Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 6
We love United – we do. We love United – we do. We love United – we do. Ó, United – we love you. Þ AÐ dropar af rúðunum á The Trafford. Hitinn er eins og í helvíti. Blaðamaður svitnar líka. Kráin er troðin af síamstvíburum í rauðum treyjum. Bjórglasið er hljóð- neminn. Þeir syngja klukku- tímum saman og aldrei sama lagið. Stundum eru lögin óður til rauðu djöflanna, Manchest- er United, stundum óhróður um keppinaut- ana. Það skiptir engu máli hvort United tapar eða vinnur; það er alltaf sungið á The Trafford eftir leiki. Blaðamaður er enn í háum hæðum eftir að hafa setið hæst uppi í stúku 67 þúsund áhorfenda á Old Trafford. Og fylgst með Eiði Smára skora fyrir Chelsea. Þegar hann leik- ur á þrjá varnarmenn ræður blaðamaður ekki við sig og hrópar: – Yes! Næstu tvær sætaraðir snarsnúa sér við og rauðir djöflar hvessa augun á blaðamann, sem líður eins og hann eigi von á tæklingu frá Keane. Hann grípur fyrsta tækifæri sem gefst til að fagna ákaft þegar Manchester United vinnur boltann. Með því er hann aftur orðinn einn af hópnum. Hjá öll- um nema litlum dreng, sem situr í næstu röð í fanginu á pabba sínum. Hann er tortrygginn og hefur gætur á aðkomumanninum það sem eftir lifir leiks. – Djeisuss, fussar Íri, sem situr fyrir aftan blaðamann. Þannig fussar hann sýknt og heilagt yfir því sem gerist á vellinum. – Djeisuss. Fyrir framan blaðamann situr aðdáandi Manchester United númer eitt. Hann syngur hástöfum og ef Beckham fær knöttinn stekk- ur hann upp úr sætinu eins og Frank Staple- ton gerði í teignum í gamla daga. Eins og oft áður skorar varamaðurinn, að þessu sinni Diego Forlan, sigurmarkið fyrir United þegar komið er fram yfir venjulegan leiktíma. – Djeisuss, endurtekur Írinn. Stuðningsmaður númer eitt snýr sér reifur að stúku Chelsea og syngur látlaust: Diegó o-ó-ó-ó He came from Urugay and made the Chelsea cry Og svo aftur og aftur. Svona getur fótbolt- inn verið miskunnarlaus. Það segir sitt um andrúmið að í stúku blaðamanns eru tvö karlaklósett, en ekkert kvennaklósett. – Fótboltinn hefur breyst mikið, segir lítill segir grínaktugur við konu úr hópnum: – Hvað er kona að gera hérna? – Fuck you! svarar hún. Blaðamaður stingur höfðinu í bjórglasið. Áhangandi sem kynnir sig sem Dangerous Dan hallar sér að honum og spyr: – Með hvaða liði heldurðu í Skotlandi? – Celtic, svarar blaðamaður hikandi. – Eins gott þú sagðir ekki Rangers, segir Dangerous Dan og kemur á daginn að stuðn- ingsmenn Celtic eru írsk-kaþólskir eins og áhangendur Manchester United. – Hverrar trúar ert þú, spyr svo Danger- ous Dan. – Ég er nú hálfheiðinn, svarar blaðamaður vandræðalega. Dangerous Dan klappar blaðamanni á öxl- ina og segir hughreystandi: – Æ, það er allt í lagi, félagi. Og blaðamaður fær að syngja með. Í miðri þrönginni er breiðvaxinn maður kominn úr að ofan og er með merki Man- chester United húðflúrað á bakinu. Undir því stendur: „No bitters/ No bindippers/ One love.“ Blaðamanni skilst það þýði að hann hafi ekki brennandi áhuga á samneyti við áhangendur Manchester City eða Liverpool. Það kemur blaðamanni raunar ekki á óvart að áhangendum Manchester United sé illa við höfuðandstæðinginn Liverpool. Vegna mikils atvinnuleysis í Liverpool snúa þeir út úr lagi liðsins „You’ll never walk alone“ og syngja: „You’ll never get a job.“ Blaðamaður undrast hinsvegar hatrið í garð Manchester City, sem ekki hefur riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Man- chester United. Í haust bar það sigurorð af Manchester United í fyrsta skipti á Old Trafford síðan 1974. – Það er rétt, þeir unnu okkur, hreytir karl á sjötugsaldri út úr sér og hrækir á gólfið. Og stuðningsmennirnir syngja: … And if you are a City fan. Surrender or die! We all follow United. Svo eru þeir sem hafa engan áhuga á fót- bolta. Einhvern veginn hélt blaðamaður að tilveran í Manchester snerist um fótbolta. En í miðborginni gengur lífið sinn vanagang þótt það sé leikdagur. Pílagrímar rogast heim frá Mekka með tíu lítra af vígðu vatni, en blaða- maður með minjagripi úr „opinberri“ búð Manchester. Það ku vera gott fyrir tenn- urnar að bursta þær með Manchester United tannkremi og svo er örugglega minni táfýla af Manchester United sokkum. Fótbolti er nú einu sinni trúarbrögð. Djeisuss. Fagnað á kránni The Trafford Morgunblaðið/Pétur Blöndal SKISSA Pétur Blöndal brá sér á völl- inn og krána í Manchester Þá kom stundum fyrir ef boltinn fór í netið að markmað- urinn fylgdi með. Það er rétt, þeir unnu okkur, hreytir karl á sjötugsaldri út úr sér og hrækir á gólfið. Það hriktir í kránni eins og í tréverkinu eftir aukaspyrnu frá Beckham. Gary Neville við barborðið á The Trafford, sem farið hefur á alla heimaleiki síðan dreng- irnir hans Sir Matt Busby voru upp á sitt besta á sjötta áratugnum. – Er það? spyr blaðamaður. – Já, og sumar breytingarnar hafa ekki verið til góðs, svarar hann. – Nú? – Það vantar hörkuna. Áður voru boltarnir líka miklu þyngri. Þá kom stundum fyrir ef boltinn fór í netið að markmaðurinn fylgdi með. Blaðamaður fær ekki varist þeirri hugsun að það sé nú pínu ósanngjarnt gagnvart markmanninum. Who put the goal in the Germans net? Who put the goal in the Germans net? Who put the goal in the Germans net? Ole Gunnar Solskjaer! Það hriktir í kránni eins og í tréverkinu eftir aukaspyrnu frá Beckham. Áhangendur United stappa niður fótum og syngja um sig- urmarkið gegn Bayern í einum eftirminnileg- asta úrslitaleik knattspyrnusögunnar. Þegar þjóðirnar mætast fá Þjóðverjar það óþvegið frá enskum áhorfendum, sem syngja: „Two world wars and one world cup!“ Blaðamaður ákveður að kynnast fleirum og ERLENT 6 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Yellowstone-þjóðgarðs- ins í Bandaríkjunum er æf vegna sjónvarpsauglýsingar lyfjafyrir- tækis þar sem þjóðgarðsvörður sést hella hægðalyfi í hverinn Old Faithful til að fá hann til að gjósa reglulega. Stjórn þjóðgarðsins segist hafa lagt mikla áherslu á síðustu ára- tugina að fólk hætti að kasta hlut- um í goshverinn og auglýsingin grafi undan þeirri baráttu. Old Faithful, eða Gamli-Trygg- ur, er þekktasti goshverinn í Yell- owstone-þjóðgarðinum og milljónir ferðamanna skoða hann á ári hverju. Stjórnin hefur rætt málið við stjórnendur lyfjafyrirtækisins en ekki gripið til neinna aðgerða í deilunni. Engin spjöll voru unnin á goshvernum þar sem auglýsingin var í reynd ekki tekin upp í garð- inum. Gamli- Tryggur fær hægðalyf NORSKA dagblaðið Aftenposten hefur eftir Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, að hann vilji að Norðmenn vegi og meti kosti og galla aðildar að Evrópu- sambandinu og hann hafni henni ekki fyrirfram. Hann kveðst ekki gera ráð fyrir þjóðaratvæðagreiðslu um málið fyrir næstu þingkosning- ar sem eiga að fara fram árið 2005. „Ég hef ekki skipt um skoðun í ESB-málinu en við þurfum að taka það til íhugunar og ég vil ekki draga ályktun núna,“ hefur blaðið eftir forsætisráðherranum. Bondevik kveðst ekki vilja taka afstöðu í málinu fyrr en eftir ræki- lega íhugun. Hann vill að Norð- menn ræði málið rólega og mál- efnalega, án þess að fara í skotgrafir eða nota vígorð, og hyggst sjálfur ætla að stuðla að slíkri umræðu. „Ég hef aldrei séð ESB-málið í svart/hvítu, ekki heldur samninginn um Evrópska efnahagssvæðið,“ segir Bondevik. Hann telur tvo þætti mæla með inngöngu í ESB. Í fyrsta lagi stækkun sambandsins til austurs, sem þýði að það einskorðist ekki lengur við Vestur-Evrópu, heldur nái til mestallrar álfunnar. Í öðru lagi geti Evrópusambandið orðið öflugt mótvægi við Bandaríkin, eina stórveldi heimsins. Bondevik segir að einnig verði að taka tillit til hagsmuna Norðmanna í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um, sem snúist ekki aðeins um þessar tvær greinar atvinnulífsins, heldur einnig að miklu leyti um stefnuna í byggðamálum. Þessir þættir vegi enn þungt. Forsætisráðherrann segir að Norðmenn þurfi að fylgjast grannt með því hvernig sambandið þróist við stækkunina. Einnig sé mikil- vægt að meta hvaða áhrif hún hafi á stöðu smáríkja innan sambandsins og valdatengslin milli framkvæmda- stjórnarinnar, ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Bondevik kveðst ekki ætla að taka endanlega afstöðu í málinu fyrr en þessir þættir skýrist. Norðmenn vegi og meti kosti ESB-aðildar Reuters Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs (t.h.), með Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, fyrir fund þeirra í Aþenu á föstudag. Bondevik kveðst ekki hafna aðild og hvetur til málefnalegrar umræðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.