Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 31 RÝMINGARSALA 20-50% AFSLÁTTUR Skeifunni 2 I 108 Reykjavík I Sími 530 5900 www.poulsen.isww w .d es ig n. is © 20 03 Perulituð 90 cm. Tilboð 49.900,- Hvít 60 cm. Tilboð 27.500,- Baðmottur 20-50% afsláttur. 7 hluta sett á bað. Verð 9.890,- Verð nú 4.945,- Sturtuklefi 90x90. Verðtilboð 14.925,- Stækkunarspegill, útdraganlegur. Tilboð 990,- Pappírshaldari á gólf. Verðtilboð 2.990,- Spegilskápur 90 cm. hlynur m/rennihurð. Verð 64.990,- Verð nú 32.495,- Spegilskápar í miklu úrvali. Verð frá 7.900,- EINNIG FJÖLDI ANNARRA TILBOÐA Horninnrétting Calidris. Verð 173.893,- Verð nú 99.000,- Hvít tvöföld 125 cm. Verð 208.996,- Verð nú 104.500, SÚ VAR tíðin að til mikilla átaka dró á Íslandi vegna inngöngu í varnarbandalag vestrænna þjóða, Atlantshafsbandalagið. Á milli- stríðsárunum svonefndu hafði Ís- land lýst yfir ævarandi hlutleysi. Það kom auðvitað að engu haldi, þegar styrjöldin 1939 brauzt út og síðan aldrei hvarflað að neinum að hjáseta kæmi þjóð að neinu gagni. Að styrjöld lokinni urðu hérlend- is mikil átök þegar Bandaríkja- menn fóru fram á áframhaldandi hersetu á Íslandi, til 99 ára einsog það hét þegar fyrst var fram sett. Til þess kom ekki, en 1948 þótti vestrænum ríkjum lífsspursmál að mynda varnarbandalag vegna hinna válegu tilburða herveldisins í austri undir stjórn einræðisherrans Stal- íns. Um inngöngu Íslands í það varn- arbandalag urðu ein mestu átök innanlands sem um getur, en stað- festa lýðræðisflokkanna, undir for- ystu Bjarna Benediktssonar, þáver- andi utanríkisráðherra, braut þá andstöðu á bak aftur. Enn urðu miklir úfar með mönn- um þegar gerður var varnarsamn- ingur við Bandaríkin 1951 og varn- arlið bjó um sig á Miðnesheiði og víðar fljótlega. Undir öllum þessum kringum- stæðum héldu Íslendingar fast við þá grundvallarstefnu sína að þeir myndu aldrei taka þátt í hernaði gegn öðrum og engan þátt eiga í að bera vopn á aðra menn. Það er full- vissa þess, sem hér heldur á penna, að ef sú eindregna afstaða forystu þjóðarinnar hefði ekki verið ávallt fyrir hendi hefði öðruvísi farið um málefni í utanríkisstefnu Íslands en raun varð á. Fyrir því er það að margan manninn rak í rogastanz þegar fréttir bárust af því, að forsætisráð- herra og utanríkisráðherra hefðu á fundi í Prag boðið fram liðsinni Ís- lands til hernaðarumsvifa og hefðu til þess samþykki íslenzku ríkis- stjórnarinnar að eigin sögn. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðs- ins, Ólafur Þ. Stephensen, flutti þær fregnir, sem birtust í blaðinu 22. nóvember sl., að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ,,leggja af mörk- um flutningsgetu vegna aðgerða Nato, í formi þess að íslenzk flug- félög fljúgi með lið og hergögn til átakasvæða“!! Þetta hafa þeir sjálfsagt fram boðið af undirlægjuhætti við hinn bardagafúsa Bush, Bandaríkjafor- seta, þegar hann færi að stríða gegn Írak. Með þessu er brotið blað í Ís- landssögunni. Engan hefði að fyrra bragði órað fyrir að slíkt og þvílíkt gæti hent íslenzka ráðamenn. En það er hinsvegar til marks um að þeir átta sig á frumhlaupinu að þeir hafa æ síðan reynt með öllu móti að ljúga sig frá afglöpunum og fengið fjölmiðla í lið með sér, að sjálf- sögðu. Jafnvel Morgunblaðið, sem frétt- ina birti, var í ani að afbaka sína eigin frétt til að bera blak af hinum seinheppnu soldátum, Davíð og Halldóri. Eitt er þó ánægjulegt í framhaldi af þessu óskiljanlega atferli ráða- manna: Þeir eru dauðhræddir við frumhlaup sitt og reyna sem mest þeir mega að drepa því á dreif. En fyrirlitninguna, sem þeir fá fyrir vikið, fá þeir ekki af sér þvegið, né heldur þótt undirgefnir fjölmiðlar leggi til ærna sápu. Nýja Ísland IV. Eftir Sverri Hermannsson „Margan manninn rak í rogastanz þegar fréttir bárust af því, að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu á fundi í Prag boð- ið fram liðsinni Íslands til hernaðarumsvifa.“ Höfundur er alþingismaður og form. Frjálsl. flokksins. DRÖG hafa verið lögð fram að nýjum lögum frá Alþingi og í þeim felast breytingar á gildandi reglum um almannavarnir. Slysavarnafélag- ið Landsbjörg styður þær hugmynd- ir sem fram koma í þessum drögum. Ástæður til þess eru einfaldar, svo sem hér skal rakið. Í þessum tillögum er einungis ver- ið að gera breytingar á stjórnsýslu efsta stigs almannavarna þar sem stofnunin Almannavarnir ríkisins er færð undir Ríkislögreglustjórann og Almannavarnaráð er gert að ráðgef- andi nefnd. Ekki er verið að breyta skipulaginu heima í héraði og/eða viðbrögðum við vá í hverju einstöku tilviki. Auk þess hafa samtökin feng- ið það staðfest að samkomulag um heildarskipulag hjálparliðs almanna- varna, frá í apríl 2002, standi eftir sem áður. Innan Slysavarnafélagsins Lands- bjargar hafa lengi verið uppi raddir um að gera þurfi breytingar á stjórn- kerfum leitar og björgunar hjá okk- ur Íslendingum. Þær hugmyndir hafa ekki beinst að almannavörnum beint, en þó eru þetta tengd mál þar sem þungamiðja umræðunnar er mörg og ólík stjórnkerfi sem brýnt er að samræma. Við höfum átt gott samstarf við alla þá aðila sem auk okkar bera ábyrgð á leit og björgun. Þrátt fyrir það má rekja örðugleika í björgunar- aðgerðum til þess að ekki hefur verið nægjanlegt upplýsingastreymi milli stjórnstöðva. Að okkar mati eiga samræmingarstjórnstöðvar að vera sem allra fæstar og raunar er það okkar skoðun að best færi á því að reka aðeins eina og það sé fullnægj- andi. Þessa skoðun okkar rökstyðj- um við með því að í mörgum tilfellum á undanförnum árum hefur aðgerða- stjórn borist milli ábyrgðaraðila (samkv. lögum) í miðjum klíðum og þær þar með orðið mun ómarkvissari heldur en þær hefðu getað orðið ef aðgerðir á öllum stigum hefðu heyrt undir sama stjórnvald. Þær leiðbeiningar sem alþjóða- stofnanir fyrir flug og sjóferðir gefa út um hvernig á að skipuleggja leit og björgun gera ráð fyrir einföldu stjórnkerfi, og helst einni stjórnstöð, sé það mögulegt. Þess vegna teljum við að einungis beri að reka eina samræmingar- stjórnstöð þar sem allir aðilar, sem reka stjórnstöðvar í dag, komi sam- an. Einnig er það skoðun okkar að þessi stjórnstöð þurfi að hafa skýra stoð í lögum svo að ljóst sé hvar ábyrgðir og vald liggja á hverjum tíma. Almannavarnir og samræming Eftir Jón Gunnarsson „Einungis ber að reka eina samræm- ingar- stjórnstöð.“ Höfundur er formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.