Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 55 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÚTLIT er fyrir að Bridshátíð í ár verði ein sú sterkasta sem haldin hefur verið lengi. Auk tveggja er- lendra sveita, sem hingað hefur verið boðið til leiks, er útlit fyrir að þrjár sterkar sveitir komi á eigin vegum, þar á meðal kjarninn úr sveit Póllands sem spilaði til úrslita um Rosenblum-bikarinn í Kanada sl. haust. Zia Mahmood kemur nú á ný á Bridshátíð og með honum koma þrír Norðurlandabúar: Norðmað- urinn Boye Brogeland og Svíarnir Björn Fallenius og Roger Welland sem allir eru atvinnuspilarar í Bandaríkjunum. Zia var næstum búinn að næla sér í fyrsta heimsmeistaratitilinn í fyrra, þegar hann og Michael Ros- enberg virtust ætla að vinna heims- meistaramótið í tvímenningi sem haldið var í Kanada. En á síðustu stundu skutust tveir lítt þekktir Ítalar upp fyrir þá og Zia er því enn sterkasti spilari heims, sem aldrei hefur unnið HM-mót. Hin boðssveitin í ár verður sænska landsliðið sem komst í und- anúrslit keppninnar um Rosen- blumbikarinn í Kanada sl. haust en tapaði þar fyrir Ítölum sem síðan unnu mótið. Sænska sveitin er skipuð Peter Fredin, Magnus Lindquist, Fredrik Nyström og Peter Bertheau. Þessir spilarar eru allir Íslendingum að góðu kunnir og tveir þeir síðast- nefndu urðu m.a. Norðurlanda- meistarar í sveitakeppni í Hvera- gerði árið 2001. Þá hafa þrjár sterkar erlendar sveitir boðað komu sína að auki. Pólsku landsliðsmennirnir Apolin- ary Kowalski, Piotr Tuszynski og Jacek Pszczola eru væntanlegir ásamt Vytautas Vainikonis, forseta litháenska Bridgesambandsins. Pólsku spilararnir kepptu hér á Bridshátíð 2001 og spiluðu til úr- slita um Rosenblumbikarinn við Ítali í haust. Frá Englandi koma tvíburabræð- urnir Jason og Justin Hackett, sem oft hafa keppt hér á landi. Með þeim spila Janet de Botton og Norðmað- urinn góðkunni Geir Helgemo. Loks hefur dönsk sveit boðað komu sína, skipuð bræðrunum Lars og Knut Blakset, Søren Christiansen og Peter Hecht Johansen. Blakset- bræðurnir og Christiansen hafa oft spilað hér á landi áður. Nær Zia að borga fyrir sig? Zia hefur örugglega fullan hug á að launa Svíunum lambið gráa en þeir slógu Zia og félaga hans út úr átta liða úrslitum í Rosenblum- keppninni í haust. Þetta spil réði úr- slitum í leiknum: Vestur gefur, allir á hættu Norður ♠ 9 ♥ ÁK3 ♦ 9763 ♣ÁKG87 Vestur Austur ♠ D6532 ♠ K87 ♥ G9642 ♥ 7 ♦ ÁK8 ♦ G102 ♣-- ♣D109654 Suður ♠ ÁG104 ♥ D1085 ♦ D54 ♣32 Við annað borðið sátu Zia og Rosen- berg NS og Fredin og Lindkvist AV. Lokasamningurinn var ekki sá besti: Vestur Norður Austur Suður Lindkvist Zia Fredin Rosenberg 1 spaði dobl 2 hjörtu 3 hjörtu pass 4 hjörtu pass pass dobl// 2 hjörtu sýndi góða hækkun í 2 spaða. Lindkvist spilaði út tígulkóng og Fredin setti gosann undir. Vörnin gat nú ekki hreyft þann lit meir, en það kom ekki að sök. Vestur skipti í lítinn spaða og Rosenberg tók kóng austurs með ás og skipaði gosanum til baka. Lindkvist lagði drottn- inguna á og sagnhafi trompaði í borði. Næst tók Rosenberg ÁK í hjarta og fékk slæmu fréttirnar. Þegar hann reyndi að taka laufaás trompaði Lindkvist og spilaði spaða á tíu suð- urs. Rosenberg spilaði sig út á spaða og trompaði næsta spaða með tíunni. Hann fékk í kjölfarið á tíguldrottn- ingu og hjartadrottningu en var samt 2 niður, 500 til Svíanna. Við hitt borð- ið sátu Larry Cohen og Dave Berk- owitz AV og Nyström og Bertheau, sem hét raunar Stromberg þá, í AV. Vestur Norður Austur Suður Berkow. Nyström Cohen Bertheau pass 2 lauf pass 2 tíglar pass 2 hjörtu pass 2 grönd pass 3 grönd pass pass dobl// Opnun norðurs sýndi lauflit og 2 tígl- ar var biðsögn. Berkowitz sá í hendi sér að litirnir lægju illa fyrir sagn- hafa og ákvað að dobla. Hann spilaði út spaða og sagnhafi drap kóng Cohens með ás. Næst kom lauf á ás- inn, Berkowitz henti hjarta; og sagn- hafi spilaði þá tígli úr borði og gaf Berkowitz á áttuna. Hefði Berkowitz nú tekið ÁK í tígli og spilað sig út á hjarta eða spaða hefði sagnhafi aðeins getað fengið átta slagi. En Berkowitz spilaði strax hjarta. Bertheau gaf vörninni annað tækifæri þegar hann drap í borði með ás, vildi verja samganginn í hjartanu, og spilaði strax aftur tígli. Best hefði verið að hleypa á tíuna og taka ÁK í hjarta áður en tígli var spil- að á ný. En inni á tígulkóng spilaði Berk- owitz aftur hjarta. Sagnhafi stakk upp kóng í blindum og spilaði enn tígli á ás vesturs. Nú gat Berkowitz ekki spilað hjarta og varð því að spila spaða. Bertheau tók sjöu austurs heima á tíu og spilaði spaðafjarkanum til baka. Og nú varð vörnin að gefast upp. Fengi Cohen í austur slaginn á átt- una varð hann að spila laufi upp í gaffalinn í blindum. Og ef Berkowitz hoppaði upp með spaðadrottninguna varð hann annaðhvorrt að gefa sagn- hafa 9. slaginn á hjarta eða spaða. Slétt unnið og 15 impar til Svíanna. Mikill áhugi erlendra spilara á Bridshátíðinni Brids BRIDSHÁTÍÐ Hótel Loftleiðir Bridshátíð verður haldin á vegum Brids- sambands Íslands, Bridsfélags Reykja- víkur og Flugleiða dagana 14.–17. febr- úar. Guðm. Sv. Hermannsson Í NÝJASTA Vefriti fjármála- ráðuneytisins segir að sterk við- brögð við skýrslu ráðuneytisins um efnahagsleg áhrif vegna fyr- irhugaðra álvers- og virkjunar- framkvæmda á Austurlandi hafi komið nokkuð á óvart. Í skýrsl- unni hafi eingöngu verið sett fram tvö tilbúin dæmi um áhrif hugsanlegra aðgerða sem stjórn- völd kynnu að þurfa að grípa til; alls ekki sé verið að leggja fram tillögur um aðgerðir. Raunin sé sú að slaki sé hagkerfinu og vart hægt að hugsa sér betri tíma- setningu fyrir stóriðjufram- kvæmdir. Áréttað er að í skýrslunni hafi menn hvorki verið að boða vaxta- hækkanir né samdrátt í opinber- um framkvæmdum. Sú staðreynd að fyrirhugaðar framkvæmdir nái ekki hámarki fyrr en árunum 2005–2006 sýni hversu fráleitt það sé að spá um það núna með nokkurri nákvæmni hvaða áhrif þær muni hafa eftir 2–3 ár. „Það sem mestu máli skiptir um efnahagleg áhrif slíkra fram- kvæmda er hver staða þjóðarbús- ins er við upphaf þeirra. Eins og nú horfir er fremur slaki í hag- kerfinu en spenna og verðbólgan á hraðri niðurleið. Hættan á þenslu er því mun minni en ella. Í ljósi þessa er vart hægt að hugsa sér betri tímasetningu fyrir slík- ar framkvæmdir,“ segir í Vefrit- inu. Tímasetn- ing fram- kvæmda gæti varla verið betri INNLENT Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.