Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR fagna í dag opn- un nýs barnaspítala. Þeim draumi að opnaður verði sérstakur barnaspítali hafa ljósmæður og fjöldi annarra deilt með Hringskonum um langa hríð. Í bók um starfssögu Hringsins, þeirri merku heimild sem kom út á síðasta ári, má sjá að þessi draumur er a.m.k. frá árinu 1942 en þá er hann fyrst settur á blað. Þar má einnig lesa að sérstök barnadeild var fyrst opnuð árið 1957, og eins og aðr- ar góðar stofnanir óx hún og dafnaði. Árið 1976 tók vökudeildin til starfa í húsnæði fæðingardeildar Landspít- alans til að sinna veikum nýburum og fyrirburum. Vökudeildin hefur vaxið með þeim takmörkunum sem henni hafa verið búnar af húsnæðinu sem hún hefur verið í. Þrátt fyrir þrengsli hefur þar verið unnið stórkostlegt starf, með árangri sem stundum má líkja við kraftaverk. En nú er séð fram á að vökudeild- in, eins og hinar barnadeildirnar, fær stærra húsnæði í nýrri byggingu og aðstaða fyrir skjólstæðinga og starfsfólk vökudeildar batnar til mikilla muna. Ljósmæður hafa alla tíð borið hag nýfæddra barna fyrir brjósti og er það okkur því mikið gleðiefni að geta fagnað með öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við að gera Barnaspít- alann að veruleika. Það er löngu orðið brýnt að bæta hag og aðstöðu þeirra foreldra sem þurfa sérstaka umönnun vegna veikra barna sinna, en aðstaða for- eldra mun batna verulega í hinu nýja og glæsilega húsnæði Barnaspítal- ans. Það rými sem losnar innan fæð- ingardeildar gefur vonir um að þar skapist tækifæri til að hlúa betur að þeim sem þurfa að dvelja lengur en venja er á deildinni. Það má því segja að opnun Barnaspítalans sé ekki ein- ungis gleðileg fyrir þá sem þar starfa og þá sem þurfa að nota þjónustu hans. Ég vil nota tækifærið og þakka Hringskonum þeirra óeigingjarna starf í þágu okkar allra, ekki síst barna okkar. Þá óska ég Íslending- um öllum til hamingju með nýjan Barnaspítala og bið honum allrar blessunar. Nýr barnaspítali – tilefni til að fagna Eftir Ólafíu M. Guðmundsdóttur „Ljósmæður hafa alla tíð borið hag ný- fæddra barna fyrir brjósti og er það okkur því mikið gleðiefni að geta fagnað með öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við að gera Barnaspítalann að veru- leika.“ Höfundur er formaður Ljós- mæðrafélags Íslands. ÞAÐ fylgja því ýmis umhverf- isspjöll að nýta vatnsafl. Í hugum flestra eru verstu spjöllin í því fólgin að landi er sökkt undir miðl- unarlón. Til eru ár sem hafa það jafnt rennsli allt árið um kring að ekki þarf að miðla vatninu milli árstíða. Það er því ekki tilviljun að þessar ár voru þær fyrstu til að verða virkjaðar, Sogið og Laxá í Aðaldal. Ástæðan fyrir jöfnu rennsli þeirra er m.a. að þær eiga nokkurs konar náttúrulegt miðl- unarlón, Þingvallavatn og Mývatn. Til að virkja flestar aðrar ár verð- ur að vera eitthvað miðlunarlón til staðar. Þar sem nú er mikill hiti í ýms- um vegna fyrirhugaðrar Kára- hnjúkavirkjunar er ekki úr vegi að líta á þennan umhverfisþátt nánar. Hvað erum við að fá fyrir landið sem við sökkvum? Til að átta okk- ur aðeins á þessu skulum við bera saman Blönduvirkjun, Kára- hnjúkavirkjun og Norðlingaöldu- veitu. Með Blönduvirkjun var sökkt samtals 62 ferkílómetrum, Blöndu- lón er 57 km² og Gilsárlón er 5 km². Orkugeta Blönduvirkjunar er 720 GWh sem samsvarar 82 MW meðalafli. Með Kárahnjúkavirkjun verður sökkt samtals 66 ferkílómetrum, Hálslón verður 57 km², Keldulón verður 8 km² og Ufsarlón verður 1 km². Orkugeta Kárahnjúkavirkj- unar verður 4.450 GWh sem sam- svarar 508 MW meðalafli. Með Norðlingaöldulóni með lón- hæð 575 mys verður sökkt 28,5 ferkílómetrum. Orkugeta í virkj- unum á Þjórsársvæðinu eykst um 790GWh sem samsvarar 90 MW meðalafli. (Heimild, vefur Lands- virkjunar) Nú skulum við skoða á Mynd 1 hversu miklu landi er sökkt fyrir hverja GWh: Myndin kemur kannski mörgum á óvart, Kárahnjúkavirkjun virðist hafa algjöra yfirburði varðandi hversu litlu landi er sökkt fyrir orkuna sem fæst í staðinn. Blöndu- virkjun, hins vegar, kemur illa út, þar virðist miklu landi sökkt fyrir litla orku. Hvernig stendur á þess- um mikla mun? Yfirburðir Kárahnjúkavirkjunar eiga sér tvær skýringar. Í fyrsta lagi er lónið mjög djúpt, miklu dýpra en önnur lón sem gerð hafa verið. Mesta dýpi er svipað og hæð stíflunnar sem verður um 190 m há. Það er því hægt að geyma þar mikið magn af vatni án þess að sökkva miklu af landi. Í öðru lagi er fallhæð virkjunarinnar mjög mikil. Enginn þekktur virkjunar- kostur á Íslandi hefur meiri fall- hæð en Kárahnjúkavirkjun. Fall- hæðin verður um 600 m þegar Hálslón er fullt. Það þýðir að það þarf minna vatn en ella til að ná sama afli og þar af leiðandi minna lón. Þessi staðreynd vekur upp margar spurningar. Hvers vegna segja menn ekki að Hálslón sé álíka stórt og Blöndulón í stað þess að reyna að líkja því við eitt- hvað annað eins og Hvalfjörð? Hvers vegna er ekki meiri and- staða gegn Norðlingaölduveitu en Kárahnjúkavirkjun? Hvers vegna beitti þáverandi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, sér fyrir virkjun Blöndu en spáir nú nánast heimsenda ef Kárahnjúkavirkjun verður að veruleika? Hvers vegna var Blönduvirkjun gerð án þess að búið væri að fá kaupanda að orkunni? Hvers vegna tala sumir um Kárahnjúkavirkjun eins og um landráð og hryðjuverk sé að ræða en eru fullkomlega sáttir við að Blönduvirkjun hafi verið gerð? Ekki er annað að sjá en umræð- an hafi farið út fyrir mörk skyn- seminnar. Kárahnjúkavirkjun er á margan hátt betri kostur en þær virkjanir sem áður hafa verið gerðar. Hún er einfaldlega svo afl- mikil að ekki er hægt að fara í gerð hennar nema stór orkukaup- andi sé til staðar. Sá orkukaupandi hefur ekki verið til staðar fyrr en nú. Orka fyrir land Eftir Jón Þorvald Heiðarsson Höfundur er eðlisfræðingur. „Kára- hnjúkavirkj- un er á margan hátt betri kostur en þær virkjanir sem áð- ur hafa verið gerðar.“ I. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir áramótaræður forseta Íslands og biskups Íslands, sem báðar fjöll- uðu að nokkru um vaxandi fátækt hér á landi. Sú umræða hefur farið fram víða á undanförnum árum, þótt hún komist fyrst í kastljós fjöl- miðlanna núna. Reyndar er umræðan um fátækt- ina í landinu aðeins angi af mun víð- tækari umræðu, þ.e. hvort íslenskt þjóðfélag sé yfirleitt það sem við getum kallað fjölskylduvænt, hvort það búi borgurum landsins nægilega góðar aðstæður til að sjá sér og sín- um farborða. Það eru nefnilega ótrúlega margir sem eiga í erfiðleikum í sinni fjöl- skyldu. Því finnum við prestar mjög mikið fyrir í okkar starfi. Og það er margt sem gerir fjölskyldum lands- ins erfitt uppdráttar. Mikið vinnu- álag einkennir flestar fjölskyldur til sjávar og sveita og verður það sér- staklega áberandi sé lengd vinnu- dags hér á landi borin saman við vinnudaga annarra Evrópuþjóða. Það er ýmislegt sem veldur því að vinnudagurinn er svona langur en kannski fyrst og fremst sú stað- reynd að laun eru mun lægri hér á landi hjá stórum hópi fólks en í ná- grannalöndum okkar. Hið sama gildir um atvinnuleysisbætur, ör- orkubætur og sjúkradagpeninga. Neysluvörur heimilisins eru líka dýrari hér á landi en í Evrópu þann- ig að lengri vinnutíma þarf til að endar nái saman hjá fjölskyldunum. Þetta er sérstaklega eftirtektarvert hjá ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, eignast húsnæði, börn og bíl og mennta sig í leiðinni. II. Einn af ljósu punktunum í þróun fjölskyldumála á Íslandi er fæðing- arorlofið sem hefur verið að lengj- ast. Það að orlofstíminn skiptist nú á milli foreldra hefur bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Allir hafa líka lýst ánægju sinni með fæðing- arorlofið eins og það er að þróast. Þó leyfi ég mér að benda á að jafnrétt- iskrafan bitnar á börnum einstæðra mæðra þar sem faðirinn er hvergi nærri. Þau börn njóta skemmri tíma heima en börn sem hafa báða for- eldra sína sér við hlið. Er þetta galli á annars jákvæðri þróun. Hér á landi er enginn teljandi leigumark- aður og sjálfseignarstefnan er ráð- andi í húsnæðismálunum. Enginn er maður með mönnum nema hann komi sér upp eigin húsnæði. Lánin sem tekin eru til að fjármagna hús- næði, bílakaup og aðra neyslu eru dýr og vextir háir. Af því að unga fólkið þarf að vinna baki brotnu fyr- ir fjölskyldunni, til að standa undir afborgunum og daglegum rekstri, eru þau fljót að fara yfir þau tekju- mörk sem veita rétt til barnabóta, jafnvel eftir að reglum um tekju- skerðingu barnabóta hefur verið breytt. Barnabæturnar eru þá skertar. Á Norðurlöndunum var mikil umræða fyrir nokkrum árum um hvort tekjutengja ætti barna- bætur en þar komust menn að þeirri niðurstöðu að barnabætur væru eign barnanna og því ættu tekjur foreldra ekki að skerða þær. Ekki minnkar það stressið á heimilinu að vinnan gerir til okkar miklar kröfur og oft lenda foreldrar í samviskuklemmu þegar þeim finnst þau hvorki geta sinnt vinnunni nægilega vel né börnunum, hvað þá maka sínum. Tala nú ekki um þegar blessuð börnin veikjast. Við foreldrar eigum rétt á sjö veik- indadögum á launum á ári hverju vegna veikinda barna okkar, hvort sem þau eru eitt eða fleiri. Vissulega má nú vera lengur heima í veikind- um barna en áður og þá án launa, en hver hefur efni á því? Á Norðurlönd- unum hafa foreldrar rétt á 90–120 daga veikindaorlofi vegna veikinda barna á ári hverju. III. En hvernig er það með íslensku fjölskylduna og hennar aðstæður? Hvernig gengur meðalfjölskyld- unni? Hún reynir að standa sig í öllu við þær aðstæður sem henni eru búnar. En það er einmitt oft sú fjöl- skylda og þau hjón sem „standa“ sig best, skila sínu hlutverki best, bæði í vinnu og heima, sem einn góðan veð- urdag skilja öllum að óvörum. Og hvers vegna? Jú vegna þess að hjón- in voru svo upptekin af því að standa sig og kröfurnar til þeirra voru svo miklar að þau gleymdu að standa sig hvort fyrir annað. Samskiptin innan fjölskyldunnar verða þá yfirborðs- kennd. Aðalmarkmiðið verður að koma á framfæri upplýsingum. Vinnudagurinn er langur og það verður að ákveða hver á að gera hvað fyrir fjölskylduna. Það verður lítill tími aflögu til þess að ræða um hvernig manni líður eða hvert fjöl- skyldan stefnir. Samskiptaleysið innan fjölskyldunnar er rótin að mörgum þeim vanda sem að ung- lingunum steðjar. Foreldrar hafa ekki tíma eða gefa sér ekki tíma til að sinna börnunum sínum eins og vera skyldi. Forgangsröðin skekk- ist. Foreldrar færa ábyrgð á uppeld- inu yfir á skóla og aðrar uppeldis- stofnanir. Margar fjölskyldur eiga auk þessa í erfiðleikum fjárhagslega og félagslega. Ekki þarf að fjölyrða um stöðu öryrkja, hana þekkja allir, sérstaklega starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar. Stór hluti þeirra sem þangað leita er einmitt öryrkjar. Og hið sama má segja um þá sem missa heilsuna af einhverjum ástæðum. Fólk sem er frá störfum í langan tíma vegna veikinda og fer á sjúkra- dagpeninga missir grundvöllinn undan framfærslu heimilisins. Það kemur að sjálfsögðu niður á börn- unum. Fátækt ríkir því miður orðið víða í samfélaginu okkar eins og forseti landsins og biskup þjóðkirkjunnar hafa báðir opnað augu manna fyrir. Fátækt gerir það að verkum að for- eldrar geta ekki veitt börnunum sín- um jafnstöðu á við önnur börn. Þannig verður til stéttaskipting þegar á barnsaldri milli barna sem fá að fara í tómstundastarf og t.d. sumarbúðir og hinna sem eiga for- eldra er ekki geta borgað slíkt. Á undanförnum árum hefur stórlega færst í aukana hjálp kirkjunnar til að standa undir kostnaði við sum- arbúðir og félagsstarf barna, en einnig bókakaup og kaup á skóla- dóti. IV. Nei, það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að viðurkenna að samfélag okkar sé ekki eins fullkomið og margir vilja vera láta. Við ættum nefnilega hæglega að geta búið fjöl- skyldunni lífvænleg skilyrði á nýrri öld, ein ríkasta þjóð í heimi. En til þess þurfum við að breyta hugar- farinu og setja fjölskylduna í fyr- irrúm, hvar sem við stöndum í flokki. Íslenska fjöl- skyldan á krossgötum Eftir Þórhall Heimisson „Fátækt rík- ir því miður orðið víða í samfélaginu okkar eins og forseti landsins og biskup þjóðkirkjunnar hafa báðir opnað augu manna fyrir.“ Höfundur er prestur. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.