Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 21
Skattamál.
Engiti mál, sem heyra undir daglega lífið, eru þýðing-
armeiri í eðli sínu en ýjúrmálin. Pau eru grundvöllur eða
undirstaða allra annara velferðarmála, andlegra sem efna-
legra. þetta á jafnt við um líf þjóðfélaga sem einstakl-
inga. Það er líka viðurkennt hjá flestum þjóðum, því að
það eru einmitt fjármálin, sem skipta mönnum í stjórn-
málaflokka: íhalds- eða apturhaldsflokk (conservativa,
hægrimenn o. s. frv.), framsóknarflokk (liberala, vinstri-
menn o. s- frv.) og jafnaðarmenn (socialista, commun-
ista, anarkista). Hér á landi hafa flokkar skipzt um önn-
ur mál, enn sem komið er, en á því hlýtur að verða
breyting bráðlega, og má þegar sjá þess nokkurn vott.
Eins og kunnugt er, hafa fjármálin tvær aðalhliðar:
tekjuhlið og útgjaldahlið. Tekjuhliðin er almennara eðlis,
og því er það, að um þá hlið fjármálanna er flokka-
skiptingin aðallega, og ég gjöri þá hlið fjármálanna hér
að umtalsefni.
Þjóðjélög fá tekjur sínar aðallega með sköttum, bein-
um eða óbeinum. En það liggur í augum uppi, að ekki
stendur á sama, hvernig þeir skattar eru lagðir á. Manni,
sem ber létta byrði, getur orðið óhægt um gang, ef
byrðin fer illa, þótt hann geti léttilega borið miklu
þyngri byrði, sem fer vel. Eins getur skattabyrði hept
framför þjóðfélags, ef hún er lögð óheppilega á, þótt
það sama þjóðfélag gæti vel borið mikiu þyngri skatta,
ef þeim væri betur fyrir komið.