Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 23
loðnu og síld vel, en það eru margir aðrir fiskistofnar sem þarf að skoða betur. Þar má nefna karfa og flat- fisktegundir.“ Ónógar takmarkanir Telur þú að Hafrannsóknastofnun hafi verið á rangri braut í stofn- stærðarmati sínu og veiðiráðgjöf og að leyfa ætti meiri afla? „Ég hef ekki trú á því. Þær tak- markanir, sem við höfum búið við, hafa líklega ekki verið nógu miklar. Hefðum við veitt enn meira en við höfum gert, væri staðan síðri. Það er ekki nokkur vafi á því. Það eru full rök fyrir ofmati stofnunarinnar á sínum tíma. En ég held að við hefð- um átt að fara varlegar en við gerð- um. Þó virðist það alveg ljóst að þorskstofninn sé að eflast. Það eru sterkir árgangar að koma inn í veið- ina, sem eiga eftir að skila okkur betri veiði fljótlega. Nema við verð- um fyrir einhverjum sérstökum áföllum. Öllu máli skiptir að bregð- ast fljótt við og vera vakandi fyrir því ef illa árar og eins ef stofnarnir braggast hraðar en gert var ráð fyr- ir. Góð samvinna sjómanna, útvegs- manna, Hafrannsóknastofnunar og stjórnvalda á að vera lykilatriði. Dæmi um það er gagnasöfnun fé- lagsmanna í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur. Þegar menn rökstyðja mál sitt vel er ekki annað að sjá en Hafrann- sóknastofnun taki tillit til þess eins og auking á kvóta í flatfiski og ufsa hefur sýnt. En veiðar á þessum teg- undum hafa gengið mjög vel í haust.“ Þakið skapar engin vandræði Kemur kvótaþakið svokallaða í veg fyrir að meira sé hagrætt? „Nei, í sjálfu sér ekki. Alþingi setti ákveðin mörk um 12% á kvóta hvers og eins. Það er aðeins einn aðili, sem er farinn að nálgast þakið. Hinir eru töluvert fyrir neðan og ekki verður sé annað en það séu mjög öflug félög. Ég held að þakið hafi ekki skapað neinn vanda enn og að ekki sé ástæða til að breyta því. Ég sé ekki heldur að það myndi færa okkur enn betri félög en nú er. Það hefur verið talað um að íslenzk fyrirtæki þurfi að vera stærri til að standa erlend- um keppinautum og viðskiptaaðilum á sporði. Ég held hins vegar að það breyti litlu sem engu þó við hrúgum þriðjungi af íslenzkum sjávarútvegi saman í eitt fyrirtæki. Það yrði alltaf minna en erlendu risarnir hvort eð er. Mín reynsla er ekki sú að það sé verra að standa í þessu þó fyrirtækin séu ekki stærri en Ögurvík.“ Tveir frystitogarar Hver er starfsemi Ögurvíkur? „Við gerum út tvo frystitogara, Vigra og Frera, með 5.500 þorsk- ígildi innan lögsögu og lítum björt- um augum til framtíðarinnar. Við ætlum að halda áfram þeirri upp- byggingu sem við höfum staðið í. Aflaheimildirnar eru reyndar ekki nægar til úthalds allt árið. Við þurft- um að leggja hvoru skipi um sig í einn mánuð í fyrra og stefnir allt í að við þurfum að gera það aftur á þessu ári. Þar af leiðandi eru við á hött- unum eftir því að auka aflahlutdeild okkar að því marki að nægi fyrir fullt úthald á bæði skipin. Þetta eru öflug og góð skip sem hafa nóg pláss og afl til að gera meira. Við höfum möguleika á því að fara í meiri vinnslu, reynist það borga sig. Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir, en ekki reynzt skila nógu vel af sér. Við höfum reyndar hirt hausa í meira en þrjú ár og selt til Flúðafisks. Það hefur aukið nýt- inguna verulega og hefur fengizt nægilega mikið fyrir hausana þurrk- aða í Nígeríu til að dæmið borgi sig. Við höfum lítið sem ekkert farið út í það að leigja til okkar aflaheimildir til að auka úthaldið. Við teljum okk- ur ekki hafa til þess bolmagn og geta jafnframt greitt af skuldbindingum okkar og gert upp við mannskapinn. Leiguverðið hefur verið of hátt til þess. Við höfum heldur ekki leigt frá okkur. Við höfum fiskað það sem við höfum haft en reyndar skipt við menn um heimildir. Kaup á varanlegum aflaheimild- um líta út fyrir að vera traust fjár- festing að því tilskildu að kvótakerf- inu verði ekki breytt. Það eru hins vegar uppi hugmyndir um breyting- ar á fiskveiðiréttindum eins og fyrn- ingarleiðinni. Þær hugmyndir virð- ast ekki eiga mikinn hljómgrunn, enda ekki í takt við það sem almennt er að gerast í heiminum. Selja allt sjálfir Fyrir utan útgerðina, sjáum við svo sjálfir um að selja allar okkar eigin afurðir. Við ákváðum að fara þá leið fyrir 10 árum og segja skilið við sölusamtökin. Við réðum til okkar tvo menn sem annast markaðssetn- ingu og samskipti við kaupendur. Við höfum selt með þessum hætti í 10 ár og gengið mjög vel. Við höfum ekki séð að smæð okkar hafi verið okkur til trafala við það á nokkurn hátt. Við munum því væntanlega ekki hverfa frá því að selja þetta áfram undir okkar vörumerki, Ög- urvík. Þetta rammíslenzka nafn hef- ur reynzt vel úti í hinum stóra heimi. Við lítum björtum augum á sjávar- útveginn og framtíð hans. Við gerum ráð fyrir því að bæði Ögurvík og ís- lenzkur sjávarútvegur haldi áfram að eflast á komandi árum,“ segir Hjörtur Gíslason. eykjavík Morgunblaðið/Jim Smart hjgj@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 23 Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2003. Beint flug alla miðvikudaga í sumar tryggir þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og hafa nú yfir 1.200 manns bókað sig í sumar í sæti til Alicante. Tryggðu þér þá dagsetningu sem þér best hentar og njóttu sérkjara félags húseigenda á Spáni og notaðu VR ávísunina til að lækka ferðakostnaðinn. Samningur við Félag húseigenda á Spáni Flugsæti til Alicante frá kr. 28.550* sumarið 2003 Notaðu Atlas- og VR-ávísanirnar til að lækka ferðakostnaðinn Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Skattar, kr. 3.650 fyrir fullorðinn, kr. 2.875 fyrir barn, innifaldir. Gildir í valdar vor- og haustferðir. Dagsetningar í sumar 13. apríl 27. apríl 14. maí 21. maí 28. maí 4. júní 11. júní 18. júní 25. júní 2. júlí 9. júlí 16. júlí 23. júlí 30. júlí 6. ágúst 13. ágúst 20. ágúst 27. ágúst 3. sept. 10. sept. 17. sept. 24. sept. 1. okt. * Verð kr. 27.275 Fargjald fyrir barn. Skattar kr. 2.875 innifaldir. * Verð kr. 28.550 Fargjald fyrir fullorðinn. Skattar kr. 3.650 innifaldir. VR ávísun kr. 5.000 dregin frá í verðdæmi. * * Athugið! Auglýst verð er með húseigenda- afslætti Skráningum í Skrá›u flig núna! Hringdu í Símaskrá, 550 7050 Sendu tölvupóst á simaskra@siminn.is Far›u inn á fiínar sí›ur á siminn.is Símaskrá 2003 Allir geta skrá› sig – líka vi›skiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja. l‡kur 31. janúar Kennsla fer fram í Háskóla Íslands Aðalbyggingu: „Trúarsýn formæðra okkar“. Inga Huld Hákonardóttir, sagnfræðingur. Hefst 28. janúar 2003. „Á stórmarkaði trúarbragðanna“. Kristin trú og nýjar trúarhreyfingar Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur. Hefst 12. febrúar 2003. „Dauði ég óttast eigi“. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur. Hefst 25. febrúar 2003. „Helgihald og hversdagsleiki“. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor. Hefst 11. mars 2003. „Kristur í kvikmyndum“. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor. Hefst 19. mars 2003. Pantið bækling! Sími 535 1500 www.kirkjan.is/leikmannaskoli/ Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar verður með eftirfarandi námskeið á vorönn 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.