Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 2004 er fyrirhugað að leggja fyrir samræmt próf í íslensku og frá og með janúar 2005 verða einnig lögð fyrir samræmd próf í ensku og stærðfræði. Að sögn ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytisins stendur nú til að gera breytingar á reglugerð þar að lútandi sem gefin var út í síðasta mánuði. Upplýsingar og svör við fyrirspurnum vegna framkvæmd prófanna eru nú að- gengilegar á vefsíðu menntamála- ráðuneytisins, www.menntamala- raduneyti.is. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg- ir óvíst hvernig framkvæmd próf- anna muni verða. Staðan sé sú í augnablikinu að Félag framhalds- skólakennara, Samtök móðurmáls- kennara, og fleiri fagfélög Kennara- sambands Íslands, vilji fá að vita meira um framkvæmd þeirra. „Í almennum orðum sagt hafa allt- af verið skiptar skoðanir um ágæti samræmdra prófa í framhaldsskól- um, líka meðal kennara. Ég heyri að það eru miklar vangaveltur vegna fjársveltis og erfiðrar rekstrarstöðu, hvernig það muni koma út að bæta þessu við. Ég held að engum hafi enn verið gerð nákvæm grein fyrir fjár- hagslegri hlið á þessu máli,“ segir Elna. Hún segir að þær raddir hafi lengi heyrst innan menntamálaráðuneytis- ins að mikill tími færi í próf í fram- haldsskólum landsins og kennslu- dagar mættu vera fleiri. Nú sé hins vegar verið að bæta við þann tíma sem tekinn er út úr kennslustarfinu vegna prófa með því að halda próf í janúar. Hún segir að í undirbúningi sé meðal framhaldsskólakennara að óska eftir því við ráðuneytið að fá nánari og skýrari mynd af því hvernig þeir sjái framkvæmdina fyr- ir sér og hvaða starfsskyldur muni leggjast á viðeigandi aðila í skólun- um. „Okkur þætti mjög heppilegt ef einhver umræðuvettvangur, hvort sem það væri í formi ráðstefnu eða málþings, færi fram um málið í vor.“ Samkvæmt könnun sem Félag framhaldsskólakennara stóð fyrir meðal félagsmanna sinna í lok ágúst árið 2000 eru jafn margir kennarar hlynntir og andvígir því að taka upp samræmd stúdentspróf í framhalds- skólum, eða 35%. 29% aðspurðra tóku ekki afstöðu. Breytingar á reglugerð í athugun Menntamálaráðuneytinu hefur borist töluverður fjöldi ábendinga frá nemendum varðandi reglugerðina, einkum frá þeim sem lengra eru komnir í námi. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri menntamálaráðu- neytisins, segir margar þessara ábendinga réttmætar en aðrar byggðar á misskilningi. Nánari upp- lýsingar og svör við fyrirspurnum um framkvæmd prófanna eru nú komnar á vef ráðuneytisins. „Það er ekki óeðlilegt að fjöldi spurninga vakni þegar þetta er tekið upp. Margar þessara spurninga snúa að því hver sé staða þeirra sem eru að ljúka námi í framhaldskóla á næstu einu til tveimur árum.“ Þá hafi margar athugasemdir snú- ið að því að þörf sé á að laga fyr- irkomulag prófanna að bekkjarskól- um þar sem einhverjum hluta námsefnis kann að vera ólokið þegar prófað er. Við þessu verði brugðist í ráðuneytinu. Hann segir að í athugun sé að gera vissar breytingar á reglugerðinni til að taka af allan vafa um þau atriði sem orka tvímælis. Meðal annars sé í athugun að nemendur sem útskrifast á árinu 2004 verði undanþegnir skyldu til að taka samræmt próf í ís- lensku. Í reglugerðinni er kveðið á um að nái nemandi ekki tilskilinni lág- markseinkunn í tvígang í tilteknu fagi á samræmdu prófi fái hann ekki að brautskrást. Guðmundur segir að ráðuneytið sé að íhuga að fella ákvæðið um lágmarkseinkunn á sam- ræmdu stúdentsprófi á brott. Óljóst úr hverju á að prófa Knútur Hafsteinsson, íslensku- kennari í Menntaskólanum í Reykja- vík, sem sæti á í stjórn Samtaka móð- urmálskennara, segir tímasetningu prófanna undarlega, þau setji jólafrí nemenda úr skorðum og séu á skjön við annað starf innan hans. Að hans mati mætti íhuga þann möguleika að prófa í desember eða maí. Samkvæmt reglugerð ráðuneytis- ins verður prófað úr kjarna viðkom- andi greina skv. aðalnámskrá fram- haldsskóla. Knútur bendir á að í sumum skólum, einkum áfangaskól- um, séu nemendur í sumum tilfellum búnir með kjarnann meðan bekkjar- skólar eigi heilt misseri eftir, t.d. alla 20. öld bókmenntasögunnar í ís- lenskukennslu í MR. Óhjákvæmilega kalli það á töluverðar skipulags- breytingar í skólanum ef væntanleg- ir útskriftarnemar í 6. bekk eiga að verða tilbúnir undir próf í janúar. „Við erum ekki búin að óbreyttu að undibúa okkar nemendur fyrir sam- ræmd próf í janúar,“ segir Knútur. „Þar fyrir utan er reglugerðin óljós, t.d. hvernig og í hverju á að prófa, bæði vegna þess að það er mið- að við kjarna íslenskunnar og mark- mið og stór markmiðshluti íslensk- unnar er fólginn í hlustun, lestri, notkun á margmiðlunarbúnaði, o.s.frv.“ Hann segir að hættan sé sú að kennsluefni sem ekki falli undir samræmt prófsefni verði að lokum utangarðs í kennslunni. Samtök móðurmálskennara sendu menntamálaráðherra bréf þar sem fram kemur að að engin samráð hafi verið höfð við móðurmálskennara né samtök þeirra áður en reglugerðin var birt. Óska móðurmálskennarar eftir svörum frá ráðuneytinu hvort til standi að kynna fyrirkomulag prófs- ins fyrir kennurum og nemendum. „Það sem okkur svíður undan er að þegar þessi reglugerð var smíðuð var aldrei talað við okkur, það var ekkert samráð þannig að við gætum haft áhrif á hvernig framkvæmdin yrði. Við erum nú einu sinni fólkið sem er á akrinum með neytendurna í höndun- um,“ segir Knútur. Um þá gagnrýni móðurmálskenn- ara að ekki hafi nægjanlegt samráð verið haft við þá við samningu reglu- gerðarinnar segir Guðmundur Árna- son ráðuneytisstjóri að fullt tillit hafi verið tekið til kennara og m.a. hafi Kennarasamband Íslands fengið málið til umsagnar á sínum tíma. Þá hafi skólameisturum framhaldsskól- anna og Félagi framhaldsskólanema gefist kostur á að gera athugasemd- ir. „Nú er það svo að í mörgum til- vikum hefur verið tekið tillit til fram- kominna athugasemda og þess sér stað í reglugerðinni,“ segir hann. Ekkert rætt við nemendur Kári Hólmar Ragnarsson, forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, segir nemendur helst hafa út á reglugerðina um samræmd próf að setja að hún skyldi ekki kynnt nemendum, hvað stæði til og hvernig yrði prófað úr efninu. Mikilvægt sé að nemendur hagi námi sínu fram að prófum með tilliti til hins nýja fyr- irkomulags. Kári segist hafa nokkrar efasemd- ir um samræmdu prófin að því leyti að meiri áhersla verði lögð á viðkom- andi fög á kostnað hinna. Það sé reynsla hans af samræmdum prófum í grunnskóla. Formenn nemendafélaga fram- haldsskólanna í Reykjavík hyggjast taka upp málið á fundi sínum í næstu viku. Borgný Skúladóttir, inspector scholae Menntaskólans á Akureyri, segir samræmd stúdentspróf ekki hafa borið á góma í skólanum. Próf- um sé nýlokið og ný önn að hefjast. Hún segir fæsta nemendur í raun gera sér grein fyrir hvernig þeim verði háttað. Nemendur og kennarar í vafa um hvernig staðið verði að samræmdum prófum Í athugun að fella á brott ákvæði um lágmarkseinkunn Morgunblaðið/Arnaldur Mjög óljóst er hvernig staðið verður að framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum sem tekin verða upp í áföngum frá og með janúar á næsta ári, að mati nemenda og kennara í skólunum. Nú hafa verið gerðar aðgengilegar á vef menntamálaráðuneytisins leiðbeiningar um framkvæmd prófanna. HELGI Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Sumarferða.is, hefur tekið að sér að ræða við íslensk sam- gönguyfirvöld um gjöld og skatta sem lágfargjaldaflug- félagið Ryan Air þyrfti að greiða ef flugfélagið hæfi áætlunarflug til landsins. Helgi segir að ann- aðhvort þurfi flugvallaskattar og lendingargjöld að lækka eða stjórnvöld að koma til móts við félagið á annan hátt. Jakob Falur Garðarsson, að- stoðarmaður samgönguráð- herra, segir ráðuneytið fagna öllum áformum um auknar flug- samgöngur til og frá landinu. „Ljóst er að ekki er hægt að mismuna einu fyrirtæki umfram annað með því að veita afslátt á opinberum gjöldum. Aftur á móti hefur fjármagn af hálfu hins opinbera til markaðssetn- ingar íslenskrar ferðaþjónustu verið stórlega aukið á undan- förnum tveimur árum. Hvert nýtt fyrirtæki sem sækir inn á þennan markað getur vænst þess að tekið verði á þeirra mál- um með opnum huga.“ Jakob tekur sem dæmi þegar þýska flugfélagið LTU hóf áætl- anarflug á síðasta ári til Egils- staða. Þá hafi Ferðamálaráð og flugfélagið farið sameiginlega í markaðsátak þar sem báðir að- ilar settu fram jafn háa fjárhæð í kynningu á Íslandi í Þýskalandi. Það hafi gefið mjög góða raun og verið sé að undirbúa slíkt markaðsstarf í samstarfi við að- ila í ferðaþjónustu á þessu ári. Fulltrúar Ryan Air ræddu við íslensk stjórnvöld fyrir nokkru en Helgi segir að upp úr þeim viðræðum hafi slitnað þar sem flugfélaginu hafi ekki verið boð- in sambærileg kjör og það borg- ar vegna flugs til annarra flug- valla í Evrópu, gjöld og skattar hafi verið töluvert hærri hér á landi. Í kjölfarið hafi hann boðist til að ræða við stjórnvöld fyrir hönd flugfélagsins. Helgi segir að Ryan Air hafi mikinn áhuga á áætlunarflugi til Íslands og geri ráð fyrir að fljúga til landsins daglega frá Bretlandi allan ársins hring. Forsvarsmönnum félagsins sé alvara og vilji gera samninga til langs tíma, jafnvel 20 ára. Flug- félagið gæti væntanlega hafið áætlunarflug þremur mánuðum eftir að samningar næðust. Ræðir við sam- gönguyf- irvöld vegna Ryan Air anfarið hafi tafið komu þeirra. Hafsteinn Garðarsson, starfs- maður Grundarfjarðarhafnar, seg- ir að veðrið hafi verið umhleyp- ingasamt eftir áramót. Aflinn hafi þó verið þokkalegur hjá smábát- unum. Hann segir umferð um höfnina tiltölulega jafna allt árið nema hvað minnst sé að gera yfir hásumarið. Starfsbróðir Hafsteins í Ólafsvík- urhöfn, Sigurður Ragnar Lúðvíks- son, segir að höfnin hafi verið full af aðkomubátum á sama tíma í fyrra. Þá hafi bátarnir komið fyrir jól en núna komi þeir seinna. „Þetta er að byrja en fer algjörlega eftir því hvar fiskast.“ Helgi Bergþórsson, skipstjóri á ÞAÐ hefur verið í mörg horn að líta hjá starfsmönnum þeirra hafna sem taka á móti loðnu. Nú er líka tíminn þegar komum smábáta fjölgar í höfnum á Suðurnesjum og við Breiðafjörð þó ekki hafi blásið byr- lega fyrir þá undanfarið. Einar Haraldsson, hafnarvörður í Grindavík, segir búið að landa um 15.000 tonnum af loðnu í höfninni frá áramótum. Stóru skipin komi með svo mikið að landi í hverri ferð. „Þeir hafa einnig verið að fiska ágætlega, línubátarnir sem eru með beitningarvél undanfarið.“ Hann segir að mikið af smábátum frá öðrum höfnum landi í Grindavík þegar líður á vertíðina. Þeir rói út maí en leiðinleg austanátt und- Guðrúnu Helgu frá Akureyri, seg- ist ekki hafa þurft að sækja langt á miðin síðustu daga. Fiskurinn hafi gefið sig inni í Eyjafirði sem séu ný- mæli. „Ég hef ekki róið mikið enda búið að vera leiðindatíð undanfarið en fiskiríið hefur verið ágætt.“ Hann segir að töluvert hafi feng- ist af ýsunni og veiðin góð miðað við það sem sjómenn séu vanir inni í firðinum. Guðrún Helga er sex tonna krókabátur og leggur Helgi allt upp undir 20 bala af línu í hverri lögn. Það tekur hann um fimm tíma að draga. Oftast séu þeir tveir á bátnum en það komi fyrir að hann rói einn. Eftir veiðiferðina leggur hann upp með aflann í Grímsey. Morgunblaðið/RAX Smábátar seinna á ferð í ár vegna umhleypinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.