í viðkomandi flug- stjóra, tjáir honum að þessi lokadag- ur okkar sé ekki alveg heppilegur fyr- ir hraðamet, en ef hann vilji svo, skuli hann gjarnan semja um enga kaup- hækkun handa honum sérstaklega; þetta var engin tæpitunga. Eftir þetta færist nokkur værð yfir þessa svefnvana nefnd, og Björn segir: „Ég verð að prófa hvort ég sé enn samn- ingshæfur.“ Hann byrjar að flytja Áfanga Jóns Helgasonar, rólega, jafnt og þétt, eftir minni, flytur hann okkur öll erindi þessa kvæðis, allar þess 88 línur og 11 erindi, og jötuninn í lokin. „Jú, ég er tilbúinn.“ Eftir há- degi er svo skrifað undir mjög við- unandi samninga. Og starfsmanna- stjórinn og formaður viðsemjenda okkar, sem mörgum fannst að liti á flugmenn sem einskonar mjög áhuga- vert fyrirbæri, til vinsamlegrar at- hugunar og kynningar falið, bauð til kvöldverðar í Blómasal Hótel Loft- leiða. Ég minnist hans á árshátíð FÍA í janúar 1979. Þá höfðu aftur risið úfar með mönnum, og var þungt hljóð í mörgum félagsmönnum FÍA, sem unnu áður hjá Flugfélagi Íslands. Björn hélt í veislubyrjun stutta ræðu. Ein af hans fyrstu minningum væru tengdar afa hans. Hann hefði verið fyrirferðarmikill drengur og uppá- tækjasamur. Og hann minntist þess meðal sinna fyrstu minninga að afi hans hefði sagt: „Það má ekki láta strákinn skemma.“ Það fannst á sum- um, að rétt væri að vísa hinum burt- flognu félögum úr lífeyrissjóði FÍA, þar sem þeir greiddu ekki fé- lagsgjöld. En slíkt kom ekki til mála hjá Birni, heldur skipaði hann einn burtfloginn í stjórn sjóðsins. Vorið eftir áðurnefnda árshátíð varð enn mjög verulegur ágreiningur innan stjórnar og samninganefndar FÍA, vegna nýs kjarasamnings, og greindi okkur þá verulega á. Eftir á að hyggja var þetta sú eina leið sem at- vinnurekanda var fær, þessi sem Björn valdi. Það var beygur í mér fyr- ir þennan fund. Enginn hafði neitt að segja í Björn í snörpum kappræðum. En hann hækkaði ekki róminn. Hann hafði traust fundarins. En allt það fjölmiðlafár, sem á honum og FÍA dundi, kom honum verulega á óvart. Ég minnist Björns sem frábærs ferðafélaga, en þetta sumar bauð hann mér að ganga með sínum göngufélögum, frá Illakambi um Víði- dal á Hérað. Seinna, og síðast, geng- um við frá Horni, um Jökulfjörðu, að Sandeyri við Djúp, og enduðum sjö dögum síðar við Bæi á Snæfjalla- strönd. Á aðalfundi FÍA 1979 baðst Björn undan endurkjöri. Hann sagði mér ákvörðun sína um haustið, og lét ekk- ert bifast, þrátt fyrir fortölur um að halda áfram. Ég hætti líka. Saman höfðum við starfað saman í þrjú ár. Hann hafði gert mig fullnuma í prakt- ískri félagsfræði. Hann hafði þjálfað mig og útskrifað á DC-3 þegar ég byrjaði að starfa. Hann hafði skilað FÍA af sér með innri friði og tryggt fjárhag þess, sem byggðist áður á vissu, jöfnu árgjaldi, sem svo hrundi við brotthvarf svo margra fé- lagsmanna. Þennan áðurnefnda júní- dag tók atvinnurekandi að sér að greiða ákveðið prósent af launum hvers flugmanns í félagssjóð FÍA. Síðan hefur ekki þurft að óttast þurrð í sjóðum FÍA. Björn fannst mér vera maður frosts og funa, kaldur við bulli, en heitur með sannfæringu sinni. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hann hafði unun af samræðum og rökræðum, hvort sem var um Njálu, sem hann las öðru hverju sér til upp- rifjunar, stjórnmálum eða félagsmál- um, eða sló fram spurningu eða full- yrðingu, til að fá umræðu af stað. Eitt af síðustu „embættisverkum“ Björns 1989 var að flytja páfa, og er til all- fræg mynd, þar sem þeir sitja saman í farkosti Björns. Eftir „embættismissi“ eða starfs- lok Björns starfaði hann sem örygg- isvörður hjá Securitas, en mörg síð- ustu ár hefur hann verið starfsmaður á skrifstofu FÍA í hálfu starfi. Enn sótti hann flesta félagsfundi FÍA. Þessa félagsskapar naut hann mjög. „He died with his boots on.“ Svo segja enskir um þá sem falla skyndi- lega. Slíkt hefði Björn viljað, og hann reyndi. Hann mætti til vinnu 3. jan- úar sl. En þá var Bleik svo brugðið, að hann varð að leggjast á spítala um kvöldið, og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Fyrir mér var Björn bæði sem fóstri og fóstbróðir. Hann skilur eftir djúpan söknuð. Öllu er skammtaður staður og stund, en hans skammtur hefði mátt vera miklu rýmri en varð. En nú er Björn orðinn sagan sjálf. Enginn kemst fram hjá honum þegar flugsaga er sögð og ekki gerði hann þetta einn. Lilly var hans hjartablóm, og hann mat hana óendanlega mikið. Ég votta henni, og öllu þeirra skyldu- liði, mína einlægu samúð. Ámundi H. Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.