Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 110
112 Réttur
starýi —- án þess að arður þjóðarinnar og starfsemi
hennar skerðist.
Pessi skipulagsatriði stefna öll að gagngerðri hreytingu
á gildandi lögmálskerfum og háttum.
— — Lif hvers manns mótast mjög af liagsmálakjörum
hans og ástœðum. Allur þroski manna er þeim skilyrðum
háður — siðgœðið, mannúð, kœrleiksþróttur þeirra og
lifshamingja yjirleitt. — Pessvegna þurfa allar skipulags-
breytingar og hagsmálaumbœtur að vera það súrdeig,. er
sýnir löggjafar- og þjóðlífsstarfið. »— Umbæturnar eiga
að efla og styrkja heildina, án þess að hreyfa við rétt-
indum einstaklingsins, meðan unt er að samrýma þau
þörjum þjóðjélagsins.
* *
*
Hér að framan hefi eg skýrt með nokkrum rökum,
hvernig tímaritið hugsar sér að draga saman á eitt svið,
að einu marki, höfuðatriðin úr skipulags- og kenninga-
kerfum jafnaðarmanna, er við »Réttarmenn« teljum að
geti átt vel við og notið sín í okkar þjóðlífi, á því stigi,
sem það er nú. Að við teljum þessi kerfi og bendingar
eina »lyfið« eða fullnaðarlapkningu við »þjóðlífsmeinun-
um«, það hefir enginn minsta rétt til að fullyrða. Okkur
er Ijóst, að tíminn og þróunin gera sínar athugasemdir
og breytingar. En meistarar skólaspekinnar í félagsfræði
og þjóðmegunarmálum og fylgismenn hennar mega vara
sig að vera eigi brotlegri í þeim efnum. — Rað þarf því
annað og meira en fleipur eitt og glamuryrði til að sanna,
að við »Réttarmenn« »berjumst fyrir að innleiða hér
stefnur og kenningar öndverðra flokka, er trúi hvor á sína
biblíu og telji þær óbrigðular«, eins og hr. hagstofustjóri
Rorsteinn Þorsteinsson ber fram í ritfregn um »Rétt« í
81. tölublaði »ísafoldar« f. ár. — — Flestir, sem nokk-
uð hafa lesið um og kynt sér þessi málefni, vita að
upphafsmenn þeirra stefna, sem getið hefir verið um hér
að framan, báru fram hver sitt kerfi og mismunandi til-