Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 43 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÖNNU SIGURÐARDÓTTUR, Smyrilsvegi 29, Reykjavík. Árni Kr. Þorsteinsson, Anna Árnadóttir, Ásta Árnadóttir, Böðvar B. Kvaran, Þorsteinn Árnason, Hrefna Leifsdóttir, Sveinn Árnason, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Erna Þórunn Árnadóttir, Benedikt Sigmundsson, Ingibjörg Hólmfríður Árnadóttir, Finnbjörn V. Agnarsson, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar elskulegrar frænku minnar og systur okkar, LOVÍSU GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Hlíðarenda, Ísafirði, Frakkastíg 23, Reykjavík. Þorgerður Arnórsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir og aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU BJÖRNSDÓTTUR, Hringbraut 50, áður til heimilis í Rofabæ 29. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar. Ragnheiður Th. Andersson, Mats Andersson, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Rafn Kristjánsson, Björn Ingi Þorgrímsson, Jóhanna Kristín Jósefsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát hjónannna, GUÐRÚNAR (Lillu) ÁRNADÓTTUR FEMAL og HAROLD FEMAL, Appleton, Wisconsin. Fyrir hönd annarra ættingja og vina, Ingibjörg Árnadóttir, Ingólfur Árnason, Þuríður Árnadóttir, Júlíus Jón Daníelsson, Sigurður Á. Jónsson, Vibekke Jónsson, Arnheiður Árnadóttir, Theódór Óskarsson, Halldóra Árnadóttir, Benedikt Sveinn Kristjánsson. Kæri afi. Það er skrítið að hugsa til þess að ég sé að skrifa minningar- grein mína um afa Ingvar þar sem að það er svo stutt síðan að ég skrifaði minningargrein til ömmu. Margar góðar hugsanir koma uppí huga minn, Mér er minnisstæðast hvað var alltaf gott að koma í Rauða- gerði og slappa af, þú bauðst mér t.d. oft upp á harðfisk sem við smjöttuðum svo á meðan við töluð- um um daginn og veginn. Þú varst mikill ræðumaður og er mér minnisstætt þegar þú hélst ræðu í fermingunni minni þar sem að þú fóst á kostum, þú varst með miklar ræður og allar pappírslausar. Og sagðir það sem kom upp í huga þér. Það gat sko heillað marga upp úr skónum þau orð sem þú lést falla við hvert og eitt tilefni. Þú samdir INGVAR N. PÁLSSON ✝ Ingvar N. Páls-son fæddist á Lambastöðum í Mið- neshreppi 17. nóv- ember 1922. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey að hans ósk. ljóð og varst mikill lestrarhestur. Ég minnist líka sumarbú- staðarferðanna í fal- lega sumarbústaðinum ykkar ömmu á Þing- völlum. Við fórum allt- af að Almannagjá og fengum pening hjá þér, afi, og köstuðum niður í gjána og óskuðum okk- ur. Það var skrýtið þeg- ar þið fluttuð úr Rauðagerðinu á Hjúkr- unarheimilið Eir, svo skrýtið að hugsa til þess að ekki var hægt að fara þang- að sem maður var þegar maður var yngri. En þið voruð bara orðin tvö og best að minnka við sig og þar sem heilsa ömmu var ekki sem best, var þetta besti kosturinn enda nýleg íbúð og öll þjónusta til staðar. Þú varst líka svo duglegur í baráttu ömmu í veikindum hennar og hjálp- aðir henni þegar hún var veik. Þú varst henni stoð og stytta og sorgin mikil þegar hún fór frá okkur fyrir rétt um ári. Eftir það fór heilsu þinni að hraka en alltaf varstu svo lífs- glaður og ánægður. Ég vil þakka þér fyrir að hafa boð- ið okkur barnabörnunum út að borða í byrjun desember, það var svo gaman, við töluðum mikið og borðuðum góðan mat. Þar notaðir þú mikið af orkunni þinni og í minning- unni mun ég horfa á það kvöld sem kveðjustund. Nokkrum dögum seinna fórstu inn á spítala. Ég mun minnast 24. desember 2002 þar sem það var í síðasta skipti sem ég talaði við þig þegar ég kom um hálftíu upp á líknardeild eftir að búið var að opna flesta pakkana það var gott að sjá þig en þá sá ég að heilsu þinni hafði hrakað mikið og að ekki væri mikið eftir. Ég veit það að þú ert í góðum höndum hjá ömmu og að hún og Friðþjófur Ingi hafi tekið vel á móti þér. Og að þið séuð nú að að fagna því að þið séuð saman á ný. Við sjáumst síðar afi minn. Þitt barnabarn Daníel Ingi Þórisson. ✝ Guðbjörg Júlíus-dóttir fæddist á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki 13. septem- ber 1950. Hún lést á heimili sínu í Skurup í Svíþjóð 11. janúar síðastliðinn. Móðir hennar er Una Run- ólfsdóttir frá Dýr- finnustöðum í Skaga- firði, f. 7. september 1928. Maður hennar er Kristján Jónsson. Faðir Guðbjargar er Júlíus Jón Daníelsson frá Syðra-Garðs- horni í Svarfaðardal, f. 6. janúar 1925. Kona hans er Þuríður Árna- dóttir. Systkini Gógóar, börn Júl- íusar og Þuríðar: Árni Daníel, f. 31. júlí 1959, Anna Guðrún, f. 20. júní 1961, og Ingólfur, f. 4. maí 1970. Systkini Gógóar og börn Unu: Runólfur Jónsson, f. 29. júní 1958, Harpa, f. 1. desember 1967, Gígja, f. 5. desember 1968, og Birkir, f. 20. júlí 1971, öll Krist- jánsbörn. Guðbjörg giftist Einari Boga- syni árið 1975. Þau fluttu til Sví- þjóðar árið 1977 og eignuðust þar þrjú börn, Alex, f. 29. maí 1980, nemi í Stokkhólmi, Bogi, f. 4. nóvember 1981, nemi í Malmö, og Ólavía Lára, f. 2. júlí 1991, nemi í grunn- skóla í Skurup. Guðbjörg ólst upp hjá móður sinni á Hólmavík fyrstu æviárin. Hún var í fóstri hjá Steinunni móðursystur sinni og Ingólfi manni hennar í Reykjavík frá 1954–1956. Tíu ára flutti Guðbjörg til Hvera- gerðis þangað sem móðir hennar og móðursystir fluttu og búa enn ásamt fjölskyldum sínum. Skóla- ganga hennar hófst í Laugarnes- skóla en hún lauk gagnfæðaprófi frá Hveragerði. 18 ára fór hún í húsmæðraskóla. Hún lauk prófi úr Þroskaþjálfaskólanum hér á Ís- landi og lauk einnig framhalds- námi í geðhjúkrun í Svíþjóð. Hún var virk í félagsstörfum í Þroska- þjálfaskólanum. Guðbjörg Júlíusdóttir var jarð- sett í Skurup 24. janúar. Elskuleg systir mín verður lögð til hinstu hvílu í dag í Skurup í Svíþjóð. Gógó systir var mjög sérstök. Hún var huldusystir sem við systkinin sáum sjaldan þegar við vorum komin til vits og ára, en vorum stolt yfir því að eiga hana. Við töluðum um hana af lotningu við vini okkar. Henni skaut stundum upp kollinum í Syðra- Garðshorni. Ég man eftir því þegar hún var 18 ára. Það er til mynd af henni við það tækifæri sem pabbi okkar tók. Hún var smart með fal- lega ljóst, uppsett hár í svartri kápu og með hliðarveski yfir öxlina og með ljósan varalit. Hún bjó í Hveragerði með mömmu sinni og fjölskyldu en við fyrir norðan í Svarfaðardal. Þessvegna sáum við hana ekki oft. Ég man þegar við fór- um suður með mömmu, ég var kannski tíu ára en það voru 11 ár á milli okkar Gógóar. Hún var þá að læra að verða þroskaþjálfi og bjó í íbúð við Kópavogshæli. Ég man hvað það var gaman að heimsækja hana, hún tók svo vel á móti okkur, skemmtileg og alltaf svo hlý. Hún minnir mig á föðurömmu okkar beggja, sem ég ólst upp með, hana Önnu ömmu. Þær voru báðar svona kvikar og fíngerðar, félagslyndar og hlýjar. Báðar ljósar á brún og brá og alltaf svo fínar. Þær voru líka báðar heimsmanneskjur hvor á sinn hátt. Ég kynntist Gógó vel þegar ég flutti til Kaupmannahafnar 1983 og bjó þar í fimm ár og aftur árið 1994. Hún hafði nokkrum árum áður flutt ásamt Einari manni sínum til Malmö í Svíþjóð og átti nú tvo fallega drengi, Alex og Boga, sem voru á fyrsta og öðru ári þegar ég heimsótti þau fyrst. Hún tók alltaf jafnvel á móti mér og fjölskyldu minni þegar við sóttum hana heim, sló upp veislu og sýndi okkur umhverfið. Fyrst í blokkar- íbúðinni í Malmö og síðar í fallega húsinu í sveitinni við Skurup, en þá hafði Lára litla bæst í hópinn. Það var mikið spjallað um lífið og til- veruna, börnin og sameiginlega ætt- ingja. Við skiptumst gjarnan á lífs- reynslusögum. Eftir að ég flutti heim var Gógó dugleg að hafa samband símleiðis. Hún bar hag barna sinna mjög fyrir brjósti og vildi þeim allt hið besta. Okkur þótti gott að bera saman bæk- ur okkar um barnauppeldi. Hún hugsaði vel um pabba, fylgd- ist grannt með líðan hans og var dug- leg að halda sambandi. Mér þykir sérstaklega vænt um að hún skyldi koma í heimsókn til Ís- lands ásamt Láru dóttur sinni nú rétt fyrir jólin. Við hittumst öll heima hjá pabba og mömmu og áttum góða stund saman, ég og bræður mínir tveir ásamt mökum og öllum börn- unum. Ég man sérstaklega vel eftir hlýju faðmlaginu þegar hún kvaddi mig og yndislega hlýja brosinu henn- ar. Stuttu eftir að hún var komin til Svíþjóðar aftur hringdi hún í mig og við töluðum lengi. Um börnin okkar og hvað Gunnhildur mín og Lára urðu fljótt góðar vinkonur. Það var gott samtal sem ég geymi í hjarta mínu. Ég er fegin að hún hringdi í mig. Ég sakna hennar og skil ekki af hverju hún þurfti að fara svo snöggt og öllum að óvörum. Elsku Lára, Bogi, Alex og Einar, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og vernda. Pabbi, mamma, Una, Kristján, Steinunn og Ingólfur og aðrir aðstandendur, innilegar samúðarkveðjur. Anna Guðrún Júlíusdóttir og fjölskylda. Það voru 45 ungar stúlkur sem hófu nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði haustið 1969. Gógó var ein af okkur. Þar sem við bjuggum á heimavist urðu sam- skiptin mjög náin og enn í dag fylgj- umst við hver með annarri þó við höf- um mismikið samband. Gógó flutti til Svíþjóðar þar sem hún stofnaði sína fjölskyldu og hefur búið þar í um 30 ár. Hún hafði alltaf samband við ein- hverjar af okkur þegar hún kom í heimsókn til Íslands og nokkrar okk- ar hittu hana þegar hún kom síðast til Íslands fyrir um tveimur árum. Hún sagði okkur frá börnunum sínum með glampa í augum svo það leyndi sér ekki að þau voru gimsteinarnir hennar. Gógó hafði mikla ábyrgðar- tilfinningu og var vön að bjarga sér í lífinu. Áður en hún flutti til Svíþjóðar útskrifaðist hún sem þroskaþjálfi og starfsvettvangur hennar var við umönnun sjúkra. Gógó er sú fyrsta úr þessum hópi sem kveður og við munum minnast hennar eins og hún kom okkur fyrir sjónir þegar við hitt- umst fyrst, lágvaxin og grönn með sítt ljóst hár og bros á vör. Aðstandendum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Skólasystur frá Varmalandi. GUÐBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.