Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RANGFÆRSLUR UM VIRKJANAMÁL MARGT er rætt og ritað um orkumál – virkjanir og stóriðju – og gætir þar einatt misskilnings. Tilgangur þessarar blaðagreinar er að leiðrétta nokkrar þeirra vafa- sömu fullyrðinga sem heyrst hafa undanfarnar vikur í fjölmiðlum. Umræðan hefur einkum snúist um Kárahnjúkavirkjun, álver í Reyð- arfirði svo og um Norðlingaöldu- veitu í tengslum við stækkun álvers Norðuráls. Í þessa umræðu eru efni fullyrðinganna sótt. „Reisum rennslisvirkjanir og losnum við þessi ótæku uppistöðulón“ Nýlega sagði maður sem nefndur var sérfræðingur á þessu sviði að nær væri að reisa rennslisvirkjun í Jökulsá á Brú en að sökkva landi undir uppistöðulón í ánni. Virkja mætti 200 MW með slíkum hætti og sjá þannig við helmingi orku- þarfar álvers í Reyðarfirði, en af- gangurinn gæti komið frá jarðgufu- virkjunum. Hér er firra á ferðinni. Orka íslenskra fallvatna er nær alfarið fólgin í jökulám eða þeim ám öðrum sem hafa ámóta rennsl- iseiginleika. Einungis lindár hafa lítt breytilegt rennsli eftir árstím- um, en þær eru flestar orkurýrar. Sú besta þeirra, Sogið, er þegar fullvirkjuð. En allir vita að jök- ulvötnin eru afar breytileg eftir árstímum. Jökulsá á Brú hefur að meðaltali ríflega 100 rúmmetra rennsli á sekúndu við Kárahnjúka, en rennslið fer niður í 5 rúmmetra á veturna og í hæðir á sumrin. Um 85% af öllu rennsli árinnar falla til á fjórum sumarmánuðum. Og önn- ur jökulvötn eru lítt skárri. Það er því óhjákvæmileg afleiðing af hringsóli jarðar að hrein jökulvötn eða dragár verða ekki virkjuð í neinum mæli og af engri hag- kvæmni án þess að miðla vatni milli árstíða. Með rennslisvirkjun er átt við virkjun, þar sem lítil sem engin söfnun er á vatni og raforkuvinnsla einskorðast þá við rennsli árinnar hverju sinni. Til þess að fá trygga orku úr slíkri virkjun verður að miða við lágmarksrennslið, eða rétt rúmlega það. Hrein rennslisvirkjun í Jökulsá á Brú gæti í hæsta lagi skilað um 20–30 MW tryggu afli, en Kárahnjúkavirkjun er ráðgerð með tvítugföldu því afli. Og hag- kvæmni slíkrar rennslisvirkjunar væri borin von. Meðfylgjandi mynd sýnir rennsl- isferla, annars vegar í Jökulsá á Brú og hins vegar fyrir Sogið. Á þessu tvennu er reginmunur. „Í Rammaáætlun fær Kárahnjúkavirkjun slæma einkunn“ Svo er fullyrt af þeim sem ekki hafa kynnt sér málið til hlítar. Rammaáætlun er umfangsmikið verkefni sem felst í því að end- urmeta orkukosti okkar, bæði með tilliti til hagkvæmni og umhverfis- áhrifa, en líka áhrif á byggð og ferðamennsku. Verkefninu var hrundið af stað af iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra fyrir fjórum árum og stendur enn yfir. Engin endanleg niðurstaða er fengin en visst tilraunamat á nokkrum jök- ulvötnum var birt á nýliðnu ári; m.a. mat á Kárahnjúkavirkjun. Virkjunin var metin meðal þeirra alhagkvæmustu m.t.t. orkukostnað- ar. En það er rétt að umhverfis- áhrif virkjunarinnar voru talin í hærri kantinum meðal þeirra 15 virkjunarkosta sem kannaðir voru. En hvað segir það? Þarna voru bornir saman stórir og smáir kost- ir, en Kárahnjúkavirkjun og Arn- ardalsvirkjun (virkjun Jökulsár á Fjöllum) voru langstærstir þeirra. Hængurinn við samanburðinn felst einmitt í því að umhverfisáhrifin eru ekki metin með hliðsjón af orkugetunni. Þannig var Kára- hnjúkavirkjun talin valda umhverf- isspjöllum sem metin voru til 12 stiga á sama tíma og t.d. ein af mögulegum virkjunum Skjálfanda- fljóts fékk 4 stig. Er þar með rétt að álykta að Kárahnjúkavirkjun sé þrefalt verri en sú síðarnefnda? Engan veginn. Virkjun í Skjálf- andafljóti gæfi aðeins tólfta hluta af orku Kárahnjúkavirkjunar. Til að framleiða sömu orku og Kára- hnjúkavirkjun þyrftum við að reisa 12 virkjanir af þeirri stærð sem Skjálfandafljót gefur. Líklegt má telja að samanlögð umhverfisáhrif þeirra yrðu meiri en Kárahnjúka- virkjunar. Og að þar með sé bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að virkja við Jökulsá á Brú en 12 virkjanir á borð við Skjálfanda- fljót? „Við ættum frekar að virkja jarðgufu en fallvötn“ Þetta segja sumir þeirra sem amast við umhverfisáhrifum vatns- aflsvirkjana og sjá lausnina fólgna í jarðgufuvirkjunum. Meiri reynsla er hérlendis af virkjun vatnsafls en jarðhita til raf- orkuframleiðslu. Kröfluvirkjun var fyrsta meiriháttar jarðhitavirkjunin en rekstur hennar hófst fyrir um aldarfjórðungi. En alkunna er að sá rekstur gekk brösuglega fyrstu ár- in, einkum vegna eldgosa í næsta nágrenni. Það kann að hafa dregið úr okkur kjark. En nú gengur Kröfluvirkjun með ágætum og á tveimur stöðum öðrum, á Nesja- völlum og í Svartsengi, er jarðgufa virkjuð til framleiðslu á rafmagni. Á árinu 2001 var svo komið að jarð- hiti stóð undir 18% af raforku- vinnslunni; afgangurinn var nær al- farið unninn með vatnsorku. Deilt er um það hvort jarðhita- virkjanir séu jafnhagkvæmar og góðar vatnsaflsvirkjanir, enda ekki furða þar sem reynslan er enn tak- mörkuð. Á hinn bóginn eru jarð- gufuvirkjanir bersýnilega mjög hagkvæmar þegar þannig háttar til – eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi – að jarðgufuna megi bæði nýta til rafmagnsframleiðslu og upphitunar á vatni fyrir hita- veitur. En markaður fyrir slíka „Við hljótum að vilja nýta þessar end- urnýjanlegu auðlindir okkur til hagsbóta. Og okkur ber siðferðileg skylda til að gera það öllu mannkyni til góða.“                             Höfundur er orkumálastjóri. Eftir Þorkel Helgason samnýtingu er takmarkaður og að mestu tæmdur í svipinn. En hvað sem orkuverði líður þá felast aðalvandkvæði þess að nota jarðgufu til rafmagnsframleiðslu í því hvað álbræðslur eru reistar í stórum áföngum. Nútíma ál- bræðslur eru vart minni en svarar til 200 þús. tonna ársframleiðslu, og álver í Reyðarfirði er ráðgert enn stærra eða með u.þ.b. 320 þús. tonna ársafköstum. En jafnvel lág- marksáfangi kallar á allt að 400 MW af virkjuðu afli, en það er nær því jafnmikið afl og fæst úr tveim- ur af stærstu vatnsaflsvirkjunum sem reistar hafa verið hérlendis. Jarðgufuvirkjanir eru aftur á móti gjarnan reistar í 40 MW áföngum. Vegna óhjákvæmilegrar óvissu um orkugetu hvers jarðhitasvæðis er of mikil áhætta fólgin í því að reisa stærri áfanga í senn. Til þess að sjá lágmarksálversáfanga fyrir raforku með jarðhita einum saman þyrfti því að koma 10 áföngum slíkra jarðgufuvirkjana í gagnið samtímis. Vart væri það viturlegt að leggja út í slíkar framkvæmdir allar í senn. Niðurstaðan er því sú að jarð- gufuvirkjanir geta ekki enn sem komið er staðið í verulegum mæli undir raforkuframleiðslu handa stóriðju. En þær geta komið við sögu í og með vatnsaflsvirkjunum þegar svo hagar til. Og raforku fyr- ir Norðurál er einmitt aflað með slíkum blönduðum hætti og sama er ráðgert varðandi stækkun þess álvers. Jarðgufuvirkjanir geta aftur á móti hentað vel til þess að sjá við aukinni orkuþörf hins almenna raf- orkumarkaðar: Til þess að uppfylla þær þarfir þarf ekki nema einn áfanga í jarðgufuvirkjunum á 3–4 ára fresti. Og þá kemur sá kostur jarðgufuvirkjana að góðu gagni að fullri hagkvæmni má ná strax við lágmarksstærð. Spurt er hví ekki megi virkja jarðgufuna beint til iðnaðarfram- leiðslu og koma henni þannig í verð. Það hefur verið gert t.d. í Kísiliðjunni við Mývatn með góðum árangri. En ekki hafa hingað til fundist miklir möguleikar í þessum efnum. Bæði er það svo að varmi, t.d. í formi gufu, er víða í boði sem aukaafurð og þá með ódýrum hætti. En jafnframt er það tálm- andi að dýrt er að flytja gufu; jarð- gufan verður því að vera tiltæk þar sem höfn er í næsta nágrenni. Þar kemur einna helst Reykjanesskag- inn til álita auk Húsavíkur og ná- grennis. Vissulega hafa jarðgufuvirkjanir átt á brattann að sækja. Rann- sóknir á slíkum virkjunarkostum kosta of fjár. Rannsóknarborhola kostar allt að 200 m.kr. og það þarf nokkrar slíkar áður en unnt er að taka ákvörðun um virkjun. Rann- sóknarstofnun ríkisins í orkumál- um, Orkustofnun, hefur engan veg- inn bolmagn til slíkra borana. En sem betur fer er orkufyrirtækjum að vaxa fiskur um hrygg. Og þau eru farin að taka þá áhættu sem borunum fylgir. Þannig miðar því vel áfram að byggja íslenska raf- orkukerfið bæði á vatnsaflsvirkj- unum og jarðgufuvirkjunum, enda heppilegast að hafa hæfilega blöndu af þessum tveimur kostum. „Af hverju má ekki nota orkuna í eitthvað annað en álver?“ Orkulindir okkar eru vannýttar. Við gætum framleitt um sexfalt meira rafmagn en nú er gert, og er þá búið að slá verulega af mögu- leikunum af umhverfisástæðum. Við hljótum að vilja nýta þessar endurnýjanlegu auðlindir okkur til hagsbóta. Og okkur ber siðferðileg skylda til að gera það öllu mann- kyni til góða. Þar sem hinn almenni markaður fyrir raforku vex afar hægt getum við aðeins nýtt orkuna í verulegum mæli með þrennum hætti: Með orkufrekum iðnaði, með beinum út- flutningi á raforku eða með því að framleiða eldsneyti (t.d. vetni). Báðir seinni kostirnir eru ekki hag- kvæmir í bráð. Eftir situr stór- iðjan. Og þá er spurt hví aðeins ál- ver? Því er til að svara að margra leiða hefur verið leitað, en stað- reyndin er sú að þrátt fyrir ártuga- langa leit að tækifærum hefur fátt annað reynst nægilega hagkvæmt. Það er reyndar engin furða: Það er einfaldlega fá iðnaðarframleiðsla sem er jafnfrek á raforku og ál- vinnsla. Sumir áhugamenn hafa áhyggjur af því að eitt af þessu útiloki annað. Það þarf alls ekki svo að vera: Bæði eru orkukostirnir ríflegir, eins og fyrr segir, en jafnframt getur eitt leyst annað af hólmi. Vetnisvinnsla verður vart hag- kvæm í neinum mæli næstu áratug- ina. Á meðan verður fyrir löngu búið að markaðsvæða orkugeirann hérlendis með sama hætti og ann- ars staðar. Og þar sem orkusamn- ingar við álver eru ávallt til tak- markaðs tíma yrðu þeir einfaldlega ekki endurnýjaðir ef það reyndist á þeim tíma hagkvæmara að nýta sömu orku til vetnisvinnslu fremur en álframleiðslu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Vel innréttað skrifstofuhúsnæði til leigu í þessu nýlega og glæsilega skrifstofuhúsi við Sigtún. Húsnæðið, sem er með sérinnkomu og séraðkomu, er 426 fm auk sameignar sem er m.a. sameiginlegt mötuneyti o.fl. Frábær staðsetning. Næg bílastæði. Húsnæðið er til afhendingar fljótlega. Toppeign í toppástandi. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. Sigtún Skrifstofuhúsnæði til leigu FALLEG VEL UMGENGIN 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ Í LITLU FJÖLBÝLI. Eldhús með innréttingu hvítt/beyki, borðkrókur. Hjónaherbergi með góðum skápum. Barnaherbergi með skápum. Baðherbergi með sturtu, flísar á veggjum, tengi fyrir þvottavél, góð geymsla í íbúðinni með hillum. Útgengt úr stofu á verönd og garð. Góður dúkur á öllum gólfum. Barnvænt hverfi, stutt í þjónustu og skóla. Stærð 79,5 fm. Verð 10,9 millj. Bryndís tekur vel á móti þér. Ef þú ert að leita að velskipulagðri íbúð með þjónustu og skóla við túnfótinn, þá er þetta íbúðin fyrir ykkur. Sérinngangur á fyrstu hæð, skjólsæll garður. Forstofa með flísum. Falleg eldhúsinnrétting. Þrjú rúmgóð herbergi með skápum. Baðherbergi flísalagt með sturtu. Hjólageymsla og sérgeymsla í kjallara. Stærð íbúðar 92 fm. Verð 12,7 millj. Elísabet tekur vel á móti þér. Fasteignasalan Bakki, s. 533 4004, Skeifunni 4, Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Rofabær 23 - íbúð 103 ÁrniValdimarsson lögg. fast.sali. Laufengi 27 - íbúð 103 Valdimar Óli sölumaður sími 822 6439
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.