Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.01.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fændi minn og vinur er fallinn í valinn eftir æðrulausa og erfiða glímu við harðan sjúk- dóm. Síðustu dagana dvaldi hann á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, umvafinn ástúð og elsku sinna nánustu og kærustu. Ungur, myndarlegur maður kem- ur heim með stóru frænku, móður- systur minni. Ég er fimm ára, alltaf með annan fótinn hjá ömmu í Sæ- landi. Þau fara að búa á loftinu hjá henni og einn daginn er veisla. Ég skottast út og inn í vorinu og bíð eftir að þau komi úr kirkjunni, nýgift og falleg, innra með mér svolítið fúl yfir að hafa ekki fengið að fara með. En þessa stund vildu þau eiga ein. Von bráðar fjölgar á loftinu og fyrr en varir eru börnin orðin þrjú og ungi maðurinn orðinn Siggi í Sælandi, Ólafsfirðingurinn rótgróinn í dal- vísku samfélagi, þótt hann væri lang- dvölum á sjó. Barnsminni mitt kallar þó fyrst og fremst fram myndir af honum heima, tíminn afstæður. Siggi inni á baði að raka sig, ég tek eftir SIGURÐUR JÓN KRISTMUNDSSON ✝ Sigurður JónKristmundsson fæddist á Ólafsfirði 7. maí 1940. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 20. jan. síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dal- víkurkirkju 25. jan- úar. tattúinu á handlegg hans þar sem hann skefur kinnarnar og finnst mikið til um. Bið ítrekað eftir það að fá að sjá myndina með ís- lenska fánanum. Siggi í horninu sínu í eldhúsinu að segja tilþrifamiklar sögur sem ég gleypi í mig og skellihlátur hans, þegar rennur upp fyrir mér að sumt í frá- sögn hans stenst ekki í raunveruleikanum. Siggi við eldavélina að matreiða einhverja dýr- indis rétti eða baka gómsætt brauð. Á þessum tíma var það ekki algengt að sjá karlmenn í húsverkum. Sköpun- arþörf og listrænir hæfileikar hans áttu eftir að koma enn betur í ljós seinna. Árin líða og fjórða barnið bætist í hópinn, sjómennskukaflanum í lífi hans lýkur og vinna við ýmis störf í landi tekur við. Um tíma rekur hann fiskverslun á Dalvík og selur þar meðal annars fiskrétti og afburða bragðgóðar bollur sem hann býr til sjálfur. Hann kemur sér líka upp gróðurhúsi og fæst við að rækta sjaldgæfar útlendar plöntur og sýnir þær stoltur, þegar mér er boðið í gróðurhúsið, þar sem hann hefur komið sér vel fyrir. Þar forræktar hann líka ýmsan trjágróður, sem hann af sinni eðlislægu gjafmildi gaukar að manni til áframhaldandi ræktunar. Í gróðurhúsinu fer hann af stað með nýtt áhugamál þar sem list- rænir hæfileikar hans fá virkilega að njóta sín, hann dregur að sér grjót úr íslenskri náttúru og skapar úr því sérstæðar klukkur sem prýða núna ótal íslensk heimili. Það er ekki síður gaman að koma í vinnustofu hans, eftir að hann flytur hana inn í húsið og fá fyrirlestur um bergtegund og upprunastað einstakra steina sem nú hafa fengið það hlutverk að telja stundirnar. Siggi var mikill fjölskyldumaður og þess nutu kona hans, börn og barnabörn í ríkum mæli. Í huga mín- um eru Siggi og Birna samtvinnuð og ekki alltaf hægt að skilja þar á milli. Samband þeirra var einstaklega gott og saman vöktu þau yfir afkomend- unum sem nú eru orðnir 15, fjögur börn og 11 barnabörn. Hann fylgdist vel með þeim nánast daglega og nú síðast var yndislegt að horfa á sam- band hans og yngsta barnabarnsins, Hermanns Inga, sem er nauðalíkur afa sínum og var afar hændur að hon- um. Hugur hans snerist líka um stór- fjölskylduna og hann fylgdist vel með okkur, systkinabörnum konu sinnar og sínum eigin og gladdist yfir því er okkur gekk vel. Hann var ekki kyn- frændi minn, en í mínum huga var hann slíkur. Margar stundir átti ég í eldhúsinu hjá honum og Birnu, stutt- ar og langar. Þær eru nú dýrmætar minningar og einkenndust af sterkri návist hans, kímni og heiðarleika. Hann var íslenskur alþýðumaður, stoltur, glaðlyndur og hreinskiptinn og hjá honum lærði maður að þykjast ekki vera annað en maður var. Þann- ig var hann til hinstu stundar. Ég votta Birnu frænku minni, börnum þeirra og barnabörnum dýpstu samúð. Valgerður Gunnarsdóttir. Kæra litla systir, mig langar til að rita nokkur orð um þig, stúlkuna kláru sem fórst svo vel með orðin. Hvort sem þau voru rituð eða mælt, hafðir þú alltaf nokkur frambærileg til málanna að leggja. Á unga aldri byrjaðir þú að skrifa dramatískar skáldsögur og var ég þá sett í hið vanþakkláta starf rit- ara. Það launaðir þú mér þó margfalt til baka með því að lesa yfir og koma með hugmyndir til betrumbóta við ritgerðasmíð á skólagöngu minni. Á unglingsaldri skrifaðir þú ljóð og smásögur til að fá útrás fyrir þær til- finningar sem bærðust í brjósti þér. Tilfinningar sem voru sprottnar frá þeirri breiðu heimsmynd sem þú hafðir um hið góða og slæma í heimi okkar. Þú varst ávallt óhrædd við að taka upp hanskann fyrir minnihluta- hópa þjóðfélagsins, hafðir þínar skoð- anir og orðaðir þær sjaldnast lág- róma. En þú varst meira en bara litla (munaði einu ári), „stóra“ (munaði tveimur cm) systir. Þú varst einstak- ur vinur og ferðafélagi. Ófáum sumr- um eyddum við saman að kanna heiminn. Hvort sem um var að ræða þjóðveg nr.1, Soho hverfi Lundúna eða sléttur Tyrklands, varstu alltaf áköf að skoða fjölbreytilegt mannlífið og upplifa, sem og greina mismun- andi menningarheima. Þú varst þó ekki aðeins áhorfandi, heldur lagðir þitt af mörkum til að breyta og bæta, trúðir á mátt menntunar til að eyða fáfræði og styrkja jafnrétti í heim- inum. Í þér bjó góðmennska. Mér er minnisstætt þegar ég heimsótti þig til Lundúna á síðasta ári, að á leið frá kaupmanninum stoppaðir þú oft á tíð- um hjá rónanum sem átti hundinn, vissir nafn hans og sögu, rabbaðir við hann um tilveruna og gafst honum mat handa besta vini mannsins. Þú varst alltaf sérstök, hvort sem um var að ræða klæðaburð, hátterni eða hugmyndir, og nógu hugrökk til að sýna það, þrátt fyrir að því fylgdi stundum ákveðinn einmanaleiki. Varst samt félagsvera, elskaðir sam- kvæmi og áttir góða vini. Við syst- urnar þrjár, þú, ég og Lilja, höfum alltaf verið nánar, þú varst til staðar RAGNA GARÐARSDÓTTIR ✝ Ragna Garðars-dóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1973. Hún lést í London 24. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garða- kirkju 10. janúar. fyrir okkur og við fyrir þig. Þú hefur alltaf ver- ið stór hluti af púsluspili lífs míns og vil ég þakka þér fyrir stundirnar ófáu og þau áhrif sem þú hafðir á líf mitt. Nú ertu lögð af stað í nýtt ferðalag, ein í þetta sinn. Ég hlakka til að heyra ferðasöguna. „Au revoir.“ Rut. Við Ragna kynnt- umst í bókmenntafræð- inni – þessari fræðigrein sem ég gutl- aði í með hangandi hendi, en hún gekk í með miklum metnaði og af slíkum krafti að manni þótti eiginlega nóg um. Hún hafði námsefnið alger- lega á valdi sínu; fólk varð hreinlega kjaftstopp í tímum þegar hún byrjaði sínar flóknu analýsur, þegar flest okkar voru bara býsna hreykin að ná að fylgja þræði kennarans. Hugsunin hnífskörp, rökin skýr og ákveðin. Ragna vissi nákvæmlega hvað hún ætlaði sér í náminu, enda átti hún síð- ar eftir að sanka að sér háskólagráð- um af ástríðu, líkt og aðrir safna servíettum eða frímerkjum. Þegar við hittumst fyrst í frímín- útum milli tíma var eins og opnaðist fyrir flóðgátt. Við höfðum skyndilega svo margt að tala um, við uppgötv- uðum allt í einu allt sem við áttum sameiginlegt og gátum ekki hætt að tala þó að tíminn byrjaði en fórum þess í stað að skrifast flissandi á, eins og grunnskólastelpur. Stundum gáfu kennarar okkur illt auga og þá hálf- skömmuðumst við okkar að láta eins og hálfvitar, verandi í háskóla. Það sem eftir var af BA-náminu vorum við óaðskiljanlegar. Saman gátum við hlegið eins og brjálæðing- ar, í tímum og utan þeirra, djammað og drukkið bjór eins og ég veit ekki hvað og dansað – hvort við gerðum, og þá skipti engu hvort það var í stof- unni heima eða á dansgólfinu á ein- hverjum barnum. Við horfðum á óteljandi hrollvekjur og elduðum flókna grænmetisrétti eða bara pönt- uðum pitsur. Ég undraðist alltaf að svo grannvaxin kona skyldi geta hesthúsað annað eins magn af mat og varð sú undrun mín tilefni til margra brandara okkar á milli. Það og skrift- in. Eins brilljant námsmanneskja og Ragna var, þá skrifaði hún svo hörmulega illa að það var nær ógjörn- ingur að komast í gegnum handskrif- aðan texta eftir hana. Kennararnir viðurkenndu meira að segja að þeir ýttu prófúrlausnum Rögnu alltaf neðst í bunkann þegar þeir væru að fara yfir, þar til þeir kæmust ekki hjá því að stafa sig í gegnum ósköpin. Einn þeirra sagði að pár Rögnu minnti fremur á einhvers konar rúna- letur en venjulega bókstafi og annar spurði hvort hún hefði skrifað svörin með kústskafti! Að þessu hló Ragna manna hæst og hélt sínu striki, lagð- ist ekki í að reyna að fága skriftina, enda vissi hún eins og ég og kenn- ararnir, að innihaldið bar af. Ragna var raungóð vinkona og gaf af öllu sem hún átti. Hún hringdi í mig af fyrra bragði og vildi keyra mig í búðir þegar ég var bíllaus, hún otaði að mér peningum þegar ég var sér- lega fátæk og hún kom að hugga þeg- ar mér leið illa. Þannig eru sannir vinir og Ragna var sannarlega vin- kona mín. En Ragna var eins og svo margar gáfumanneskjur, manneskja stórra andstæðna. Hún hafði sérlega kaldhæðinn húmor, gat verið hroka- full á köflum og stundum var erfitt að nálgast hana, jafnvel fyrir góða vini. Undir niðri var hún þó blíð og ofur viðkvæm, eins og lítil stelpa. Andstæðurnar birtust líka í því að Ragna hafði gaman af að ganga fram af fólki, en var samt ákaflega sóma- kær, hún gerði sér grein fyrir stór- brotnum hæfileikum sínum, en var engu að síður full efasemda um eigið ágæti. Orka hennar var á stundum óþrjótandi og trú hennar á lífið svo sterk að hún hefði getað flutt heilu fjallgarðana, en á öðrum tíma var eins og henni hyrfi allur máttur og þá gat liðið langur tími án þess að sæi til sólar. Kannski var það kjarni ein- semdarinnar, sem skáldið talaði um, mér er nær að halda að honum hafi Ragna aldrei náð tökum á. Innst inni kjarni einsemdar aldrei klofinn kjarni þinn einsemd aldrei rofin innst inni (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Við Ragna héldum góðu sambandi allt fram á síðasta ár þegar ólík við- fangsefni og fjarlægðir komust upp á milli okkar. Ef til vill var það óöryggi mitt gagnvart þeim heimi sem Ragna lifði í, heimi erlendra háskóla og flók- inna fræðikenninga, sem gerði það að verkum að ég tók ekki oft upp tólið til að heyra í minni gömlu vinkonu. Ég fann líka að hefðbundið fjölskyldu- basl og daglaunavinna, sem voru mín- ir fylginautar, voru henni framandi. Ég hélt að við hefðum framtíðina á bandi okkar. Tímann til að bæta úr, tímann til að styrkja vináttuböndin eftir næstu önn, um jólin eða í sumar. Það reyndist ekki rétt. Við sem þekktum Rögnu höfum aðeins fortíð- ina til huggunar meðan við syrgjum framtíðina sem hún átti fyrir sér. Og allt sem ég vil, allt sem ég gef fær engu breytt, tár sem ég fel, föl sól yfir föllnum val, blómstráðri gröf; bros þín og kvöl eru byrgð þar, byrgð hér við hjarta mitt húmrjóð og þreytt. (Snorri Hjartarson.) Sofðu rótt, elsku vinkona. Þórunn Hrefna. Ég minnist daganna þegar við vor- um litlar, þú, Rut og Lilja systur þín- ar, ég, Unnur og Hildur systur mín- ar, sex frænkur allar á svipuðum aldri. Við höfðum svo gaman af því að hittast á sunnudögum í mat hjá ömmu og afa, svo ég tali nú ekki um þegar við fengum allar að gista sam- an, þá var oft mikið fjör og ýmislegt brallað. Ég minnist þín einnig fyrir þinn smitandi hlátur og rökræður þínar við annað fólk sem oft voru skemmti- legar og málefnalegar. Þú varst skarpgáfuð og hafðir skoðanir á öll- um hlutum, vissir ótrúlega margt og varst vel lesin. Þetta kom glöggt fram í því erfiða námi sem þú valdir þér, en á þessu ári hefðir þú lokið doktors- námi í menningarfræðum. Síðustu daga hef ég verið að skoða myndir af okkur frænkunum og rifja upp gamla tíma. Ég las einnig grein- ar sem þú skrifaðir á kistan.is og langar að hafa eftir þessi orð sem þú skrifaðir: „Það þykir léleg sagnfræði að vera að velta sér upp úr því sem hefði get- að farið öðruvísi, í fyrsta lagi vegna þess að ekkert hefði getað farið öðru- vísi en það fór, og í öðru lagi vegna þess að það sem varð er það eina sem skiptir okkur máli. Það reyndar skiptir okkur misjafnlega miklu máli hvernig fór.“ Það sem skiptir öllu máli í dag er að ég fékk að kynnast þér og læra af þér því það var svo sannarlega margt hægt að læra af þér. Elsku Ragna, ég vona að þú hafir fundið friðinn sem þú þráðir. Elsku Svala, Garðar, Rut, Lilja og fjölskylda, ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur og varðveita á þessum erf- iðu tímum. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr spámanninum.) Þín frænka, Ásta Kristný. Við Ragna urðum vinkonur í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Við sát- um hlið við hlið í líffræðitíma og það varð upphafið að ómetanlegri vináttu sem átti eftir að gefa mér mikið. Ég hafði verið forvitin um þessa skrýtnu stelpu lengi. Hún stormaði um skól- ann með appelsínugult hár í litríkum hippafötum. Hún Ragna var öðruvísi en allir aðrir sem ég þekkti og það heillaði mig. Mér fannst hún vita svo ótrúlega mikið um allt milli himins og jarðar og það var svo gaman að tala við hana. Hún skrifaði kraftmikil og kynngimögnuð ljóð sem höfðu djúp- stæð áhrif á mig og urðu uppsprettan að ýmsum vangaveltum um lífið og tilveruna. Ragna var óhrædd við að segja það sem henni bjó í brjósti og hafði sterkar og oft á tíðum róttækar skoðanir á hlutunum. Hún hafði hæfi- leikann til þess að kafa dýpra og finna nýja fleti á því sem átti huga hennar hverju sinni. Okkar bestu stundir voru þegar við sátum saman heima hjá Rögnu á Víðimelnum eftir að við vorum komn- ar í framhaldsnám, hún í bókmennta- fræði og ég í Myndlista- og handíða- skólann, elduðum eitthvað gott og skiptumst á hugmyndum. Ragna gat alltaf séð eitthvað í verkunum mínum sem ég hafði sjálf ekki haft hugmynd um að byggi í þeim. Ég er þakklát fyrir þennan stutta tíma sem við höfðum saman og Ragna mun alltaf eiga sinn sérstaka stað í hjarta mínu. Ég vildi bara að hún hefði ekki þurft að fara strax því það er svo margt sem við áttum eftir að spjalla um. Guð geymi þig, Ragna mín. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til Svölu, Garðars, Kristínar Lilju og Rutar. Gyða S. Björnsdóttir. Elsku nafna. Þakka þér fyrir allt og allt. Þú og nafni minn, Eggert Eyjólfur, gáfuð mér mikið sem barni. VALBORG GÍSLADÓTTIR ✝ Valborg Gísla-dóttir fæddist á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal 12. apríl 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 27. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Minnisstæð er viku- dvöl hjá ykkur í Grænuhlíðinni, þar sem þú fórst með mig til saumakonu í Hafn- arfirði alla daga og kjólarnir sem ég fékk voru yndislegir eða leðurskólataskan þeg- ar ég varð tíu ára, ég man lyktina enn. Minningarnar um ykkur Eggert lifa með mér. Hvíl í friði, þín nafna, Valey. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti á netfangið minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.