Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 25                                                          ! " #$##%&'    ($)%)%*)+,-.-.#% /($)%)%*#0   10    SÝNING á verkum rúmlegafimmtíu ungra norrænnahönnuða var opnuð í Nor-ræna húsinu á fimmtudag. Ber hún yfirskriftina Young Nordic Design: The Generation X og er unnin af finnsku hönnunarsamtök- unum Design Forum Finland, en haldin í samvinnu við sambærilegar norrænar stofnanir, Dansk Design Center, Norsk Form, Svensk Form og Form Ísland. Á sýningunni gefur að líta fjöl- breytileg verk þessara ungu hönn- uða, sem eru allt frá því að vera fullgerðir hlutir á borð við skart- gripi og áhöld, til þess að vera nokkurs konar tilraunir með efni og form af ýmsu tagi. Lokasýningarstaður er Norræna húsið Sýningin er komin hingað til lands frá Glasgow, en hún hefur verið á ferðalagi víðsvegar um heiminn síðan í nóvember árið 2000. Þá var hún opnuð í Scand- inavian House í New York, en hef- ur síðan verið á faraldsfæti víðs- vegar um Norður-Ameríku og fór til Mexíkóborgar, Montréal, Van- couver, Ottawa auk Berlínar, með það að markmiði að kynna verk upprennandi norrænna hönnuða. Ekki stóð til upphaflega að sýn- ingin væri sýnd á Norðurlöndunum sjálfum utan Finnlands, en Nor- ræna húsið í Reykjavík sóttist eftir því að taka hana til sýninga að loknu ferðalaginu um heiminn, og fékk það í gegn. Ísland er því síð- asti áfangastaður þessa tæplega þriggja ára verkefnis. Auk þess er í undirbúningi ráðstefna sem til stendur að halda í lok febrúar í Norræna húsinu í tengslum við sýninguna. Sýningarstjóri á Young Nordisk Design: Generation X er Anne Stenros, framkvæmdastjóri Design Forum Finland, en hönnuður sýn- ingarinnar er finnski arkitektinn Roy Mänttäri og hefur hann einnig komið hingað til lands við uppsetn- ingu sýningarinnar. Íslenskir þátt- takendur í verkefninu eru Ásmund- ur Hrafn Sturluson, Bergþóra Guðnadóttir, Guðbjörg Kr. Ingva- dóttir, Karolína Einarsdóttir, Linda Björg Árnadóttir, OZ, Sess- elja H. Guðmundsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir. „Við í stjórn Form Ísland völdum hóp íslenskra hönnuða sem ég kynnti sýningarnefndinni og var valið úr verkum þeirra með tilliti til sýningarinnar í heild,“ segir Guðný Magnúsdóttir, sem situr í stjórn Form Ísland, um val íslensku þátt- takendanna í sýningunni. Aðspurð hvað hafi ráðið lokaúrslitum, segir hún að mestu hafi skipt að búa til sterka heildarsýningu. „Fyrrver- andi yfirmaður hönnunardeildar MoMa í New York hafði einnig yf- irumsjón með því að velja sýning- argripi á sýninguna, ásamt fulltrú- um hinna sýningaraðilanna.“ Skortur á skilningi á hönnun hérlendis Guðný segir stöðu ungra ís- lenskra hönnuða, í samanburði við hönnuði annarra Norðurlanda, hafa vakið sérstaklega athygli sína í tengslum við sýninguna. „Maður finnur svo sterkt fyrir því hér að ís- lenskir hönnuðir eru mest að vinna inni á sínum verkstæðum. Þeir hafa engan vettvang, hvorki til að koma hlutum sínum á framfæri né til framleiðslu. Baklandið hérna er mjög fátæklegt og mikill munur á aðstöðu íslenskra hönnuða og til dæmis finnskra, sem fá jafnvel samninga þegar þeir eru rétt að skríða út úr skóla. Það segir sitt um stöðu þeirra í samfélaginu.“ Hún segir sárlega vanta hönn- unarmiðstöð hérlendis til að koma íslenskri hönnun á framfæri, erfitt sé að nálgast hana og skilningur hérlandis á notkun hönnuða sé afar takmarkaður. Eitt af meginmark- miðum Forms Íslands sé að koma slíkri miðstöð á laggirnar. Sýning sem þessi veki þá sem standa að ís- lenskri hönnun til umhugsunar um þessi mál, en sé jafnframt tækifæri fyrir þá sem taka þátt í henni til að koma sér á framfæri. „Allar sýn- ingar sem íslenskir hönnuðir hafa tekið þátt í hafa verið þeim mik- ilvægar. Þær eru einn mikilvægasti vettvangur þeirra til að koma verk- um sínum á framfæri.“ En hvað er það sem einkennir ís- lenska hönnun, í samanburði við aðra norræna hönnun? Guðný bendir á hefðina, eða öllu heldur hefðarleysið, sem sérstöðu ís- lenskra hönnuða gagnvart öðrum hönnuðum. „Við erum fremur óheft, þurfum ekki að hanga í neinni hefð, eins og manni finnst til dæmis oft vera áberandi hjá dönsk- um hönnuðum. Það má segja að við höfum hér eitthvað sem sést greini- lega að er ungt og ferskt og óbund- ið, það eina sem vantar er skilning- urinn á því að þarna er á ferðinni óbeisluð orka sem þarf að komast í farveg.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Átta íslenskir hönnuðir taka þátt í sýningunni Young Nordic Design: The Generation X í Norræna húsinu. Hönnun kyn- slóðar sem kennd er við X ingamaria@mbl.is Norræn hönnunarsýning hefur verið á flakki um heiminn síðan árið 2000 og er síð- asti viðkomustaður hennar í Norræna hús- inu í Reykjavík. Inga María Leifsdóttir kynnti sér tilurð sýningarinnar, sem átta ís- lenskir hönnuðir taka þátt í. Í BORGARLEIKHÚSINU er hafn- ar æfingar gamanleiknum Öfug- um megin uppí eftir einn afkasta- mesta gamanleikjahöfund Bretlands, Derek Benfield. Hann fjallar um mann sem ætlaði að eiga náðuga daga við að reka sveitahótel fyrir systur sína, en dagarnir snúast upp í martröð, þegar menn mæta í rómantískum erindagjörðum með vitlausar konar á hótelið, en hinar réttu konur taka sér líka eitt og annað fyrir hendur – með vitlausum mönnum. Það er Árni Ibsen sem þýðir verkið og staðfærir. Leikarar eru: Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Ellert Ingi- mundarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Björn Ingi Hilmarsson. María Sigurðardóttir leikstýrir en Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd og búninga. Öfugum megin uppí Morgunblaðið/Sverrir Leikarar Borgarleikhússins smakka á farsanum. LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.