Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Barnaspítalinn
Sunnudagur 26. janúar 2003
Nýr Barnaspítali Hringsins verður opnaður í dag en með tilkomu hans leysist úr brýnni þörf fyrir betri aðstöðu fyrir
skjólstæðinga spítalans; veik börn, foreldra þeirra og starfsmenn. Með byggingunni kemst starfsemi barnasviðs
Landspítala — háskólasjúkrahúss undir eitt þak en mikil tilhlökkun og bjartsýni ríkir vegna þessara tímamóta.
Kýr eru
mín uppá-
haldsdýr
Það vakti athygli þegar nokkrar sveita-
konur, sem vilja berjast fyrir öflugum, lit-
ríkum og lifandi landbúnaði, komu fær-
andi hendi til borgarinnar og gáfu
nokkrum ráðherrum höfuðföt og ýmsar
landbúnaðarafurðir. Guðna Ágústssyni
landbúnaðarráðherra gáfu þær kálfinn
Framtíð að auki. Ein þeirra var Ásthildur
Skjaldardóttir á Bakka á Kjalarnesi. Ásdís
Haraldsdóttir spjallaði við húsfreyjuna og
skoðaði kýrnar. / 2
Morgunblaðið/Kristinn
ferðalögKínaferðsælkerarStokkhólmurbörnDidda og dauði kötturinnbíóStóra planið
Virkjanir eru gullnámur
Bóhemlíf, hálendið og ljóðlist
„Mundi ekki
detta í hug að
stinga upp á
því að virkja
Gullfoss.“
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
26. janúar 2003
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 49
Hugsað upphátt 19 Myndasögur 50
Listir 24/29 Bréf 50/51
Af listum 24 Dagbók 52/53
Birna Anna 24 Krossgáta 54
Forystugrein 32 Leikhús 56
Reykjavíkurbréf 32 Fólk 56/63
Skoðun 34 Bíó 58/61
Minningar 40/47 Sjónvarp 62
Þjónusta 48 Veður 63
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir kynn-
ingarblaðið Ítalía frá Heimsferðum.
Blaðinu er dreift um allt land.
Svæðisstjórinn annast lánveitingar bankans til Íslands. Starfið felur í sér fjölþætt samskipti við fyrirtæki
og stofnanir, bæði í einkarekstri og opinbera geiranum, auk tengsla við alþjóðlegan fjármagnsmarkað.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf í alþjóðlegu bankaumhverfi og góð starfskjör. Bankinn aðstoðar við flutning til Finnlands og útvegun húsnæðis.
Aðfluttir starfsmenn bankans eru skattlagðir eftir sérstökum lögum um NIB.
Sé óskað frekari upplýsinga um starfið má hafa samband við Carl Löwenhielm aðstoðarbankastjóra
og yfirmann norrænna útlána og Christer Boije starfsmannastjóra NIB í síma 00-358-9-18001 eða Þór Sigfússon svæðisstjóra í síma 569 9996.
Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um starfsferil umsækjanda (á sænsku, dönsku eða norsku)
berist Norræna fjárfestingarbankanum c/o Carola Lehesmaa, PB 249, Fin-00171 Helsingfors í síðasta lagi 10. febrúar 2003.
NORRÆNI FJÁRFESTINGARBANKINN
NORRÆNI FJÁRFESTINGARBANKINN
er fjölþjóðleg fjármálastofnun í eigu Norðurlanda. Bankinn veitir lán
á markaðskjörum til fjárfestinga sem fela í sér norræna hagsmuni,
bæði innan Norðurlanda og utan. NIB fjármagnar útlánastarfsemi sína með lántökum
á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði og nýtur besta lántrausts, AAA/Aaa.
Við leitum að:
Svæðisstjóra fyrir Ísland
Útistandandi lán bankans í ágústlok 2002 námu 9,9 milljörðum evra og efnahagsreikningur bankans nam 14,9 milljörðum evra.
Starfsmenn bankans eru 142 alls staðar af Norðurlöndum. Aðsetur NIB er í Helsingfors,
en auk þess hefur bankinn markaðsskrifstofur í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Reykjavík og Singapúr.
Starfið felur í sér: Hinn nýi svæðisstjóri þarf að hafa:
• viðskipta- eða hagfræðimenntun eða sambærilega menntun
• haldgóða þekkingu á íslensku atvinnulífi
• reynslu á sviði fjármálastarfsemi
• kunnáttu í Norðurlandamáli (sænsku, dönsku eða norsku) auk ensku
• mat á verkefnum og lánsumsóknum
• tillögugerð um afgreiðslu mála fyrir lánanefnd og stjórn
• gerð lánssamninga
• eftirlit með útistandandi lánum og framvindu þeirra verkefna sem fjármögnuð eru
Lagerstjóri
Lagerstjóri óskast til starfa hjá innflutnings-
fyrirtæki á rafmagnsvörum. Starfið felst í
umsjón, stjórnun og vinnu við vörumót-
töku, lagerhald, pökkun, útkeyrslu og verk-
stjórn.
Eingöngu starfsmaður með reynslu af lag-
erstjórn kemur til greina. Þekking á raf-
magnsvörum ekki nauðsynleg.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „L — 13254“ eða í box@mbl.is fyr-
ir 30. janúar.
Skrifstofustarf
— afleysingar
Félagasamtök í Reykjavík óska eftir að ráða
starfsmann í 75% starf, tímabundið, frá 1. mars
til áramóta.
Um er að ræða mjög fjölbreytt skrifstofustarf,
tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta æskileg.
Við leitum að jákvæðum einstaklingi með ríka
þjónustulund.
Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga-
deildar Morgunblaðsins fyrir 1. febrúar nk.
merktar: „Skrifstofustarf“.
Umsjón með sölu-
fólki/sölufólk
Öflugt fyrirtæki með mjög seljanlegar vörur
og breitt vöruúrval, óskar að ráða sem fyrst
umsjónaraðila sölufólks heimakynninga.
Æskilegt er að viðkomandi hafi mikla reynslu
af heimasölu, þó ekki skilyrði. Jákvæðni, frum-
kvæði og vilji til að ná árangri nauðsynlegir
eiginleikar. Óendanlegir möguleikar. Jafnframt
getum við bætt við okkur sölufólki víðsvegar
á landinu. Mjög góðir tekjumöguleikar. Um-
sókn merkt: „Sala — 13275“ sendist til augl.
deildar Mbl. fyrir 31. janúar nk.
Sunnudagur
26. janúar 2003
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 19.770 Innlit 61.0191 Flettingar 555.479 Heimild: Samræmd vefmæl-
ing
ÓVISSA MEÐ PRÓFIN
Ekki liggur nákvæmlega fyrir
hvernig framkvæmd samræmdra
stúdentsprófa verður. Mennta-
málaráðuneytinu hefur borist fjöldi
ábendinga frá nemendum og fram-
haldsskólakennarar vilja fá að vita
meira um framkvæmd þeirra.
Meira af hrognum til Japans
Betur horfir með sölu á loðnu-
hrognum til Japans og vonast er til
að hægt verði að selja meira magn
þangað eftir viðvarandi offramboð á
markaðinum undanfarin ár.
15. apríl er ekki viðmiðun
Utanríkisráðherra er ánægður
með að Evrópusambandið telji að
ekki sé nauðsynlegt að ná samn-
ingum við EFTA-ríkin vegna aðlög-
unar EES fyrir 15. apríl. Halldór
telur að framkvæmdastjórn ESB
geri sér nú betur grein fyrir að ekki
sé hægt að setja örstuttan frest til
þess að að ná fram niðurstöðu.
Líkur á lengri vopnaleit
Taldar eru auknar líkur á að
Bandaríkjastjórn fallist á að vopna-
leit í Írak verði haldið áfram í einn
mánuð og að það muni duga til þess
að tryggja stuðning innan öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna við álykt-
un um að beita hervaldi gegn Írak.
DÓMARI við Héraðsdóm Reykja-
víkur gagnrýnir lögregluna í
Reykjavík fyrir að hljóðrita ekki lög-
regluyfirheyrslur. „Ekki þarf að
hafa mörg orð um það hvernig staða
ákæruvaldsins styrkist í einstökum
málum ef játning sökunauts liggur
fyrir í hljóðupptöku,“ segir í dómn-
um sem Pétur Guðgeirsson kvað
upp. Hagsmunir sakborningsins
væru einnig betur tryggðir.
Gagnrýnin er sett fram í dómi yfir
17 ára pilti sem hlaut 45 daga skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að slá rúm-
lega fertugan karlmann hnefahögg í
andlitið. Refsingin er skilorðsbundin
til þriggja ára.
„Ekki alveg útilokað“
Í ákærunni segir að afleiðingar
hnefahöggsins hafi verið þær að
maðurinn hafi fallið niður tröppur á
milli hæða í stigagangi. Við hnefa-
höggið og fallið sem af því leiddi hafi
hann hlotið glóðarauga, brot á
kjálkabeini, höfuðkúpubrot og heila-
blæðingu. Pilturinn játaði að hafa
slegið manninn sem hafi við það fallið
utan í vegg og svo á hnén og á stiga-
pallinn. Hann neitaði því hins vegar
að maðurinn hafi fallið niður í tröpp-
urnar eins og haft er eftir honum í
lögregluskýrslu. Frásagnir vitna um
hvert maðurinn féll við höggið voru
ekki samhljóða. Í dómnum er tekið
fram að lögreglumennirnir sem yf-
irheyrðu piltinn og eitt vitnið komu
ekki fyrir dóminn og segulbandsupp-
tökur af yfirheyrslum yfir þeim eru
ekki fyrir hendi. Að mati dómsins
yrði ekki alveg útilokað að maðurinn
hafi fallið niður tröppurnar síðar, við
það að reyna að standa á fætur.
Fram kom að maðurinn var verulega
ölvaður þegar hann varð fyrir árás-
inni. Pilturinn og fleiri ungmenni
sem voru í stigaganginum báru að
hann hefði áreitt þau en maðurinn
kannaðist ekki við að hafa „abbast
upp á neinn“. Með hliðsjón af aldri og
því að pilturinn var áreittur, þótti 45
daga skilorðsbundin refsing vera
hæfileg. Auk þess var hann dæmdur
til að greiða manninum 275.000 krón-
ur í skaðabætur. Verjandi piltsins
var Guðmundur Þórðarson hdl. en
Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi ríkis-
saksóknara, sótti málið.
Sparar tíma og fyrirhöfn
Í lok niðurstöðukafla dómsins seg-
ir Pétur Guðgeirsson: „Rétt þykir að
víkja einu sinni enn að því vinnulagi
lögreglu að gera almennt ekki hljóð-
upptökur af lögregluyfirheyrslum.
Enda þótt ekki sé beinlínis mælt fyr-
ir um þær í IX. kafla laga um með-
ferð opinberra mála er þess að gæta
að ákvæði 1. mgr. 72. gr. laganna
hlýtur að teljast lágmarksákvæði og
eru slíkar upptökur fráleitt óheim-
ilar samhliða því að rannsóknari rit-
ar skýrslu um yfirheyrslu. Nægir í
því sambandi að minna á það að
hljóðupptökur af þinghöldum hófust
hér á landi, án þess að lagaheimild
væri fyrir þeim. Sönnuðu hljóðupp-
tökurnar fljótlega gildi sitt svo að að-
ferðin var tekin upp í lög. Ekki þarf
að hafa mörg orð um það hvernig
staða ákæruvaldsins styrkist í ein-
stökum málum ef játning sökunauts
liggur fyrir í hljóðupptöku. Þá þarf
ekki að fjölyrða um það hversu hags-
munir sakbornings eru betur
tryggðir, beri hann það fyrir sig að á
hann hafi verið hallað í yfirheyrsl-
unni eða að skýrsla rannsóknarans
um hana sé ekki rétt, að hlýða má á
upptöku af henni í dómi. Þá er óþarft
að minna á allan þann tíma og óþarfa
fyrirhöfn sem nú fer í það – í hverju
málinu á fætur öðru – að prófa fyrir
dómi hvernig orð hafa fallið í lög-
regluyfirheyrslu. Er vafalaust að
það myndi spara tíma og auka á skil-
virkni réttarvörslukerfisins ef hljóð-
upptökur af lögregluyfirheyrslum
yrðu almennar. Loks er það alkunna
að tækin sem notuð eru við hljóð- og
myndupptökur eru tiltölulega ódýr
og þægileg í notkun.“
Gagnrýnir lögreglu fyrir að
hljóðrita ekki yfirheyrslur
HÖRÐUR Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, sagði enga
einhlíta skýringu á því að ekki væru
allar yfirheyrslur hljóðritaðar.
„Það hefur ekki tíðkast að hljóðrita
yfirheyrslur nema í undantekning-
artilvikum. Við eigum búnað til
þess og höfum hugleitt þetta en
þetta er ekki komið til fram-
kvæmdar af ýmsum ástæðum. Með-
al annars vegna þess að þetta er
ekki skylda heldur er þetta heimilt í
ákveðnum tilvikum,“ sagði Hörður
sem sagði lögregluna sjaldan nota
hljóðritun.
„Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort það eigi alltaf
að gera þetta, eða bara í undan-
tekningartilvikum,“ sagði Hörður.
„Vissulega er æskilegt að þetta sé
gert oftar,“ sagði Hörður og benti á
að menn væru ekki sammála um
hvort heimildin væri alveg skýr.
IX. kafli laga um meðferð
opinberra mála, 1 mgr. 72. gr.
„Rannsóknari semur skriflegar
skýrslur um rannsóknaraðgerðir
sínar og skulu skráðar þar skýrslur
þeirra sem yfirheyrðir eru, athug-
anir rannsóknara sjálfs og annað
það sem máli skiptir. Ef sérstaklega
stendur á, svo sem við yfirheyrslu
barns, er rannsóknara þó heimilt að
hljóðrita skýrslu vitnis eða taka
skýrslugjöf upp á myndband.“
Engin einhlít skýring
ÓLAFUR Eggertsson, bóndi á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum, segir
að þekking bænda á línrækt vaxi
með hverju árinu. Hann hefur
ásamt níu öðrum bændum tekið
þátt í þróunarverkefni um línrækt
á Íslandi í samstarfi við landbún-
aðarráðuneytið og Feygingu ehf.
Ólafur telur sóknarfæri liggja í
þessari tegund ræktunar fyrir
landbúnaðinn. Nóg sé til af landi
sem ekki sé lengur ræktað og sleg-
ið og henti vel til ræktunar á hör.
Undir Eyjafjöllum sé veðráttan til-
tölulega hagstæð þar sem vorar
snemma. Við þessi skilyrði vex hör-
inn hægar og talið er að það auki
gæði línsins.
Ræktun og framleiðsla hér á
landi skilar því hágæðalíni sem
Ólafur segir að sé að fullu sam-
keppnishæft við það sem framleitt
er erlendis.
„Það er synd að allt þetta land sé
ekki nýtt,“ segir Ólafur þegar
hann horfir yfir Skógasand. Hann
segir 250 hektara lands þar ónot-
aða og tilraunir með línrækt á
svæðinu hafi gefist vel síðasta sum-
ar. Á landinu öllu var sáð í 90 hekt-
ara sem gaf rúmlega 500 tonn af
hör. Stefnt sé að því að sá í 400
hektara næsta sumar.
Hentar vel með kornrækt
Ólafur telur að bændur eigi að
huga að öðrum möguleikum við
nýtingu jarða sinna. Sjálfur ræktar
hann korn sem hentar mjög vel
með línrækt. Aðrar uppskeruvélar
séu notaðar við línrækt en annars
sé hægt að samnýta þær vélar sem
notaðar séu við kornvinnslu.
Hann segir að hingað til hafi
bændur þurft að framleiða tak-
markað magn landbúnaðarafurða,
eins og mjólk og lambakjöt, fyrir
landann. Þar hafi umræðan snúist
um kvóta. Með nýjum sóknar-
tækifærum sé hægt að hugsa um
eitthvað annað. „Hvers vegna ekki
þetta?“
Ólafur segir að vinnsla á hör
hefjist fljótlega í feygingarstöð ná-
lægt Þorlákshöfn. Þar er hörinn
lagður í heitt og kalt vatn svo
stöngulhýðið detti af. Inni í stöngl-
inum eru trefjar, eins og sterkur
þráður, sem er sá hluti plöntunnar
sem er nýttur. Hann segir við-
unandi verð fást fyrir afurðina en
enn eigi eftir að koma í ljós hvern-
ig kaupendur í Evrópu taki ís-
lensku uppskerunni. „Þetta sýnir
að það er allt hægt hérna,“ segir
Ólafur bóndi á Þorvaldseyri.
Bændur eru ánægðir með árangur af ræktun hörs
Línrækt undir Eyjafjöllum
sýnir að allt er hægt
Morgunblaðið/RAX
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir að línræktun hafi gefist vel
síðasta sumar. Í liðinni viku hugaði hann að einum reitnum sem sáð var í.
Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI á
föstudag var kynnt frumvarp, sem
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra leggur fram, um breytingar á
lögum á vátryggingastarfsemi.
Helstu nýmæli frumvarpsins eru
að úrskurður dómstóls um heimild
vátryggingafélags til greiðslustöðv-
unar, nauðasamningsumleitana eða
um slit þess hefur áhrif á öllu Evr-
ópska efnahagssvæðinu og í Sviss.
Frumvarpinu er ætlað að koma í veg
fyrir að lánardrottnum verði mismun-
að með því að mismunandi lög gildi
um endurskipulagningu fjárhags eða
slit vátryggingafélags og útibúa þess.
Enn fremur felst í frumvarpinu
vernd fyrir neytendur en m.a. er gert
ráð fyrir að kröfur vátryggingataka
og vátryggðra hafi forgang við slit vá-
tryggingafélags.
Frumvarp
um vá-
trygginga-
starfsemi
HAFÖRN sást á flugi við bæinn Ás-
hól í Ásahreppi í Rangárvallasýslu
seinni partinn á föstudag. Ísólfur
Gylfi Pálmason alþingismaður var
meðal þeirra sem sáu fuglinn en
bærinn Áshóll er austan við Þjórsá.
Ísólfur Gylfi sagðist ekki vita til þess
að örn hefði sést á þessum slóðum
áður. Hann sagði að fuglinn hefði
flogið mjög lágt og stutt í einu.
Ernir hafa sést á veturna á Suður-
landi undanfarin ár. „Ástæðan er sú
að undanfarin 4–5 ár hafa fleiri arn-
arungar komist upp heldur en mörg
ár þar á undan svo það eru fleiri ern-
ir á ferð. Það eru fyrst og fremst
ungir fuglar sem eru að leita út fyrir
heimkynni á Vesturlandi,“ segir
Kristinn Haukur Skarphéðinsson
dýravistfræðingur.
Haförn á
ferð um
Rangárvelli
♦ ♦ ♦