Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss kemur í dag. Ivan Shadr fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bay Bulker kemur til Straumsvíkur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Þorra- blót verður föstudag- inn 31. janúar, þorra- hlaðborð. Guðrún Jónsdóttir flytur minni karla og Páll Sigurðsson minni kvenna. Félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja, Marinó Björnsson leikur und- ir fjöldasöng og dansi. Húsið opnað kl. 17.30. Bólstaðarhlíð 43. Þorrablót verður haldið fimmtudaginn 30. janúar kl. 17, sal- urinn opnaður kl. 16.30. Feðgarnir Þor- valdur Halldórsson og Þorvaldur Þorvalds- son syngja. Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Skráning og greiðsla á skrif- stofunni fyrir mið- vikudaginn 29. jan- úar. Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Pútt- kennsla í íþróttahús- inu á sunnudögum kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnudag- ur: Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Námskeið í postulínsmálun og japönskum penna- saumi byrjar 27. jan. kl. 13. Opin vinnu- stofa í leirvinnslu byrjar 3. febrúar kl. 12.30. Félagsvist í Garðabergi 31. janúar kl. 13. Miðar á leik- ritið „Með fullri reisn“ verða afhentir á skrifstofunni kl. 14– 15 þessa viku. Öll önnur starfsemi sam- kvæmt stundaskrá. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá í boði alla virka daga kl. 9.30 til 16.30. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Hið árlega þorra- blót verður haldið laugardaginn 8. febr- úar og hefst kl. 18. Dagskrá: hátíðin sett: Sigurbjörg Björgvins- dóttir. Guðrún Gunn- arsdóttir syngur, Val- geir Skagfjörð leikur undir, happdrætti. Ólafur Ólafsson leikur á harmónikku undir dansi. Skráning í síma 564 5260 og á staðnum. Vasabrots- útgáfa af göngu- og hlaupaleiðum um Kópavog verður af- hent formlega í Gull- smára þriðjudaginn 28. janúar kl. 14.30. Guðrún Lilja mætir með gítarinn, kaffi- veitingar. Hraunbær 105. Föstudaginn 31. jan- úar verður þorrablót. Húsið opnað kl. 17.30. Þorrahlaðborð hefst kl. 18. Dagskrá: Alda Ingibergsdóttir óp- erusöngkona. Ingi- björg Pálmadóttir ræðumaður. Árni Tryggvason gam- anmál. Ólafur B. Ólafsson stjórnar fjöldasöng og dansi. Unnur Arngríms- dóttir veislustjóri. Skráning í síma 587 2888 og á skrif- stofu. Hvassaleiti 56–58. Hið árlega þorrablót verður haldið föstu- daginn 31. janúar og hefst kl. 18.30. Borinn fram hefðbundinn þorramatur. Ræðu- maður kvöldsins sr. Hjálmar Jónsson og síðan mun Þorvaldur Halldórsson halda uppi fjörinu. Skráning í síma: 535 2720. Norðurbrún 1. Þorra- blót veru haldið föstu- daginn 31. janúr kl. 18, kór Landsvirkj- unar syngur, minni karla og kvenna, fjöldasöngur, happ- drætti. Veislustjóri Gunnar Þorláksson. Upplýsingar í síma 568 6960. Vesturgata 7. Þorra- blót verður haldið föstudaginn 7. febr- úar skráning hafin, nánar auglýst síðar. Leikfimi byrjar mánudaginn 3. febr- úar, kennt verður á mánudögum 10–11 og fimmtudögum frá kl.13–14. Skráning í s. 562 7077. Kvenfélag Háteigs- sóknar, aðalfundurinn verður þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20 í safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfund- arstörf, upplestur, fé- lagsvist, fánakynning. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju, aðal- fundurinn verður haldinn í Grafarvogs- kirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 20.Venju- leg aðalfundarstörf, lagabreyting. Séra Anna Sigríður Páls- dóttir prestur flytur erindið „Hvað þýðir að vera meðvirkur?“ Kaffiveitingar. Öldungaráð Hauka Fundur verður á Ás- völlum nk. miðviku- dag, 29. jan., kl. 20. ITC-deildin Harpa verður með kynning- arfund þriðjudag 28 jan. kl. 20 í Borg- artúni 20. Uppl. í síma 896 3963. Særún. Í dag er sunnudagur 26. janúar, 26. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta LÁRÉTT 1 fanga, 8 naut, 9 ávöxt- ur, 10 gljúfur, 11 ham- ingja, 13 svarar, 15 tappagat, 18 undrandi, 21 bókstafur, 22 ill- kvittni, 23 hin, 24 barn að aldri. LÓÐRÉTT 2 andróður, 3 raka, 4 pinna, 5 málms, 6 þvotta- snúra, 7 skordýr, 12 raddblæ, 14 alls ekki, 15 sáldra, 16 skelfiskur, 17 hægur, 18 alda, 19 sólar, 20 peninga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hægur, 4 felds, 7 óþörf, 8 orkan, 9 sót, 11 sótt, 13 haga, 14 áræði, 15 bull, 17 nekt, 20 rit, 22 fagri, 23 andar, 24 syrpa, 25 lerki. Lóðrétt: 1 hjóms, 2 gröft, 3 refs, 4 flot, 5 lykta, 6 senda, 10 ótæti, 12 tál, 13 hin, 15 buffs, 16 lógar, 18 endir, 19 torfi, 20 riða, 21 tagl. fyrr en kl. 11. Lokað er um kvöldmatarleyti sem er alltof snemmt. Fyrir venju- legt fólk sem vinnur dag- vinnu verður sífellt erfiðara að nýta þjónustuna sökum vinnutíma. Þetta er slæmt mál og hæpið að tala um aukna þjónustu þegar um er að ræða svona mikilvægt atriði. Bókaormur. Ósátt við Garra JAKOBÍNA hafði samband við Velvakanda og var ósátt við það sem Garri skrifaði í DV hinn 21. janúar sl. Henni fannst Garri vera að hæðast að forsetahjónun- um. Mega forsetahjónin ekki bara fá að vera í friði? Á einhver útsaum? ÉG hef svo gaman af út- saumi og þess háttar. Eru ekki einhverjir sem eiga munstur sem þeir ekki nota lengur. Þá á ég aðallega við krossaumsmunstur sem eru talin út. Gætuð þið hugsað ykkur að láta þau af hendi til mín. Eins ef ein- hver hefur gefist upp á sín- um útsaumi þá skal ég gjarnan þiggja hann. Ég heiti Árdís og svara í síma 865 9702, ég á heima á Bogabraut 9, 545 Skaga- strönd ef einhver hefur áhuga á að senda mér munstur. Tapað/fundið Eyrnalokkur tapaðist LAFANDI gulleyrnalokk- ur með rúbínsteini tapaðist á gamlársdag. Hann gæti hafa tapast í Grafarvogs- kirkjugarði eða á bensín- stöð BP við Hafnarfjarðar- veg. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Valgerði í síma 565-2072 eða við Ingu í síma 567-1462. Svartur plastpoki tapaðist Í AÐALBANKA Búnaðar- bankans hvarf svartur plastpoki merktur Wool- worth föstudaginn 19. jan- úar sl. Í pokanum var speg- ill sem nýbúið var að kaupa. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 552-8339 eða 695-5954. Reiðhjól í óskilum LÍTIÐ rautt kvenhjól með svörtu stýri er í óskilum að Dunhaga 19. Eigandi getur haft samband í síma 551- 7527. Þorrablót og mannamót ER einhver sem á söng- skrár frá þorrablótum eða mannamótum hvar sem er af landinu, sem hann vildi láta af hendi til mín? Nafn mitt er Aðalgeir Egilsson og ég er í síma 464-1957. Dýrahald Donu vantar heimili DONU vantar heimili í tvo mánuði. Hún er þriggja ára læða. Vinsamlegast hafið samband við Hjört í síma 511-0965. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar GautiÁ leið úr skólanum og daginn tekið að lengja … Um þjónustu bókasafna TVÆR konur frá Borgar- bókasafni voru í viðtali á Rás 2 fyrir nokkru síðan og töluðu um sífellt víðtækara hlutverk bókasafna og aukna þjónustu. Má vera satt og rétt. Bókasöfnin skila sínu hlutverki að flestu leyti mjög vel, úrval bóka nokkuð gott þó fleiri eintök af vinsælum bókum væru vel þegin varðandi framboð. Afturför hefur þó orðið á einu sviði bóka- safna. Opnunartíminn verður sífellt styttri. Einu sinni var opnað snemma á morgnana og lokað um níu eða tíuleyt- ið á kvöldið. Nú er ekki opn- að fyrr en í fyrsta lagi tíu á morgnana og stundum ekki Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur ekki komist hjáþví að fylgjast með „strákunum okkar“ etja kappi við jafningja sína á heimsmeistaramótinu í handknatt- leik, sem stendur yfir í Portúgal. Það er þó varla hægt að ræða um jafn- ingja – furðulegt, þegar um er að ræða keppni þeirra bestu í íþrótt- inni. Strákarnir unnu Ástrala örugg- lega og settu heimsmet með því að skora 55 mörk! Lokatölur 55:15. Einn leikmaður Ástralíu var ekki ánægður og skellti skuldinni á mark- verðina – að þeir hafi ekkert varið. Já, þeir hengja bakara fyrir smið líka í Ástralíu. Víkverji sá að Ástralar höfðu kom- ist á HM með því að leggja Cook- eyjar að velli með 28 marka mun, 35:7, og Vanuatu með 37 marka mun, 51:14! Ef Ástralar kunna lítið fyrir sér í göldrum handknattleiksins, hvernig handknattleik leika þá eyj- arskeggjar á Vanuatu? Á þessum tölum má sjá að það er 77 marka munur á Íslandi og Vanuatu. x x x ÞJÁLFARI Ástrala sagði að þaðværi mikil reynsla fyrir sína menn að taka þátt í HM og þeir myndu halda uppbyggingu sinni áfram, en ættu langt í land. Græn- lendingar hafa heldur ekki riðið feit- um hesti frá HM, en þeir eru ánægð- ir og ræða um landkynningu. Víkverji telur að það sé hæpin landkynning að taka þátt í keppni og tapa með miklum mun. Englendingar fengu „skemmti- lega landkynningu“ um árið þegar Eddie „The Eagle“ Edwards tók þátt í keppni í skíðastökki á Ólymp- íuleikunum í Calgary í Kanada 1988 – varð að aðhlátursefni um allan heim, þegar hann hreinlega „datt“ fram af 90 m palli – fór um þrjátíu metra, en sigurvegarinn 118,5 m. x x x VÍKVERJI var mjög hrifinn afframkomu Dagnýjar Jónsdóttur, formanns Sambands ungra fram- sóknarmanna, sem verður í þriðja sæti á framboðslista Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum, í Kastljósi á dögunum, þar sem hún skákaði kunnum skemmtikröftum eins og Ómari Ragnarssyni og Arnari Jóns- syni, sem sátu við hlið hennar. Dagný upplýsti að hún væri félagi í drykkjumannafélagi í heimabyggð sinni og það þótt hún bragði ekki áfengi – og hafi aldrei gert. Hún gegnir afar þýðingarmiklu starfi í fé- laginu sem birgðavörður og sagði að hún réði ferðinni – sæi um kostinn og kæmi honum út þegar við ætti, en lokaði birgðageymslu þegar fulllangt væri gengið. Víkverji er þeirrar skoðunar að Dagný eigi bjarta framtíð fyrir sér og ef Framsóknarflokkurinn verður áfram í ríkisstjórn, eigi Dagný að vera birgðavörður í hinum ýmsu málaflokkum. Ekki veitir af. AP Frá HM í Portúgal.     FORYSTUMENN Vinstri grænna hafa verið dug- legir að benda á að stjórnmál snúist um hug- myndir en ekki for- ystumenn. Telja þeir of miklum tíma eytt í um- ræður um menn og of litlum tíma í málefni. Þessi gagnrýni beinist ekki síst að Samfylking- unni og gjörningum sem þar hafa átt sér stað undanfarnar vikur. Í Morgunblaðinu á föstu- daginn skrifar Katrín Jakobsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna: „Ný tegund stjórnmála virðist hafa skotið upp kollinum undanfarin ár. Nú er ekki lengur í tísku að trúa á málstað og fara í framhaldi út í stjórnmál til að vinna þeim málstað fylgi. Nú- tímalegir stjórn- málamenn gefa fyrst kost á sér til ákveðinna embætta og finna sér svo málstað. Þetta sást best á Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur þegar tilkynnt var að hún yrði forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar.“     Spurningin sem brennur nú á öllum er hver mál- staður Ingibjargar Sól- rúnar sé. Það er raunar dálítið merkilegt að þessi spurning komi upp þar sem Ingibjörg Sól- rún hefur verið lengi í pólitík og allir ættu að þekkja fyrir hvað hún stendur. Stefnumál for- sætisráðherraefnis Sam- fylkingarinnar virðast hins vegar ekki fyllilega skýr, nema hvað hún hefur marglýst því yfir að hún vilji ekki stuðla að framgangi Sjálfstæð- isflokksins í stjórn- arráðinu. Af hálfu for- sætisráðherraefnis stærsta stjórnarand- stöðuflokksins telst þetta tæplega til nýmæla og kemur ekki heldur sérstaklega á óvart. Ingibjörg Sólrún hef- ur lýst því yfir að hún vilji innleiða nýja tegund af pólitík, svokölluð samræðustjórnmál. Áhugamenn um stjórn- mál hafa ekki haft það fyllilega á hreinu hvað þetta þýðir, en svarið fékkst hugsanlega í sjónvarpsþætti nýlega.     Einn af talsmönnum Samfylkingarinnar lýsti því yfir í Kastljósþætti 13. janúar sl. að stefna Samfylkingarinnar væri ekki klár. Það þyrfti nefnilega að segja það sem fólkið vildi heyra og frambjóðendum, þar á meðal Ingibjörgu Sól- rúnu, hefði verið sett fyrir hlustunarverkefni að fordæmi Hafnfirð- inga. „Þar fóru menn út á vinnustaðina og voru með hlustunarverkefni til að hlusta á fólkið sjálft og skoðanir, vega svo og meta og setja svo fram okkar stefnu í málaflokkum sem brenna mest á fólkinu.“ Samkvæmt þessu kem- ur ekki á óvart að Sam- fylkingin vilji frekar tala um menn en mál- efni. Hlustunarverkefni geta verið svo tímafrek. STAKSTEINAR Hlustunarverkefni Samfylkingarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.