Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 48
FRÉTTIR 48 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, alla daga, einnig aðfangadag, jóladag, annan jóladag, gamlársdag og nýársdag. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Þjónusta BOÐIÐ verður upp á Alfa-námskeið í Selja- kirkju og hefst það fimmtudaginn 30. janúar næstkomandi. Alfa- námskeið er fræðslu- námskeið um grundvall- aratriði kristinnar trúar. Hvert kvöld hefst kl. 19 með léttum kvöldverði, síðan er ákveðið um- ræðuefni skýrt og rætt í umræðuhópum. Kvöldinu lýkur svo kl. 22. Einu sinni á námskeiðinu er farið í helgarferð. Fyrsta kvöldið hefst á kynningu um námskeiðið, uppbyggingu þess og áætlun. Þá verður einnig velt upp eftirfarandi spurningu: Hver er Jesús? Fyrsta kvöldið þann 30. janúar er án nokkurra skuldbind- inga um þátttöku í námskeiðinu. Nánari upplýsingar fást í kirkj- unni í síma 567 0110. Samkoma ferming- arbarna í Selfoss- kirkju ÞRIÐJUDAGINN 4. febrúar næst komandi kl. 20 verður samkoma í Selfosskirkju, ætluð ferming- arbörnum prestakallsins. Þá kemur Þorsteinn H. Wiium Þorsteinsson, tollfulltrúi, í heim- sókn og ræðir við börnin um skaðsemi fíkniefna. Að stundinni lokinni fá börnin veggspjald og bækling að gjöf, sem hvort tveggja snertir efni fundarins. Þá verður boðið upp á hressingu í Safnaðarheimili Selfosskirkju. Þetta er fjórða árið í röð, sem Tollgæslan í Reykjavík blæs til sóknar gegn fíkniefnum með fræðslu og forvarnarstarfi af þessu tagi. Fundir á borð við þennan eru víða orðnir fastur lið- ur í fermingarundirbúningnum. Með Þorsteini í för er er fíkni- efnahundurinn Bassi og það hefur sýnt sig, að jafnt börn sem full- orðnir hafa mikinn áhuga á að fræðast um hann og þjálfun hans. Þetta er vissulega afar brýnt mál- efni og ég vona, að þessi merki- lega samkoma verði vel sótt. Gunnar Björnsson sóknarprestur. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fyrstu messunnar á þessu ári í Breið- holtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnudaginn 26. janúar kl. 20. Framkvæmdaraðilar að Tóm- asarmessu eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessa hefur ver- ið haldin í Breiðholtskikrju síð- asta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors síðustu fimm árin. Sorgarhópur í Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI mánudag 27. janúar kl. 20:00 er sorgarhópur í Grafarvogskirkju. Hópurinn mun hittast í 10 skipti á mánudögum kl. 20:00-22:00 Boðið er upp á kaffi og veitingar. Umsjón hafa prestar safnaðarins. Allir velkomnir. Alfa-námskeið í Seljakirkju Morgunblaðið/Jim Smart Seljakirkja Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Langholtskirkja. Mánudagur: Kl. 15– 16.30 Ævintýraklúbburinn. Starf fyrir 7–9 ára krakka sem eru allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Mánu- dagur. Kl. 15.15. TTT í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: kl. 13– 15.30. Opið hús fyrir fullorðna í safnaðar- heimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyr- irbænaefnum má koma til djákna í s. 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánu- dagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9– 17 í síma 587-9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyr- ir 8. bekk kl. 20. Seljakirkja: Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Ung- lingar 16 ára og eldri kl. 20–22. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dag- skrá. Mætum öll. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyr- ir 9–12 ára drengi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánudagur: Al- Anon-fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Ármannsdótt- ir. Tvískipt barnastarf á sama tíma. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi eftir samkomu. Allir eru velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður, Robert Maasbach forstöðumaður á Eng- landi. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Allir velkomnir. Vegurinn. Samkoma kl. 16.30, Ashley Schmierer predikar. lofgjörð, fyrirbænir, krakkakirkja, ungbarnakirkja og samfélag. Allir velkomnir. Safnaðarstarf MUN minni festa er í menntuðu fólki á lands- bygðinni samanborið við ómenntað að því er fram kemur í haustskýrslu Hagfræðistofnunar um þéttbýlismyndun á Ís- landi. Með menntuðu fólki er átt við þá sem leita sér æðri menntunar og eru í lánshæfu námi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Samkvæmt skýrsl- unni voru samtals 70% Vestfirðinga, sem voru á aldrinum 16–20 ára árið 1988 og fengu lán hjá LÍN, flutt frá Vestfjörðum árið 2000. 56% Vestfirðinga á sama aldri sem ekki fengu lán hjá LÍN bjuggu þar enn árið 2000. Sveinn Agnarsson, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og einn af skýrsluhöfundum, segir þróunina alls staðar þá sömu á landinu nema í Reykjavík þar sem meiri festa sé í menntuðu fólki. Af þeim borgarbúum sem voru á skrá hjá LÍN árið 2000 og voru 16–20 ára árið 1988 voru 80% búsett í Reykjavík árið 2000. Af jafnöldrum þeirra úr Reykjavík sem ekki voru á skrá hjá LÍN bjuggu rúm 74% í Reykjavík. Ásgeir Jónsson, einn af skýrsluhöfundum, segir Reykjavík hafa gíf- urlega sterkt aðdrátt- arafl fyrir menntafólk, nágrannasveitarfélögin hafi á hinn bóginn miklu fremur aðdráttarafl fyr- ir ómenntað fólk. Þetta sé í samræmi við þá kenningu að í stórum þéttbýlis- kjarna rúmist framleiðsla sem krefj- ist sérhæfðrar þekkingar og í ytri hring þéttbýliskjarnans sé meira um staðlaða framleiðslu sem krefst minni menntunar og þekkingar. Skapar vandamál eftir 20–30 ár Ásgeir segir að sé litið til dreifingar mannfjölda úr tilteknum kjördæmum árin 1980 og 2000 komi berlega í ljós að ungt fólk utan af landi hafi safnast til Reykjavíkur í geypilegum mæli, 50–70% af ungu fólki á landsbyggð- inni hafi snúið til höfuðborgarsvæð- isins á síðustu 10–20 árum og ástand- ið sé einna verst á Austurlandi og á Norðurlandi vestra. Þar sé mestur skortur á fólki á aldrinum 20–30 ára en Vestfirðir, Vesturland og Suðurland séu ekki ýkja fjarri. Hann segir ljóst að marg- vísleg vandamál geti skapast víða úti á landi eftir 20–30 ár þegar fólk á miðjum aldri fari á eftirlaun. „Við erum í raun að tala um svo ör- ar búsetubreytingar að það er hægt að tala um þær sem byltingu,“ segir Ásgeir. Haustskýrsla Hagfræðistofnunar um þéttbýlismyndun á Íslandi                                                50–70% af ungu fólki hafa flutt af landsbyggðinni KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.