Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 49
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 49 ÞAÐ ER loksins farið aðsnjóa; þó er janúar aðverða búinn. Og viðkvörtum, flest okkar,vitanlega, í staðinn fyrir að þakka liðna tíð, milda og góða, sem að öllu eðlilegu hefði átt að vera kaldari, miðað við árstíma. Okkur er svo tamt að álíta glasið hálftómt, þegar allt eins rétt væri að segja það hálf- fullt. Þetta endurspeglast líka í fréttamati dagblaða, útvarps og sjónvarps. Í eina tíð var sagt: „Engar fréttir eru góðar fréttir“, og er það enn við lýði meðal eng- ilsaxneskra þjóða. En á Íslandi og víðar er búið að snúa þessu við. Nú hljóðar spakmælið: „Góð- ar fréttir eru engar fréttir.“ Þetta er spurning um hug- arfar. Jákvætt eða neikvætt. Einhvern tíma las ég, að margur vísindamaðurinn hefði fyrst gerst trúaður, eftir að hafa skoðað veröld rafeindasmásjár- innar, allt hið stórkostlega form og líf, sem þar er að finna, en ekki er sjáanlegt mannlegu auga, nema með þessari aðstoð tækn- innar. Eitthvað hlyti að stjórna þessu, einhver meistarahugur; annað væri óhugsandi. Eins er með snjókornið. Þar er á ferðinni listasmíð, svo ótrú- leg, að mann setur hljóðan í lotn- ing yfir þeim mætti, sem upp- hugsað getur slíkt og framkvæmt. Í upphafi var talað út í tómið, og þá varð heimur, talað út í myrkrið, og þá varð ljós, talað yfir efninu, og þá varð líf. Og enn var talað yfir duftinu, og þá varð maður, þá varðst þú. Þetta er sköpunarsaga Biblíunnar, margumtöluð. Hún er þetta: Guð sagði, Guð talar og það verður. Sköpunarsaga Biblíunnar endar ekki á fyrsta blaði hennar. Hún heldur áfram óslitið aftur á síðasta blað og þar bendir hún enn áfram: Guð talar. Og þegar hann talar eftir að síðasta blað sögunnar hefur verið skráð, verð- ur nýr himinn og ný jörð. Þetta ritaði og mælti Sig- urbjörn Einarsson biskup á jól- um árið 1968. Þannig lýsti hann Guði sínum. Þetta er líka hugurinn og mátturinn, sem ég nefndi. Og enn talar Guð á sama hátt og áður. Og það verður. Fönnin hvíta, sem almættið á hverjum vetri sendir yfir lönd og höf, er ekkert annað en sæng til verndar og skjóls, til hlífðar því sem undir liggur. Þá fyrst lætur viðkvæmur gróðurinn á sjá, ef hún er ekki til staðar; túnin kel- ur og frostið nær að bíta allt það annað til ólífis sem ekki er varið. En hvað er eiginlega snjór, í útskýringu vísindanna? Útlistun á því er að finna á Vísindavef Háskóla Íslands, en þar segir m.a.: Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400–700 nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr milli- metra). Geislun á stystu öldulengd- unum skynjum við sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljós. Snjór er samsettur úr örsmáum ís- kristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í all- ar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn end- urvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dags- birtu. Eftir að skyggja tekur ber meira á bláa litnum en þeim rauða í þeirri birtu sem eftir er, svo að snjór- inn fær þá blárri áferð í rökkrinu. Undir ljósastaur með natrínperu, sem lýsir með gulleitu ljósi, dreifir snjór- inn því ljósi sem á hann fellur og virð- ist því gulur. Snjókristallar myndast þegar vatn í andrúmsloftinu kólnar niður fyrir frostmark, annað hvort vegna tilkomu kaldara lofts eða vegna þess að rakinn berst upp í kaldari lög lofthjúpsins. Vatnið frýs þó ekki við það eitt, held- ur helst ofurkælt sem kallað er, það er að segja undir frostmarki án þess að breytast í ís, þar til það finnur eitt- hvert fast efni til að storkna á. Dæmigerður snjókristallur myndast utan um agnarsmátt rykkorn og vex fljótt upp í sexstrending... Ef við leikum okkur aðeins að tölum má nefna að í dæmigerðum litlum snjókristalli eru 1018 vatnssameindir (1.000.000.000.000.000.000 stykki!). Eitt af hverjum 5000 vetnisatómum er frábrugðið hinum vetnisatómunum, svonefnt tvívetni. Í okkar tilfelli þýðir það að um 1015 vetnisatóm í hverjum snjókristalli (1000.000.000.000.000 stykki!) eru öðruvísi en hin. Tvívetnið kemur tilviljunarkennt inn í grindina og eykur þannig enn á fjölbreytileika kristallanna. Samsætur súrefnis gera það ekki síður. Á leið sinni til jarðar festast svo snjókristallarnir venjulega hver við annan og mynda hið eig- inlega snjókorn sem við öll þekkjum svo vel. Snjókorn eru oft gerð úr 2– 200 slíkum snjókristöllum. Þó að snjókornin í heiminum séu vissulega geysimörg þá eru þau þó margfalt færri en möguleikarnir í gerð þeirra. Niðurstaðan er því sú að nær útilokað sé að finna tvö nákvæm- lega eins snjókorn. Þannig vinnur Guð. Hið stór- (kostleg)a fæðist í leynd. Í stað þess að bölva í hljóði eða upphátt, með ygglda brún, legg ég til að við íhugum þessi mikilfenglegu listaverk, sem nú eru fyrir augum okkar og munu eflaust halda áfram að svífa af himnum ofan á næstunni, ein- faldlega vegna þess, að nú er miður vetur. Og tökum ofan fyrir höfundi lífsins. Snjókornið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Hið smæsta var Kristi afar hugleikið, eins og lesa má víða í guðspjöllunum, enda var í því fólgið eitt- hvað mikið, ef grannt var skoðað. Sigurður Ægisson lítur í dag á hina glæsilegu ís- kristalla, listaverk himinsins, sem við nú höfum fyrir augum. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Silhouette er framleitt til að virka á þau svæði líkamans sem eru mest útsett fyrir fitu og uppsöfnun á fituvef, svo sem mjöðmum, rasskinnum, lærum og á kviðnum. Silhouette inniheldur 4% súrefni sem gefur öflugt nudd og nær- ingu til að losa um fitu og úrgangsefni innan frá, viðheldur heilbrigðri, teygj- anlegri og fallegri húð. Gefur öfluga rakagjöf sem endist allan daginn. Vinn- ur á sliti undan og eftir meðgöngu og einnig eftir megrun. ...fegurð & ferskleiki... Súrefnisvörur Karin Herzog Snyrtistofan Salon Ritz, Laugavegi, býður upp á Karin Herzog súrefnismeðferðir fyrir andlit og líkama. www.karinherzog.ch Náðu toppformi með Silhouette fyrir sumarið FRÉTTIR Í TENGSLUM við forvarnaverkefnið „Hættu áður en þú byrjar“ verða fræðslufundir fyrir foreldra um fíkni- efnamál. Vikuna 27. janúar – 2. febr- úar verða haldnir fræðslufundir fyrir foreldra grunnskólanemenda í 9. bekk sem hér segir: mánudaginn 27. janúar kl. 17.30–19.30 í Hagaskóla, þriðjudaginn 28. janúar kl. 18–20 í Laugalækjarskóla, miðvikudaginn 29. janúar kl. 20–22 í Ölduselsskóla og fimmtudaginn 30. janúar kl. 20–22 í Austurbæjarskóla. „Hættu áður en þú byrjar“ er fræðsla ætluð nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Fræðslan er samstarfsverkefni Lögreglunnar, Fé- lagsþjónustunnar og Marita, for- varna- og hjálparstarfs. Hún fer þannig fram að unglingunum er sýnd ný íslensk mynd um veruleika fíkni- efnaheimsins á Íslandi. Þá heldur fyrrverandi fíkniefnaneytandi fyrir- lestur þar sem hann hvetur krakkana til að til að gera strax upp hug sinn gagnvart fíkniefnum og reynir að fá þá til að taka afstöðu gegn fíkniefnum verði þeim boðin þau. Lögreglumaður útskýrir hvaða afleiðingar fíkniefna- neysla getur haft í för með sér fyrir líf einstaklingsins og unglingaráðgjafi frá félagsþjónustunni ræðir um úr- ræði og kynnir fyrir krökkunum hvert þeir geta leitað aðstoðar. Til að fylgja fræðslunni eftir er boðað til kvöldfundar með kennurum, foreldrum og forráðamönnum nem- endanna. Sömu aðilar og ræddu við börnin hitta foreldrana. Þeim er sýnd sama myndin og farið í gegn um það sem rætt var við börnin. Fjallað er um hvernig foreldrar og forráðamenn geti sem best tryggt velferð barna sinna, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufund- ir fyrir for- eldra um fíkniefnamál Erindi um skarkola Fræðsluerindi Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) verður haldið mánudaginn 27. janúar, kl. 20.30 í stofu 101, Lög- bergi, húsi Háskóla Íslands. Jón Sól- mundsson fiskifræðingur og útibús- stjóri Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík heldur erindi um göngur og atferli skarkola vestan Íslands. Í er- indinu fjallar Jón um niðurstöður merkinga á skarkolum í Breiðafirði og við Vestfirði. Fræðsluerindi HÍN eru einkum ætluð almenningi og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Á MORGUN Hugmyndir leikskólabarna um grunnskólann Jóhanna Ein- arsdóttir dósent við Kennaraháskóla Íslands heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðviku- dag 29. janúar kl. 16.15. Fyrirlest- urinn verður haldinn í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð og er öllum opinn. Í fyr- irlestrinum fjallar Jóhanna um nið- urstöður rannsóknar þar sem tekin voru viðtöl við 5 ára börn í leik- skólum í Reykjavík. Börnin voru að ljúka leikskóladvöl sinni og var leitað eftir því hvaða hugmyndir þau hefðu um grunnskólann og hvernig þau upplifðu muninn á leikskóla og grunnskóla. Kynningarfundur um alþjóðlegt skátamót verður miðvikudaginn 29. janúar kl. 15.20 í Skátaheimilinu Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Nordjamb 2003 er alþjóðlegt mót fyrir drótt- og róverskáta og meðlimi björgunar- sveita á aldrinum 15–l 30 ára, sem skátahreyfingin stendur fyrir í ágúst 2003. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nordjamb 2003 (http:// www.scout.is/nordjamb) Málstofa áhugamannafélagsins Afríka 20:20 verður haldin miðviku- daginn 29. janúar kl. 20, í Alþjóða- húsinu, Hverfisgötu 18. Kjartan Jónsson kristniboði og doktorsnemi í mannfræði mun halda erindi um líf sitt og starf á meðal pokotmanna í Kenýu. Allt áhugafólk er velkomið. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.